Þjóðviljinn - 31.03.1978, Blaðsíða 11
Föstudagur 31. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11
ÍS bikarmeistari 1978:
Umsjón: Stefán Kristjánsson
11 1S ’
WPORtT/í
ItSIBLWS
1^1 ^ \ Æ
b ^m } n
*
Island
óheppið að
tapa
Islenska unglingalandsliðið i
körfuknattleik lék i gær sinn sið-
asta leik i Evrópukeppni ungl-
inga i körfuknatleik, en mótið
fer fram i Þýskalandi. tsland
lék i gær gegn Luxemburg og
tapaði með 89 stigum gegn 92
eftir að hafa verið yfir i fyrri
hálfleik 30:27. 1 leikhléi var
staðan 48:43 fyrir I.uxeniborg.
I siðari hálfleik hélt islenska
liðið lengi vel i við andstæðing
sinn, en um miðjan hálfleikinn
kom afar slæmur kafli hjá lið-
inu þegar Luxemburgarar skor-
uðu 20 stig gegn engu og breyttu
stöðunni úr 59:57 sér i hag i
79:59 og gerðu þar með út um
leikinn.
En islenska liðið var ekki búið
að segja sitt siðasta orð og hafði
þegar leikurinn var flautaður af
næstum unnið upp forskot
þeirra, en leiknum lauk eins og
áður sagði með sigri Luxem-
borgar 92:89. Garðar Jóhanns-
son var bestur islensku leik-
mannanna að þessu sinni og
skoraði 29 stig. Eyjólfur Guð-
laugsson skoraði 20 stig og
Kristján Sigurðsson skoraði 11
og átti mjög góðan leik, sérstak-
lega i vörninni.
Eftir keppnina tekur islenska
liðið þátt i fjögurra liða móti i
Þýskalandi og er ætlunin að
segja nokkuð frá þvi móti hér á
siðunni eftir helgi. sk.
◄
Lið ÍS bikarmeistari 1978 ásamt
þjálfara sinum Birgi Erni Birgis.
,Loksins sér maður
árangur erfiðisins”
sagði Steinn Sveinsson fyrirliði ÍS
eftir sigurinn gegn Val 87:83
tafélag stúdenta er Bikar- ..Það er eiörsamleea ómetan- Rick Hocl
Iþróttafélag stúdenta er Bikar
meistari 1978. Þeir IS-menn
sigruðu Val i úrslitaleik i
gærkvöldi i æsispennandi leik
með 87 stigum gegn 83 eftir að
staðan i leikhléi hafði verið 49:43
þeim i vil.
Það var mikill darraðardans
stiginn á fjölum hallarinnar i
gærkvöldi. Stúdentar, það er þeir
leikmenn sem leika með liðinu i
dag, hafa ekki unnið mót i körfu-
knattleik fyrr en i gærkvöldi og
mátti glöggiega sjá það á
viðbrögðum þeirra eftir aö
klukka timavarðar gall til merkis
um leikslok. Þeir létu sem óðir
væru.og sjaldan eða aldrei hefur
maður verið vitni að öðrum eins
hamagangi, og hefur maður þó
séð sitt af hverju af þessari hlið
iþróttanna.
„Það er gjörsamlega ómetan-
legt að hafa Dunbar með sér i
Ieik”sagði Jón M. Héðinsson eftir
leikinn, en hann átti ekki litinn
þátt i sigri 1S i gærkvöldi.
„Þetta er það sem maður er bú-
inn að láta sig dreyma um frá þvi
að maður hóf að iðka körfuknatt-
leik fyrir 9 árum. Við i Stúdenta-
liðinu höfum oft verið i öðru og
þriðja sæti, en nú fannst okkur
kominn timi til að breyta til og
setjast i 1. sætið,” sagði þessi
filsterki miðherji IS-liðsins eftir
leikinn.
En gangur leiksins var i stuttu
máli sá að Valur tók forystuna til
að byrja með og Stúdentar kom-
ust fyrst yfir 12:10. Eftir það
höfðu Stúdentar ávallt
frumkvæðið i leiknum eða þar til
á 6. minútu siðari hálfleiks að
Rick Hockenos kom Val yfir með
glæsilegri körfu.
Allt frá þeirri körfu var leikur-
inn hnif jafn og mátti vart á milli
sjá. Þegar fjórar minútur voru
eftir af leiknum var staðan jöfn
79:79 en þá gekk Valsmönnum
ekkert i haginn og að sumra mati
var dómgæslan þeim mun óhag-
stæðari. Stúdentar skoruðu
hverja körfuna á fætur annarri og
stóðu að lokum uppi sem sigur-
vegarar. Lokatölur 87:83.
Dirk Dunbar var sá maður
tSliðsins sem lék einna best og
var oft ótrúlegt að sjá hvað hann
gat gert við boltann. Hann sýndi á
sér nokkuð nýja hlið i þessum leik
með þvi að mata félaga sina
meira en hann hefur gert i vetur.
Dlrk Dunbar
„Mér fannst þetta vera virki-
lega „töff” leikur. Bæði Iið tóku
mikið af góðum fráköstum og ég
hef aldrei séð tekið eins mikið af
góðum sóknarfráköstum i leik.
Auðvitað er ég i 7. himni. Ég veit
ekki hvort ég kem hingaö aftur
næsta vetur en býst alveg eins við
þvi.
