Þjóðviljinn - 29.03.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.03.1978, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 29. mars 1978 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bérgmann. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn, Pálsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Siðumúla 6, Simi 81333 Prentun: Biaðaprent hf. Ráðleysi, dáðleysi Varla er unnt að gera sér i hugarlund hraklegri útreið eins stjórnmálamanns en þá sem Gunnar Thoroddsen iðnaðarráð- herra hlaut er stjórn Rafmagnsveitna rikisins sagði af sér nú fyrir páskana. 1 greinargerð stjórnarmannanna Helga Bergs, Björns Friðfinnssonar og Tryggva Sigurbjarnarsonar koma ástæðurnar fyrir afsögn þeirra einkar glöggt fram, og i blaðaviðtölum og fréttum að undanförnu hafa málin einnig tekið á sig mynd frammi fyrir almenningi. Staðreyndirnar eru þessar: Rafmagnsveitur rikisins skulda um einn miljarð króna. Þar af skuldar fyrirtækið Landsvirkjun einni um 700 miljónir. Stjórnvöld ætlast til þess af Rafmagns- veitum rikisins að fyrirtækið eigi i stór- framkvæmdum á yfirstandandi ári. Þegar stjórn RARIK gerði upp dæmið kom i ljós að verulegan hluta þessara framkvæmda yrði að kosta með engu; fjárvöntun til framkvæmda er hátt i einn miljarður króna. En það er fjarri þvi,að fjárskortur Raf- magnsveitna rikisins sé nýtt vandamál sem skyndilega þessa dagana hvolfist yfir iðnaðarráðherrann. Staðreyndin er sú að stjórn þessa fyrirtækis hefur gert hverja tilraunina á fætur annarri til að fá iðn- aðarráðherra til þess að skilja vandamál- in, en án árangurs. Hefur áður legið við borð að stjórn fyrirtækisins segði af sér vegna ráð- og dáðleysis iðnaðarráðherr- ans, Gunnars Thoroddsens. Fyrir nokkrum mánuðum, við af- greiðslu fjárlaga, lá það ljóst fyrir að fjárhagsvandi orkukerfisins var og yrði gifurlegur. Voru fluttar tillögur á alþingi um að ráða bóta á þessum vanda með myndarlegum og afgerandi hætti. Þeim tillögum hafnaði meirihluti alþingis. en flutningsmaður tillagnanna var Magnús Kjartansson. Á fundi sem haldinn var i orkuráði fyrr i þessum mánuði flutti Magnús Kjartans- son svo tillögu um að ráðið skoraði á Gunnar Thoroddsen að beita sér fyrir þvi innan rikisstjórnarinnar að aflað verði með innlendri lántöku um 500 miljóna króna til þess að unnt verði i ár að ljúka við óhjákvæmilegar framkvæmdir sem þegar er byrjað á. Þessari tillögu Magnúsar Kjartanssonar hafnaði meiri- hluti Framsóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins i orkuráði. þannig að stjórnar- flokkarnir bera nú sameiginlega ábyrgð á ástandinu i orkumálum, stórhættulegu fjársvelti og fyrirsjáanlegum orkuskorti á næsta vetri, orkuskömmtun á Austurlandi og fleiri alvarlegum afleiðingum að- gerðarleysisins. 