Þjóðviljinn - 29.03.1978, Blaðsíða 7
Miövikudagur 29. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
„Aö kenna viö Stalín og kalla „stalínisma” allt sem
menn telja úrelt og illt í hugsunarhætti og
samfélagsformum nútímans og jafnvel algenga
mannlega eiginleika eins og drottnunargirni er ekki
aðeins flónska, þaö eru vísvitandi blekkingar”
Runólfur
Björnsson
55
Stalínismí
55
Algengt er að stefnur og
fræðikenningar séu kenndar við
menn sem eru upphafsmenn
þeirra, hafa átt mikinn
þátt i að móta þær eða unnið
öðrum fremur að framgangi
þeirra. Má þar til nefna heitin
hegelismi, darwinismi.
marxismi og fleiri. Þessi nöfn
hafa fengið fastan sess í sögunni
og allir vita hvað þau þýða.
Önnur eru bundin ákveðnum,
timabundnum deilumálum og
hafa af þeim sökum ekki orðið
eins langæ. Meðal þeirra er
nafngiftin stalinismi, sem eitt
sinn var mjög tiðkuð, svo sem i
nafnarununni alkunnu.
marxismi-leninismi-stalinismi.
Heitið stalinismi varð til og
náði útbreiðslu um og eftir 1930 i
sovéska kommúnistaflokknum
og III. alþjóðasambandinu.
Þegar deilan stóð um
„sósialisma ieinu landi”, það er
hvort hef ja skyldi uppbyggingu
sósialismans i Sovétrikjunum
eða biða eftir heimsbyltingunni.
Stalin var aðalforingi fyrri
stefnunnar sem siðan var kennd
við hann. Stefna Stalins sigraði,
enda mun nú enginn sem lftur á
málið með nokkru sannmæli ef-
ast um að hún var rétt, það er að
segja óhjákvæmileg eins og á
stóð. Þetta er eina merking
orðsins stalinismi sem vit er i.
Núá siðustu timumhafa ýms-
irmenn reynt að teygja hugtak-
ið stalinismi yfir fleiri og fleiri
söguleg og almenn samfélags-
fyrirbæri svo að það ér orðið
með öllu merkingarlaust i
þeirra munni.
Ofstjórn og harðstjórn heitir
stalinismi á máli þessara
manna, hermdarverk og réttar-
morð sömuleiðis. Jafn almenn
fyrirbærisem ráðriki og heimil-
isharðstjórn skulu heita
stalinismi. Þeir sem sliku fara
fram eru af „stalinskri
manngerð” með „stalinskt
hugarfar”.
Auðvitað er þessi kjánaskap-
ur ekki umræðuverður nema
sem kyndugt fyrirbæri og sé þá
jafnframt reynt að grafast fyrir
rætur þess. ' Allir skynbærir
menn vita að fyrrnefndar hrell-
ingar hafa fylgt mannkyninu
um alla sögu þess og eru
almennari en svo að þær verði
kenndar við einn mann hvað
sekur sem hann kann að hafa
verið að þessu leyti.
Leikrit Vésteins Lúðviksson-
ar, Staliner ekkihér, hefur orð-
ið tilefni mikils vatnsgangs af
þessu tagi, m.a. á siðum Þjóð-
viljans. Hver „ritskýrandinn”
eftir annan hefur skrifað um
það og lagst djúpt. Meginhugs-
unin hjá flestum er sú, i fáum
orðum, að leikritið sé uppgjör
við það sem þeir kalla
„stalinisma” i manninum og
samfélaginu.
Ég fæ ekki séð að verk
Vésteins standi undir þessari
kröfu ritskýrendanna. Til þess
er lífsskoðanaágreiningurinn of
utangarna og átakalaus.
„Stalinismi” Þórðar leikritsins
(og er þar átt við pólitiska
afstöðu hans) er ekki annað en
dægurmálapólitik Sósialista-
flokksins næstu árin eftir
„nýsköpunar’ ’-fárið.
„Lifskjarabyltingin mikla” er
jafnvel eitt helsta tromp Þórð-
ar. Flokkur hans var á þessum
árum fremur vinsamlegur
kapitaliskum forstjórum og
auðvaldsrekstri, svo fremi að
hann geti talist „þjóðlegur”.
Mótsetningin milli pólitiskra
hugsjóna Þórðar og heimilis-
harðstjórnar hans er þvi ekki
sérlega skörp. Gagnrýni dóttur-
innar er þvi hvorki áhrifamikil
né sannfærandi, enda er andóf
hennar aðfengið og utanaðlært
(Kaupmannahafnardvöl) en
ekki sprottið upp úr sjálfs-
reynslu hennar og „kynslóða-
bili” milli hennar og föðurins.
