Þjóðviljinn - 29.03.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.03.1978, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 29. mars 1978 'l'JÓÐVILJINN — StÐA 3 Ófridlegt i Namibiu: Þjódflokkshöfdingi myrtur 28/3 —Clemens Kapuuo, höfðingi, Herero-þjóðflokksins i Namibiu, var skotinn tilbana i gær. Óvist er hverjir hafa verið. þar að verki, enda þótt suðurafrisk yfirvöld kenni SWAPO, sjálfstæðishreyf- ingu Nantibiu, um drápið. Kapuuo var I iltölulega Ieiðitamur Suður-Afrikumönnum. óttast er að morðið á honum kunni að leiða til alvarlegra illinda milli Herero-manna og Ovambo-þjóð- flokksins, sem er miklu fjölmenn- ari og sá stærsti i landinu. Flestir stuðni ngsman na SWAPO eru sagðir vera af þeim þjóðflokki. t s.l. mánuði kom til blóðugra átaka milli Ovambóa og Hereróa og voru þá 14 menn drepnir. Sagt er að innan skamms muni Bretland, Bandarikin, Frakkland, Kanada og Vestur-þýskaland leggja fyrir -Buður-Afrikustjórn áætlun þess efnis, að Namibia fái sjálfstæði og hljóti sú stjórn, sem tekur við i landinu samkvæmt áætluninni, alþjóðlega viðurkenningu. Aætlun þessi var gerð eftir meira en árs samningaumleitanir við SWAPO og Suður-Afrfkustjórn. Nú er óttast að morðið á Kapuuo verði til þess að Suður-Afrika hafni þessari áætlun og reyni þess i stað að stilla upp i Namibiu rikis- stjórn, sem likleg sé til þess að verða Suður-Afriku þjál i taumi. Suður-Afrikustjórn hefur lofað þvi að Namibia skuli verða sjálf- stæð fyrir árslok. Bændur harðir móti flugvelli Opnun vallarins hefur veriö frestað tiu sinnum 28/3 — Mörg flugfélög eru I standandi vandræðum með samgöngur við Japan vegna þess að orðiðhefur að fresta opnun nýs alþjóðlegs flugvallar við Narita, um 60 kilómetra norðaustur af Tókió. Gert er ráð fyrir aö opnun flugvallarins dragist i mánuð, og stafar þetta af harðri andstöðu bænda, sem búa f nágrenni við flugvöllinn. Þeir hafa frá upphafi verið mjög mótfaUnir flugvellin- 250.000 vesturþýskir verkamenn frá vinnu 28/3 — Vesturþýskir verkalýðs- leiðtogar og atvinnurekendur hófu i dag þriðju tilraunina til þess aö binda endi á verkfallið i vesturþýska málmiðnaðinum, sem hefur valdið þvi, að yfir 250.000 verkamenn hafa verið frá vinnu s.l. tvær vikur. Verði vinnudeila þessi ekki leyst næstu dagana, er viðbúið aö stytta verði vinnutima hundruðþúsunda verkamanna i 28/3 — Flestir þeirra 160.000 bandarisku kolanámumanna, sem hafa verið i verkfalli i hátt á fjórða mánuð, hafa nú snúið aftur til vinnu eftir að þeir höfðu viðbót, aðallega í bílaiðnaði Hér er bæði um að ræða verk- föll og verkbönn atvinnu- rekenda. Verkamenn krefjast 8% launahækkunar á þessu ári, en aðalágreiningurinn virðist vera um viðbótarkröfu verka- lýðssamtakanna þess efnis, að verkamönnum, sem missa at- vinnuna sökum aukinnar tækni- - væðingar, séu tryggð sömu laun og áður. samþykkt nýjasta samningstil- boðið með litlum meirihluta at- kvæða. Verkfall þétta er hið lengsta i sögu bandarisks kola- náms. um vegna þess að þeir sjá fram á mikinn hávaða af völdum um- ferðarinnar. Róttækir vinstri- sinnar hafa að sögn komið bænd- unum til aðstoðar. Lögreglulið hafði slegið hring um völlinn, en flugvallarand- stæöingar sáu við þeirri varð- gæslu og komst mikið lið þeirra inn á völlinn eftir skólpræsum. Var liö þetta vopnað hömrum og járnstöngum og braut og braml- aði tækjabúnaöinn i flugturnin- um. 1 gærkvöldi gerði lögreglan svo gagnárás og tók með áhlaupi virki úr steinsteypu, sem flug- vallarandstæðingar höfðu byggt á flugvallarsvæðinu. Varð þar harður bardagi, en flestir flug- vallarandstæðinga komust undan eftir 300 metra löngum neðan- jarðargöngum, sem þeir höfðu grafið inn á völlinn og lögreglan hafði til þessa ekki haft hugmynd um. Lögreglan segist þó hafa handtekið allmarga i eltingar- leiknum eftir göngunum. Flugumferöin til og frá Tókió verður nú enn um sinn að fara öll fram um Haneda-flugvöllinn, sem orðinn er of lítill fyrir