Þjóðviljinn - 29.03.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.03.1978, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Mi&vikudagnr 29. mars 1978 mimrnSímmmm /4 ^SKSSSáÍÍSSÍffin )wm 100 skátar í land- könnun Bandalag islcnskra skáta mun i sumar gangast fyrir 10 daga rannsóknarleiðangri á öskju- svæðinu i samvinnu viðskáta frá hinum Norðurlöndunum og Nor- rænu eldfjallastöðina. Um lOOskátar, 18 ára og eldri, frá Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, íslandi, Noregi og Sviþjóð munu ferðast um og kanna svæði sem afmarkast af Mývatni, Jökulsá á Fjöllum, Vatnajikli og Skjálfandafljóti. A leið sinni munu þeir vinna að athugun á gróðri og dýralifi svo og kanna jarðsögu svæðisins. Verkefni þetta, sem hlotið hefur nafnið „Vulcan Projekt 1978”, er framhald á þeirri samvinnu eldri skáta á Norðurlöndum sem hvað hæst bar er þeir stóðu saman að alheimsmóti skáta, Nordjamb 1975. Nordisk ungdomsfond hefur veitt styrk til þessa verkefnis og verður hann notaður til að jafna ferðakostnað erlendra þátttak- enda. Hver vill skrifa til Póllands? Þjóðviljanum hefur borist bréf frá 21 árs gömlum Pólverja, Krzysztof Sokotowski, sem óskar eftir að komast i brefasamband viö íslendinga. Kristof skrifar á þýsku, og er i pólsk-islensku vinafélagi i Pól- landi. Hann segist hafa óljósar hugmyndir um Island og Islend- inga, en segir aö landiö töfri sig eftir viðkynningu við bækur Hall- dórs Laxness. Ahugamál Kristofs utan Island eru fótbolti, kvik- myndir, og tónlist. Hann les lögfræði við háskóla i Póllandi og yrði þakklátur ef einhver vildi senda honum linu. Heimilisfangið er: Krzysztof Sokotowski, Marwowa 6A ml 913 h 8 POLSKA Or „Vaknið og syngið” eftir Clifford Odets, sem leikfélag Kópavogs sýnir annaö kvöld,og er öllum heimill ókeypis aögangur meðan húsrúm leyfir. A myndinni er Bergerfjölskyldan, taiiö frá vinstri: Faðirinn (Guðbrandur Valdimarsson), móðirin (Guöriður Guöbjörnsdóttir), dóttirin (Svanhildur Jóhannesdóttir), afinn (Leifur Ivarsson) og sonur- inn (Viðar Eggertsson). Leikfélag Kópavogs 20 ára Býöur á leiksýningu annað kvöld Bessi Bjarnason og Margrét Guömundsdóttir vekja hvarvetna hrifn- ingu áhorfenda I bandarlska gamanleiknum sem Gisli Alfreðsson leik- stýrði. Á sama tíma að árf ’ sýnt um Suðurl. I gær var hin núja leiksýning Þjóðleikhússins ,,A sama tima að ári” sýnd i fyrsta sinn á Selfossi við ‘mikinn fögnuð áhorfenda. önnur sýning verður á verkinu i Selfossbiói i kvöld. Fyrir páska var þessi banda- riski gamanleikur sýndur fimm sinnum i Vestmannaeyjum og niu sinnum á Húsavik þar sem hann var frumsýndur. A báðum þessum stöðum var húsfyllir fram á siðustu sýningu. A næstunni verður leikritið sýnt viða um suðurland, og reýnt verð- ur að sýna i flestum þeim félags- heimilum og samkomuhúsum þar sem þvi verður við komið, segir í frétt trá Þjóðleikhúsinu. 1 dag, 29. mars, verður sýning i Stapa, 30. mars að Minni-Borg i Grimsnesi, 1. april að Hvoli, 2. april i Aratungu, 3. april að Flúð- um, 4. april á Hellu, 5. april i Vik i Mýrdal og 6. april að Kirkju- bæjarklaustri. Þrjú leikrit i gangi hjá félaginu Vegna 20 ára afmælis Leikfé- lags Kópavogs, hefur það ákveöið að kynna starfsemi sina með þvi að bjóða fólki, á meðan húsrúm leyfir, á sýningu þess á „Vaknið og syngið” eftir Clifford Odets, annað kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20.30i Félagsheimili Kópavogs (Kópavogsbió) Húsið verður opn- að kl. 20. Gestum gefst kostur á veitingum i hléi, i veitingastofu hússins. Þar verða myndir úr fyrrisýningum félagsins til sýnis. Mikil gróska er nú i starfsemi félagsins og má taka það til marks að Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir þrjú leik- rit. Það er einsdæmi, að áhugafé- lag sé með svo margar sýningar i gangi á sama tima. Barnaleikrit- ið „Snædrottningin” hefur verið sýnt við mjög góða aðsókn siðan um miðjan nóvembersl. og verða enn nokkrar sýningar á þessu vin- sæla barnaleikriti. „Jónsen sálugi” hefur skemmt áhorfend- um undanfarið. Framvegis mun gamanleikurinn „Jónsen sálugi” verða sýndur á miðnætursýning- um á föstudögum, jafnframt þvi að vera sýndur á venjulegum kvöldsýningum. Leikritið „Vakn- ið og syngið” sem sýnt verður á fimmtudagskvöld, var frumsýnt fyrr i þessum mánuði. „Vaknið og syngið” hefur vakið talsverða athygli og orðið umdeilt. Leikstjóri er Haukur J. Gunnars- son og leikmynd gerði Björn Björnsson. Næsta syning á „Vaknið og syngið” verður mánudaginn 3. april. Miðasala Leikfélags Kópavogs er opin dag- lega frá kl. 18. Simi 41985. Leikfélag Kópavogs býður alla velkomna annað kvöld i Kópavogsbió. ARSTWJ! A Hver af asknfendum Visis eð því að tahu þátt í áshrifendagetraun Vísis, hefur jafríi '■&: : möguleika til þess að verða eiruim híl ríkctfþ^k líringdu strax, símirin er 8 66 11. ’<VW WÆMfó niH......„„ipBi , l 'fX Áskrifendagetraun wpMsm XTÝQTCS'liÍÍ . V ÍOIO VWXL:, ■■■ VV #*■ 'T >~-"r..”,■ *&■•■ 1. -J. "

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.