Lesandinn trúir þvi ekki að
þessi meinlausa og baráttu-
lausa misklið leysi upp Þórðar-
heimilið, enda gefst Þórður upp
baráttulaust. Ég tek það fram
að ég veit ekkert um hvað höf-
undur hefur viljað túlka með
verki sinu né hvað leikarar hafa
gert úr þvi á sviði, þvi ég hef
ekki séð það. En þetta er útúr-
dúr, þetta er enginn ritdómur
heldur fáeinar athugasemdir
um hina glæfralegu notkun
orðsins stalinismi.
Ritskýrendur blaðanna sumir
hverjir og margir aðrir ókaUað-
ir vilja hafa það svo, að Þórður
karlinn sé heimilisharðstjóri af
þvi að hann er „stalinisti”. Ég
tek siðasta dæmið um þetta sem
borið hefur fyrir min augu, en
það er grein i Þjóðviljanum 17.
febrúar eftir Steinunni
Jóhannesdóttur leikara. Þar
segir:
„Er það nóg fyrir flokk eða
mann, sem gerir upp við
stalinskafortið sina að fordæma
Stalin fyrir að hafa látið drepa
of marga kjósendur, eða þarf að
gera alveg sérstaklega upp við
stalinskt hugarfar? Það siðar-
nefnda virðist vera skoðun
Vésteins”. (leturbreyting min
R.B.)
Allir vitibornir menn vita að
húsbóndavald (patriarkat) er
jafngamalt „kjarnafjölskyld-
unni”, það er að segja eldra en
rituð saga. Engu breytir þó að
húsbóndavaldið væri sums stað-
ar á kvennasiðuna. A okkar
menningarsviði hefur það verið
eindregið karlveldi. Og það náði
jafnt til kvenna og barna auk
hjúa. Kjarnafjölskyldan hélst
við um aldir þrátt fyrir þjóðfél-
agsbyltinguna. Kapitalisminn
tók hana að erfðum og herti
jafnvel á reglunni, saman ber
lögbók Napóleons (og hús-
agatilskipunina dansk-islensku,
sællar minningar!). Efnislegar
rætur kjarnafjölskyldunnar eru
þær, að karlmaðurinn var „fyr-
irvinna” fjölskyldunnar. Heim-
ilisframleiðsla til eigin nota er
horfin og markaðsframleiðslan
allsráðandi. Konan er komin út
á vinnumarkaðinn. Þetta breyt-
ir fornum hugsunarhætti meira
og örara en nokkur huglægur
áróður getur gert einn út af fyrir
sig. Af opinberri hálfu þarf að
efla og auka uppeldisstofnanir,
svo sem dagheimili og slíkar
framkvæmdir til þess að jafn-
rétti og valfrelsi konunnar sé
tryggt.
Sósialisminn hefur erft
kjarnafjölskyldu og húsbónda-
vald eins og svo margt annað úr
fortiðinni. Sósialisminn hlýtur
ávallt i fyrstu að bera mótur-
merki kapitalismans. Hann hef-
ur ekki öðru á að skipa en þvi
mann-„materiali” sem
kapitalisminn eftirlætur honum
með erfðavenjum sinum og
hleypidómum. Þó einstaklingar
og smáhópar geti á hreinum
hugsjónagrundvelli afneitað
gamalgrónum hugsunarhætti á
þessu sviði, gerir allur fjöldinn
það ekki svo brátt, en það er
hann sem skiptir öllu máli um
framvinduna.
Svo f jarstætt er það að kenna
þessi eldfornu lifsform og hugs^
unarhátt við „stalinisma”, að
aldrei hefur verið gerð ákveðn-
ari tilraun i þá átt að breyta
þeim en kommúnistaflokkarnir
og Sovétrikin gerðu á timum
Komintern, einnig hér á landi.
Hafi menn haft „glýju” I augum
(orðið á að lýsa fyrirlitningu)
vegna stórfenglegra fram-
kvæmda i Sovétrikjunum á
þessum árum, var það ekki sist
vegna barnaheimila, dagheim-
ila og slikra stofnana, sem mið-
uðu að frelsun konunnar og
jafnrétti á vinnumarkaði. Auð-
vitað sögðu borgararnir að
kommúnistar væru að „eyði-
leggja heimilislifið” og „þjóð-
nýta” konuna!
Ég er eins og flestir eldri
Islendingar, alinn upp við gaml-
ar, patriarkalskar erfðavenjur.
Égkynntistfyrst öðrum venjum
ogviðhorfum á 1-2 kommúnista-
heimilum hér i Reykjavik og
veit ég þó ekki hvernig þessu
var almennt farið meðal
kommúnista. Meðal þeirra hef-
ur getað verið margur Þórður-
inn fyrir mér. En ég tel fráleitt
að það verði skrifað á synda-
reikning „stalinismans”.
