Þjóðviljinn - 16.04.1978, Side 8

Þjóðviljinn - 16.04.1978, Side 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. aprll 1978 / Adrepur og ófínar BÓKMENNTIR i nýútkomnu hefti Timarits Máls og menningar er talsvert skrifað um dægurbókmenntir, afþreyingarbókmenntir, finar og óflnar bókmenntir. Þetta er angi af jákvæðri tilhneigingu sem lýsa mætti á þann veg, að það sé ekki siður mikilvægt að skoða, skilgreina, skilja ýmis- konar útbreidda og væntanlega áhrifamikla afþreyingarlesn- ingu en að fjalla um fagrar bók- menntir sem svo eru nefndar. Um þetta fjallar Erik Skyum-Nielsen i grein sinni „Heimur fagurbókmennta og heimur vikublaða”. Þar ber hann fram gagnrýni á sjálfs- skilning bókmenntamanna — en ekki i þeim tilgangi að rétt- læta dægurbókmenntir i nafni einhverskonar misskilinnar jaf naðarmennsku, eins og stundum ber við. Hann segir m.a.: ,,í minum augum eru vikublöð og aðrar dægurbók- menntir draumaiðnaður og blekking, hugmyndafræðileg kúgunartæki sem ekki bara halda alþýðu niðri i menningar- legri óvirkni, heldur gefa lika af sér gifurlegan gróða”. A5 plata reyfaralesarann Siðar i heftinu skrifar Þráinn Bertelsson svo grein sem hann nefnir „Um finar bókmenntir og ófinar”. Tilefnið er nánast það, að Mál og menning byrjaði i fyrra útgáfu á flokki glæpa- sagna eftir sænsku hjónin Per Wahlöö og Maj Sjövall. Þráinn minnir á það, að þau hjón hafi samið þennan flokk i þeim til- gangi að ná til lesenda sem venjulega lesa „ófinar” bækur (t.d. reyfara) sem þar að auki eru „fullar með borgaraleg við- horf. Þau vildu ná til þessa hóps og bjóða honum til lestrar skemmtilegar bækur um nokk- ur af vandamálum líðandi stundar — skrifaðar frá sósjalisku lifsviðhorfi”. Þaðeralveg rétthjá Þráni, að þetta er merkileg tilraun. Þvi miður þekki ég hana ekki það vel, að ég geti dæmt um hana. Bækur þessar hafa orðið feiki- lega vinsælar, en það segir ekki margt um það, hvernig höfund- um hefur upp tekist sem and- æfendum borgaralegrar innræt- ingar. I grein sinni talar Erik Skyum-Nielsen um þá stefnu, að „reyna að keppa við dægurbók- menntirnar á þeirra eigin for- sendum” — t.d. með þvi að benda á, að fleiri bækur séu spennandi og skemmtilegar en hinir venjulegu reyfarar. Hann er hræddur um það þessi stefna hafi mistekist. Spurningum um þessi efni er reyndar erfitt að svara af viti, vegna þess hve áhrif bóka eru illmælanleg. Eru hin „sósíal- isku viðhorf” hjá Maj Sjövall og Per Wahlöö á þann veg fram borin, aðmeð verkum þeirra og annarra sem hugsa á svipað- an hátt verði eitthvað nýtt til? Eða eru þessi viðhorf ábætir, sem skellt er ofan á venjulegt reyfaramynstur og venjulegir reyfaralesendur kæra sig koll- ótta um? Hafi hið siðarnefnda gerster tilraunin að mestu mis- heppnuð þá stendur ekki annað eftir en það, að út hafa komið reyfarar sem vinstrisinnar „geta verið þekktir fyrir að lesa” af þvi að bækurnar hafa vinstriáform höfundanna sér til réttlætingar. Illkvittnir menn gætu komið auga á það, að þar með væri það „snobbirl” sem Þráinn Bertelson ætlar að and- æfa upp risið með nýjum hætti. Hvað er glæpasaga? Þráinn fer nefnilega nokkuð óvarlega með hugtök. í tilef ni Tímarits Máls og menningar Hann telur það vondan stétt- arhroka að fámennur hópur haldi uppi „þvi fáránlega snobberii sem er sundurliðun bókmennta i fi'nar greinar og ófínar”. Um það nefnir hann þau dæmi, að „ljóðabækur séu finni en ástarsögur, þráðlausar sögur finni en sögur með þræði, harmleikir finni en gamanleikir og allar bækur finni en barna- bækur” Þráinn vill staðhæfa að „allar bókmenntagreinar séu jafnréttháar” — og þá vill hann ekki sfst rétta hlut „glæpasög- unnar”. Gallinn