Þjóðviljinn - 15.04.1978, Page 9

Þjóðviljinn - 15.04.1978, Page 9
Laugardagur 15. aprll 1978 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 9 um máfi Hauks Heiðars: Dró sér röskar 50 míljónir Svo sem áöur hefir fram komiö var þaö hinn 22. des. s.l., aö bankastjórn Landsbanka islands snéri sér til rannsóknarlögreglu- stjóra rikisins meö beiöni um aö þá þegar yröi hafin rannsókn á misferli, sem fram heföi komiö, aö einn starfsmanna bankans, Haukur Heiöar, deildarstjóri ábyrgöardeildar bankans, heföi gerst sekur um. Var hann sakaö- ur um að hafa á árunum 1973—1977 dregið sér fé i sam- bandi viö viðskipti bankans og fyrirtækisins Einar Ásmundsson Imp/Exp hér i borg. Aödragandi málsins var sá, aö umrætt fyrir- tæki hafði óskaö eftir sundurliöun á kostnaöarreikningi hjá ábyrgö- ardeildinni, og haföi þá komiö i ljós, aö ósamræmi var milli fylgi- skjals i bókhaldi bankans og til- svarandi fylgiskjals i bókhaldi fyrirtækisins. Þegar endurskoö- unardeiid bankans kannaöi af þessu tilefni hvaö misræmi þessu ylli, varö ljóst, aö Haukur Heiöar myndi hafa útbúiö tvenns konar færsluskjöi, önnur sem viöskipta- maðurinn fékk og hin, sem gengu til bókhalds bankans. Hófst þá sérstök athugun af hálfu endur- skoöunardeildar Landsbankans i málinu. Rannsóknarlögregla rikisins tók málið til rannsóknar siöla kvölds 22. des. s.l. Var kærði Haukur Heiðar þá þegar hand- tekinn og að kröfu rannsóknar- lögreglunnar var hann úrskurð- aður i gæsluvaröhald i þágu rannsóknar þessa máls 23. des. s.l. Sat hann i gæsluvarðhaldi til 15. f.m., er honum var sleppt, en gert að sæta tak- mörkun á ferðafrelsi slnu. Við- urkenndi kærði þegar i fyrstu yfirheyrslum að hafa undanfarín ár dregið sér fé f sambandi við viðskipti Landsbanka Islands og fyrirtækisins Einar Asmundsson Imp/Exp. Kvaðst hann hvorki geta játað eða neitað, að hér væri um a.m.k. 35 milj. króna að ræða. Fé þessu hefði hann varið til eigin þarfa, aðallega i sambandi við sumarbústað, viðhald á ibúðar- húsi, til ferðalaga o.s.frv. Væri ekkert af fé þessu eftir og kvaðst hann þá ekkert hafa lagt inn i banka, hvorki hér né annars stað- ar. Unnið hefir verið siðan að rannsókn málsins með skýrslu- tökum og gangaöflun. Hefir rann- sóknin reynst umfangsmikil, en er nú vel á veg komin. Endur- skoðunardeild Landsbanka íslands vann að samantekt gagna og greinargerða af hálfu bankans að fyrirlagi og undir umsjá rannsóknarlögreglu rikisins og i samvinnu við endurskoðendur þess fyrirtækis, sem mál þetta snertir mest, þ.e. Einar Asmundsson Imp/Exp., en kærði notaði ábyrgðarreikninga þess fyrirtækis við fjártökur sinar. Viö rannsókn málsins hefir komiö I ljós og viöurkennt af hálfu kæröa aö hann hefir á árunum 1970—1977 dregiö sér samtals kr. 51.450.603.00 i 25 tilvikum. Þá hefir kæröi játaö aö hafa gert til- raun tii aö draga sér kr. 6.074.360,- rétt áöur en hann varö uppvis að þessum fjártökum. Er upplýst hvernig staðið var að þessum fjártökum af hálfu kærða. Haukur Heiðar hafði ekki á sinu starfssviði aðgang að nein- um sjóði (kassa). Til að koma fjárdrættinum i kring hefir hann ýmist falsað skjöl eða skotið skjölum undan og þá útbúið ný skjöl i staðinn, en annars efnis en þau, sem undan var skotið. I til- vikum þeim, sem að framan er getið, hefir framkvæmdin á þvi byggst, að eftir að innborgunar- og útborgunarskjöl höfðu farið