Þjóðviljinn - 31.03.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.03.1978, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. mars 1978 Stefán Jónsson: Hluti af launum æðstu em- bættismanna dulinn í auka- greiðslum Allar greiöslur til hinna hæst launuðu embættismanna skuli koma fram i iaunum þeirra, en fríðindi verði afnumin. Jonas Stefán Jón Sigurlaug Karvel A fundi samcinaös Alþingis á miövikudag mælti Stefán Jónsson fyrir þingsályktunartillögu sem hann flytur ásamt Jónasi Arna- syni um launakjör og friöindi embættismanna. Tillaga þeirra er eftirfarandi: „Alþingi áiyktar aö beina þvi til rikisstjórnarinnar að sett verði almenn reglugerð varðandi kjör hinna hæst launuðu embættis- manna rikisins og þeirra stofnana sem rikið á meiri hluta i, þar sem kveðið verði á um að allar greiöslur til embættismannanna fyrir störf i þágu fyrirtækjanna komi fram i launum þeirra, en afnumin verði önnur friðindi, þar á meðal friðindi er lúta að inn- flutningi bifreiða og rekstri þeirra. Kveðið verði á um að kostnaöur embættismanna vegna starfs skuli ætið greiddur samkvæmt reikningi. Skipan þessi nái einnig til ráðherra.” Nokkrir þingmenn tóku til máls um þessa tillögu og töldu hér hreyft athyglisverðu og knýjandi máli. Hér á eftir fer framsögu- ræða Stefáns að meginmáli og ummæli annarra þingmanna. Bankastjórar njóta sömu bílafríðinda og ráðherrar Stefán Jónsson: Fyrr á þessu þingi bar ég fram fyrirspurnir varðandi aukagreiðslur til ýmissa háttsettra embættis- manna hjá stofnunum lýðveldis- ins: Bilastyrki bankastjóra og ráðherra og rauntekjur ráöu- neytisstjóra og forstjóra ýmissa rikisstofnana. Svör ráðherra við fyrirspurn- um þessum bárust hvorki greiðlega, né heldur voru þau ýkjaljós. Þar hygg ég að sjálfum ráðherrum hafi ekki verið um að kenna, heldur hinu,að þessi atriði i launakjörum hinna háttsettu eru i eðli sinu óljós, svo sem feimnis- málum er gjarnt að vera. Þó varð þetta ljóst af svörun- um: Ráðherrar fá eftirgefin aðflutn- ingsgjöld af bifreiðum lögum samkvæmt, svo og fá þeir greidd- an reksturskostnað þeirra. Bankastórar hafa tekið sér samskonar bilafriðindi og ráð- herrar. Það er ekki lögum samkvæmt. Forstjórar Framkvæmdastofn- unar rikisins, sem rábnir eru með bankastjórakjörum, hafa einnig tekið sér þessi bilafriðindi. Það er ekki heldur lögum samkvæmt. Bankastjórar og kommissarar virðast ekki telja þessi friðindi sin fram til tekna. Engar grundvallar- reglur við launa- ákvarðanir æðstu embættismanna Ráðuneytisstjórar og forstjórar ýmissa rikisstofnana virðast njóta allmjög misjafnra launa, án þess að ljóst liggi fyrir hvernig störf þeirra séu metin. Þeir njóta einnig ákaflega misjafnra friðinda i mynd aukagreiðslna fyrir ýmis störf sem þeir vinna i þágu embættis sins.t öllum tilfell- um er þó um verulegar auka- greiðslur að ræða. Við eftir- grennslan kemur i ljós, að ekki finnast neinar grundvallarreglur, sem farið sé eftir við launa- ákvarðanir embættismanna þess- ara, og i sumum tilfellum, svo sem að framan greinir, er seilst út fyrir ramma gildandi laga i sókn eftir peningum þeim til handa. Við athugun á óskepi þessu, sem er launagreiðslukerfi til hinna æðstu embættismanna, kemur i ljós, að þar er hvergi tek- ið tillit til þeirra grundvallar- sjónarmiða, sem ráða þegar fjallað er um launakjör alþýðu- manna, — það er að segja greiðslugetu launagreiðandans og framfærsluþarfar launþega. Eins og málin liggja fyrir er ógerlegt að kveða á um það hver hæfileg geti talist laun til hinna einstöku embættismanna sem hér um ræðir. Hitt er ljóst mál, að óhæfa er að launakjör þeirra skuli vera meira og minna dulin fyrir hinum raunverulegu launa- greiöendum, sem eru náttúrlega islenskir þegnar yfirleitt. Launa- greiðendur embættismanna þessara eiga siðan undir högg að sækja hjá þessum sömu emb- ættismönnum, er þeir semja um sin eigin kjör og fá þá tiðum kaldar kveðjur frá þessum sömu aöilum, sem m.a. fella úrskurði um það, i skjóli rikisstjórnar, hvenær skerða þurfi kaupgreiðsl- ur til landsmanna. Hér ætti að vera óþarft að fara út i langar