á þessu er auðvitað sá, að i þessu finheitatali er tal- að um „ástasögur” eða „glæpa- sögur” rétt eins og efnisþráður bóka skipti riiestu máli i dómum manna um finheit. Dostoéfski sagði að skáldsagnahöfundur hefði engan einkarétt á þvi að vera leiðinlegur. Hann býr til heilmikla morðgátu i Karamazofbræðrum: hver drap karlskrattann hann Fjodor? Allar helstu skáldsögur hans eru „glæpasögur”, en auðvitað eiga þær ekki nema litið sam- eiginlegt við fjöldaframleiðslu á morðgátum i okkar samtið. Góðar og vondar bækur Þráinn vill setja undir fekann með þvi að segja, að auðvitað detti honum ekki i hug að mót- mæla þvi að „góðar” bækur séu betri en „vondar”, hann vilji aðeins andmæla þvi að „bók- menntagreinum” sé gert mis- hátt undir höfði. Vandinn er hinsvegar sá, að hann lætur þá undir höfuð leggjast að segja hvaðhannávið með,,góðar” og „vondar” bækur. Dálitið billeg- ar vangaveltur um snobbana sem eiga aö telja ljóöabók finni en ástarsögu#skyggja á það, aö það sem mestu skiptir, er að til eru „ástarsögur” eins og Viktoria og Litbrigði jarðar og aðrar, einnig „ástarsögur”, sem afþreyingarmeistarar láta renna frá sér á vel smurðum færiböndum draumaiðnaðanns. Hafi Þráinn hinsvegar ætlaðsér að vikja að þeim vanda sem fylgir þvi, að ákveðinn hluti nýrra fagurbókmennta er blátt áfram erfiður.litt aðgengilegur öllum þorra manna, þá hefur honum láðst að setja það dæmi upp á skýran hátt. Hann er kannski að ýja að þvi i dæminu um þá sem eiga að telja „þráð- lausar sögur finni en sögur með þræði”. Ekki veit ég hvar hann hefur fundið fólk sem stundar svo einkennilegar samanburð. „Þráðlausar” sögur eru auðvit- að hvorki finni né ófinni en aðr- ar; En það er áreiðanlega mjög hæpin alþýðuvinátta að likja þeim sem hafa einnig smekk fyrir þeim tilraunaskáldsögum, sem hér er ýjað að, við ^átvögl og kringilvamba i Rómaborg fornu”. Það er vondur „sósial- ismi” að likja saman ofáti yfir- stéttar i þrælariki og viðurkenn- ingu fámenns hóps lesenda á þvi,að bókmenntir eru margt — meðal annars tilrauna- starfsemi. Eða vill Þráinn ætla, að það sé skaðvænlegt hagsmunum alþýðu að nokkur hópur manna (mestanpart vinstrisinnar sjálf- sagt) hefur gaman af að fylgjast með þvi, hvernig t.d. Guðbergur Bergsson fer að þvi að gefa söguþræðinum á kjaftinn? Leiðarar i timariti I sama hefti Timaritsins birt- ist „ádrepa” eftir Þröst Ólafs- son framkvæmdastjóra Máls og menningar. Þessi grein er með vissum hætti nýmæli i þessu timariti og þvi rétt að nema staðar við hana. Vegna stöðu Þrastar er erfitt að lita á grein hans öðruvisi en einskonar pólitiskan leiðara i timaritinu. Nú nafa slikir leiðarar verið skrifaðir áður. En svolangt sem ég man hefur helsta sameigin- legt einkenni þeirra verið það, að þeir fjalla um sjálfstæðismál (einkum hermálið og Nató) og menningarpólitik á grundvelli samstöðu, sameiginlegra við- horfa fleiri en þeirra sem fylgja einum flokki, t.d. Sósialista- flokki eða Alþýðubandalagi. „Samstjórn stéttanna” Þrösturer hinsvegar að fjalla um hugsanlegt stjórnarsam- starf flokka að loknum kosning- Þráinn Bertelsson: Hér er verift að fullyrða aft allar bókmennta- greinar séu jafnréttháar.... Þröstur Ólafsson: Samstjórn stéttanna væru stórpólitisk tift- indi. Vésteinn Lúðviksson: Enga trú hefi ég á þvi, að sá þrjóski Þröstur yfirgefi Ijónagryfjuna. um. Hannkemur að sönnu ekki fram sem leiðarahöfundur i flokksblaöi. En hann veltir upp þrem möguleikum og telur sýni- lega einn vænlegastan: þann að mynda „nýja samstjórn stétt- anna”, eins konar „nýja og breytta nýsköpunarstjórn”, þar sem Sjálfstæðisflokkur og Alþýðubandalag „koma einkum við sögu”. Það sýnist skárra