um hendur gjaldkera fékk Hauk- ur Heiðar þau aftur til baka og þar með tækifæri til að breyta þeim áður en hann afhenti þau viðkomandi viðskiptamanni. Með þessum hætti tókst honum að skapa misræmi milli þeirra fjár- hæða, er viðskiptamaðurinn greiddi i þóknun og vexti o.fl. gjöld vegna erlendra ábyrgða og innheimtuvixla og þeirra upp- hæða, sem til bankans runnu vegna þessara sömu viðskipta. Mismunur sem þannig skapaðist var siðan að hluta til notaður til greiðslu krafna á islensk fyrir- tæki, sem siðan endurgreiddu Hauki Heiðar þessar fjárhæðir beint. Komið hefir i ljós, að hann hefir sent fé til útlanda, og notað ....fé þessu heföi hann variö til eigin þarfa, aöallega f sambandi við sumarbústaö (sem hér sést). starfsaðstöðu sina i bankanum til þess. Fjártökur þessar hafa þvi staðið yfir i 7 ár án þess að upp kæmist. Vegna þessarar rann- sóknar var stofnað til sérstakrar athugunar á ábyrgðarskjölum bankans. Náði þessi könnun til áranna 1975, 1976 og 1977, og voru gögn allmargra viðskiptamanna borin saman við skjöl bankans. Kom ekkert misræmi fram milli þessara skjala. A siðara stigi málsins hefir rannsóknin beinst að ráðstöfun kærða á þvi fé, sem hann hefir játað að hafa dregið sér. Hefur m.a. komið fram, að kærði hefir komið verulegum fjármunum til geymslu i banka i Sviss. Kærði hefir hins vegar neitað frekari skýrslugjöf um hvenær eða með hverjum hætti fjármunir þessir hafi verið fluttir til Sviss. Rannsóknarlögregla rikisins vinnur áfram að rannsókn þessa máls, sem er vel á veg komin sem fyrr segir, og mun að rannsókn lokinni senda málið rikissaksókn- ara til ákvörðunar. Rannsóknarlögreglustjóri ins rikis- Að gleðja augað og eyrað Þjóðleikhúsið sýnir KÁTU EKKJUNA eftir Victor Leon og Leo Stein Tóniist: Franz Lehár Leikstjóri: Benedikt Árnason Leikmynd og búningar: Alistair Powell Hljóms veitarst jór i: Nevtrónusprengjan rædd á Alþingi: Ríkisstjórnin mótmælir ekki framleiðslunni tsienska rikisstjórnin hefur ekki i hyggju aö mótmæla fram- leiðslu hinnar svokölluöu nevtrónusprengju. Eins og kunnugt er þá hefur framleiðsla þessarar sprengju sætt mikilli gagnrýni viöa erlendis og m.a. annars varð holienski varnar- málaráðherrann að segja af sér vegna ágreinings um máliö i rikisstjórninni. Nevtrónusprengjankom til um- ræðu á Alþingi á þriðjudag viö umræður um skýrslu Einars Agústssonar um utanrikismál. 1 ræðu sem Svava Jakobsdótt- ir hélt óskaði hún eftir þvi að islenska rikisstjórnin upplýsti þjóðina um afstöðu sina til fram- leiðslu þessarar sprengju. Jafn- framt beindi hún þeirri fyrir- spurn til utanrikisráðherra þvort að rikisstjórnin heföi hugsað sér að mótmaéla opinberlega fram- Svava Jakobsdóttir leiðslu sprengjunnar. 1 svari utanrikisráðherra kom það eitt fram að hannhefur lýst þvi yfir i Brussel að rikisstjórnin óski ekki eftir þvi að sprengjan verði geymd á islerisku landssvæði. Páll P. Pálsson Dansahöfundur: Yuri Chatal Káta ekkjan er afsprengi þeirr- ar hástéttarmenningar sem blómstraði svo fagurlega i Vinar- borg á mektardögum Habsborg- ara. Eins og mörg greinin af þeim meiði er óperetta þessi ósköp innantóm og engin leið að fá minnsta áhuga á efnisþræði hennar, litilsigldum ástarraunum diplómata og herforingja og áhyggjum Svartfellinga útaf mil- jónum Kátu ekkjunnar. Það sem hins vegar veldur þvi,að enn má hafa nokkra ánægju af