hana. Narita-völlurinn var tilbúinn þeg- ar 1973, en vegna harðarar and- stöðu bændanna i kring hefur enn ekki veriö hægt að taka hann i notkun. Hefur opnun hans alla sverið frestað tiu sinnum. Bandariskir kolanámumenn aftur til vinnu ERLENDAR FRÉTTIR / stuttu méH V _______ Harðnandi bardagar i Ródesíu 28/3 — A fréttum frá Ródesiu er svo aö skilja að mikiö lið skæru- liða ZANU, samtaka þeirra er eru undir stjórn Roberts Muga- be, hafi nú ráöist inn i austurhluta landsins frá Mósambik og geisi þar harðir bardagar milli ZANU-liða og Ródesiuhers. Fréttir af bardög- um þessum eru óljósar, þvi að ZANU hefúr ekkert látið frá sér fara um þá og allar fregnir frá Ródesiu sæta nú strangri rit- skoðun stjórnarvalda. Framlinurikin svoköiluðu, Tansania, Mósambik, Bots- vana, Sambia og Angóla, hafa öll lýst yfir stuðningi við þá ákvörðun Föðurlandsfylk- ingarinnar, sem ZANU á aöild að, að færa f aukana hernaðinn gegn Ródesiustjórn, sem sumir leiðtogar blökkumanna hafa nú fengið hlutdeild i. Vesturveldin kvið'a þvi nú mjög að framlinu- rikin og Föðurlandsfylkingin leiti eftir auknum stuðningi frá Kúbu og Sovétríkjunum. Begin stmgur upp á nýjum viðræðum við Sadat 28/3 — Israelska útvarpið skýrði svo frá i dag að Menakhem Begin, forsætisráðherra Israels, hefði skrifað Sadat Egypta- landsforseta bréf með þeirri uppástungu, að samningavið- ræöur rikjanna, sem hafa verið i sjálfheldu um skeið, yrðu teknar upp að nýju. Viðræöur þessar hafa legið niðri siðan Egyptar slitu þeim vegna þess einkum, að Israelar harðneit- uðu að leggja niður nýbyggðir sinar á Sinai. Talsmaður tsraelsstjórnar sagði eftir stjórnarfund á páskadag að Begin ætlaði að leggja fyrir Sadat nokkrar nýjar uppástungur, en upplýsti ekki hvers efnis þær UDpástungur væru. Að sögn útvarpsins krafðist Carter Bandarikjaforseti þess ekki, að tsraelar skiluðu Vesturbakka- héruöunum, er þeir Begin rædd- ust við fyrir skemmstu. Begin er ennþá sagður halda fast við það aö tsrael lofi engu um það að leggja niður nýbyggðir sinar i Vesturbakkahéruðunum. 200.000 heimilislausir af völdum flóða 28/3 — Um 200.000 manns eru hjálpar vegna þess aö flóðin heimilislausir eftir óskapleg hafa valdið miklum skemmdum flóð i Mósambik, og er þaö stór- á vegum og járnbrautum. Einn- fljótið Zambezi, sem flætt hefur ig hefur eyðilagst mikið af yfir bakka sina. Mjög erfitt er uppskeru, meöal annars á að koma þeim nauðstöddu til bómullarekrum. Hörmulegt að fólk sé gabbað þannig — segir landlæknir um ferö íslendinga til andaskurdlæknis á Filipseyjum A laugardag fyrir páska var sýnd bresk kvikmynd i sjónvarpinu um andaskurð- lækningar á Filipseyjum sem vakið hefur mikia athygli, ekki slst vegna þess að nýlega er kominn þaðan hópur tslendinga sem var að leita sér lækninga á þennan hátt. Myndin fletti ofan af andaskurðlæknunum sem algjörum loddurum sem hefðu fé út úr fólki undir fölsku yfir- skini. Þjóöviljinn hafði af þessu tilefni samband við Ólaf ólafs- son Iandlækni, Aldlsi Jónsdótt- ur, sem hafði frumkvæði að þvi að Terðin var farin, og Ingvar Georgsson gjaldkera hjá Ferða- skrifstofunni Sunnu. Sálarrannsóknar- félagið sneri sér til landlæknis Ólafur Ólafsson landlæknir sagðist telja svona lækningar hina mestu fásinnu og hörmu- legt að fólk léti gabba sig á bennan hátt. Sennilega mis- mkilja Vesturlandabúar þetta allt, sagði hann. Filipseyingar lita llklega á svona aðgerð sem symból fremur en læknisaö- gerð. Landlæknir sagðist ekki hafa haft önnur afskipti af þessum andaskurðlækningum en þau,að til sin hefðu komiö nokkrir menn frá Sálarrannsóknar- félaginu og lýst með mikilli innlifun lækningaaðferöum Antonio Agpaoa og árangri þeirra og farið fram á að land- læknisembættið tæki þátt I kostnaði af þvi að fá þennan mann til tslands. Sagðist land- læknir hafa svaraö fólkinu að hann sæi ekki ástæðu til þess að styrkja þetta þar sem aðferðir þessa trúarlæknis kæmu ekki heim og saman við þá læknis- fræðilegu