Þjóðviljinn - 05.04.1978, Síða 16
DJOÐVIUINN
Miðvikudagur 5. aprfl 1978
Aðalsinji Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tima er hægt að ná I blaöamenn og aöra starfs-
menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348.
C 81333
Einnig skal bent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóðviljans i sima-'
skrá.
343 miljónir risnukostnaður
Ríkissjóöur varð af 181 miljón króna
Útgjöld skattskyldra fé-
laga vegna risnu nam á
siðasta ári 343 miljónum
króna samkvæmt áætlun
ríkisskattst jóra. Þessi
risnukostnaður kom til
frádráttar hjá fyrir-
tækjunum við álagningu
skatta árið 1977, sem þýðir
að áætla má að ríkissjóður
hafi orðið af tekjum sem
nema 181 miljón króna.
Þessar upplýsingar komu fram
á Alþingi i gær er fjármálaráð-
herrasvaraðifyrirspurn Ragnars
Arnalds um risnu fyrirtækja.
Jafnframt kom fram hjá ráð-
herra að engar skýrar reglur eru
fyrir hendi um frádrátt frá skatti
vegna risnu. Það er lagt i hendur
skattstjóra að leggja mat sitt á
það hversu mikið tillit skuli tekið
til risnu við álagningu skatta.
Ragnar Arnalds lagði á það á-
herslu að settar yrðu strangar og
skýrar reglur um þetta mál, til að
fyrirbyggja hættu á misnotkun á
þessu sviði. Ragnar benti einnig á
að til viðbótar ofangreindum
risnuútgjöldum kæmu svo risnu-
útgjöld fyrirtækja sem rekin eru
á ábyrgð einstaklinga. Skattskyld
félög eru aðeins hluti fyrirtækja
þ.e.a.s. þau sem eru i félags-
formi.
Niðurstaða rikisskattstjóra
byggöist á úrtaki sem var þannig,
að valið var 19. hvert framtal
skattskyldra félaga i þremur
stærstu skattumdæmum lands-
ins, þ.e. Reykjavik, Reykjanes-
umdæmi og Norðurlandsum-
dæmi eystra. Risnukostnaður i
umdæmum utan ofangreindra
umdæma var áætlaður með sama
hlutfalli milli risnukostnaðar og
hreinna tekna og fram kom i
tveimur nefndum umdæmum.
Tídar
sjónvarps*
truflanir
á Höt'n
tbúar Hafnarhrepps 1
llornafirði hafa orðið mjög
fyrir barðinu á sjónvarps-
truflunum og eru bilanir þar
tiðar á dreifikerfi sjónvarps-
ins. Af þeim sökum sam-
þykkti hreppsnefnd Hafnar-
hrepps svofellda ályktun á
fundi sinum 22. mars s.l.:
„Hreppsnefnd Hafnar-
hrepps i Austur-Skaftafelis-
sýslu átelur harölega léleg
skilyrði til sjónvarpsafnota
og tiðar bilanir á dreifikerfi
sjónvarpsins til endurvarps-
stöðvarinnar á Höfn. Skorar
hreppsnefndin á forráða-
menn Rikisútvarpsins/Sjón-
varpsins og Póst- og sima-
málastofnunina að gera nú
þegar grein fyrir hvernig
verði úr bætt og hvenær”.
Fréttaritari Þjóðviljans,
Þorsteinn L. Þorsteinsson,
lét svo ummælt, aö i þessari
samþykkt væri ekkert of-
sagt. Sjónvarpsskilyröin
væru með þeim eindæmum
að viö yröi ekki unað. Ibúar
þar eystra hefðu nú tekiö
saman höndum um að greiða
ekki afnotagjöld nema úr
þessu ófremdarástandi yröi
bætt.
Blaðamaður bar framan-
ritaöa fundarsamþykkt und-
ir Harald Sigurðsson, verk-
fræðing hjá Pósti og sima.
Hann sagöi, að eftir að þessi
fundarsamþykkt var gerð
heföi menntamálaráðherra
tilkynnt um áætlaðar fram-
kvæmdir varðandi þessi mái
nú i ár og þær ættu að fela i
sér úrbót á þessum vandræð-
um þeirra Hafnarhreppsbúa.
