Þjóðviljinn - 31.03.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.03.1978, Blaðsíða 7
Föstudagur 31. mars 1978 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 7 En ég vil vona um sinn, að sósialisminn sé meira virði en daður og dekur við reikular sálir, er velkjast stefnulaust fyrir hinum pólitisku vindum. Sigurður Guðjónsson rithöfundur Land á faUanda fæti? „Þegar land er á fallanda fæti, verður konungshollusta og hlýðni efst á baugi”. Þetta orð- tak hefur þvælst fyrir mér alla- vega undanfarið er ég hef lagt út i þá ófæruað reyria aðfá heila brú út úr skoplegasta hrá- skinnsleik, sem ég man eftir úr islenskri pólitik. Ég á hér við efnahagsráðstafanir rikis- stjórnarinnar og viðbrögð verkalýðsforystunnar gegn þeim. Eftir þvi sem nær dregur vori og skuldadögum verð ég auðvitað að játa að ég veit hvorkiupp né niður i minn haus, enda skilst mér að þaö skipti engu máli. Þess vegna ætla ég að halda áfram máli mínu. Stundum virðast tslendingar algjört og næsta frumrænt af- brigði þeirrar dýrategundar er fjölskrúðugust er á jörðinni. Nýjustu rannsóknir á uppruna þeirrarenna lika sterkum stoð- um undir þá kenningu að hér sé að finna sfðustu leifar hins týnda og tröllumgefna Atlantis- kynstofns. Það er þvi ekki að furða, samkvæmt vitnisburði þeirra er best vita, að við búum við þjóðfélag, hvert ekki á sinn lika i samanlagðri mannkyns- sögunni. Hér er eins konar huldumannabyggð sem engir fá kannað né grillt nema þeir verði sér úti um töfrasteina og galdraþulur. Það er til að mynda heimsfleyg staðreynd að engar þjóðfélagsstéttir fyrir- finnast i landinu. Þar af leiðir að pukur við að skipta þjóðarauðn- um og skara eld að sinni köku er eins og hvert annað skaup um áramót. En auk þess er þjóðin svo ótrúlega gáfuð, vel að sér og bókelsk að jafnvel billegur endir á fornum sagnaarfi sem alvöru gangsterismi með alvöru bóf- um ög alvöru prettum er fræði- lega og listrænt séð'óhugsandi heilaspuni. Allar plágur og ólög er píslað hafa aðrar þjóðir sigla hægt og hhæversklega framhjá hólma þessum án þess svomik- ið sem bjóða góðan daginn eða gleðilegt ár. Þær eiga ekki við „sérstæðar islenskar aðstæð- ur”. Meira aö segja Einstein og alheimslögmálin fá aldrei „fest rætur i islenskum jarðvegi”. Til þess er hann alltof þykkur og hrjóstrugur. Hér hefur öll lifs- speki og þjóðfélagsfræði þegn- anna nokkurn veginn rúmast i einu heilræði og snotru spak- mæli. Heilræðið er aðeins eitt orðog svo augljósti fasi að eng- um hefur enn þá dottið i hug að skýra þaðöllu nánar i orðabók- um: Drengskapur. Spakmælið ersömuleiðið hverju barni auð- skilið og hljómar svo kunnug- lega þessadagana: „Meðlögum skal land byggja en með ólögum eyða”. Meðan lög merktu ein- faldlegalögnáttúrunnar og eðli- legan takt i mannlegum sam- skiptum var þessi setning jafn blátt áfram og sú staðreynd að sólin kemur upp að morgni og sest að kvöldi enekki öfugt. Það var ekki fyrren með ofæxlun löglærðra að farið var að hár- toga og þrátta um það hvort sólin kæmi upp að morgni eða kvöldi. En við vorum sæmilega minn- ugir á gamla speki Völuspár, er tekur af skarið