Þjóðviljinn - 15.04.1978, Side 14

Þjóðviljinn - 15.04.1978, Side 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. april 1978 Blaðið Fiskaren sem er faglegt málgagn norskrar útgerðar og fiskimanna segir frá þvi 30. mars s.l. að á s.l. 5 árum hafi norðmenn orðið ein stærsta laxeldisþjóð i heimi. Framleiðsla norðmanna á laxi sem alinn var upp i neta- bútum eða i afgirtum vogum varð árið 1976, 2000 tonn segir blaðið. A s.l. ári fjölgaði laxeldisstöðvum víðsvegar við norsku ströndina en framleiðslutöiur frá þvi ári liggja ekki fyrir. Hinsvegar séu út- fl utn ingss kýrs lu r norsks sjávarútvegs skoðaðar, þá kemur i ljós að árið 1976 fluttu norðmenn út 983 tonn af nýjum laxi og 916 tonn af hraðfrystum laxi, eða samtals 1988 tonn. Sömu út- flutningsskýrslur frá árinu 1977 sýna 1284 tonna útflutning á nýjum Iaxiog959 tonna útflutning 5000-6000 tonn. Innflutningur á Kyrrahafslaxi frá Kanada og Bandaríkjunum, tilþessara landa hefur verið 30.000-40.000 tonn á ári að undanförnu. Það er hinsvegar viðurkennd staðreynd að engin tegund af Kyrrahafslaxi getur jafnast á við Atlantshafslaxinn (Salmo Salar) að gæðum, þar er langt bil á milli. Þegar nú norðmenn stórauka framleiðslu sina á eldislaxi, og segjast vera orðnir stærsu framleiðendur ái honum á heimsmælikvarða, þá er það ekki gert að óathuguðu máli. Atlantshafslax er góð söluvara á dýrustu matvælamörkuðum heimsins, bæði i fersku sem hrað- frystu ástandi. Laxeldi norð- manna hófst við Suður-Noreg eða við Rogaland en hefur óðfluga færst norður með allri norsku Norömenn eru þegar mikil laxeldisþjóð á hraðfrystum laxi eða samtals 2243 tonn. Þetta er aukning um 344 tonn á milli ára sem er mikið þegar um framleiðslu á laxi er að ræða. A sama tima og Utflutningur á laxi vex þá varð veiði i norskum laxveiðiám með lakara móti á s.l. sumri og laxveiði frá Noregi á opnu hafi er nú algjörlega bönnuð, þá hafa einnig forn réttindi landeigenda til laxveiði i sjó verið skert á siðustu árum með nýjum reglugerðum, þannig að sú veiði hefur dregist geysi- lega saman. Að þessu athuguðu verður að draga þá ályktun, að sú aukning sem varð i útflutningi á laxi frá Norégi sé algjörlega frá laxeldisstöðvunum komin. En svo vitnað sé aftur i blaðið „Fiskaren” þá styður það tilgátu mina, sem þar kemur fram, þvi blaðið segir að árið 1974 hafi framleiðsla á norskum eldislaxi aðeins verið tæp 500 tonn en 1976 hafi þessi framleiðsla verið orðin 2000 tonn. En á sama tima þá er eldis- framleiðsla norðmanna á urriða þ.e. aðallega regnbogasilungi, lika i kringum 2000 tonn sem nær eingöngu er seld á héimsmarkaði. Eldi á regnbogasilungi hófst að einhverju ráði i Noregi i kringum 1950 og þá i fersku vatni, en nú er þetta eldi nær eingöngu stundað i sjó og hefur árangurinn af sjávareldinu orðið mikið betri, heilbrigði fisksins meira og vaxtarhraði örari.