skýringar á mismun- inum sem i þvi felst þegar einföld þurftarlaun eru skert um 10% og þvi þegar margföld þurftarlaun eru skert um sömu hundraðstölu. Naudsyn laga um hámarksiaun Varðandi afstöðu mina til launamismunar á landi hér. vil ég siðan aðeins visa til þings- ályktunartillögu, sem ég mælti fyrir á þorranum nú i vetur og flyt ásamt öðrum þingmönnum Alþýðubandalagsins um nauðsyn þess að sett verði lög um hámarkslaun og kveðið á um það aö ekki megi greiða hærri laun en sem nemur tvöföldum launum verkamanns. Yrði launahækkun- in til hinna lægstlaunuðu þá ætið forsenda þess að laun hinna, sem þingsjá betur eru settir, yrðu hækkuð. I framsöguræðu minni sýndi ég fram á, að ef úr yrði, að sá háttur yrði upp tekinn, sem þar er ráð- gerður, myndi afleiðingin ekki verða eingöngu lækkun hinna hæstu launa, heldur tilfærsfa, þar sem laun verkamanna yrðu færð upp að því marki, sem þyrfti til þess að helmingur næðist á við hin hæstu laun, en hærri launin þá lækkuö að þvi marki sem nauðsyn kreföi, og fjárhagur, til móts við þetta. I sömu þingsályktunartillögu var kveðið á um það aö óheimilt yröi að taka föst laun nema fyrir eitt starf, og að afnumin skuli hverskonar friðindi, sem margir þeirra, sem hæst taka launin, njóta nú. Aö þessu leyti má til sanns veg- ar færa, að þessar þingsálykt- unartillögur tvær, sú sem fyrr greinir, og sú er ég nú mæli fram með, skari nokkuð. Og vikur nú enn að fyrri tillögunni og um- ræðunum um hana, sem vissu- lega snerta þetta þingmál, þvi þær hnigu að þeirri áráttu sumra alþingismanna að láta sér ekki nægja þingfararkaupið, heldur taka föst laun annars staöar jafn- framt, enda þótt þingmennskan eigi að teljast fullt starf, ef sæmi- lega er rækt, nema náttúrlega um sérstök ofurmenni sé að ræða — margra-manna-maka. Þó hefði ég ekki sveigt mál mitt að iauna- kjörum þingmanna sérstaklega i þvi sambandi hefði ekki svo til borið, að nýlega hafði birst rit- stjórnargrein i Alþýðublaðinu að dómi sérfróðra rituð af Benedikt Gröndal þingmanni, þar sem sveigt var sérstaklega aö okkur Helga Seljan, tveimur flutnings- mönnum tillögunnar um hámarkslaunin, og okkur borínn á brýn yfirdrepsskapur með þess- um tillöguflutningi, samtimis þvi sem við greiddum þvi atkvæði i leyninefnd á Alþingi, að laun þingmanna hækkuðu meira en flestra annarra landsmanna. 60% föst laun auk þingfararkaups Ég leyfði mér þá að vekja athygli á þvi.að þingm. Benedikt Gröndal tæki, auk þingfar- arkaupsins, sem hann teldi þó ofhátt, tvo þriðjuhluta af kaupi forstöðumanns fræðslumynda- safns rikisins, — og að formaöur þingfl. Alþýðuflokksins tæki, auk þingfararkaupsins er blað hans teldi of hátt, svo þriðju hluta af prófessorslaunum við Háskóla tslands. Til þess að ljúka þessari upprifjun má siðan geta þess að Eggert Þorsteinsson. lýsti yfir þvi við umræðurnar, að hann heföi um langt skeið setið af hálfu Alþýðuflokksins i þingfarar- kaupsnefnd, sem vissulega hefði ekki verið nein leyninefnd, þvi hann hefði ávallt gert þingflokki Alþýðuflokksins grein fyrir störf- um hennar, og af hálfu þess flokks aldrei verið gerð nein athugasemd við niðurstöðurnar af störfum þeirrar nefndar, og ekki heldur á þessum vetri. En þvi er nú þessi upprifjun nauðsynleg á hinum fyrri umræðunum. og eins óhjákvæmi- legt að vikja að stöðu alþingis- manna i máli þvi sem nú er til umræðu, að ýmsir úr hópi alþingismanna taka föst laun á fleiri en einum stað. Tveir alþingismenn taka til dæmis tvo þriðju hluta bankiístjóralauna, ásamt samsvarandi friðindum bankastjóra, kommissararnir tveir, Sverrir Hermannsson og Tómas Arnason, ofan á þingfar- arkaup sitt. Nú fer þvi viðsf jarri að ég vilji einu sinni gefa það I skyn, hvaö þá heldur meir, að þá félaga tvo skorti til þess burðina að rækja með prýði hvort tveggja, þingmannsstörfin og forstjóra- störfin i Framkvæmdastofnun- inni. Hitt kemur meira til álita, hvort þeir þurfa þeim mun meiri laun sér til framfærslu en aðrir þingmenn sem þeir taka þeim fram i þreki, visku og náð, það er að segja rösklega 10 miljónir króna árslaun á móti um 4 miijón