með það, að vafasamt grin getur verið að hrófla að ráði við gangi himin- tungla og rás náttúrulögmála. Fyrst frömdu æsir eiðrof, þá fylgdu lögrof sem ólu af sér griðrof en þá fór allt i bál og brand svo heimur eyddist I ragnarökum. En einu sinni verður allt fyrst. Og nú hafa landstólpar kveðið á um það að okkur varði ekkert um lög máttarvalda. Ganga sólar skal héðan i frá fara eftir „efnum og ástæðum”. Hver ganga hennar er i raun ogveru einber hjátrú- arkredda sem samrýmist ekki þekkingu og vfsindum tækniald- ar. En hafi oft veriö þörf, þá er þó nú fyrst nauðsyn, að hlita skilyrðislaust þeim lögum er fyrirskipuð eru að morgni en úr gildi numin að kveldi. Það er ekki furða þó ýmsum hafi orðið á i messunni við jafn róttæka breytingu á rimnatali þjóðfélagsmála. Einhvern tíma hefðu menn séð ástæðu til að leggjast undir feld og hugsa málin út i ystu æsar. En það gleymdist i fátinu. SvoköUuð forystuöfl verkalýðsins þeystu af stað yfir vegleysur og kvik- syndi og nokkur hluti þjóðarinn- ar á eftir þeim án þess að Uta svo mikið sem um öxl. Ljótt var hið fyrsta lögmálsrof en þetta gönuhlaup var þó að bæta gráu ofan á svart jafnvel þó vitleysan hafi verið framin i nafni „rétt- lætistilfinningu fjöldans”. En „réttlætistUfinning fjöldans” er varla sú að fullyrða að sólin gangi kringum jörðina þó kóng- ar og æðstu prestar kynnu að staðhæfa að sól skini um nætur en tungl um daga. Hingað til hef ég litið sem ekki skipt mér af stjórnmálum. Þó hef ég talið mér trú um að það sé drjúgum meiri vandi að stjórna hetili þjóð en hafa tauriihald á sjálfum sér. Þess vegna ályktaði ég, að ef stjórn- málamenn misstu stjórn á sér i augnabilksgeðshræringu væri þeim álika ljúft og sjálfsagt að sjá að sér, er af þeim rynni móðurinnog að biðja afsökunar á mismæli. Og ég ætla að halda áfram að vera bjartsýnn og vona að allir þeir sem stukku upp á nef sér um daginn viti þó það langt sinu nefi að muna eftir þvi að þeir menn er nú stjórna landinu voru til þess kosnir með glæsilegum yfirburðum. Ég held að það sé rétt hugað hjá mér að byrjunin tti leiðréttingar þeirrar vitleysu er þessir me'nn hafa flækt okkur i^sé að koma i veg fyrir það slys að þeir hafi næstu fjögur ár til að bæta um betur. Og nú langar mig til að koma með litla tillögu. Það blað sem ég skrifa nú i kallar sig „málgagn sósialisma, verka- lýðshreyfingar og þjóðfrelsis.” Þetta stendur a.m.k. freistandi letri við hver ja ritstjórnargrein. Ég vona að það sé ekki gamall vani sem veldur þvi. En sósfal- isminn hefur þó litið olnbogað sig áfram siðustu ár i málflutn- ingi á siðum Þjóðviljans og hressari mættu þeir vera i þjóð- frelsisbaráttunni. Og betri verkalýðsbarátta væri sú að uppfræða lýðinn um það að „kjarabætur” eru ekki nokkrar krónur upp, heldur fyrst og fremst breytt hugsun og mat á lifsverðmætum sem vill skapa nýtt þjóðvélag. Nú sting ég upp á, að i kosningabaráttunni i vor verði skorið úr þvi fyrir kjós- endum hvort Þjóðviljinn er i raun og sannleika „málgagn sósialisma, verkalýðshreyfing- ar og þjóðfrelsis”. Eða er þessi klausa aðeins gamalt vöru- merki eins og t.d. ,,af