Þjóðviljinn - 05.04.1978, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur, 5. apríl 1978
Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp um frjáisa verðlagningu:
Mun leiða tíl hækkunar verðlags
sagði Lúðvík
Jósepsson
Óiafur Jóhannesson, viöskipta-
ráöherra, mælti á mánudag fyrir
stjórnarfrum varpi um verölag,
samkeppnishömlur og óréttmæta
viöskiptahætti. Frumvarpiö ger-
ir ráö fyrir frjálsri verölagningu
þegar samkeppni er nægileg. Aö
Iokinni framsögu ráöherra var
umræöum frestaö til kvöldfundar
i neöri deild er hófst kl. 21. Þá
mælti Lúövik Jósepsson gegn
samþykkt frumvarpsins, sem
hann sagöi aö myndi leiða til
hækkunar verölags i þjóöfélag-
inu.
I framsöguræöu sinni rakti viö-
skiptaráðherra helstu atriði
frumvarpsins, en meginefni þess
er i 3. kaflanum sem fjallar um
verðákvarðanir. Fyrsti kafli
frumvarpsins fjallar um mark-
mið og gildisvið laganna, 2. kafli
um stjórnsýslu, 4. kafli um mark-
aðsráðandi fyrirtæki og sam-
keppnishömlur, 5. kafli um órétt-
mæta viðskiptahætti og neyt-
endavernd, i 6. kafla eru almenn
ákvæði, i 7. kafla er fjallað um
meðferð og áfrýjun mála, í 8.
kafla um birtingu, og i 9. kafla um
refsiákvæði, gildistöku og fleira.
Frjálst verðlag
Lúövik Jósepsson sagöi að
meginefni frumvarpsins fælist i 8.
gr. þess, en þar segir að „þegar
samkeppni er nægileg til þess að
tryggja æskilega verðmyndun og
sanngjarnt verðlag skal verð-
lagning vera frjáls”. Með þessu
væri verið að lýsa yfir þeirri
stefnu i verðlagsmálum aö verð-
lag skuli vera frjálst. Aö visu væri
einnig gert ráö fyrir þvi að verð-
lagsráð gæti gripið tii tiitekinna
aðgerða ef samkeppni reyndist
takmörkuð eða ekki nægileg til að
tryggja sanngjarnt verölag, en þó
væri ljóst að slikt væri fyrst og
fremst hugsaö sem undantekning
frá hinni almennu reglu. 1 10. gr.
komi skýrt fram að slikar tiltekn-
ar aðgerðir eigi aðeins að standa
stuttan tima, þar sem meginregl-
an sé sú að verölag skuli frjálst.
Hvad er
„nægileg
samkeppni”?
Lúðvik sagði að fjölmörg atriði
i sambandi við verðlagningu væri
mjög óljós i frumvarpinu, t.d.
væri ekki á hreinu hvað fælist i
hugtakinu „nægileg samkeppnis-
aðstaða”. Sagðist hann vilja
spyrja viðskiptaráðherra hvort
hann teldi t.d. aö nú rikti nægileg
samkeppnisaðstaða i matvöru-
versluninni til að hægt væri aö
gefa verðlag þar frjálst. Einnig
sagðist hann vilja spyrja ráð-
herra hvort hann teldi að nægileg
samkeppnisaðstaða væri nú fyrir
hendi t.d. varðandi verslun meö
rafmagnstæki, húsgögn og bygg-
ingavörur. Ráðherra hefði átt að
gera grein fyrir þvi i framsögu-
ræðu sinni hvort hann teldi nægi-
lega samkeppnisaðstöðu vera
fyrir hendi á helstu sviðum versl-
unar.
Lúðvik sagöi aö i Reykjavik og
fleiri kaupstööum væri hægt að
tala um nokkra samkeppni i
mörgum greinum, t.d. hefði verið
frá þvi skýrt að nokkrar stærstu
matvöruverslanir I Reykjavik
hafi selt sinar vörur undir lög-
leyfðri hámarksálagningu. Oti á
landsbyggðinni væri ástandið
hins vegar þannig að sums staðar
væri bara um eina matvöruversl-
un að ræða i heilu byggðarlagi.