Að kenna við Stalin og kalla
„stalinisma” allt sem menn
telja úrelt og illt í hugsunarhætti
og samfélagsformum nútimans
og jafnvel algenga mannlega
eiginleika eins og drottnunar-
girni, er ekki aðeins flónska,
það er Visvitandi blekkingar-
starfsemi. Ég segi visvitandi af
þvi að ég veit að það eru ekki
skynskiptingar sem gerst hafa
sekir um þetta. 1 þessu þráláta
orðasukki um stalinisma er viss
pólitisk undiralda innan vinstri
hreyfingar sem þarf að gera
greinfyriri lengra máli en kost-
ur er að þessu sinni.
Runólfur Björnsson.
Arnþór Helgason:
Nokkur ord um Tíbet
i Þjóðviljantía birtist hinn 1.
mars s.l. viðtal við mig og Bjarna
Þórarinsson um ferð okkar og
fleiri islendinga til Kina I haust.
Bar þar margt á góma, enda
hafði blaðamaðurinn gott lag á að
laða fram ýmsar upplýsingar. En
aftarlega i greininni var komist
svo að orði undir fyrirsögninni
„Forn samningur við Tibeta”:
— Tibet já vel á minnst. Kin-
verjar saka Bandarikjamenn og
sérstaklega Sovétmenn um
heimsvaldastefnu, en sjálfir
drottna þeir þó yfir þjóðum sér ó-
skyldum svo sem Tibetum, Vig-
gúrum og fleiri tyrkneskum þjóð-
flokkum í Sinkiang og Mongólum
i Innri-Mongóliu.
A eftir þessari klausu kemur
skýring min á stöðu Tibets innan
kinverska rikisins. En látum okk-
ur líta nánar á þetta mál.
Ekki er óalgengt, að innan eins
rikis séu margar þjóðir og þjóða-
brot, skyldar sem óskyldar.
Byggist það á ýmsum ástæðum,
sem of langt mál yrði að rekja,
enda hafa mörg þessara svæða
verið talin til sérstakra menning-
arheilda. Sem dæmi um fjöl-
þjóðariki má nefna Sovétrikin,
Indland, sem nú skiptist i þrjú
riki fyrir áhrif Breta, Tyrkland,
Indónesiu og Kína, en Rússar,
Bretar, Frakkar, Japanirog fleiri
gerðu á slnum tima tilraun til að
skipta þvi með sér og olli sú skipt-
ing ýmsum örðugleikum, þegar
samræma þurfti samgöngukerfi,
raflagnir o.fl. i borgum eins og
Shanghai, sem skiptist i nokkur
áhrifasvæði.
En hvað um Tibet?
Kina er og hefur verið um lang-
an aldur geysilega við
lent land. Það byggja ýmsar
þjóðir, og er Han þjóðin þeirra
fjölmennust, en hún mun nú vera
um 95% ibúa landsins. Ýmis hér-
uð Kinaveldis höfðu mikla sjálf-
stjórn, en héraðsstjórarnir urðu
að fá viðurkenningu keisarans.
Þannig má nefna, að stjórnendur
Tibets frá þvi á miðri 15. öld,
sem nefndust Dalai voru um leið
trúarleiðtogar, fengu völd sin
jafnan staðfesthjá keisurum kin-
verska rikisins.
Borgin Lhasa' er ein af elsu
borgum Kinaveldis, en hún er
höfuðborg Tfbets. 1 Lhasa eru
margarfornar byggingar og ým-
islegt um aðrar minjar, sem
minna á forna tið. Mestar þessara
fornu bygginga er Potala höllin,
gifurlega mikið mannvirki, sem
byrjað var að reisa á 7. öld e. Kr.
og Jokhan klaustrið, sem er frá
svipuðum tima. I byggingum
þessum eru varðveitt forn lista-
verk, styttur úr leir, steini, viði,
bronsi, gulliog silfri, svo og mál-
verk, sem bera greinilegt vitni
um skyldleika i listum milli Han
og Tibet þjóðanna. Þar á meðal
eru veggmyndir, sem sýna ferða-
lag Han-prinsessunnar, Wen
Cheng og fylgdarliös hennar til
Tibets, en eiginmaftur hennar var
tibeskur höfðingi (Tsanpú),
Srontsangampo að nafni, en hon-
um hafði tekist i byrjun 7. aldar
að sameina þjóðflokkana á ti-
besku hásléttunni undir eina
stjórn. Fyrir bænarstað hans gifti
Tai Tsung, keisari af Tang ætt
(Tang ættin réð rikjum i Kina á
árunum 618—907 e. Kr.) honum
Wen Cheng prinsessu. Þá voru
honum um leið veittar nafnbæt-
urnar „fúmatuwei”,sem var forn
nafnbót á eiginmanni konungbor-
innar konu og „prins vesturhafs-
ins”. Nokkru siðar gifti Tsung
Chung, keisari, „tsanpú-inum”
Tridetsongtan prinsessuna Chin
Cheng.
