Þjóðviljinn - 15.04.1978, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 15.04.1978, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. aprll 1978 Húsnæöismái i Reykjavik hafa nokkuð verið til umræðu undan- farið, vegna fyrirhugaörar stofn- unar leigjendasamtaka. Bent hefur veriö á að allt of litið framboð er á leiguhúsnæði I borg- inni og að milli 20 og 30 tilboð ber- ast I hverja iitla íbúð, sem augíýst er til leigu. Þessi þröngi markaður veldur þvi að menn yfirbjúða hver ann- an til þess að fá húsnæði, og 2ja herbcrgja fbúöir eru leigðar á 40- 50 þúsundir krúna á mánuði. Auk þess er fyrirframgreiðsla i hálft eða eitt ár orðin föst regla á leigu- markaðnum. Ibúðir i Reykjavik eru nú ná- lægt 30.000. Ef þær kannanir sem gerðar hafa verið standast, má reikna með að um 7000 ibúöir séu leigðar út i borginni. Stærsti leigusalinn Reykjavikurborg er stærsti leigusalinn en borgarsjúður á nú 789 ibúðir.sem leigðar eru út við vægu verði, sem jafngildir fjúrð- ungi þess sem menn veröa að greiða á frjálsum markaði. Þar að auki hefur Reykjavikurborg 93 ibúöir á leigu og endurleigir þær. Leigjendur sem búa i slikum framleiguibúðum borga hærri leigu en þeir sem eru i borgarhús- næði, en þó munu nokkrir þeirra njóta styrkja frá Félagsmála- stofnuninni ef fjölskylduaðstæður eða fjármál eru slæm. Alls hefur Reykjavlkurborg þvi 910 leiguibúðir á sinum snærum, en 1. desember s.l. voru riflega 800 manns á biðlistum eftir leigu- húsnæði hjá Félagsmálastofnun Rcykjavikurborgar. Ljóst er af þessum tölum, að borgin getur hvergi nærri annað eftirspurn fólks eftir ódýru leigu- húsnæði og það eina,sem Félags- málastofnun getur gert fyrir fólk, er að auglýsa fyrir það eða lána peninga til greiðslu á fyrir- framleigu. Gamalt og nýtt tbúðum sem borgarsjóður á má skipta i tvennt. Annars vegar er um að ræða ibúðir sem reistar hafa verið nýlega og standa eiga til frambúðar, en hins vegar hús, sem eiga að hverfa og borgin hef- ur keypt vegna þess að þau standa i vegi fyrir skipulagi. tbúðirnar, sem standa eiga til frambúðar, eru 668 talsins og er hluti þeirra leigður til ákveöinna þjóðfélagshópa, svo sem ellilif- eyrisþega, einstæðra mæöra eða öryrkja. Ibúðir, sem eiga að hverfa, eru I2ltalsins. Þær eiga þaö flestar sammerkt að vera gamlar og að litlu eða engu hefur verið kostað til viðhalds þeirra á undanförnum árum. Þörfin fyrir húsnæði hefur hins vegar veriö svo mikil að þessi hús hafa ekki verið rifin og þvi hafa þau fengið að grotna niður i ró og næði ef ibúarnir sinna ekki við- haldi þeirra. Heilsuspillandi húsnæði A undanförnum áratugum hef: ur miklu af heilsuspillandi húsnæði verið ýtrýmt i borginni. Nægir þar að minna á niðurrif braggakampanna, Pólanna, Höfðaborgarinnar og fleira. Heilsuspillandi húsnæði fyrir- finnst þú enn i borgarlandinu, og þvi miður er Reykjavikurborg eigandi og leigusali sliks húsnæðis i sumum tilfellum, en endurleigjandi i öðrum. Eftirlit með heilsuspillandi húsnæði er i höndum borgar- læknisembættisins i Reykjavik og heilbrigðisráðs Reykjavikur- borgar. Árið 1977 var allt lélegt húsnæði, sem borgin á eða húsnæði sem hún framleigir.skoö- aö af þessum aðilum. 