Sagöist hann þvi vilja spyrja ráð-
herra hvort standa ætti þannig að
framkvæmd laganna að frjáls á-
lagning yrði á sumum stöðum, en
bundin álagning annars staðar
þar sem ekki væri samkeppnisað-
staða.
Núverandi
verölagskerfi
stórgallað
Lúðvik sagði það sina skoðun að
núverandi verðlagskerfi væri
stórgallað og gera þyrfti á þvi
verulegar breytingar. Ýmsir
möguleikar þess hefðu þó ekki
verið nýttir. T.d. hefðu ekki allar
lagaheimildir verið notaðar til að
aðlaga kerfiö aðaðstæðum hverju
sinni. Litiö samræmi væri i há-
marksálagningu ýmissa vöruteg-
unda, sums staðar væri hún of
knöpp en annars staðar of rúm.
Full ástæða væri til að taka nú-
gildandi lög til endúrskoöunar, en
sérstaklega þyrfti þó að verða
breyting á framkvæmd laganna.
En að breyta verölagskerfinu í þá
átt að gefa verðlagningu frjálsa
sagöist hann ekki telja að yrði til
góös. Slikt myndi bara leiða til
hækkandi verðlags. Galla gild-
andi kerfis mætti lagfæra-, t.d.
hefði innflutningsverð á vörum
reynst hærra en þörf krefur og
hefði þetta verið opinberlega ver-
ið viðurkennt af innflytjendum
sjálfum. Þetta hefði mátt lagfæra
i núverandi verðlagskerfi. Minnti
hann á að þingmenn Alþýðu-
bandalagsins hefðu tvivegis flutt
tillögu um sérstaka rannsóknar-
nefnd til að kanna verðlag á inn-
fluttum vörum.
Hvad táknar
12. gr.?
Þvi næst vék Lúðvik máli sinu
að 12. gr. frumvarpsins, sem
hann taldi þarfnast nánari skýr-
ingar. önnur málsgrein 12. gr.
heföi verið sett i frumvarpið að
frumkvæði rikisstjórnarinnar, en
embættismennirnir er sömdu
frumvarpið hefðu ekki gert ráö
fyrir þessari málsgrein. Þessi
málsgrein hljóðar svo: „Verö og
álagningu má ekki ákvarða lægri
en svo, að fyrirtæki þeirrar teg-
undar, er I l. mgr. getur, fái
greiddan nauðsyniegan kostnað
við innkaup eöa endurkaup vöru,
framleiöslu, aðflutning, sölu,
flutning ásamt afskriftum, svo og
sanngjarnan, hreinan hagnað,
þegar tekið er tillit til áhættunnar
við framleiðslu vörunnar og
sölu”. Þetta ákvæöi væri frá-
brugðið gildandi lögum og óskaði
Lúðvik eftir skýringu viðskipta-
ráðherra á þvi.
Áhrif launþega í
verdlagsrádi
minnkuð
Þá ræddi Lúðvik 3ju og 4ðu gr.
frumvarpsins er fjalla um skipan
verðlagsráðs. Minnti hann á að i
núverandi verðlagsnefnd ættu
sæti 9 menn. Einn skipaður af við-
skiptaráðherra, 4 skipaðir af
samtökum launafólks og 4 skip-
aöir af atvinnurekendum. Með
frumvarpinu væri hins vegar gert
ráð fyrir þvi að minnka áhrifa-
vald þessara aðila vinnumarkað-
arins, sérstaklega væri verið að
minnka áhrif launþega i hinu nýja
verðlagsráði.
Samkvæmt frumvarpinu skal
verðlagsráð fara meö fram-
kvæmd laganna ásamt sam-
keppnisnefnd og verðlagsstofnun.
Gert er ráð fyrir að ráðherra
skipi formann ráðsins, tveir veröi
tilnefndir af samtökum atvinnu-
rekenda og tveir tilnefndir af
samtökum launþega. Þá á hæsti-
réttur að skipa tvo menn i ráðið.