Minnismerkið umeiningu bróð-
ursonar og föðurbróður, sem reist
var árið 823 fyrir framan Jokhan
klaustrið, er enn vel varðveitt, en
tsanpúarnir gáfu sér heitið
„bróðursonur Tang-keisara”
vegna tveggja áður greindra
hjónabanda. A minnismerkinu er
áletrun á tungum Tibet- og Han
þjóðanna, þar sem segir m.a.:
— Bróðursonur og föðurbróðir
hafa ráðið ráðum sínum og orðið
ásáttir um, að stjórn þeirra sé
sem ein og innilegt samlyndi skuli
rikja.—
Ýmislegt fleira mætti tina til,
sem staðfestir, aðTibetvarfyrrá
öldum hluti kinverska rikisins.
Stundum fór svo, að vegna veik-
leika keisarastjórnarinnar ein-
angruðust fjarlægustu héruðin og
þróaðist stjórnarfar og menning
Arnþór Helgason
nokkuð sitt með hverjum hætti
eftir héruðum og þjóðernum.
Um aldamótin siðustu réðu
Rússar og Bretar það af að slita
Tibet frá kinverska keisaradæm-
inu, og árið 1912 var það siðan
viðurkennt sem sjálfstætt riki og
landstjóri Breta i Indlandi dró
siðan landamæralinu þess við
Indland. Af þessu sést, að alger-
lega er úr lausu lofti gripið, þegar
talað er um, að Kinverjar hafi
skert sjálfstæði fullvalda rikis,
þegar landið var frelsað árið 1950.
Alkunna er, hversu grimmd og
hrottaskapur tibeska aðalsins var
gegndarlaus og þjóðinni var hald-
ið i viðjum hjátrúar og hindur-
vitna. Sem dæmi má nefna, að
ekki máttí nota hjól undir flutn-
ingatæki af trúarlegum ástæðum.
I mai árið 1951 var gerður
samningur milli stjórnarinnar i
Tibet og kinverskra stjórnvalda
um sambandlandanna og var þar
kveðið á um, að réttindi tibesku
þjóðarinnar skyldu virt og iýö-
ræðislegu stjórnarfari skyldi
komið á i landinu i áföngum. En
tibeski aðallinn hafði engan á-
huga á að afsala sér þeim sérrétt-
indum og völdum, sem hann hafði
haft um aldir, og með stuðningi
erlendra afla stóðu Dalai Lama
og hans fylgismenn fyrir uppreisn
árið 1959. Uppreisnin mistókst og
Dalai flýði land ásamt helstu að-
stoðarmönnum sinum, en á leið
sinni er sagt, að þeir hafi hrakið
með sér bændur og hirðingja á
flóttanum til Indlands.
Eftir árið 1959 var hafist handa
um endurbætur i Tibet og 6 árum
siðar var Sjálfstjórnarsvæðið Ti-
betstofnað, en slik sjálfstjórnar-
svæði eru nokkur i Kina, þar sem
minnihlutaþjóðirnar eru i meiri-
hluta. Hjá þvi verður ekki komist,
að til einhverra árekstra dragi,
þegar hindurvitnum og raunveru-
leikanum lýstur samán, en Tibet-
um hefur orðið ljóst á undanförn-
um árum, að óhætt er að reisa
orkuver og áveiturá helgum stöð-
um án þess að guðirnir verði
reittir til reiði. Hafa ýmsar fram-
kvæmdir stjórnvalda á undan-
förnum árum sennilega orðið
hvað áhrifamestar við að kveða
niður hjátrú fólksins.
„Kinverjar saka Bandarikja-
menn og sérstaklega Sovétmenn
um heimsvaldastefnu...”
Bæði þessi riki hafa sent heri
sina á erlenda grund og skipta sér
á ýmsan hátt af málefnum ann-
arra rikja og eru dæmin óþörf.
Kinversk stjórnvöld hafa lýst
þvi yfir, að Kina tilheyri þriðja
heiminum, og þótt þvi muni eiga
eftir að vaxa fiskur um hrygg,
muni það halda áfram að eiga
samstöðu með þessum rikjum og
ekki seilast tíl valda utan landa-
mæra sinna.
Svo að vikið sé að lokum að Ti-
betum, þá hefur ýmislegt verið
gert á undanförnum árum tií að
efla og viðhalda menning.u lands-
Framhald á 14. siðu