Mér likar ákaflega vei hér. Ég
elska fólkið. Það vilja allir allt
fyrir mig gera. Þetta er frábær
staöur að dveljast á en það er of
snemmtaötaka ákvörðun um það
hvort ég leiki hér aftur næsta
vetur eða ekki”. SK.
Blrglr Bírgis
„Við erum nú i siðustu þremur
leikjum búnir að vinna sigur yfir
þremur af efstu liöum 1. deildar
og erum að sjálfsögðu ánægðir
með það svo og sigurinn hér i
kvöld. Liðiö er búið að leggja
mikið á sig og átti skilið að sigra
þessa keppni. Það er kominn timi
til að þessir „kallar” fari að
vinnatil verðlauna. Þeir hafa það
oft verið i öðru til þriðja sæti.
Þetta er sem sagt ánægjulegt.
SK.
Rick Hockenos
„Þetta var mjög góður leikur
að minu mati. Bæði liöin léku vel
en annað þeirra gerði færri mis-
tök og það réði baggamuninn. Við
misstum mikið að fráköstum i
leiknum og eins fengum við
dæmdar á okkur villur sem við
áttum ekkert i. En ég get ekki
annað en hælt IS-liðinu fyrir
þennan leik. Þeir hafa góða menn
i fráköstunum. En eitt get ég sagt
þér aö Valur er besta liöið.
SK.
Var það aðallega Jón Héðinsson
sem naut góðs af þvi, en þrátt
fyrir allar sendingarnar á
samherja sina i leiknum skoraði
Dunbar 27 stig, öll glæsilega.
Steinn Sveinsson lék sinn albesta
leik á keppnistimabilinu og er
ekki fræðilegur möguleiki fyrir
landsliðsnefnd KKI að horfa fram
hjá honum þegar landsliðið
verður valið fyrir Polar Cup sem
fer fram hér dagana 21.—23.
april. Hann var klettur i vörn og
skoraði einnig 22 stig, mörg eftir
hraðaupphlaup.
Jón Héðinsson var sterkur i frá-
köstunum að venju og kemst eng-
inn með tærnar þar sem hann
hefur hælana i þeim efnum. Jón
sannaði þaö i þessum leik að ef
hann beitir sér vel getur enginn
stöðvað hann. Ef hann hefði örlit-
ið meira keppnisskap yrði hann
sterkasti miðherji sem leikið hef-
ur hér, en hann er á góðri leiö með
að verða það nú þegar.
Valsmenn geta engum nema
sjálfum sér um kennt hvernig fór
að þessu sinni. Þeir léku vel
framan af, en þegar liða tók á
siðari hálfleik var eins og
baráttan i liðinu minnkaði og þó
þýðir ekki að búast við sigri i jafn
hörðum leik og leikinn var i
gærkvöldi. Þeir Rick Hockenos og
Torfi Magnússon voru bestir
Stelnn Svemsson
„Loksinssér maður árangurinn
af 10 ára sleitulausum æfingum i
körfuknattleik. Þessi sigur okkar
hér i kvöld kom mér ekkert á
óvart. Þetta fór nákvæmlega eins
og ég bjóst við. Lið 1S er skipað
rosknum ieikmönnum, eldri en i
öðrum félögum og eins og ég
sagði við Valsarana áðan, þeir
eru ungir og eiga þetta eftir.
SK.
Vaismanna að þessu sinni og var
Torfi ákaflega harður i sóknar-
fráköstunum og skoraði margar
glæsilegar körfur fyrir Val, alls 20
stig. Rick skoraði 31 stig og var
potturinn og pannan i leik liðsins
að venju. Hljóta það að vera hon-
um vonbrigði að hverfa af landi
brott án verðlauna.
En eitt getur hann þó huggað
sig við. Hann hefur lyft kröfu-
knattleiknum meir hér með veru
sinni en nokkur erlendur leik-
maður sem hér hefur leikið. Það
er engum blöðum um það að
fletta að hann hefur gert mest
fyrir sitt lið að öllum hinum ólöst-
uðum. Ekkert lið hefur tekið jafn
mikilli stökkbreytingu og Valslið-
ið.
Stig IS: Dirk Dunbar 27, Steinn
Sveinsson 22, Jón Héðinsson 19,
Bjarni Gunnar 11, og þeir Ingi
Stefánsson, Heigi Jensson (yngsti
maður liðsins) og Kolbeinn Krist-
insson tvö stig hver.
Stig Vals*. Rick Hockenos 31,
Torfi Magnússon 20, Kristján
Agústsson 15, Hafsteinn Haf-
steinsson 8, Rikharður Hrafnkels-
son 4, Lárus Hólm 3, og Helgi
Gústafsson tvö stig.
Leikinn dæmdu þeir Erlendur
Eysteinsson og Þráinn Skúlason.
SK.
Bjarni Gunnar
„Þetta er nú fyrstu verðiaun
sem við gömlu félagamir i IS
vinnum siðan við sigruðum i 2.
deild hér um árið. Ég get ekki
sagt að við höfum verið góðir i
kvöld. Við létum þá hirða af okk-
ur ódýr fráköst og ég er sann-
færður um það að ef við heföum
tekið meira af þeim hefðum við
unnið enn stærri sigur”.
SK.