Sagði Lúðvik aö fulltrúar hæsta-
réttar yrðu vart liklegir til að
fylgja fram sjónarmiöum laun-
þega i þessu ráði, miðað við
reynslu manna af þeim mönnum
sem hæstiréttur hefur skipað.
Lúðvik sagði að augljóst væri
að 3 kafli frumvarpsins um verö-
ákvarðanir væri aðalatriði frum-
varpsins, en mörg önnur atriði i
frumvarpinu ættu þar vart
heima. Inn i frumvarpiö væri
blandað atriöum sem ættu tak-
markaðan rétt á sér i frumvarp-
inu, t.d. væri viðurkennt i grein-
argerð að ekki tiðkaðist erlendis
að steypa saman i eina löggjöf á-
kvæðum, sem fjalla um verðlag
og samkeppnishömlur annars
vegar og reglum um órétttmæta
viðskiptahætti og neytendavernd
hins vegar.
Hættuleg
tilraunastarfsemi
Lúövik sagöi að nú væru afleit-
ar aðstæður til að gera tilraunir
með breytt verðlagskerfi, eins og
rikisstjórnin ætlaöi sér. Hér væri
rikjandi mikil verðbólga, auk
þess sem rikisstjórnin hefði ný-
lega beitt sér fyrir kauplækkun-
um i þjóðfélaginu. Frjáls álagn-
ing myndi þvi koma sér mjög illa
við launafólk, þar sem hún myndi
leiða til verðhækkana, þegar
menn msttu sist viö sliku.
Lúðvik Jósepsson
þingsjá
Verdur frumvarpid
saltað i nefnd?
Lúðvik sagði að ýmislegt benti
til þess að frumvarp þetta væri nú
lagt fram fyrst og fremst vegna
loforða um slikt i stjórnarsátt-
málanum fyrir fjórum árum, en
rikisstjórnin geri sér ekki miklar
vonir um að þaö nái fram aö
ganga. Frumvarpið verði látiö
sofna I nefnd, en þó verði alltaf
hægt að segja að það hafi veriö
lagt fram. 1 greinargerð með
frumvarpinu kæmi skýrt fram að
menn gerðu sér ekki of miklar
vonir um að það verði samþykkt,
t.d. væri setningin „ef frumvarp
þetta verður samþykkt...” mjög
algeng i greinargerðinni, en slikt
væri óalgengt i stjórnarfrum-
varpi. Sagðist Lúðvik vilja spyrja
ráðherra hvort þetta frumvarp
væri samþykkt af báðum rikis-
stjórnarflokkunum.
ASÍ og BSRB
andvíg frumvarpinu
Þá benti Lúðvik á að i greinar-
gerð kæmi fram að frumvarpið
hefði veriö sent fjölmörgum aðil-
um til urnsagnar, en flestir þessir
aðilar hefðu mikið við frumvarpið
að athuga og andvigir þvi að
verulegu leyti. Þannig væru til
BSRB og ASl andvig frumvarp-
inu. Sú afstaða ætti að vera nægi-
leg til aö þaö væri rangt að ætla
sér að knýja frumvarpið i gegn.
Þá komi einnig fram að Vinnu-
veitendasambandið, Félag fsl.
iðnrekenda, Félag isl. stórkaup-
manna, Kaupmannasamtökin og
Verslunarráð Islands telja frum-
varpiö stórgaliaö.
Lúðvik sagðist að lokum vilja
leggja á það áherslu að hann væri
siður en svo ánægður með gild-
andi skipulag verðlagsmála, en
hins vegar væri meginstefna
frumvarpsins ekki i samræmi við
þær aöstæður er við nú byggjum
við. Frumvarpið myndi ef það
yrði að lögum magna vandann i
verðlags- og efnahagsmálum.