en að „verkalýðsstéttin” kjósi að „standa utanvið allarstjórnir”. Og þvi er slegið föstu að „sú uppskrift sem notuð var við myndun tveggja vinstri stjórna, hefur gengið sér til húðar”. Þar með er i einskonar leið- ara TMM i raun farið að mæla með ákveðnu pólitisku vali til- tekins flokks, Alþýðubandalags — og þá er einmitt helst bent á þann kost sem að likindum mun sæta mestri andstöðu i röðum þess flokks. Ég er ekki ritskoðunarhneigð- ur, en ég held þetta sé skref i ranga átt. Þröstur er að viðra sin persónulegu viðhorf til þess- ara mála og gerir það að sönnu með varúð — en hann kemst ekki hjá þvi aö mál hans verði túlkað á þann veg, að hann sé að flytja einhvern Alþýðubanda- Jagsboðskap inn i 'Bimarit Máls og menningar. Timinn hefur þegar hent þessa grein á lofti með slikri túlkun og visar til þess að Þröstur sé einn af „for- sprökkum” flokksins. Hver er ekki hvað? Þetta mál kallast með sér- stæðum hætti á við aðra „ádrepu” sem birt er við hlið * greinar Þrastar. Þar fer Vé- steinn Lúðviksson hörðum orð- um um skipulag Máls og menn- ingar og svo tengsl Alþýðu- bandalagsins við Mál og menn- ingu, sem Vésteinn telur hin vafasömustu. Hann heldur þvi fram m.a., að „hatursmenn” Þrastar Óláfssonar i Alþýðu- bandalaginu hafi reynt sitt besta til að tæta hann i sig, bola honum burt úr framkvæmda- stjórastarfi hjá Máli og menn- ingu. Kenning Vésteins er ennfrem- ur sú, að Alþýðubandalagið sé á hraðri leið til hægri og eins og i pottinn er búið sé óhjákvæmi- legt að það dragi Mál og menn- ingu með sér „niður i fenið”. Vésteinn tengir þetta mál að sönnu ekki beint við persónu Þrastar. En vegna þess hve margt er óljóst i þessum mál- flutningi hljóta flestir að ætla, að vinstrigarpurinn Vésteinn Lúðviksson sé að taka upp hanskann fyrir Þröst i nafni þess, að framkvæmdastjórinn sé einskonar bólvirki vinstri- mennsku gegn hinni hrapallegu hægriþróun flokksins og bók- menntafélagsins. En siðan kemur Þröstur sjálfur með sina grein og sýnist helst hafa hug- annvið „samstjórnstéttann” — en hún þýðir á máli róttæklinga að „vera á hraðri leið inn i borg- araskapinn” (Vésteinn) Hér bætist það við, að þegar Þröstur var ráðinn fram- kvæmdastjóri ráku borgarleg blöð upp allstórt kvein: Þeir túlkuðu málið á þann veg, að nú væru flokkseigendur Alþýðu- bandalagsins að senda agent sinn inn i Mál og menningu til að gera félagið endanlega að flokksfyrirtæki og bola á brott fulltrúa mennta og viðsýni, Sig- fúsi Daðasyni. Boðið upp í túlkunardans Þvi geta nú hafist fjörugar túlkanir að nýju á atburðum i Máli og menningu. Möguleik- arnir eru óteljandi, en útkoman fer að sjálfsögðu eftir þeim sem túlkar: þeirsem vilja fá það út, að Alþýðubandalagið sé ,,á leið inn i borgaraskapinn” munu að sjálfsögðu finna það sem þeir leita að, alveg eins og hinir sem vilja telja flokkinn eða þá bók- menntafélagið undirlagt þröng- um linukommavillum munu finna sin rök fyrir þvi. Það er hinsvegar rétt sem kemur fram hjá Vésteini á öðr- um stað i greininni, að enda þótt Mál og menning hafi verið tengt hinni sósialisku hreyfingu, þá hefur félagið ekki verið flokks- fyrirtæki. En fyrri liður þessar- ar staðhæfingarþýðirm.a. að ef menn i Máli og menningu deila um fjármálastjórn, útgáfu- stefnu eða þá hæfni starfe- manna, þá eru það að miklum hlut sósialistar sem deila. Það er hinsvegar fjarstæða að ætla sér að draga af svo augljósri staðreynd langsóttar ályktanir um stefnu og þróun Alþýðu- bandalagsins sem flokks. Það ætti samanburður á greinum Vésteins og Þrastar að leiða i ljós. Arni Bergmann sunnudagspistill eftir ARNA BERGMANN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.