Þjóðviljinn - 29.03.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.03.1978, Blaðsíða 5
 MiBvikudagur 29. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 5 Skólamálaráðstefna Alþýðubandalagsins hefst á föstudag Skólinn annist jöfnum höndum frummenntun og fullorðinsfræðslu Rætt vid Tryggva Þór Aðalsteinsson, fræðslufulltrúa MFA Ráðstefna Alþýöubandalagsins um skólamál hefst i Þinghól i Kópavogi nk. föstudagskvöld, 31. mars, ogstendurtil sunnudagsins 2. aprll. Ráðstefnan er opin öllum áhugamöhnnum um skólamál. „Það er brýnt, að Alþýðu- bandalagið haldi ráðstefnu sem þessa,” sagðiTryggvi Þór Aðal- steinsson fræðslufulltrúi Menningar- og fræðslusambands alþýðu i viötali við blaðið. „Þarna kemur saman fólk úr hinum ýmsu greinum þjóðlifsins til aö ræða skólamál og sósialiska skóla- stefnu.” Tryggvi Þór sagðist sjálfur hafa hugsað sér aö leggja mesta áherslu á þátttöku i umræöu um verkmenntun, og sömuleiöis vildi hann beita sér fyrir umræðu er lýtur að hlutverki islenskra skóla og frjálsra félagasamtaka i full- orðinsfræðslu. „Það má ljóst vera,” sagði Tryggvi Þór, „þó að það hafi ekki verið rætt sem skyldi, hvorki i Alþýöubandalaginu né annars staðar, að hlutverk skóla I þjóð- félagi sem okkar hlýtur að vera, jöfnum höndum, að annast frum- menntun og fulloröinsfræðslu, þ.e.a.s. að gegna veigamiklu hlutverki I fræðslu fullorðinna, bæöi hvað varðar frjálst nám og endurmenntun til starfa.” Tryggvi Þór sagði ennfremur, að þvi hefði lengi verið haldið fram, að iðnmenntunin hafi verið hornreka 1 islensku skólakerfi. „Þó að þau mál sérstaklega hafi verið meira til umræðu manna á meðal og sömuleiðis til meðferð- ar af opinberri hálfu á undanförn- um árum en áður, þá er óhætt að segja, að enn vanti mikið á, að verkmenntunin hafi hlotið þann sess sem henni ber,” sagði Tryggvi Þór. Um fjölbrautaskólana sagði Tryggvi Þór, að það væri reyndar ekki komið i ljós ennþá, hvað þeir muni gera til þess að mennta fólk til starfa i atvinnulifinu. En það væri tvimælalaust rétt stefna, áðeyða i skólakerfinu sjálfu þess- um skýra mismun, sem verið hefur milli bóknáms og verk- náms. „Það vill nú oft verða svo, að menn áliti aö skólamál og mótun skólastefnu sé eingöngu fyrir þá sem beinlinis starfa að skólamál- um, svokallaða skólamenn. Ég vil fyrir mitt leyti visa þessu á bug, töluverðu máli. Þó að menn sitji nám, þá snerta skólamálin okkur sem foreldra t.d. Og hvað okkur iðnaðarmenn varðar, hlýtur skipulavnp,na vsnntunar aö skipta okkur mjög miklu máli og lika sá hluti iðnmenntunarinnar, sem við köllum endurmenntun og starfsþjálfun,” sagði Tryggvi Þór Aðalsteinsson að lokum. —eös Slasaðist ad Gjögri sóttur í flugvél Siöastliöinn laugardag var Adolf Tþorarensen á Gjögri fyrir þvi slysí. aö ofan á hann féll snjó- hengja meöþeim afleiöingum, aö flytja varö hann i skyndingu meö flugvél i sjdkrahús I Reykjavik. Nánari atvik eru þau, að um 4-leytiöá laugardag fóru þeir Axel og Adolf á Gjögri, ásamt tveim mönnum öðrum, að bjarga reka- trjám undan sjó. Svo hagar þarna til, að háir bakkar eru að sjónum, en miklar snjóhengjur vilja gjarnan myndast i brúnun- um og svo var nú. Ætlun þeirra félaga var að nota bil til þess að draga trén úr fjörunni og upp á bakkann og hugðust þeir moka geil gegnum snjóhengjuna svo hægt yrði að draga upp trén. Þegar Adolf var aö seilast eftir rafti, sem lá inni I snjóskúta, hrundi hengja ofan á hann. með fyrrgreindum afleiðingum. Þeir félagar voru þarna skammt frá og urðu þess þegar varir hvernig