Þjóðinni til
hagsbóta
Guðmundur H. Garöarsson tók
næstur til máls og þakkaöi rikis-
stjórninni fyrir að leggja frum-
varp þetta fram. Frumvarp þetta
fæli i sér breytingar er yrðu þjóð-
inni til hagsbóta. Meö frumvarp-
inu væri velrið að taka upp það
kerfi er rikti I hinum frjálsa
heimi, en Isiand hefði eitt vest-
rænna rikja búiðviö verslunar-
höft. Þá sagðist hann viljai-benda
á að frumvarpið hefði tekið
nokkrum breytingum siðan
umsagnirnar um það komu fram.
Karvel Pálmason tók undir
gagnrýni Lúðviks á frumvarpið
og var ræða hans i meginatriðum
svipuð ræðu Lúöviks.
Ólafur Jóhannesson
Skilgreina þarf
hugtakið
Ólafur Jóhannesson,
viðskiptaráðherra, sagði að ekki
mætti iesa 8. gr. frumvarpsins
þannig aö álagning iskuli bara
vera frjáls, þvi slikt væri bundið
tilteknum skilyrðum i frumvarp-
inu. Varðandi spurninguna um
hvað „nægileg samkeppni”
þýddi, þá sagði ráðherra aö þetta
hugtak þyrfti skilgreiningar viö.
Hugsanlegt væri að setja fram al-
mennar leiðbeiningareglur i lög-
um, en höfuðatriðið væri þó hvaða
aðili eigi að skýra þetta hugtak.
Það yrði verðlagsráð sem hefði
úrskurðarvald um það hvort nægi-
leg samkeppni væri fyrir hendi til
að gefa álagningu frjálsa. Þá -
sagðist ráðherra telja að það lægi
nærri að samkeppni væri nægileg
’varðandi matvöru.
Varðandi það hvort frjáls verð-
lagning yrði staðbundin, þá sag/Á
ráðherra að ákvæöi þess myndu
gilda um land allt.
Um framkvæmd gildandi laga
sagði ráðherra að sitthvað mætti
að verðlagseftirlitinu finna, enda
illa að þvi búiö. Það hefði þó gert
gagn og nt—tuð verið gert i þvi að
bæta framkvæmd þess.
Varðandi skipan verðlagsráðs
sagði ráðherra að samkvæmt
núgildandi skipan hefði odda-
maður rikisstjórnarinnar úrslita-
vald ef ekki næðist samkomulag
með hinum 4 fulltrúum atvinnu-
rekenda og 4 fulltrúum launa-
fólks. Samkvæmt frumvarpinu
heföi þessi fulltrúi rikisstjórnar-
innar hins vegar ekki sömu odda-
stöðu, þar sem þarna væru einnig
tveir sérstakir fulltrúar skipaðir
af hæstarétti.
Þá sagði ráðherra að frumvarp
þetta væri stjórnarfrumvarp,
samþykkt vaf rikisstjórninni, en
það hefði ekki verið tekið til meö-
feröar sérstaklega i þingflokkun-
um.
Afstaða ráðherra
kemur ekki fram
Lúðvik Jósepsson sagði að svör
ráðherra við spurningum hans
hefðu ekki verið nægilega skýr.
Þannig hefði ekki komið fram
hver væri persónuleg skoðun ráð-
herrans á þvi hvort aðstæður
væru þannig að nægileg sam-
keppni væri fyrir hendi. Hann
hefði aðeins gefiö i skyn að gefa
mætti álagningu varðandi mat-
vöru frjálsa, en ekki svarað um
aðrar verslunargreinar.
Varðandi skipan verðlagsráðs
sagði Lúövik að fulltrúar atvinnu-
rekenda og hæstaréttar gætu
myndað meirihluta, og myndi
slikt ekki koma á óvart miðað viö
reynsluna. Slikt þýddi að fulltrú-
ar neytenda og rikisstjórnarinnar
yrðu i minnihluta.
Þá tók Karvel Pálmason einnig
aftur til máls, en er hann hafði
lokiö máli slnu var fyrstu umræðu
lokið, en hún stóð nokkuð fram yf-
ir miönætti.