Þjóðviljinn - 15.04.1978, Blaðsíða 3
Laugardagur 15. aprll 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
Eþíópar hóta
árásum á
Sómalíland
Otti vid nýtt
borgarastríð
14/4 — Ambassador Eþiópiu i
Nairobi, höfuöborg Keniu, lýsti
þvi yfir i dag aö ef Sómalir hættu
ekki skæruhernaöi i suö-austur-
fyikjum Eþiópiu myndu Eþiópar
svara fyrir sig meö árásum inn
fyrir landamæri Sómalilands.
Þrátt fyrir ósigur sinn i
Ogaden-striöinu halda Sómalir
áfram skæruárásum á hersveitir
Kúbana og Eþiópa i fylkjunum
Ogaden og Bale. Sómalska
stjórnin heldur þvi fram að þar
herji aðeins skæruliöar sómalska
þjóöernisminnihlutans i Eþiópiu,
en Eþiópar segja árásarmennina
vera úr her Sómaliiands.
Ambassadorinnsagöistekki sjá
neina ástæðu til þess að Eþiópar
virtu landamæri Sómalllands
fyrst Sómalir heföu landamæri
Eþiópiu að engu. Hann fór hörð-
um orðum um sómölsku stjórn-
ina, sem hann kvað hegða sér eins
og pólitiska vændiskonu. Mun þar
visað til þess, að eftir hrakfarirn-
ar i Ogaden-striðinu hefg)
sómalska stjórnin leitað fyrir sér
vltt og breitt um efnahagslega og
hernaðarlega aðstoð, þar á meðal
frá Bandarikjunum og Kina.
Barre forseti Sómalílands er nú i
opinberri heimsókn i siöarnefnda
landinu.
i Siad Barre, forseti Sómalflands —
I Eþlópar hóta honum hörðu.
Sómalska stjórnin hefur lýst
þyi yfir að hún styðji skæruliða
sómalska þjóðernisminnihlutans
i Eþiópiu áfram, enda þótt hún
neiti þvi,að nokkrir menn úr her
Sómalilands séu lengur innan
eþiópskra landamæra.
14/4— Kyrrtvarí Breirút, höfuð-
borg Libanons, i dag eftir fimm
daga bardaga i suöausturhluta
borgarinnar milli kristinna
hægrisinna og múhameöskra
vinstrimanna. Palestinumenn,
libanskir hermenn og sýrlenskt
gæsluliö tókeinnig þátt i bardög-
unum. Samkvæmt einni frétt voru
aö minnst kosti 50 menn drepnir i
bardögunum og urti 250 særöir.
Haft var eftir starfsliði sjúkra-
húsa að manndauðinn af völdum
vigaferla þessara yrði að llkind-
um meiri, þvi aö stöðugt væri
verið að koma með á sjúkrahúsin
fólk, illa sært af sprengjubrotum.
Hermenn úr her Libanons börðust
aö sögn með hægrimönnum, en
skæruliðar úr palestinsku sam-
tökunum Saika, sem eru á bandi
Sýrlendinga, meö vinstrimönn-
um.
Bardögunum lauk i nótt er
sýrlenskir og súdanskir herflokk-
ar i gæsluliði Arababandalagsins,
sem á að gæta þess að borgara-
strið blossi ekki upp i landinu aö
nýju, tóku sér stöðu milli hverfa
kristinna og Múhameöstrúar-
manna. Aður höföu Sýrlendingar
skotið úr stórum faílbyssum á
óeirðahverfin til þess að þagga
niöur i bardagamönnunum, og að
sögn beindu þeir skeytum sinum
fremur að hægrimönnum.
Sýrland hefur um 30.000 manna
her i Libanon, og er þaö liö obbinn
af gæsluliöi Arababandalagsins.
Margir óttast nú að borgara-
strið kunni að nýju aö br jótast út i
Líbanon. t borgarastriöinu
1975—76 voru um 60.000 manns
drepnir, auk þess sem striðið
skildi við stjómkerfi og efnahag
landsins I upplausn.
Mengast
Ganges
af
plútón-
geislun?
13/4 — Indverska stjórnin hefur
nú miklar áhyggjur af
plútón-knúnu mæiitæki, sem
bandariska leyniþjónustan CIA
kom að sögn fyrir i Himalajafjöil-
um árið 1965 i þeim tilgangi aö
fylgjast með kjarnorkuvopnatil-
raunura Kinverja. Fréttin af
úyllitæki þessu er höfö eftir
bandariskum heimildum. Svo
slysalega vildi til aö tæki þetta
grófst undir skriöu og mun nú ill-
finnanlegt.
Indverska stjórnin óttast nú að
vera kunni að fljótið Ganges
mengist af geislavirkni frá mæli-
tæki þessu, sem gæti haft I för
með sér hættu fyrir míljónir Ind-
verja. Þetta er Indverjum þeim
mun meira tilfinningamál vegna
þess, að Ganges er eitt þeirra
helgasta fljót. Talið er að CIA hafi
fengið samþykki indverskra
stjórnarvalda tii þess aö koma
tækinu fyrir I fjöllunum, en hins-
vegar mun leyniþjónústan hafa
farið á bak við Indverja um
hugsanlegar hættur af völdum
þess.
Alvarlegur
ágreiningur
Brzezinskis
og Vance?
13/4 — Bandariska blaðið New
Y ork Tim es h élt þvi fr am i dag aö
alvariegur ágreiningur væri milli
Cyrus Vance, utanrlkisráöherra
Bandarikjanna, og Zbigniews
Brzezmski, ráögjafa Carters for-
seta um öryggismál, um af-
stööuna til Sovétrikjanna. Aö
sögn blaösins er Brzezinski harö-
linumaöur i þeim málum, en
Vance vill fara vægar i sakirnar.
Brzezinski er sa-gður saka
Vance um að leggja alltof mikla
áherslu á samkomulag við Sovét-
rikin um herbúnað, eftirlit meö
honum og afvopnun, auk þess
sem sá fyrmefndi kvaðst vilja að
Sovétmenn séu beittir meiri
hörku I þvi skyni að knýja þá til
að draga saman seglin á
austurhorni Afriku. Utanrikis-
ráðuneyti Bandarikjanna gaf út
óvenju langa tilkynningu af þessu
tilefni og neitaði þvi, að um alvar-
legan ágreining sé að ræða, en
þeirri fullyrðingu mun tekið með
nokkurritortryggni.
Við byggóum
150m2 einbýlishús
í Reykjavik
á fjórum dögum!
mánudagui—|
EKIÐ TIL REYKJAVÍKUR
l o..!. ;i i I;J
IHUSÉININGARHFl
IMAilt
þriójudagui—
AFHENDING EININGA
rfimmtudaguri
Húsið var af hent
uppsett og frágengið
til innréttingar,
á 4 dögum
rmiðvikudagur
UPPSETNING
..‘"“'.."í
tilbúió til innréttingar
Gjörið svo vel....
skoðið kosti
húseininga
með eigin augum
Einbýlishúsið
að Steinaseli 1
Breiðholti
LAUGARDAG 15.4: KL.14-22
SUNNUDAG 16.4: KL.14-22
SIGLUFIRÐI