Verður i lengstu lög að vona,
aö þær áætlanir reynist ekki
orðin tóm. —mhg
Leitin aö
Moro enn
árangurs-
laus
4/4 — Giulio Andreotti, forsætis-
ráðherra italiu, staðfesti i dag að
stjórninni hefði 'borist bréf, að
sögn frá þeim sem rændu Aido
Moro, fyrrum forsætisráðherra,
en tók jafnfram fram að stjórnin
myndi hvergi hvika fyrir hótun-
um mannræningjanna. itölsk blöð
telja að i bréfinu hafi verið lögö
fram ákveöin skilyrði fyrir þvi ,
að Moro yrði látinn laus.
Bréf þaö semhér um ræðir var
sent til aðstoðarmanns Moros, og
vildi Andreotti ekkert gefa upp
um innihald þess. Nærri þrjár
vikur eru nú siðan Moro var rænt,
og játaði Andreotti að ennþá væru
yfirvöld engu nær um það hverjir
mannræningjarnir væru eða hvar
þeirra væri aö leita.
Sunnukórinn á Isafiröi.
40 ára afmæli L.B.K.
20 kórar med 1000 söngmönnum
syngja í Rvík 14. og 15. þ.m.
Það verður mikil söngvadýrð i
Reykjavik nú um miðjan þennan
mánuð. Þá munu koma þar sam-
an a.m.k. 20 kórar viðsvegar aö af
landinu, með um 1000 söngmönn-
uin, körium og konum, og halda
tvenna tónleika. Tilefniö er 40 ára
afmæli L a n d s s a m b a n d s
blandaðra kóra.
Haldnir verða tvennir tónleik-
ar. Þeir fyrri verða i Háskóiabiói
föstudaginn 14. april, kl. 21, en
þeir seinni i Laugardalshöll,
laugardaginn 15. april, kl. 14.00.
Fimmtán kórar flytja sjálfstæða
söngskrá. Samsöngvunum lýkur
með söng 900 manna samkórs
L.B.K.. Sinfóniuhljómsveit Is-
lands, ásamt hljóðfæraleikurum
úr Hljómsveit Tónlistarskólans
og Sinfóníuhljómsveitinni i
Reykjavik, samtals um 100
manns, mun standa að flutningi
tveggja tónverka á þessari sam-
eiginlegu söngskrá.
Liklegt er að blandaður kór frá
Þrándheimi i Noregi, ásamt
hljómsveit, samtals um 100
manns, taki þátt i söngleikunum.
1 þeim mun einnig taka þátt
sænskur kór, sem hér verður
staddur i boði Háskólakórsins.
Söngleikum L.B.K. lýkur siðan
i Laugardalshöll að kvöldi laug-
ardags, með afmælisfagnaði, þar
sem verður sameiginlegt borð-
hald og fjölbreytt skemmtun
fram eftir nóttu með þeim brag,
sem söngfólki einu er lagið, þvi
„Hvar sem söngvar hljóma hér
hefuröu samfylgd góða...”.
—mhg
Notuöu tækin hjá Lýsi og mjöl ht’.:
Fáum ekki lánad
til kaupa á nýjum tækjum, segir Árni Gislason forstjóri —
100 milj. kr. mengunarvarnartæki sett upp næsta sumar
„Það er rétt sem þið seg-
ið frá i Þjóðviljanum í dag
að við höfum eða erum að
setja upp tæki í verksmiðj-
una sem við keyptum notuð
frá Færeyjum og Noregi.
Hinsvegar kemur það ekki
fram hjá ykkur að við vor-
um neyddir til þess að
kaupa notuð tæki, þar sem
við fáum alls enga lána-
fyrirgreiðslu að kaupa ný
tæki, sem myndu kosta um
100 miljónir króna. Og
manni finnst það hart að
geta ekki endurnýjað tæki
verksmiðjunnar á eðlileg-
an hátt á sama tíma og
verksmiðjur útá landi virð-
ast hafa ótakmarkaðan að-
gang að lánsf jármagni til
endurnýjunar hjá sér, þar
sem byggðasjóður er",
sagði Árni Gíslason for-
stjóri Lýsis og mjölsh.f. í
Hafnarf irði, er hann hafði
samband við okkur í gær.