1. Reykjavikurb. á og leigir út a.m.k. 88 ibúðir sem eru lélegar eða slæmar og 6 slæm ibúðarher- bergi. 2. Um helmingur þess húsnæðis, sem Reykjavikurborg framleigir, er lélegt eða slæmt. Framleiguibúðir eru alls 93, þar af 10 einstaklingsibúðir meö eldhúsi og 25 einstaklingsher- bergi. 16 af þessum herbergjum eru slæm eða léleg, 36 ibúðanna eru slæmar eða lélegar. Að sögn Agústs Isfjörð hjá húsnæðisdeild Félagsmálastofn- unar hefur stofnunin ekki tekið húsnæöi i framleigu siðan i fyrra- vor. Félagsmálastofnunin vinnur nú að skýrslu um endurbætur sem gerðar hafa verið á þeim ibúðum, sem aö framan greinir, siöan skoðunin var framkvæmd. bannaöar. Engin þeirra er I eigu eða á vegum borgarinnar. Þegar ibúðarbann er sett á er venjulega um að ræöa bann við þvi, að húsnæðið verði leigt á nýjan leik eftir að ibúar sem fyrir eru i A undanförnum árum hefur heilsuspillandi og slæmu húsnæbi verið útrýmt I borginni. Hér sést hvar veriö var að rifa Meiabraggann, við Hjarðarhaga. Skammarleg einkunn Samtals voru skoðaðar 111 , ibúðir i eigu borgarinnar, og við flokkun var þeim skipt i fernt. 12 reyndust gúðar, 11 sæmilegar, 64 lélegar og 24 slæmar. Þá voru skoðuö 15 ibúðarher- bergi, sem eru i eigu borgarinnar. 1 reyndist gott, 8 sæmileg og 6 slæm. Skoðuð voru 16 ibúðarherbergi, sem Félagsmálastofnun hefur á leigu og endurleigir. 4 reyndust léleg og 12 slæm. 46 ibúðir, sem Félagsmála- stofnun framleigir, voru skoðaöar. 2 reyndust gúðar, 8 sæmilegar, 14 lélegar og 22 slæmar. Þessi könnun heilbrigðis- eftirlitsins leiddi þvi eftirfarandi I ljós: 65 bannaðar íbúðir og búið í 35 þeirra I Reykjavik hafa 65 ibúðir verið ibúðinni eru fluttir út. Ekki er þvi gerð krafa til þess að húsnæðið verði rýmt, og þvf er enn nokkuð af þesspm 65 bönnuðu ibúðum i leigu. Vélar og áhöld Tilboð óskast i vélar Hraunsteypunnar i Hafnarfirði, nánar tiltekið: 2 vélar fyrir plötu- og steinagerð, helluvél, hrærivél, gjallkvörn — fjögurra valsa, gufuketil, mót og plötur fyrir framleiðsluna. Tækin verða sýnd þriðjudaginn 18. april. Upplýsingar verða veittar á staðnum og á skrifstofu bæjarverkfræðings. Heimilt er að bjóða i einstaka vélar eða allan véla- kostinn. Tilboðum skal skila eigi siðar en kl. 14 miðvikudaginn 19. april á skrifstofu Bæjarverkfræðings, Strandgötu 6. Bæjarverkfræðingur. Happdrætti SVFI hleypt af stokkum Slysavarnafélag Islands er 50 ára á þessu ári. Þeirra timamúta verður minnst með ýmsum hætti, m.a. verður haldin scrstök lands- ráðstefna nú 28. april n.k. sem 130—140 manns inunu sækja. Slysavarnafélagið boðaði blaðamenn á sinn fúnd nú i vik- unni til að kynna happdrætti félagsins, sem nú er verið að hleypa af stokkunum. Dregið verður 17. júni, og aðalvinningur- inn er glæsileg bifreið af gerðinni Chevrolet Malibu 78. Aukþess eru 9 Binatone sjúnvarpsspil f vinn- inga. Happdrættismiðarnir kosta 500 krónur og verða þeir seldir á strætum og torgum borgarinnar næstu vikurnar. Mest allt starf Slysavarna- félagsins er unnið i sjálfboða- vinnu, og svo er einnig með sölu happdrættismiðanna, sem stakk- klæddir björgunarsveitarmenn munu annast. Engu að siður kostar starf Slysavarnafélagsins mikið fé og sala happdrættismiöa hefur á undanförnum árum borið uppi stóran hlut af þeim kostnaði. A blaðamannafundinum kom fram að félagið hefur byggt og á nú 98 skýli viðsvegar um landið, ýmist meðfram ströndum þess eða uppi á heiðum. 