Þjóðviljinn - 15.04.1978, Page 15
Laugardagur 15. aprll 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
„Brú” i stað „Bridge”
Landsliðskeppni
lýkur
I dag verður framhaldið i
Hamraborg 1, Kópavogi, lands-
liðskeppni BSl og lýkur henni á
morgun.
Ollum er frjálst að fylgjast
með. Keppt er bæði i karla- og
unglingaflokki. Keppni i
kvennaflokki er lokið (eða á
lokastigi), og hafa þær stöllur
Halla Bergþórsdóttir, Kristjana
Steingrimsdóttir, Esther
Jakobsdóttir og Ragna Ólafs-
dóttir þegar tryggt sér sigur i
innbyrðis keppni við aðrar
kvennasveitir. Til hamingju
með þann árangur....
Úrslit i Reykjanes-
móti í tvímenning
Um siðustu helgi var h'áð
Reykjavikurmót i tvim., með
þátttöku 20 para. Aður höfðu 37
þreytt með sér i undanrás.
Einnig gaf mót þetta rétt til
þátttöku i ísl.móti i tvimenning.
Reykjanés á rétt á 10 pörum i
ár inn á íslandsmót. tJrslit i
mótinu:
1. Jón t>. Hilmarsson —
Oddur HjaltasonBAK 607stig.
2. Helgi Jóhannsson —
Þorgeir Eyjólfsson 596stig.
3. Vilhjálmur Sigurðsson —
Sigurður Vilhjálmss. 595stig.
4. Bjarni Pétursson —
Halldór Helgason 586 s tig.
5. Björn Eysteinsson —
Magniís Jóhannsson 561stig.
6. Sigurður Sverrisson —
SkUli Einarsson 549 stig.
7. Sigurbjörn Jónsson —
Sigurður Margeirsson 544stig.
8. Sævar Magnússon —
Hörður Þórarinsson 535stig.
9. Ármann J. Lárusson —
Gunnlaugur Sigurgeirsson 531
stig.
10. Friðþjóftir Einarsson —
Halldór Einarsson 531 stig.
11. Jón Andrésson —
Garðar Þórðarson 515stig.
12. Alfreð Alfreðsson —
EinarJónsson 511 stig.
Spilað var i Stapa, Njarðvik.
Keppnisstjórar voruþeir Ólafur
Lárusson og Sigurjón Tryggva-
son.
Spiluð voru 3 spil milli para og
voru spil fyrirfram gefin.
Frá BR
Aðalsveitakeppni bridge-
félagsins hófst sl. miðvikudag.
AðeinserkepptiM.fl. Úrsliti 1.
umferð:
Hjalti Eliasson —
Olafur Haukur Ólafsson: 17-3
Guðmundur T. Gislason —
Jón Hjaltason: 12-8
Stefán Guðjohnsen —
SigurðurB. Þorsteinsson: 12-8
Steingrimur Jónasson —
EirikurHelgason: 11-9
Ekki er spilað næsta miðviku-
dag, sem er slðasti dagur vetr-
ar.
Frá Ásunum
Á mánudaginn hófsthjá félag-
inu Butler-tvimenningskeppni
með þátttöku 24 para. Keppnin
er 4 kvölda og er staða efstu
para, að loknu Lkv. þessi:
1. Einar Þorfinnsson —
Sigtrvggur Sigurðsson 61stig
2. Hjörleifur Jakombsson —
Þorlákur Jónsson 40stig.
3. Jakob Möller —
Guðmundur Sveinsson 35 stig.
4. Jón Baldursson —
Sævar Þorbjörnsson 26stig.
5. Georg Sverrisson —
Karl Adólf sson 20 stig.
6. Vigfús Pálsson —
Þorfinnur Karlsson I9stig.
' Keijpni verður haldið áfram
n.k. mánudag.
Frá Breiðholti
Barometer er hafinn hjá
félaginu, og mun taka yfir 4
kvöld. Staðan að loknum 3 set-
um, er þessi:
1. Sigriður Rögnvaldsdóttir —
Vigfús Pálsson 40 stig.