króna einföldu þingfarar kaupi? Ef til vill má til sanns vegar færa, að þeir sem leggja nikið af mörkum af starfsþreki sinu, umhyggju og vitsmunum, séu lik- legir til að endast skemur. Þeir eyði lifsfjöri sinu skjótar i þágu fólksins. ! þessu tilfelli þá, að reikna megi með þvi, að þessir tveir þingmenn eyði þremur og hálfu ári ævi sinnar i þágu lands og Iýðs meðan almennur alþingismaður eyði einu. Sé svo, þá vildi ég nú gjarnan að þessi bikar yrði frá þeim tekinn, og heldur ráðnir sérstakir menn I störfin hjá Framkvæmdastofnun, — ef hægt væri fyrir 6,5 miljón króna árslaun, — ef með þyrfti fyrir óskert bankastjóralaun sem yrðu þá um 10 miljónir, — en við treinum okkur heldur starfs- krafta þessara þingmanna til hinna mögru ára. Hluti launa embættismanna dulinn i aukasposlum Fyrirkomulag á launakjörum embættismanna okkar og ann- arra þeirra, sem með hin ábyrgðarmeiri störf fara, er algjörlega óviðunandi. Annað nær engri átt en það að þeim verði ætluð ákveðin föst laun við hæfi starfsins, sem þeim er ætlað að inna af höndum. Þau laun á að greiða i einu lagi I beinum greiðslum. Kostnað sem starfi fylgir á siðan að greiða samkvæmt reikningi. Það er algjör óhæfa að hluti af launa- greiðslum til þeirra embættis- manna rikisins, sem hafa meðal annars afskipti af kjaramálum alþýðu á landi hér, sé dulinn i hverskonar aukasposlum, hvort heldur það heita greiðslur fyrir óunna yfirvinnu, fundarsetur, nefndarstörf, bilastyrkir eða ann- að. Mikílvægt mál Sigurlaug Bjarnadóttir tók til máls að lokinni ræðu Stefáns og taldi hér stórt mál á ferðinni. Sagði hún að þessi tillaga sem og tillaga Stefáns og fleiri um há- markslaun væru góðra gjalda verðar. Hins vegar sagðist hún telja að þessi tillaga er nú væri til umræðu snerti bara litinn hlut af miklu stærra vandamáli. Launa- kjör æðstu embættismanna væru vissulega alltof óljós, en það mætti Iika margt finna að launa- mismun innan verkalýðshreyf- ingarinnar. Nefndarlaun geta veriö tvöföld verka- mannalaun Jónas Arnason, annar flutn- inesmanna, ræddi launagreiðsl- ur til embættismanna fyrir nefndarstörf sem unnin væru oftast i vinnutima þessara manna. Benti hann á að nefndar- kóngurinn i rikiskerfinu fengi bara fyrirnefndarstörf sem næmi tvöföldum launum verkamanna. Sagði Jónas það sina skoðun að embættismenn ættu ekki að fá nein sérstök nefndarlaun fyrir störf sem unnin væru i föstum vinnutima þeirra. Karvel Pálmason lýsti fullum stuðningi við titlögu þeirra Stefáns og Jónasar. Sagði hann að fráleitt væri að embættismenn eins og t.d. þingmcnn gætu verið á fullum þingmannslaunum og samt tekið 60% laun fyrir annað starf hjá rikinu. Sagði Karvel að vafasamt væri að þingmaður sem sinnti vel þingmannsstarfinu gæti sinnt hinu starfinu sómasamleea Skorar á stjórnina ad kanna Jón Skaftasonsagði að hér væri hreyft athyglisverðu og að ýmsu leyti knýjandi máli. Fiestir þeir sem hugsuðu um þetta mál gætu veriö sammála um að ástandið i þessum efnum væri óviðunandi. Jón sagðist vilja leggja áherslu á ab enginn aðili i þjóðfélaginu gæti breytt ástandinu nema rikis- stjórnin og alþingi; þaöan yrði forystan að koma. Skoraði Jón á rikisstjórnina að taka þessi mál til athugunar. Sagði hann að rikisstjórnin ætti að beita sér fyrir athugun þessara mála án þess að fá sérstaka samþykkt Alþingis. Að umræöum loknum var mál- inu visað til altsherjarnefndar. Fyrirspurn Geirs Gunnarssonar: Utanlandsferðir á kostnað ríkissjóðs Geir Gunnarsson hefur lagt fram fyrirspurn til fjármála- ráðherra um utanlandsferðir á kostnað rikissjóðs og rikisstofn- ana. Óskar Geir eftir skriflegu svari. Fyrirspurn Geirs er svo- hljóðandi: „Óskað er eftir upplýsingum um utanlandsferðir á kostnað rfkissjóðs og rikisstofnana (þ.á m. rfkisbanka) á árinu 1977. t svari kom fram: 1. Nöfn þeirra, sem farið hafa utan, hvert farið, hve oft, f hvaða skyni og hve langan tima hver ferð tók. 2. Kostnaður vegna hverrar ferðar, annars vegar ferða- kostnaður, hins vegar dvalar- kostnaður. Óskaö er eftir skriflegu svari.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.