Þjóðviljinn - 31.03.1978, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN F’östudagur 31. mars 1978
Nokkur kveöjuorö
r
Armann Dalmannsson
fyrrverandi skógarvöröur á Akureyri
Löngum starfsdegi elju- og
hugsjónamanns er lokið, þegar
Armann Dalmannsson hverfurúir
röðum samtiðarmanna. Með hon-
um er genginn einn af siðustu
fulltrúum þeirrar kynslóðar
tslendinga, sem mótuðust af
mann- og landræktarhugsjón
þeirri, sem bar uppi sjálfstæðis-
baráttuna og fylgdi úr hlaði full-
veldinu 1918.
Ármann var landræktarmaður
i orðsins fyllstu merkingu, þvi að
á meiri hluta ævi sinnar — eða frá
1925 — 1968 — þjónaði hann Rækt-
unarfélagi Norðurlands og Skóg-
rækt rikisins. En hann var þó ekki
siður mannræktarmaður. t fyrsta
lagi með sinum miklu störfum i
iþróttahreyfingunni bæði sem
iþróttakennari og forystumaður i
iþróttahreyfingunni, en Ármann
hafði einn af mörgum tslending-
um stundað nám við iþróttaskól-(
ann á Ollerup á Fjóni. I öðru lagi'
með sinni miklu þátttöku i fél-
agsmálum við Eyjafjörð, þar sem
hann var iðulega stjórnarmaður i
fjölmennum félagasamtökum.
Þannig var hann á sama tima um
langt skeið formaður tþrótta-
bandalags Akureyrar, Búnaðar-
sambands Eyjafjarðar og
Akureyrardeildar Kaupfélags
Eyfirðinga. Er þessi staðreynd
ein með öðru dæmi um elju hans.
En samt ]á honum aldrei á, virtist
alltaf hafa nógan tima. Sem er
raunar einkenni þeirra, sem
koma miklu i verk.
Það fylgir kannski þessum eig-
inleika að vera léttur i lund, en
allavega þótti mér glaðværð og
kimni Armanns eitt sterkasta
persónueinkenni hans. Að visu
hittumst við ekki oft og sjaldan
lengi i einu, en alltaf var hann
uppi með glensið og brá þá heldur
betur fyrir þeim kimnisglampa i
augum hans, sem var eitt af þvi
fyrsta, sem maður tók eftir á ytra
borði hans.
Það er kannski einn besti
vitnisburðurinn um þennan eigin-
leika i fari Armanns Dalmanns-
sonar, sem var bindindismaður á
vin og tóbak, að á gleðistundum i
hópi starfsbræðra var hann allra
manna kátastur, þegar við hinir
þurftum að snerpa á kætinni með
hjálparmeðölum. Hann hafði það
reyndar i flimtingum á slikum
stundum að hann væri „alltaf
hálfur”, en átti þá við hálfur
skógarvörður.
Þá átti hann létt með að kasta
fram stöku, enda hagmæltur i
besta lagi. Liggur eftir hann eitt
ljóðakver.
Arið 1950 réðist Armann til
Skógræktar rikisins sem skógar-
vörður i Eyjafirði i hálfu starfi,
en var að helmingi á móti fram-
kvæmdastjóri Skógræktarfélags
Eyfirðinga. Þaðkom þannig i hlut
hans að móta skógræktarstarfið i
Eyjafirði, þegar þar var hafist
handá af nýjum krafti um 1950.
Stærstu vörðurnar, sem hann hlóð
á þessum árum og nú bera starfi
hans vitni, eru Vaðlaskógurinn
gegnt Akureyri og Kjarnaskógur-
inn ásamt gróðrarstöð i innjaðri
Akureyrar. Auk þess eru svo ótal
smáreitir viðs vegar um Eyja-
fjörð, sem til urðu á þessum ár-
um, sem að visu eru vitni um mis-
jafnan árangur, eins og gengur i
starfi brautryðjanda.
Ef Ármann má heyra eða sjá
kveðju mina, þá þakka ég honum
starf hans fyrir hönd þeirrar
stofnunar, sem hann þjónaði i 18
ár, en lika færi ég honum þakkir
fyrir kynni, sem aldrei voru öðru
visi en ánægjuleg. Af fundi hans
fór maður ætið glaðari en maður
kom, hvort sem var úr einhverj-
um skógarreitnum eða úr litla
húsinu þeirra Sigrúnar við Aðal-
stræti.
Sigrúnu og börnum þeirra sendi
ég samúðarkveðju okkar hjóna.
Sigurður Blöndal
Hafréttar-
ráðstefna S.Þ.
Sjöundi
fundurinn
hafínn
Sjöundi fundur Þriðju haf-
réttarráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna hófst i Genf i fyrradag.
Fulltrúar islands á ráðstefnunni
eru:
Hans G. Andersen sendiherra,
formaður sendinefndarinnar, Jón
L. Arnalds ráðuneytisstjóri
sjávarútvegsráðuneytisins, Már
Elisson fiskimálastjóri, Jón Jóns-
son forstöðumaður Hafrann-
sóknarstofnunarinnar, Guðm-
undur Eiriksson aðstoðarþjóð-
réttarfræðingur utanrikisráðu-
neytisins, dr. Gunnar G. Schram
prófessor, Eggert G. Þorsteins-
son alþingismaður, Eyjólfur Kon-
ráð Jónsson alþingismaður, Gils
Guðmundsson alþingismaður,
Þórarinn Þórarinsson alþingis-
maður.
Aðalfundur
Skýrslu-
tækni-
félagsins
Þriðjudaginn 14. marz varhald
inn aðalfundur i Skýrslutæknifé-
lagi íslands. Félagið er 10 ára um
þessar mundir. Hjörleifur Hjör-
Ieifsson var kosinn heiðursfélagi
á fundinum.
Félagsmenn eru nú 260 talsins
en félagið er eina félagið hér á
landi sem lýtur að gagnavinnslu
og tölvumálum. I stjórn Skýrslu-
tæknifélagsins eru nú dr. Oddur
Benediktsson formaður, dr. Jón
Þór Þórhallsson varformaður,
Óttarr Kjartansson ritari, Arni H.
Bjarnason gjaldkeri, Páll Jens-
son skjalavörður og Þórður Jóns-
son meðstjórnandi. Varamenn 1
stjórn eru Ari Arnalds og Halldór
Friðgeirsson.
Ný ljóða-
bók eftir
Sigurö A.
Magnúss.
1 dag kemur Uthjá Helgafelli ný
Ijóðabók eftir Sigurð A.
Magnússon sem heitir í ljósi
næsta dags. Hún hcfst á uppgjöri
skáldsins við þá athöfn „Að
yrkja” en hina þrjá bálka bókár-
innar kaliar Sigurður Tilbrigði,
Tildrög og Tilræði.
Þetta er fjórða ljóðabók
Sigurðar, en hann hefur komið
viða við, samið ferðabækur,
leikrit, skáldsögu, gefið út rit-
gerðasöfn, hann hefur og þýtt
margar bækur. I bókarkynningu
segir m.a. ,,1 ljóðagerð er hann
nýstefnumaður og andlegar og
pólitiskar hræringar samtimans
eiga sterk itök i ljóðum hans.
Jafnframt ástundar hann lika
innhverfari ljóðagerð, sem ber
ljós merki einkalegrar reynslu.”