Þeir norðmenn sem stundað hafa bæði eldi á regnbogasilungi og laxi segja, að eldi á regnbogasilungi sé mikið vandaminna heidur eneldi á laxi. Regnbogasilungi megi likja viö húsdýr þar sem ræktun hans sé búin að standa svo lengi, en hins- vegarsélaxinn algjörlega villtur. Norðmenn rækta regnbogasilung eins og að framan segir nær ein- göngu fýrir heimsmarkað og slakta þá fiskinum annaðhvort eins eða tveggja ára gömlum, meðþyngd 1-2 kg. eða 2-4 kg. Þe'ir vilja stóran fisk, en ekki litinn, eins og hótelin á meginlandi Evrópu kjósa að fá, og miða þá við að 1 fiskur sé hæfileg máltið handa manni. Talið er að samanlögð fram- leiðsla á regnbogasilungi allra landa i Efnahagsbandalagi Evrópu hafi á s.l. ári verið i kringum 60 þús. tonn. Hinsvegar var samanlögð framleiðsla þessara sömu landa á laxi einhversstaðar á bilinu ströndinni og eru nú nyrstu eldis- búin við Finnmörku. I þessari hröðu og markvissu sókn norð- manna I laxeldismálum, hafa menn komist að ýmsu sem þeir ekki vissu áður, i gegnum visindalegar rannsóknir, á lax- eldi. Fiskaren segir að meðal þyngdtveggja ára laxa i norskum eldisbúum sé nú komin upp i 4,5 kg og að einstök bú séu komin upp I 6,5 kg meðal þyngd. Samkvæmt skýrslu sem ég hef i höndum frá tilraunabúiá Rogalandi, þar sem fóðrunartilraunir voru gerðar I 23 mánuði og enduðu i' maí 1975, þá er hér um mikla meðal þyngdar- aukninguað ræða.Norðmenn telja sig hafa mikla sérstöðu frá náttúrunnar hendi til að eeta Jóhann J.E. Kúld fiskimái stundað laxeldi með góðum árangri, þar sem ennþá megi finna á mörgum stöðum hreinan ómengaðan sjó, við ströndina, en norski skerjagarðurinn 'með eyjum oghólmum veiti skjól fyrir úthafsöldunni. Hita sjávar við norsku ströndina telja þeir heppi- legan fyrir laxeldi, en þó er þar mikill munur á vetrar og sumar- hita sjávarins. Fiskaren segir i grein sinni að meðal vetrarhiti sjávar á öllu eldissvæðinu sé 3-5 stig á ceslius, en sumarhitinn er hinsvegar allt að þvi þrefaldur. Éghef i höndum sjávarmælingar yfir heilt ár gerðaraf eldisbúi við Rogaland en þar er sjávarhiti ■einna hæstur við norsku ströndina. Mælingar þessar eru gerðar l,80m fyrir neðan yfirborð sjávar og alltaf á sama tima dags fyrir hádegi, þær sýndu þessa niðurstöðu um sjávarhita við Rogaland. 1974 — Okt. 11. 1 gr.C. Nóv. 7,8 gr.C. Des. 7,4 gr.C. 1975. Janúar 6,5 gr.C Febrúar 4,4 gr.C Mars 4,4 gr.C April 6,1 gr.C Mai 7,5 gr.C Júni 9,7gr.C Júli 12 gr.C Agúst 18,3 gr.C September 14,0 gr.C Október 11,4 gr.C Þetta gerir meðalhita yfir árið 9,3 gr.C. En margar af norsku laxeldis- stöðvunum búa ekki við þennansjávarhita heldur mikið lægrisjávarhita, og erekki annað aðsjáen að þær hafi náð góðum árangri. Laxeldi norðmanna er nu komið af tilraunastigi yfir á markvisst framleiðslustig. Þeir em nú eru að hefja þar laxeldi eiga að geta losnað við erfiðleika brautryðjendanna sem eru að baki. Menn geta nú fengið leið- beiningar um hvernig best verði staðið að laxeldi, um val staða fyrir eldisbú, um val og sam- setningu fóðurs og allt annað sem við kemur eldinu. Stórfyrirtæki eins og Skretting A.S. i Stafangri, framleiðir nú og setur allan búnað fyrir fiskeldisstöðvar, einnig þurrfóður