1 viðtali við Þjóðviljann 11. mars siðast- liðinn skýrir Magnús Kjartansson frá þvi að alls vanti um 10—12 miljarða króna I orkuframkvæmdir til þess að samtengja, styrkja og breyta dreifikerfi raforku hér á landi. Nú kunna menn að segja að hér sé um óhjákvæmileg vandamál að ræða, fylgi- fiska verðbólgunnar. Það er rétt,en rikis- stjórnin, þar með taiinn iðnaðarráðherra, bera ábyrgð á verðbólgunni. Meginatrið- ið er þó ekki þetta,heldur að orkumálaráð- herra hafa verið einstaklega mislagðar hendur i athöfnum sinum. Hann hefur fjárfest miljarða á miljarða ofan i orku- skorti, og eru Kröfluframkvæmdirnar þar efst á blaði. Með þvi að verja þó ekki væri nema hluta af Kröflufjármagninu til Rafmagnsveitna rikisins, hefði mátt leysa fjárhagsvanda þessa fyrirtækis. Sú ákvörðun Gunnars Thoroddsens sem varð Rafmagnsveitum rikisins og landsmönn- um öllum þó þyngst i skauti var frestun byggðalinunnar. Hefði byggðalinan komist i gagnið tveimur árum fyrr,eins og gert hafði verið ráð fyrir, hefði það sparað Rafmagnsveitum rikisins hundruð mil- jóna króna. Hér er þvi allt á eina bókina lært: Byggðalinunni frestað, fjármagni varið i Kröfluvirkjun, og vanda Raf- magnsveitnanna veltir ráðherrann á und- an sér með sifelldum lántökum. Nú er svo komið að um þriðjungi heildartekna RARÍK 1978 þyrfti að verja til þesá að greiða vexti og afborganir. Við sikar að- stæður er auðvitað útilokað að starfa. Af- sögn stjórnar RARIK er þvi rökrétt fram- hald fyrri atburða. Eftir þá reynslu sem fengin er af Gunn- ari Thoroddsen sem raforkuráðherra er engin von til þess, að hann leysi neinn vanda. Það virðist lögmál að vandamálin hafa tilhneigingu til þess að stækka í hönd- um hans. Við sjónarrönd er þó einn ljös punktur: Eftir nokkra mánuði verður unnt að skipta um rikisstjórn i landinu. —s. I i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ lm Fjárhœttuspil aldarinnar! Mesta fjárhættuspil aldarinn- ar er nú i gangi á Grundartanga i Hvalfirði. Þar leggur íslenska rikið miljarða króna i pottinn,en hefur afar léleg spil á hendinni sem stendur. Fyrir páska lögðu forráða- menn Járnblendifélagsins fram ýtarlega greinargerð um framtiðarhorfur verksmiðjunn- ar á Grundartanga, svo og um framvindu rekstrarundirbún- ings og byggingarframkvæmda. 1 sjálfu sér er það lofsvert að leggja á borð með sér vandaðar upplýsingar eins og gert var á fundinum m^ð blaðamönnum. Og margt i greinargerðinni ber þess vott að i fjármálastjórn og verkhönnun er nútimalega unn- ið á vegum Járnblendifélags- ins. Með þvi er þó ekki dregin fjöður yfir þá staðreynd að tapið á Járnblendiverksmiðjunni með fullum afköstum miöað viö verðlag á kisiljárni i dag yrði á ári sem næmi öllum reikn- uðum afskriftum og vöxtum af lánum til hennar, ef ekki meir. Þessi út koma er enn hrikalegri en árið 1976 þegar frumvarp til laga um járnblendiverksmiðj- una vartil meðferðar á Alþingi. Þá var gert ráð fyrir að skila- verð til verksmiðja El-Kem i Noregi fyrir hvert tonn nettó á kisiljárni væri nkr. 2.388. Nú er skilaverðið komið niður fyrir tvö þúsund krónur norskar á tonnið, en þyrfti að vera amk 3.400 norskar krónur til þess að endar næðu saman i rekstri Járnblendiverksmiðjunnar. Verftur malaft gull efta (ettir saman akuldahalar á GrundarUnga I framtlftinni? Um framtíðina er erfitt að spá Forráðamenn Járn- blendúverksmiðjunnar viður- kenna að enginn viti á þessari stundu „hver staftan á þessum markaði verður í árslok 1980, þegar verftlag á kisiljárni fer virkilega að skipta járnblendi- verksmiftjuna máli.” Þeir eru samt sem áður bjart- sýnir á að kreppa stál- markaðarins standi ekki til eilifðar og umskiptin verði snögg þegar þar að