ávöxtun- um skulu þér þekkja þá”? Kannski óttast sumir að Alþýðubandalagið missi ein- hver atkvæði ef það kynnir sig sem falslausan, ódeigan og baráttuglaðan málsvara sósial- isma. Eg vil vona um sinn að sósialisminn sé meira virði en daður og dekur við leikular sál- ir er velkjast stefnulaust fyrir hinum pólitisku vindum. Ef Þjóðviljanum finnst þetta ekki hin „rétta aðferð” finnst mér að samræmisins vegna beri honum að strika út heitstrenginguna um „málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóð- frelsis”. Sigurður Guðjónsson. Önnur syrpa úr leikhúsunum ?/ Sverrir Hólmarsson 7 skrifar ' leikhúspistil Umskipti i Lindabæ Nemendaleikhúsið er nú orðið fastur liður i leiklistarlifi borgar- innar, gagnleg viðbót við það sem fyrir er, þar sem það býður oft uppá hluti sem annars lægju óbættir hjá garði og eykur þannig á fjölbreytnina. Varla hefði til dæmís nokkru öðru leikhúsi hér dottið i hug að setja upp leikritið sem hér er til umræðu, Fansjen eftir David Hare. Ekki vegna þess að það sé vont leikrit, heldur vegna þess að aðferð þess og boð- skapur er ekki þess eðlis að nú- verandi leikhús okkar séu gin- keypt fyrir sliku. Þetta er póli- tiskt hópverk sem beinir sjónum að samfélagi fremur en einstak- lingum og gerir i aðferð sinni allt til að draga úr persónuleika ein- stakra leikara og leikpersóna. Það hefur þvi uppá fátt að bjóða af þvi sem við allajafna eigum að venjast i leikhúsum. I staðinn býður það uppá gagn- gera umræðu og greiningu á fyrstu skrefum kinversku bylt- ingarinnar eins og þau voru stigin i einu litlu sveitaþorpi. Verkið er byggt á langri bók eftir banda- riskan mann sem mun hafa gert mjög trúverðuga úttekt og ná- kvæma á efninu. Einn af þekktari ungum leikskáldum á Bretlandi, David Hare, hefur gert úr þessu vel lagaðan leiktexta sem lýsir þróuninni út i æsarog tekur mjög vel fyrir ýmis af þeim raunhæfu vandamálum sem byltingarmenn óhjákvæmilega standa frammi fyrir. Þótt verkið dragi óhikað taum byltingarinnar og sé ekki gagnrýnið á forsendur hennnar, er engin fjöður dregin yfir þá margvlslegu erfiðleika sem framkvæmd hennar fylgir og segja má að grunntónn verksins sé hversu óskaplega erfitt er að hrinda þjóðfélagsbreytingu i framkvæmd. Nemendur leiklistarskólans flytja verkið mjög snoturlega, þótt nokkuð skorti sums staðar á snerpu og hraða, en heildarstill sýningarinnar var góður, og er það eflaust að miklu leyti að þakka traustri leikstjórn Brietar Héðinsdóttur (sem einnig gerði ágæta þýðingu) og leikmynd og búningum Guðrúnar Svövu Svavarsdóttur. Einstaklinga i leikhópnum er ekki ástæða til að ræða hér, það væri ekki i anda verksins. Ég læt þeim eftir að stunda hæfilega sjálfsgagnrýni eftir þvi sem við á. Túskildingsóperan í Hamrahlið og svo fékk maður að sjá Brecht og Weill fara á kostum uppi i Hamrahliðarskóla. Tú- skildingsóperan er eitt af þeim verkum sem ég verð aldrei leiður á. Þótt hún sé kannski ekki eitt af fullkomnustu verkum Brechts er svo mikið lif í henni að hún býr yfir endalausum töfrum, ein- hverjum grófum frumkrafti sem ekkert getur drepið. Hér vegur sjálfsagt þyngst að