2. Finnbogi Guðmarsson —
SigurbjörnÁrmannsson 26stig.
3. Guðbjörg Jóelsdóttir —
Guðmundur Pálsson 16 stig.
4. Baldur Baldursson —
Gunnar Kjartansson 14 stig.
Keppni verðu framhaldið nk.
þriðjudag.
Frá TBK
Þá er lotóð Barometerskeppni
félagsins. tlrslit urðu þessi (10
efstu pör):
1. Þórhallur Þórsteinsson —
Sveinn Sigurgeirsson 161 stig.
2. Dóra Friðleifsdóttir —
Sigriður Ottósdóttir 112stig.
3. Bragi Jónsson —
Dagbjartur Grimsson lOOstig.
4. Ragnar Óskarsson —
Sigurður Ámundason 91stig.
5. Gunnlaugur Kristjánsson —
Sigurður Sigfússon 71stig.
6. Ingólfur Böðvarsson —
GuðjónOttósson 68stig.
7. Zophonias Benediktsson —
Baldur Asgeirsson 68stig.
8. Ingvar Hauksson —
■ OrwellUtley 66stig.
9. Gestur Jónsson —
Sigtryggur Sigurðsson 66 stig.
Sl. fimmtudag var spiluð
parakeppni. Einnig var frjálst
kvöld fyrir alla þá er ekki
„gátu” náð sér i dömu, hvar
sem næst verður?
I dag heyja TBK-menn keppni
við Skagamenn, fyrir vestan.
Frá Bardstr.félaginu
Siðasta umferð i sveitakeppni
félagsins var spiluð sl. mánudag
og urðu úrslit þessi:
sveit Guðbjarts vann Agústu
16-4
sveit Ragnars vann Guðmund
11-9
sveit Sigurðar vann Baldur 15-5
sveit Helga vann Gisla 13-7
Urslit urðu þvi þau, aö sveit
Ragnars Þorsteinssonar sigr-
aði, en hún hlaut 118 stig. I
sveitinni eru auk Ragnars, Egg-
ert Th. Kjartansson, Finnbogi
Finnbogason, Þórarinn
Þórarinsson (Árnason?).
2) sveit Helga Einarssonar 110
stig.
3) sveit Sigurðar
Kristjánssonar 103stig
4) sveit Baldurs
Guðmundssonar 94stig.
5) sveit Guðbjartar Egilssonar
88 stig
6) sveit Gisla Benjaminssonar76
stig.
Félagið endar vetrarstarfið
með2 kvölda einmenning og er
fullbókað i hann. Keppni hefst á
slaginu 19.45.
Frá Bridgefélagi
Kópavogs
Eftir 17 umferðir i Baro-
meter tvim enningskeppni
félagins, er staða efstu para
þessi:
1. Jón Páll Sigurjónss. —
Guðbr. Sigurbergsson 253stig.
2. Guðmundur Pálsson —
Sigmundur Stefánsson 203stig.
3. Asmundur Pálsson —
óli Már Guðmundsson 140stig.
5. Friðjón Margeirsson —
Valdimar Sveinsson 133stig.
5. Bjarni Pétursson —
Sævin Bjarnason 130stig.
Bestum árangri næst-siöasta
kvöld náðu:
Sigurður Vilhjálms=on —
Runólfur Pálsson 79stig.
Gumundur Pálsson —
Sigmundur Stefánsson 77 stig.
Vilhjálmur Jónsson —
Borgþór Pétursson 74stig.
Keppnisstjóri er Vilhjálmur
Sigurðsson. Keppni var fram
haldið 'sl. fimmtudag.
Frá bridgefélagi
Hafnarfjaröar
Nú er ólokið einu kvöldi (3
umf.) I barometertvimennings-
keppni fél., og tekur nú að teygj-
ast á liðinu. Staða efstu manna
fyrir lokasprettinn á mánudag:
1. Arni —Sævar U99stig.
2. Björn—Magnús 1164stig.
3. Kristján —Ólafur 1123stig.
4. Hörður — Þorsteinn 1112 stig.
5. Bjarni — Þorgeir 1105 stig.
6.Albert—Sigurður 1095 stig.