kemur. Þá gæti það reynst klók fjár- festingarpólitik að byggja verk- smiðjuna i eftirspurnarlægð- inni, en koma inn á markaðinn með afurðina þegar eftirspurnin er að aukast og verðið að hækica. Hér er þó um hreina spámennsku að ræða, og segja verður hverja sögu eins og hún er, að allar helstu spár um framvinduna á stálmarkaðinum i heiminum siðustu ár hafa reynst markleysa. Ekki óskarpari aðili en auðhringurinn Union Carbide ætlaði að byggja hér járnblendi- verksmiðju og komast inn á Evrópumarkaðinn sem hvað mest hefur dregist saman síðustu ár. A hvaða forsendum voru spár bandariska auðhringsins byggðar? Forstjóri Járnblendifélagsins segir svo i greinargerð sinni: „Hefði verksmiðjan verið byggð eins og upphaflega var ráðgert, væri hún nú i fullum rekstri og fullri stærð með miklu rekstrartapi og stórfelld- um markaðsörðugleikum, þvi að þeir markaðir, sem þeirri verksmiðju var ætlað að framleiða fyrir hafa dregist mest saman.” Viðvarandi kreppa? Nú stendur yfir ein mesta kreppa i stáliðnaði frá þvi að seinni heimsstyrjöldinni lauk. Enganveginn er séö fyrir endann á þessu ástandi, sem á sér margar orsakir. Ljóst er að vegna þessa verður verðlag á kisiljárni enn lægra á þessu ári en i fyrra,ogengin sérstök teikn eru á lofti um verðhækkanir á næsta ári. Þvi var spáð i fyrra og hitteðfyrra að. úr tæki að rætast, en það er eins og helstu hagspekingar auðvaldsrikjanna standi ráðþrota frammi fyrir hinni flóknu stöðnunar-verð- bólgu- og atvinnuleysisfléttu samtimans á Vesturlöndum og kunni litt i hana að ráða. Riki eins og Japan og mörg þróunarlönd hafa lagt æ meiri áherslu á að þróa eigin stáliðnað og gera má ráð fyrir að þau byggi sinar eigin kisiljárnverk- smiðjur i auknum mæli. Framleiðslugeta á stáli á heimsmarkaðinum mun þvi fara vaxandi á næstu árum,enda þótt v.-evrópsk stáliöjuver séu nú aðeins rekin með 60% afköst- um og verið sé aft leggja niður stálver og járnblendiverksmiðj- ur á Vesturlöndum. Hætt er við aöaukin framleiðslugeta á stáli leifti tillangvarandi verðstríða á þessum markaði. Samdráttur i heimsverslun og hin almenna auðvaldskreppa hefur leitt til minnkandi upp- byggingar i iðnaði og stálnotkun i byggingariðnaði þar af leiöandi minnkað. Þá hafa ýmis gerviefni I æ rikari mæli tekið við hlutverki stáls til margskon- ar nota. Það eru þvi mörg teikn á lofti, og fleiri en hér hafa verið talin, sem benda til þess að kreppan á stálmarkaðinum og þar af leiðandi offramboð af kísiljárni muni verða viðvarandi enn um skeið. Óvissan eina trompið Ef svo færi verður tapið á Grundartanga miijarðar á hverju ári. Sé „efnahagsþat- inn” hinsvegar á næsta götuhorni getur gróðinn skipt miljörðum — nema hann verði oss falinn eða geymdur I útlönd- um eins og stundum hendir I stóriðjusamstarfi við erlenda auðhringa. Hér er þvf spilaö djarft meö óvissuna eina sem tromp. Happdrættisþjóðin er ekki óvön sllkri spilamennsku, en eitt ætti henniþó að verða ljóst,að miðað við reynslu og horfur i stóriðju- rekstri hérlendis, þá er sjávar- útvegur pottþéttur atvinnuveg- ur. Verðsveiflur á sjávar- afurðum eru hreinir smámunir miðað við kollsteypur heims- verðsins á áli og kisiljárni. — ckh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.