þessu verki er glitrandi söngvin tónlist Lehárs, svo og hinn glaðværi og áhyggjiilausi andi verksins, sem hri'fur mann aftur til þeirra rós- rauðu daga meðan allt lék i lyndi fyrir yfirstéttinni, lifið var al- vörulaus leikur og Striðið Mikla, hrun hugmyndaheimsins og vofa kommúnismans voru óþekktir og fjarlægir váboðar. Vel að merkja verður þá n>p- færsla verksins að vera gerð i þeim anda og framkvæmd meö þeirri reisn að þessi yfirborðsfriði glitvefnaður birtist sléttur og felldur — þar má hvergi vera á blettur né hrukka. Sem betur fer hefur þetta tekist i Þjóðleikhúsinu I þetta skipti; hér er á ferðinni einhver áferðarfallegasta sýning sem þar hefur sést. Þar hjálpast allt að, tónlistarflutningur er lýtalaus, leikstjórn frábær, leik- myndú’ stórsnjallar,leikur góður, dansar prýðilegir. Útkoman er hrifandi og sönn atvinnu- mennska. Að öðrum ólöstuðum held ég að Benedikt Arnason eigi mestan heiður skilið fyrir árangurinn. 1 góðri samvinnu við herra Powell hefur hann skapað verkinu stór- glæsilega umgerð, þannig að það gleður augað ekkert siður en eyr- að. Viða eru lausnir hans stór- snjallar, t.d. bráðhnyttin svið- setning á kvennasöngnum i öðr- um þætti, heillandi snúningur sviðsins i dúett Magnúsar Jóns- sonar og Ólafar Harðardóttur i sama þætti, svoog öll sviðsetning þriðja þáttar sem var samfellt augnayndi. Það er vissulega ánægjulegt i meira lagi að sjá Benedikt i sliku formi, svo gripið sé til málfars iþróttafrétta- manna. Það rennur skyndilega upp fyrir manniljós þegarsýning sem þessi er skoðuð hvilikur akkurog gæfum hætti. Sieglinde Kahmann er hrifandi söngkona og sýndi margt prýðilegt i leik, en skorti kannski dálitið á þann léttleika sem maðurhefðiframastkosið að sjá i hlutverki ekkjunnar kátu. Ólöf Harðardóttir er nýliði 1 þess- um efnum, en ekki var neinn við- vaningsbragur á frammistöðu hennar, hún lék og söng og dans- aði af fullkomnu öryggi og heill- Siguröur Björnsson og Guömundur Jónsson. hvllik nauðsyn er að tilveru Islenska dansflokksins. An þess- ara ágætlega þjálfuðu dansara undir öruggri handleiðslu Yuri Chatals hefði þessi sýning verið óhugsandi. Það er hollt fyrir fólk að hugleiða að danslistin er til ýmissa annarra hluta nytsamleg en að setja upp Svanavatn og Hnotubrjót. Dansarar flokksins stóðu sig af prýði, einkum stúlk- urnar i can-can-atriðinu siðast þar sem náðist mjög heillandi fin-de-siecle Parisarandi. Leikur og söngur er yfirleitt með miklum ágætum. Þar ber hæst Sigurð Björnsson, sem er svo sviðsöruggur, fjörugur og skemmtilegur að unun er á að horfa ekki siður en hlýða. Sig- urður sameinar sönghæfni og leikhæfileika með næsta sjald- andifasi. Magnús Jónsson á allt- af i nokkrum erfiðleikum með sviðshreyfingar, en söngur hans var framúrskarandi. Guðmundur Jónsson átti þokkalega spretti en var alltof kæruleysislegur i leik sinum og stakk raunar dálitið i stúf i þessari gegnvönduðu sýningu. Arni Tryggvason náði heilmiklum húmor úr næstum ó- fyndnum hlutum. Minni hlutverk voru öll vel af hendi leyst, en mig langar sérstaklega til að minnast á mjög liflega framgöngu og skemmtilegan söng Sverris Kjartanssonar. Þjóðleikliúsið getur verið ánægt með þessa sýningu. Hún sýnir hvers húsiðermegnugtí fágun og vönduðum vinnubrögðum þegar vel tekst til. Sverrir Hólmarssor

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.