Mtóalskor 1008 stig.
Siðasta spilakvöld náðu þeir
Hörður og Þorsteinn bestum
árangri eða 77 stigum yfir
meðal (þeir fóru i ranga átt
fyrsta kvöldið...). Þeir Björn og
Magnús voru einnig stórstigir
með 58 st. yfir meðalskor.
Laugardaginn 15. april verður
spilað við Selfyssinga i 32. sinn.
Þangað til annað kemur I ljós,
verða menn að trúa þvi, að hér
sé um að ræða elstu og allavega
virðulegustu bæjakeppni i
bridge á tslandi. Spilað er á Sel-
fossi.
Frá bridgefélagi
kvenna
Lokið er parakeppni félags-
ins, hinni árlegu,og var keppni
óvenju jöfn i ár. úrslit urðu
þessi:
1. Halla Bergþórsdóttir — Jó-
hann Jónsson 622 stig
2. Alda Hansen— Georg Olafs-
son 618 stig
3. Steinunn Snorradóttir —
Agnar Jörgensson 589 stig
4. ósk Kristjánsdóttir — Dag-
bjartur Grlmsson 589 stig
5. Guðriður G'uðmundsdóttir —
Sveinn Helgason 585 stig
6. Sigrún ólafsdóttir —
Magnús Oddsson 582 stig
7. Unnur Jónsdóttir — Þórður
Eliasson 581 stig
8. Ingibjörg Halldórsdóttir —
Sigvaldi Þorsteinsson 574
stig.
9. Erla Eyjólfsdóttir — Gunnar
Þorkelsson 574 stig
10. Esther Jakobsdóttir —
Guðmundur Pétursson 567
stig
Næsta keppni félagsins er
hraðsveitakeppni. Formaður
félagsins, frú Ingunn Hoffmann
i sima 17987, mun veita allar
upplýsingar um mót þetta.
Frá Akureyri
Nýlokið er hinni árlegu
THULE-tvimenningskeppni fé-
lagsins, en Sana hf, gefur verð-
launin i hana.
Úrslit urðu þessi:
1. Mikhael Jónsson — Alfreð
Pálsson 296 stig
2. Ármann Helgason — Jóhann
Helgason 274 stig
3. Páll Jónsson — Þórarinn
Jónsson 268 stig
4. Disa Pétursdóttir — Soffia
GuðmundsdótUr 260 stig
5. Gissur Jónsson — Þorvaldur
(pálsson 251 stig
6. Jón Stefánsson — Hörður
Steinbergsson 251 stig.
7. Gylfi Þórhallsson — Pétur
Guðjónsson 248 stig
8. Gunnar Sólnes — Ragnar
Steinbergsson 248 stig
meöalskor 240 stig
Næsta mót félagsins er
Board-a-match-keppni, til
minningar um Halldór Helga-
son fv. bankastjóra, og einn af
frammámönnum félagsins.
Keppnisform þetta innleiddi
Guðmundur Kr. Sigurðsson,
hinn góðkunni stjórnandi, hjá
félaginu I fyrra.
Frá Selfossi
Úrslit i meistarakeppni
sveita, sem lauk 6/4.
1. Sveit Jónasar Magnússonar
108 stig
2. Sveit Vilhjálms Þ. Pálsson-
ar 101 stig
3. Sveit Sigurðar S.
Sigurðssonar 72 stig
4. Sveit Arnar Vigfússonar 60
stig
5. Sveit OlafsGuðmundssonar
47 stig
6. Sveit Brynjólfs Gestssonar
32 stig
Sveit Jónasar skipa auk hans,
Kristmann Guðmundsson,
Þórður Sigurðsson og Kristján
Jónsson og Sigurður Sighvats-
son.
