Þjóðviljinn - 22.03.1978, Page 11

Þjóðviljinn - 22.03.1978, Page 11
Miðvikudagur 22. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 r Olafur Jónsson, bæjarfulltrúi Alþýdubandalagsins í Kópavogi Stefnuleysi og hringlandaháttur Birtur hefur veriö frarnboðslisti til bæjarstjórnarkosninga i Kópa- vogi sem gæti heitió allraflokka- listi, þvi þar er aft finna nöfn manna sem tengdir eru öllum stjórnmálaflokkunum nema Al- þýöubandalaginu. Má nefna til Samtakamanninn Sigurð Hillariusson, Framsóknarmann- inn Björn Einarsson, Alþýðu- flokksmanninn Jón Ármann Héðinsson og SjáUstæðisflokks- manninn Sigurð Helgason. Listinn litur þannig út: 1. Sigurjón Hilariusson bæjar- fulltrúi 2. Alexander Alexanders- son verkstjóri 3. Sigurður Einars- son tannsmiður 4. Jón Armann Héðinsson, alþingismaður 5. Sigurður Helgason lögfræðingur, 6. Birna Agústsdóttir, tækni- teiknari, 7. Björn Ó. Einarsson framkvæmdastjóri 8. Guðlaugur — einkenni hins nýja framboðs Guðmundsson kennari 9. Hrefna Pétursdóttir húsmóðir 10. Hákon Hákonarson auglýsingastjóri 11. Hinrik Lárusson sölumaður 12. Björg Árnadóttir verkstjóri, 13. Magnea Ingibjörg Sigurðardóttir, húsmóðir 14. Brynjar Valdimars- son kennari 15. Sigriður G. Þor- steinsdóttir húsmóðir 16. Hjördis Pétursdóttir húsmóðir 17. Sverrir Þórólfsson verktaki 18. Edda Magnúsdóttir húsmóðir. 19. Guð- rún Þór ritari 20. Viöir Friðgeirs- son skipstjóri 21. Páll Helgason vélvirki, 22. Andrés Kristjánsson rithöfundur. Stefnuleysi og hringlandaháttur Þjóðviljinn hafði samband við ólaf Jónssoneinn af bæjarfulltrú- um Alþýðubandalagsins i Kópa- vogi og spurði hann álits á þessu framboði. Ólafur sagði: „Þessi listi ber vott um upp- lausnarástand i pólitisku flokkun- um i Kópavogi og þá sérstaklega þeim, sem farið hafa meö stjórn bæjarinsundanfariö. Þá ber þessi listi vott um stefnuleysi og hringlandahátt einstakra manna sem viröast ekki láta pólitisk stefnumál sig nokkru skipta.” Þessir sömu aöiljar munu hugsa til þingframboðs I Reykja- neskjördæmi á sama grundvelli og bæjarstjórnarframboðiö er byggt á. -úþ Æskan fjölbreytt að vanda Mars - tölublað Æskunnar er komið út, 52siður aö stærð. Meðal efnis má nefna: Holger danski, ævintýrieftir H.C. Andersen, Tólf ára borgarstjóri, Búktalarar og list þeirra, Hundrað krónu seðill- inn, Laun ikornans, Leikarinn Davið Langton hefur enga þjóna, Tveggja ára bið, Púðar i poppstil, Barnæska min, eftir Maxim Gorky, Eiginmaðurinn I fugla- búrinu, kinverskt ævintýri, Sögn um ketti, Barnastjarna, Skógur- inn, Sviffluga úr fjöður, Fangi i eigin skáp, Meistarakokkurinn, Hvers vegna kötturinn kemur niður á fæturna, Kennari og nem- endur, Ævintýrið af Astara kon- ungssyni, Kólumbus og súkkulað- ið, Þaö er dýrt og hættulegt að reykja, Abraham Lincoln lifir á vörum þjóðar sinnar, Tarzan, Þögult hljóðfæri, Fyrir yngstu lesendurna, Mik og Mak „hjálpa” Mikka, Mað- urinn og konan, norskt ævin- týri, Vetrarkveðjur, Þakklátur Indiáni, Hvar lifa dýrin? Handa- vinnubók, A hljómplötumarkað- inum, Kötturinn rataði, Riðandi á krókódil, Krossgáta, Skrýtlur o.m.fl. Ritstjóri er Grimur Engil- berts. Ctgefandi er Stórstúka Is- lands. ^Leciorjo 1 GKafo Kennslubók í esperantó Ot er komið hjá Islenska esper- antosambandinu kennslubók I esperanto ásamt stilasafni. Bókin nefnist Jen nia mondoog er ætluð byrjendum. Hún er sniðin eftir enskri kennslubók sem um nokk- urt skeið hefur notiö vinsælda I Englandi. Sama bók er einnig komin út i Þýskalandi og ttaliu og útgáfa hennar er viöar i undir- búningi. • Bókin kennir undirstööuatriði málsins og skiptist i 12 kafla, þar sem esperanto er kennt með sam- talsæfingum, málfræðiskýringum og