samvinna Brechts og Weills um söngtext- ana er einhver mest fullkomnun i slikum efnum sem um er vitað. Hérer tvinnað saman á ævintýra- legan hátt groddaskapur og glæsimennska, ljótleiki og fegurð, hreinar tilfinningar og háðslegar glósur, og allt þrungið mannviti, andriki og mannúð. Það er þess vegna veruleg eftirsjá að hverj- um þeim söng sem sleppt er, t.d. Salomonsöngnum og Ballöðunni um lifsþægindin, sem Hamrhlið- ingarnir sleppa, en skiljanlegt er það timans vegna. Annars var maður hvergi nærri búinn að fá meira en nóg þegar þessari sýningu lauk. HUn er þrungin af miklu fjöri, hreinum stil og góðri tónlist. Stillinn er verk þeirra Stefáns Baldurssonar og Ivans Török. Stefán hefur haldiðöllu i mikillihófstillingu en dregið hið napra háð verksins mjög finlega og skemmtilega fram. Ivan Török gerir skemmti- iega leikmynd sem fyllir vel og notar hið stóra svíð i skólanum, og er gaman að sjá handarverk hans aftur á islensku sviði. Tónlistarflutningurinn var með sérstökum ágætum, hljómsveitin góð og kóratriðin frábær. Ein- stakir söngvarar gerðu auðvitað misjafnlega vel, enda við erfiða hluti að kljást, en þær Hólmfriður Jónsdóttir (Polly), Ingibjörg Ingadóttir (Jenný) og Jóhanna Þórhallsdóttir (frú Peachum) sungu af hrífandi glæsibrag og i sönnum stil. Leikbrúðuland Leikbrúðuland stendur þessa dagana fyrir sýningum að Fri- kirkjuvegi 11. Þeim stallsystrum vex ásmegin með hverju árinu og ég held að þær hafi aldrei sýnt eins góða hluti tæknilega og nú. Þær ráða orðið yfir mjög fjöl- breyttri tækni og útfæra hana skemmtilega. Sýningin nú sam- anstendur af fjórum atriðum. Fyrsta atriðið, Vökudraumur, er falleg fantasia snilldarvel útfærð i útfjólubláu ljósi, að öllu leyti vel unnin. Annað atriðið er hnyttileg framsetning á kvæði Daviðs um Litlu Gunnu og Litla Jón, kostu- lega skemmtilegt að allri gerð. Þessi tvö atriði eru bæði falleg og listrænt vel unnin. Seinni atriðin tvö eru fremur i hefðbundum brúðuleikhússtil og prýðileg fyrir börnin, sem eru þungamiðja áhorfenda að sýning- um sem þessum. Það er ýmislegt skemmtilegt i ævintýrinu Drek- inn eftir Arne Mykle og sniðug- lega undið uppá ýmis gamalkunn ævintýraefni. Seinasti þátturinn, Eineyg, Tvieyg og Þriéyg úr Grimmsævintýrum, þótti mér í það langdregnasta, einkum þær endurtekningar sem einlægt fylgja þjóðsögum og voru hér rækilega tiundaðar. Þjóðsögur og ævintýri eru mikti uppspretta efnis fyrir sýningar af þessu tagi, en ég held að slikt efni þurfi um- skriftar og pússunar við ef vel á að takast. Þessi sýning er til vitnis um að Leikbrúðuland er enn i sókn og er gott til þess að vita. Að fyrirtæk- inu standa nú þær Hallveig Thor- lacius (sem gerði brúður og leik- tjöld i Litla Gunna og Litli Jón), Erna Guðmarsdóttir (sem gerði brúður og leikmynd að Vöku- draumi), Þorbjörg Höskuldsdótt- ir (sem gerði leiktjöld i Drekan- um), Helga Steffensen (sem gerði “b'iúðu i Eineygu osfrv.) bg hólm- friður Pálsdóttir, sem leikstýrði öllum þáttunum nema Vöku- draumi. Sverrir Hólmarsson Frá sýningu nemendaleikhússint á Fansjen

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.