SÞ
Hugleiðing
Sú vakning er risin enn á ný,
hvortekki sé timabærtað leggja
til hliðar notkun á orðinu
„bridge”, sem i sjálfu sér er
ákaflega illmeðfært i, okkar
máli og taka upp þess i stað orð-
ið ,,brú”.
Þetta er engin ný bóla, og
hefur lengi verið að velkjast um
i fólki. Orðið ,,bridge”er að visu
alþjóðlegt f-;rjrbæri og allir
kannast við það, sem á annað
borð kæra sig um. En það er
hitt, að merking orðsins hæfir
einmittþvi hlutverki sem þvi er
ætlað að þjóna. Aldrei þessu
vant..
Orðið „brú” i stað „bridge”,
þvi ekki það?
Þættinum væri ánægja i að
frétta skoðanir manna um þetta
mál, þvi að sjálfsögðu stefnum
við öll að betra þjóðfélagi, is-
lensku þjóðfélagi.
Benedikt Sigurösson
sextugur
Það er kannski rétt, sem sumir
segja, að áratuga afmælin séu
ektó merkilegri en önnur afmæli
og jafnvel að afmælisdagar séu
ekki merkilegri en aðrir dagar.
Það er þó óneitanlega merkisat-
burður, þegar merkismaður er i
heiminn borinn, og það er nú einu
sinni venja að minnast þess helst
á áratuga fresti. Þvi get ég nú
ekki alveg orða bundist, þegar
vinur minn og félagi fyllir 6. tug
ævi sinnar, en hann hefur nærri
helming minnar ævi veriö minn
nánasti samstarfsmaður og félagi
allra vandalausra manna.
Benedikt er fæddur að Hofteigi
á Jökuldal 14. april 1918. Foreldr-
ar hans voru bændafólk, sem átti
ættir sinar helst að rekja til
Fljótsdalshéraðs og Þingeyjar-
sýslu. Um skeið bjuggu foreldrar
hans á Aðalbóli 1 Hrafnkelsdal.
Ungur mun hann hafa misst föður
sinn, en eitthvað mun ekkjan hafa
búiðeftir lát manns sins. Eins og
margir námfúsir austfirðingar
settist Benedikt i Eiðaskóla og
lauk þaðan nami 1936. En hugur-
inn stefndi til meira náms og 19
ára gamall bregður hann sér til
Danmerkur og stundar i tvö ár
nám við Den Internationale Hpj-
skole i Helsingjaeyri. Aðalnáms-
greinar danska, enska og þýska.
Hann er fjölhæfur tungumála-
maður og hefur nokkuð fengist
við þýðingar einkum Ur ensku,
hann hefur enda mjög gott vald á
islensku máli, en það gefur auga
leið, að það er ekki siður þörf á að
hafa vald á þvi máli, sem þýtt er
á, en hinu sem þýtt er af.
Eftir Danmerkurveruna gerð
ist Benedikt kennari i heima-
sveit sinni, en fer næst I Kennara-
skóla íslands og lauk kennara-
prófi eftir einn vetui; 1943. Slðan
hefur hann oft sótt kennaranám-
skeið til að halda við menntun
sinni og auka við hana. Arið 1944
réðist Benedikt að Barnaskóla
Siglufjarðar og hefur starfað þar
siðan. Þar vorum við Benedikt
samstarfsmenn um þrjá áratugi.
Það er skemmst frá að segja, að
sem kennarihefur Benedikt verið
1. flokks starfsmaður. Þar kemur
til traust alhliða menntun,
árvekni og ósérhlifni i starfi og
heppileg skapgerð, sem allt eru
fremstu kostir kennara. I þau 29
ár, sem ég átti að heita yfirmaður
hans fullyrði ég, . að aldrei hafi
borið skugga á okkar samvinnu i
skólanum.