25 þessara skýla eru einnig miðstöðvar björgunarsveitanna, þar er bún- aður þeirra geymdur og fundir haldnir. 1 skýlunum eru öryggistæki og neyðarmatur, og sagði forseti félagsins, Gunnar Friðriksson, að nokkuðheföiboriðá þvi, aðferða- langar gengju illa um skýlin og kvörtuðu jafnvel yfir matnum. Skýlin hafa aldrei verið ætluð sem ókeypis hótel fyrir skemmti- ferðamenn, sagði Gunnar, heldur sem neyðarskýli 1 skýlunum eru öryggistæki og neyðarmatur, og sagði forí ->ti félagsins, GunnarFriðriksson, að nokkuöhefðiboriðá þvi, aðferða- langar gengju illa um skýlin og kvörtuðu jafnvel yfir matnum. Skýlin hafa aldrei verið ætluð sem ókeypis hótel fyrir skemmti- ferðamenn, sagði Gunnar, heldur sem neyðarskýli fyrir fóik i vond- um veðrum. Bygging og búnaður skýianna kostar mikið fé, og það er von okkar að fóik taki björg- unarsveitamönnum vel og styöji starf félagsins með þvi að kaupa af þeim happdrættismiða. Afdrif þessara 65 ibúða eru eftirfarandi: 117 tilfellum er um breytt afnot að ræða, húsnæðinu hefur verið breytt i. geymslur eða annað. 8 ibúðir eru auðar. 5 hafa verið rifnar. Eigendur búa I 3 ibúðum og við þvi er ekkert að gera. Sömu ibúar eru.1 14 ibúðum og i 18 tilfellum hafa fbúðirnar verið endurleigðar, þ.e. bann heilbrigðiseftirlitsins hefur verið virt að vettugi. Þessum 18 ibúðareigendum var gert skylt að gefa skýringu fyrir 15. mars s.l., og er nú unnið að úrvinnslu svara, sem borist hafa. Þórhallur Halldórsson framkvæmdastjóri heilbrigðis- málaráðs sagði i samtali við Þjóðviljann að innan skamms yrði ljóst hvort eigendurnir hefðu gert lagfæringar á húsnæðinu eða ekki, og mun Þjúðviljinn birta nöfn þeirra, sem leigja út úibúðarhæft húsnæði, þegar Ijúst er hverjir hafa brotið bann eftirlitsins. —AI. Barre leitar til Kín- verja Biður að líkindum um efnahagsaðstoð 13/4— Mohamed Siad Barre, for- seti Súmalflands, lagði i dag af stað tíl Peking f opinbera hcim- sökn, að iikinduni til þess að fá hjálp Kinvcrja til endurreisnar efnahag og her landsms, sem hvorltveggja er mjög illa farið eftir hrakfarirnar i Ogaden-stríð- inu. Talið er að Barre muni fyrst og fremst fara fram á efnahags- aðstoð frá Kinverjum. Heimsúkn- in þykir benda til þess að Súmalir hyggist nálgast Kina á alþjúða- vettvangi, en kinverska stjúrnin fordæmdi Kúbu og Sovétríkin harðlega fyrir stuðning þeirra við Eþiúpiu. Bæði Sovétrikin og Bandarikin hafa á liðnum árum stigiö i vænginn við Sómali. Sovétrikin leituðust við að koma á bandalagi Eþi- ópa og Sómala, sér hliðhollu, en er það brást sviptu þau Sómali stuðningi og snerust á sveif með Eþi'ópiustjórn. Bandarikin hafa fyrir sitt leyti veitt Sómölum vil- yröi fyrir stuðningi i þeim til- gangi að andæfa áhrifum Sovét- rikjanna á austurhorni Afriku. Talsverð ólga virðist nú vera i Sómalílandi og óánægja með Barre forseta, sem sumir kenna um hrakfarirnar fyrir Kúbönum og Eþiópum i Ogaden. Fyrir að- eins fimm dögum gerðu nokkrir ungir liðsforingjar uppreisn gegn forsetanum, en hún var bæld nið- ur. Reykjavíkurborg og húsnæðismálin

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.