til lax og silungseldis. Þetta stóra versl- unarfyrirtæki hefur rekið til- raunaeldi bæði eitt sér og i félagi við aðra'fþágu fóðurframleiðslu Nú þegar sá árangur af stefnu norðmanna I laxeldismálum er kominn i ljós sem ég hef sagt frá hér I þessum þætti minum, þá er eðlilegt að spurt sé hvað getum við af þeim lært á þessu sviði? Að minu viti þá ^etum við mikið af þeim lært og eigum að gera það. A undanförnum árum hefur hérálandiveriðunniðmikið starf á sviði ræktunar á laxfiskum, klakstöðvum komið upp og eldi á laxa og silungsseiðum stundað i talsverðum mæli. 1 þessu sam- bandi má nefna laxeldisstöð rikisins i Kollafirði, svo og starf- semi einstaklinga, veiðifélaga og Reykjavikurborgar á þessu sviði. Með þessari starfsemi er sú nauðsynlega undirstaða fengin sem þarf að vera fyrir hendi þegar hafist er handa um reglu- legt fiskeldi laxfiska hér. Þegar ég tala hér um eldi á laxi þá á ég ekki við eldi laxaseiða sem sleppt er I sjó, með ræktun á islenskum stangveiðiám i huga, þó slfkt sé góðra gjalda vert, það sem ég á við, eru eldisstöðvar sem taka við laxaseiðum og ala þau upp i 2 ár i netabúrum. eða á afgritum svæðum þar til laxinn hefur náð hæfilegri slöktunarstærð. Þetta er sú starfsemi sem norðmenn hafa nú hafist handa með, og náð svo einstæðum árangri að hann er ævintýri likastur. A meðan ég er að skrifa þetta þá bárust mér i sinnar. Þannig eru það ekki aðeins opinberir aðilar sem miðlað geta þekkingu um fiskeldi i Noregi nú, heldur lika einka- aðilarmeðsérfræðinga i þjónustu sinni, sem hafa verið svo fram- sýnir að byggja upp þjónustu- fyrirtæki við þennan nýja at- vinnuveg norðmanna. Menn hafa þvi ekki áhyggjur af þvi lengur eins og brautryðjendurnir hvern- ig farið skuli að þvi að fá hinn fagra rauðgula lit á vöðva lax- fiska. Þetta er ekki iengur neinn leyndardómur, menn vita ná- kvæmlega hvaða efnið fóðrið þarf að innihalda til að svo geti orðið og i hvað stórum mæli. Hitt er mikill misskilningur þegar menn halda að hægt sé að ná ein- hverjum árangri við eldi laxfiska með þvi að kasta i þá einhverjum fiskúrgangi sem til fellur. Nei fóðrun laxfiska er hreint ekki svo einfalt mál, heldur krefst fóðr- unin nákvæmrar þekkingar á samsetningu fóðursins. Norðmenn nota nú mikið loðnu bæði við framleiðslu á blautfóðri fyrir laxfiska og eins i þurrfóður sitt fyrir laxeldi. Þá er rautt loðnulýsi oft talsvert notað við samsetningu fóðursins lika úr- gangur frá rækjuvinnslu, sömu- hendur skilriki sem sýndu að norskar laxeldisstöðvar fluttu út nýjan lax frá 1. janúar til 12. febrúar i ár alls 167 tonn og fengu fyrir það n.kr. 5.719.000 og verður þá hvert kiló I laxinum sam- kvæmt okkar verðlausu krónu 1643,78 sem verður að skoðast mjög hátt verð. En þess ber að . gæta, að útilokað er að fá nýjan lax á markað á þessum tima nema frá eldisstöðvum. Eins ogég sagði hér að framan, þá er það góðra gjalda vert, að stunda fiskirækt með það fyrir augum að rækta upp fslenskar laxár til stangveiði fyrir áhuga- menn, þvi slik