Hann benti ennfremur á að
verksmiðjan væri nú aö fá ný
mengunarvarnartæki, sem Jón
Þórðarson á Reykjalundi hefur
smiðað. Kostnaðurinn við smiöi
og uppsetningu tækjanna er um
100 milj. króna og hefur verk-
smiöjan fengið sérstakt lán, uppá
50 milj. kr. sem heilbrigðisráð-
herra hefur útvegað henni, annað
og meiri lán eru ófáanleg, að sögn
Arna.
Hann benti á varðandi kaupin á
þessum gömlu tækjum frá
Færeyjum og Noregi aö vissulega
væri hann sammála,þvi að óæski-
Soökjarnatækin og skilvindan
færeyska.
legt væri að þurfa að kaupa notuð
tæki til endurnýjunar, en þó liti
hann svo á að það væri ill-skárra
en að þurfa að loka verksmiðj-
unni, en ekki hafi verið um að
ræða nema þessa tvo kosti þegar
eðlileg lánafyrirgreiðsla var ekki
fyrir hendi.—S.dór
A hefur skort að fslensku
skipasmiðastöðvarnar heföu
næg verkefni. Myndin er tek-
in af nýsmiði i Stálvik.
85% lánað til
nýsmíði fiski*
skipa innanlands
Til nýsmiða fiskiskipa inn-
anlands lánar Fiskveiða-
sjóöur 75% kostnaöar og
Byggöasjóður 10%. Fisk-
veiðasjóðslánin munu vera
til 18 ára, en Byggðasjóös-
iánin til 12 ára.
1 tilefni af þvi að Bæjarút-
gerð Reykjavikur hefur hug
á að seija Spánartogara sina
þrjá og kaupa fjóra 500 tonna
togara þeirra i stað, sneri
blaðið sér til Svcrris Július-
sonar, framkvstj. Fiskveiða-
sjóðs, og spurði hann hver
væri munur á lánum til ný-
smiði innanlands og til smiða
erlendis eða til kaupa á not-
uöum fiskiskipum frá út-
löndum.
Sverrir sagði að þar til á
siöasta ári heföi sjóðurinn
lánað 2/3 hluta af verði fiski-
skipa sem smiðuð væru er-
lendis. 1977 var þessu breytt,
þó þannig að það verkaði
ekki á samninga sem þegar
höföu verið gerðir um smiði
skipa erlendis. Eftir þá
breytingu væri lánað 50% af
kostnaðarverðinu til 18 ára,
að frádregnum aldri skip-
anna, væru þau notuð. Þá
sagði Sverrir að Byggðasjóð-
ur mundi i framtiðinni ekk-
ert lána til kaupa á skipum
erlendis frá.
Lánin til smiða skipanna
innanlands eru greidd úr
Fiskveiðasjóði tii skipa-
smiöjanna eftir aö smiða-
samningur hefur verið yfir-
farinn af sjóðnum og eftir þvi
sem verkinu miðar. Úm
lánakjör vildi Sverrir sem
minnst segja á þessu stigi, en
Fiskveiðasjóður sendi álit
stjórnar sjóðsins um lána-
kjör til rikisstjórnarinnar sl.
föstudag, en rikisstjórnin
tekur svo endaniega ákvörð-
un um hver þau verða. Það
hefur þó sifellt færst i vöxt að
þessi lán séu visitölutryggð.
Þau 15% sem á vantar
veröa útgerðarmenn sér úti
um með ýmsum hætti; lán-
um úr bæjarsjóðum, lifeyris-
sjóðum sjómanna, bönkum
og með einum og öðrum
hætti og mun ekki óalgengt
að kaupverð nýrra fiskiskipa
sé allt lánsfé, en viðskipta-
bankar útgerðarinnar votta
þaö til Fiskveiðasjóða aö
15% kaupverðsins sé til reiöu
hjá viðkomandi. —úþ.
Minnkandi
traust á
ríkisskulda-
bréftim
Tiltrú manna á rikisskulda-
bréfum hefur greinilega farið
minnkandi. 1 febrúarmánuði sl.
voru gefin út ríkisskuldabréf
fyrir eittþúsund og fimmhundr-
uð milljónir króna, og er enn
nokkur hluti þeirra óseldur.
Greiðlega gekk að selja bréfin
i fyrstu, en eftir þvi sem lengra
leið dró úr sölunni.