komið var. Gekk þeim greiðlega að ná Adolfi úr snjónum.'Var sam- stundis hringt á flugvél frá Vængjum, sem kom um hæl þótt flugskilyrði væru erfið. Var Adolf fluttur I sjúkrahús i Reykjavik. Kom i ljós að hann var fótbrotinn og eitthvað meira meiddur. Liðan hans mun nú eftir atvikum góð. — mhg Fimm íslend- mgar a skákmót í USA Likur á ad Friðrik Olafsson komist ekki á mótiö 1 byrjun april hefst I Bandarikj- unum geysilega sterkt skákmót, þar sem margir af sterkustu skákmönnum heims verða meöal þátttakenda. Akveðiö var aö sex Islendingar tækju þátt i mótinu, en nú er útlit fyrir aö Friörik Ólafsson stórmeistari komist ekki á mótiö og þvi verði fimm landar meðai þátttakenda. Þeir sem fara á mótið eru: Guðmundur Sigurjónsson stór- meistari, Helgi ólafsson, Margeir Pétursson, Jón L. Arnason og Jónas P. Erlingsson. Keppt verður eftir Svissneska kerfinu svo nefnda, en þaö er aö mörgu leyti lfkt Monrad-kerfinu sem margir þekkja. tslensku keppendurnir halda utan nk. föstudag. —S.dór Aiþýöubandalagia — Ráðstefna um skólamál — Alþýðubandalagið Skólinn og þjóðfélagið Um næstu helgi efnir Alþýðubandalagið til ráðstefnu um skólamál, samkvæmt samþykkt síðasta landsfundar flokksins. Ráðstefnan fer fram i Þinghól, Hamraborg 11, Kópavogi á laugardaginn fram til klukkan þrjú að Grettisgötu3, Reykjavik. Með ráðstefnunni hyggst Alþýðubandalagið mynda vettvang þar sem áhuga- fólk geti skipst á skoðunum og miðlað upplýsingum um skólamál. Leitast verður við að greina og skýra stöðu skólans og unnið verður að stef numótun um þróun skóiamála. Meðal helstu þátta sem f jallað verður um eru: markmið skólans yf irlýst og dulin, einstaklingurinn í skólasamfélaginu, innri gerð og starfshættir skólans, staða einstakra námsbrauta innan skólakerf isins, kröfur sósíalista um lýðræðislega hætti og félagslegan jöfnuð. Til nánara yfirlits vísast í umræðu- ramma sem menntamálanefnd miðstjórnar Alþýðubandalagsins tók saman i vetur og sendi út til aðila innan og utan f lokksins, sjá einnig í Þjóðviljanum 11. mars s.l. Hefðbundin framsöguerindi verða engin fiutt á ráðstefnunni, en starf hennar hefst með þvi að ýmsir þátttakenda gera grein fyrir viðhorfum sinum til skóla og samfélags með hliðsjón af umræðurammanum. Þegar hafa borist tilkynningar frá eftirtöidum mönnum um framlög: Björn Bergsson Vestmannaeyjum, Gunnar Árnason sálfræðingur, Hallur Páll Jónsson ísafirði, Hörður Bergmann námsstjóri, Jónas Pálsson skóla- stjóri, Loftur Guttormsson sagnfræðingur, ólafur Proppe kennari. Enn- fremur frá starfshópum iðnnema og frá starfshópi I Neskaupstað. Ráðstefnan er öllum opin. Þátttökugjald er 1.000 krónar. Dagskrá Föstudagur 31. mars i Þinghól. 20.30 Ráðstefnan sett, Svava Jakobsdóttir alþingismaður. Flutt undirbúin framlög, frá þátttak- endum er varða m.a.: Ræfiieikamat — „greind”, námsmat, verknám — fram- haldsmenntun, innra starf skóla og tengsl við umhverfið. Ákveðið um viðfangsefni umræðuhópa ráðstefnunnar. Laugardagur 1. april. 9.30 að Grettisgötu 3. Umræðuhópar starfa um ýmis afmörkuð viðfangsefni samkvæmt ákvörðun al- menna fundarins kvöldið áður. 15.00 i Þinghól, almennur fundur. Framhald á kynntum framlögum frá þátttakendum. Skýrt frá starfi umræðuhópa. Frjálsar umræður. Sunnudagur 2. april i Þinghól. 10.00 Umræðuhópar. 13.30 Almennur fundur. Skýrt frá starfi umræðuhópa. Frjálsar umræður. Niðurstöður dregnar saman. Björn Gunnar Hallur Páll Hörður Jónas Loftur ,ólafur Svava +4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.