starfsemi gerir tvennt i senn, hún veitir þeim ánægju sem veiðina stunda, en jafnframt þeim bændum auknar tekjur sem veiðiréttinn eiga. En þessi starfsemi geturaldrei orðið neinn atvinnuvegur á Islandi sem getur lagt umtalsverðar tekjur af útflutningi I þjóðarbúið, en það á hinsvegar laxeldi að geta gert, þegar það hefur náð svipuðu þróunarstigi og laxeldi norð- manna nú. Samkvæmt tölum birtum i jánúarhefti Hagtiðindai ár þá hefur útflutningur héðan á nýjum isvörðum og frystum laxi silungi og ál orðið alls á árinu 1977, 26,9 tonn að verðmæti alls 19 miljónir kr. Þetta sannar aðeins að laxaræktun i núverandi formi getur aldrei stuðlað að útflutningi leiðis rauðáta og ljósáta, sé hægt að komast yfir slikar afurðir. Einungis glænýtt hráefni er talið hæfti laxeldisfóður. Loðnumjöl til laxeldis er ekki talið hæft nema það sé unnið úr nýju óskemmdu hráefni og þurrkað i gufuþurrk- urum. Þá er loðnulýsi ekki talið hæft nema unnið úr glænýju hrá- efni. Þannig liggja nú allar upplýsingar lausar, fyrir þá sem eru aðhefja eldilaxfiskai Noregi, þar sem brautryðjendastarfið er að baki. Meira að segja fram- leiðir nú fyrirtækið Skretting A.S. sem ég hef nefnt hér að framan sjúkrafóður handa laxfiskum eftir lyfseðli frá opinberum sér- fræðingi, hafi sjúkdómur komið upp i eldisstöð og hann verið greindur. Þetta sem ég hef nefnt hér og talið upp viðvikjandi uppbygg- ingu laxeldisstöðva i Noregi sýnir svo ekki verður um deilt að vel hefur verið staðiðþarað málum á þessu s viði á undanförnum árum. Norðmenn hafa byggt upp sitt laxfiskaeldi sem algjörlega sjálf- stæðan atvinnuveg, með þeim árangri sem að framan greinir. Starfsemi eldisstöðvanna heyrir undir norska Sjávarútvegsráðu- neytið. sem neinu nemur. Með þessu er ég ekki að kasta neinni rýrð á starfsemina, þvi ég tel hana mjög nauðsynlega og sjálfsagða i nútfma þjóðfélagi. Hinsvegar tel ég að koma þurfi hér á laxeldi við hlið þessarar starfsemi, i liku formi ög norð- menn hafa komið á hjá sér. Sú fiskirækt sem hér hefur verið stunduð um langt árabil, hún á einmitt að minu mati. að geta auðveldað að hér verði stofnað til fiskeldis I umtalsverðum mæli á næstunni. En þegar síkt spor væri stigið, þá mundi núverandi laxaræktun fá tvöfalt gildi i islensku þjóðarbúi. Ég efast ekkert um að hér megi finna marga staði sem henta islensku laxaeldi ef þeirra verður leitað. Og meðal þeirra staði sem hafa jarðhita að bjóða, sem haldið gætu jöfnum sjávarhita i eldis- búrum á landi. Um fiskeldi á Islandi þarf að setja löggjöf sem markar starf- seminni braut og auðveldar fyrstu gönguna. Mún skoðun er sú, að til þess að umtalsverður árangur náist, þá þurfi fiskeldi að byggjast upp strax iúpphafi, sem sjálfstæður atvinnuvegur, þar hafa norðmenn visað okkur veginn, og við getum sparað okkur bæði fé'og fyrirhöfn ef við notum okkur reynslu þeirra á þessu sviði. ugiysmg í Þjóðviljanum ber ávöxt Hvað getum við lært af norð- mönnum á sviði laxeldismála?

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.