Þótt sama mætti reyndar segja
um annað af þvi ágæta fólki, sem
ég starfaði með við Barnaskóla
Siglufjarðar, þá höguðu atvikin
þvi þannig að samvinna okkar
Benedikts varð nánari og fjöl-
þættari en við flesta hina. Arin
1947—1948 reistum við sameigin-
legt ibúðarhús, og siðan höfum
við verið sambýlismenn þessi
þrjátiu ár. Iþvi húsi hafa reyndar
veriö lengst af þrjár ibúðir og allt
sambýlisfólkið reynst hið besta,
en sambýlið við Benedikt og
fjölskyldu hans hefur bæði verið
lengst og nánast. Um það má
sannarlega segja, að á betra
verði ekki kosið. Má þar jafnt
þakka húsbóndanum og hans
ágætu eiginkonu Hólmfriði
Magnúsdóttur sildarmatstjóra.
Þau eiga fimm börn, sem öll eru
vel gerð og bera foreldrum sinum
gott vitni.
En er þó ógetið þess þáttar i lif i
Benedikts, sem kannski lýsir hon-
um best. Og það vill svo til, að þar
höfum við einnig verið samstarfs-
menn, þótt minn hlutur hafi verið
þar ólikt smærri en hans. And-
stæðingar okkar sósialista
þykjast ekki skilja og skilja
kannski ekki, hvernig flokkur
okkar getur klofið þá fjárhags-
örðugleika, sem fylgir þvi að
halda uppi starfseminni, og ber
okkur oft á brýn, að þar séu ann-
arleg öfl að verki. En það eru
einmitt menn eins og Benedikt,
sem hafa gert og gera þetta kleift.
Menn sem alltaf eru reiðubúnir
að leggja fram störf og jafnvel
fjármuni fyrir málefnið án þess
að ætlast til annarra launa, en að
þoka málunum eitthvað i áttina.
Ég held að engum sé gert rangt
til, þótt ég segi, að siðan ég kom
til Siglufjarðar, hefur enginn lagt
þar meira af mörkum en
Benedikt. Sú fátæklega blaðaút-
gáfa, sem við höfum haldið uppi
við mjög örðugan fjárhag, hefði
varla verið möguleg, ef hann
hefði ekki lagt þar fram sina
krafta endurgjaldslaust lengst og
mest allra. En störf Benedikts i
þágu flokksins voru ekki bundin
við það eitt. Þaö var sama hvort
rita þurfti stjórnmálagrein 1
Mjölni eða taka múrskeið i hönd
til að vinna að endurbótum á húsi
flokksins, alltaf var hann jafn fús
til verka fyrir málefnið. Enda
hefur hann gegnt ótal trúnaðar-
störfum fyrir flokkinn og aldrei
skorast undan. Og þó langar mig
að nefna hér eitt dæmi. Ég man
ekki til, að það hafi komið nema
einu sinni fyrir, að Benedikt hafi
reiðst mér, svo að hann léti það i
ljós. En tilefnið var það, að ég
barðist fyrir þvi, að hann tæki
öruggt sæti á lista flokksins til
bæjarstjórnarkosninga i stað
annars manns, sem ég var ekki
jafn ánægður með. Ég varð að
visu að láta i minni pokann þá og
Benedikt fór ekki i bæjarstjórn i
það sinn. En við næstu kosningar
lét hann þó undan þrábeiðni
félaga sinna og sat siðan I bæjar-
stjórn i tvö kjörtimabil.
Þar vann hann sér enn aukið
traust félaga sinna og virðingu
andstæðinga. En nú var hann
ófáanlegur til að sitja þar lengur
og lagði eindregið til að yngri
menn tækju við og studdi að
kosningu þeirra með ráðum og
dáð. Benedikt hefur nefnilega
einn galla. Hann er óþarflega hlé-
drægur.
Að lokum vil ég svo senda
Benedikt ogfjölskyldu hans verð-
skuldaðar þakkir fyrir öll árin,
sem við höfum átt samleið, og
árna þeim allra heilla. Ennfrem-
ur vil ég óska þess að samvera
okkar og samstarf megi vara sem
lengst.
Hlöðver Sigurðsson.
Grein þessi átti að birtast 1
blaðinu i gær, en komst ekki að
norðani tæka tið.