verkefnum. Hljómband (kasetta) með sam- talsköflunum er einnig fáanleg. Baldur Ragnarsson tók saman stilasafnið. Menningarvaka Hornfiröinga Menningarvaka Hornfirðinga hófst á mánudagskvöld og er hug- myndin að hún standi I fjóra daga, að þvi er Þorsteinn Þor- steinsson, fréttaritari Þjóðviljans á Höfn sagði blaðinu. Dagskráin er þannig i stórum dráttum: Fyrsta kvöldiö var tekið fyrir efniúr verkum Halldórs Laxness, leikþættir og upplestur, og á það aö fylla dagskrá kvöldsins. Þá mun skólahljómsveit Kópavogs halda tvenna tónleika. Ennfrem- ur koma leikarar frá Þjóðleikhús- inu með Grænjaxla, og munu þeir sýna á miövikudag. Þá mun og verða flutt á vökunni ýmislegt efni úr héraöinu, karlakór syng- ur, lúðrasveit leikur og flutt verð- ur ýmislegt annað skemmtiefni. Listasafn alþýðu hefur aðstoðað við aö koma upp málverkasýn- ingu og verða þar sýnd verk eftir Asgrim Jónsson. Verður sýningin opin fram á páska. Þetta er i annaö skiptið sem svona menningarvaka hefur ver- ið haldin hér. Það var fyrst fyrir tveimur árum, i dymbilvikunni, og þótti takast mjög vel. Minnti það nokkuð á Menningarfélags- vikurnar, sem haldnar voru hér á árum áður. þþ/mhg Búnaðarblaðið Freyr Ct er komið annað hefti Freys þessa árs. I þvi er eftirtalið efni: Lækkun framleiöslukostnaðar, ritstjórnargrein eftir Jónas Jóns- son. Fjárhiröing aö hausti og vetri, eftir Arna G. Pétursson, sauðfjárræktarráðunaut. Plöntu- framleiðsla og starfsemi ána- maðka og Tilbúinn áburður, framleiðsla og notkun, eftir Sigfús ölafsson, ráðunaut. N.J.F.-ráðstefna um fjárhús, eftir Magnús Sigsteinsson, ráðunaut. Pantið varahluti fyrir sumarið sem fyrst, viðtal viö Eirik Helgason, varahlutafulltrúa hjá Bún- aðarfélagi Islands. Orsakir kartöfluskemmda veturinn 1976- 1977, eftir Sigurgeir Ölafsson hjá Rannsóknarstofnun landbún- aðarins, Að sjóða málm við loga, eftir Hauk Sölvason, kennara á Hvanneyri. Af haustfundi Bún- aðar- og garöyrkjukennarafé- lagsins, eftir Guðmund Sigurðs- son. Auk þess eru svo i ritinu Er- lendir þættir og Molar. —mhg GARÐABÆR Kjörskrá fyrir Garðabæ vegna sveitar- stjórnarkosninga sem fram fara 28. mai 1978 liggur frammi á skrifstofu bæjarins, Sveinatungu v/Vifilsstaðaveg frá og með 28. mars til 25. april n.k. Kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa borist undirrituðum fyrir 6. mai 1978. Bæjarritarinn i Garðabæ KIÖRSKRÁ Kjörskrá til borgarstjórnarkosninga, er fram eiga að fara 28. mai n.k., liggur frammi almenningi til sýnis i Manntals- skrifstofu Reykjavikurborgar, Skúlatúni 2,2. hæð alla virka daga frá 28. mars til 25. april n.k. frá kl. 8.20 f.h. til kl. 4.15 e.h., þó ekki laugardaga. Kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa borist skrifstofu borgarstjóra eigi siðar en 8. mai n.k. Reykjavik, 22. marz 1978 Borgarstjórinn ! Reykjavik BIFREIÐAEIGENDUR Athygli er vakin á að eindagi þungaskatts er 1. april n.k. Dráttarvextir leggjast á ógreidd gjöld frá gjalddaga sem var 1. janúar s.l., hafi þau ekki verið greidd að fullu fyrir 1. april. F j ár m á lar áðuney tið Aðalfundur MULTIPLE SCLEROSIS félags Islands, verður haldinn i félags- heimili Sjáfsbjargar Hátúni 12, 1. hæð, þriðjudaginn 4. april, n.k. kl. 17.15. Venju- leg aðalfundarstörf. Stjórnin • Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiði. Gerum föst verðtilboð SÍMI53468 Tökum að okkur smiði á eldhúsinnréttingum og skápum, bæði i gömul hús og ný. Sjáum ennfremur um breytingar á innréttingum. Við önn- umst hvers konar húsaviðgerðir, úti og inni. Verkið unnið af meisturum og vönum mönnum. Trésmíðaverkstæðið Bergstaðastræti 33 — Simar 41070 og 24613

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.