kunnáttu sem nú væri þekkt. „Antonio” á ekkert sameiginlegt við loddarana Þá hafði blaðið samband við Aldisi Jónsdóttur, en hún hefur skrifast á við trúarlækninn Antonio Agpaoa I nokkur ár og átti frumkvæöi aö t>vi aö ferö tslendinganna væri farin og var sjálf meöal þátttakenda. Hún sagöi António þennan ekki eiga neitt sameiginlegt viö loddar- ana sem sýndir voru i myndinni. Rikisstjórnin á Filipseyjum stæði á bak við lækningastöð hans og aðferðir sem hann beitti væru með allt öðrum hætti heldur en komiö heföi fram i myndinni. Fer í astrallíkama heimsálfa á milli Aldis Jónsdóttir sagði að vinkona sin hefði handleggs- brotnaö fyrir nokkrum árum og hefði brotið verið vitlaust sett saman. Hefði hún þá ákveðið aö skrifa trúarlækninum Antonio Agpaoa, en um hann hafði hún heyrt Ævar Kvaran tala á fundi hjá Sálarrannsóknarfélaginu. Sendi hún bréf með hraöi og baö hann að hjálpa vinkonu sinni. Fékk hún fljótlega bréf til baka frá Tony — en svo kallar Aldls trúarlækninn — þar sem hann sagði að fyrsta bréfið frá tslandi væri kærasta bréf sem hann hefði nokkurn tima fengið. Siðan hafa þau skrifast á og vin- konan orðið alheil i handleggn- um. Tony er svo sterkur miðill að hann getur farið i astral- likama heimsálfa á milli, sagði Aldis. „Fólk meö Tómasareðli á ekki aö koma nálægt þessu” Þá sagði Aldis að amerfsk • kona að nafni Francis heföi haldið fyrirlestra þar ytra um lækningaaðferðir Tonys og sagt að 90% af öllum sjúkdómum væru geðræns eðlis af þvi að Guð legði ekki sjúkdóma á menn. Þess vegna byggöist það mikið á fólkinu sjálfu hvort þaö læknaðist. Lækningin kæmi oft eftir á og yrði fólkið sjálft aö hjálpa til meö þvi að hugsa jákvætt og útibyggja hræöslu, ótta og áhyggjur. Fólk með Tómasareðli á ekki að koma nálægt þessu. Nokkrir af tslendingunum i ferðinni voru algjörlega neikvæðir, sagði hún. ólafur óiafsson landiæknir Fékk aö þreifa Aldis sagði að lækningaað- ferðir Tónýs væru gjörólikar þeim sem sýndar voru i sjón- varpinu. Hann væri ekki með krepptar hendur þegar hann skæri fólk upp, og hann dregur vefi og æxli út með sáratöngum. Sjálf sagðist hún hafa verið með slitna þind og Tony hefði byrjað á að opna sig við brjóstholið með lófanum og tekið slitið úr þindinni. tslensk kona sem meö var í ferðinni fékk að þreifa inn i þindina. Þá fór læknirinn líka inn i hægri mjöðm og axlir minar sagði Aldis, og þessi sama Islenska kona tók mynd af æxli sem hann dró út. t upphafi tók Tony 6—7 sm breitt léreftsband eða eitthvaö likt þvi og lét Guðna Þóröarson i Sunnu halda i annan endann, en hann var með I ferðinni, og mig i hinn, sagði Aldis. Siðan skar hann bandið margsinnis i sundur meö útréttum fingrum. Biskup varar viö Sá sem ekki getur gert greinarmun á þvi sem við sáum og þvi sem sýnt var I sjónvarp- inu, sér ekki mun á hvitu og svörtu, sagði Aldis. Sjálf er ég búin að sjá svo mikiö úr öðrum heimi að ég þarf ekki vitnanna við. Ég hef séð framliöið fólk og einu sinni birtist mér Jesús Kristur og það i skýru raf- magnsljósi, sagði hún að lokum. Þess skal getið aö Sigurbjörn Einarsson biskup varaði við andaskurðlækningum i messu á páskadagsmorgun. Sunna hefur ekki auglýst I breska sjónvarpsþættinum á laugardag kom fram að i Bandarikjunum hefur verið bannað að auglýsa ferðir til þessara andaskurðlækna. Þjóð- viljinn hafði samband við Ingvar Georgsson gjaldkera hjá Sunnu.og sagði hann að Geir P. Þormar ökukennari hefði komið að máli við feröaskrifstofuna fyrir hönd þessa fólks og beöið hana um að skipuleggja hana og annast ferðastjórn. Hótel og ferðir voru pantaöar beint til Filipseyja og Heba Jónsdóttir tók að sér fararstjórn. Ferðin var ekkert auglýst og Sunna hefur ekki i hyggju að hafa frumkvæöi að slikum ferðum i framtiðinni. Þess skal getið að islenskur læknir átti I upphafi að hafa far- arstjórn á hendi, en dró sig til baka á siðustu stundu. —GFr. (

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.