Þjóðviljinn - 16.04.1978, Síða 17

Þjóðviljinn - 16.04.1978, Síða 17
Sunnudagur 16. aprn 1978 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 17 Astarsaga hnefaleikara Sagt er að Sylvester Stallone hafi skrifað hand- ritið að „ Rocky" á þremur dögum, og því get ég vel trúað. Það getur varla tek- ið lengri tíma að safna saman handfylli af göml- um klisjum og sjóða úr þeim reyfara á borð við þann sem Tónabíó hefur sýnt fyrir f ullu húsi síðan á páskum. Vinsældir myndarinnar virðast byggjast fyrst og fremst á leik Sylvesters Stallone i titilhlutverk- inu. Rocky er ósköp mislukkaður töffari i byrjun myndarinnar, býr einn i hrörlegri ibúð i fátæklegu hverfi og hefur ofan af fyrir sér með þriðjaflokks hnefaleikum og með þvi að innheimta peninga af skuldunautum okurlánara og mafiuforingja. Gefið er i skyn að innheimtuaðferðirnar séu stund- um hrottalegar, en það eina sem við fáum að sjá af sliku virðist vera undantekning frá reglunni: Rocky neitar að fingurbrjóta skuldunautinn á þeim forsendum að þá geti manngreyið misst vinnuna. Semsagt: þetta er góður gæi. Hann er bara i vinnu hjá Mafiunni af þvi hann er Itali og það tilheyrir. Margt fleira er okk- ur sýnt til þess að við sannfær- umst um góðmennsku hetjunnar. Eitt hlálegas'ta atriðið er þegar hann fer að prédika um holla lifn- aðarhætti yfir 12 ára pæju sem er farin að hanga á götuhornum og drekka brennivin og klæmast. Rocky er umhugað um framtið æskunnar i landinu. Klisja númer eitt: góðhjartaður smábófi, sem ekki hefur fengið tækifæri til að komast áfram i lifinu. Aðalefni myndarinnar er það, að heimsmeistarinn i hnefaleik- um (þungavigt), Apollo Creed, er i vandræðum með mótleikara, sá eini sem þorir I hann er forfallað- ur. Apollo fær hugmynd: hann ætlar að halda upp á 200 ára af- Þursaflokkurinn, frá vinstri, Rúnar H. Vilbergsson, Tómas Tómasson, Egill ólafsson, Asgeir óskarsson og Þórður Arnason. (Ljósm.: AI.) Hinn íslenski Þursaflokkur Hornauga leit nýlega hinn nýstofnaöa Þursa- flokk á hljómleikum í félagsstof nun stúdenta. Hann skipa Ásgeir Oskars- son sem leikur á trommur, Egill sem talar, syngur, spilar á kassagítar og fl. Rúnar Vilbergsson á fagott og pákur, Tómas Tómas- son á rafmagnsbassa og Þórður Árnason raf- magnsgitar. Fyrri hluti prógrammsins voru útsetningar á gömlum islenskum þjóðlögum (með tilheyrandi kjaftasögum) sem flest eru úr safni Bjarna borsteinssonar. Þetta var skemmtileg hugmynd og piltunum tókst mjög vel að koma þjóðlagastemningunni til skila. Fagottið með sinum hlýja tón, átti þar ekki hvað minnstan þátt. Einnig náðu þeir sterkum áhrifum með t.d. pákum, segul- bandi og harmónikku. Að öðrum ólöstuðum á Rúnar Vilbergsson heiðurskilið fyrirsinn smekklega hljóðfæraleik. Einnig er ástæða til að hrósa Agli Ólafssyni fyrir ágæta túlkun. Það sem helst mætti gagnrýna i þjóðlagapró- grammi þeirra félaga var ofnotk- un ABABAB-formsins, sem öll lögin voru færð i.Lögin sjálf voru flutt i sinum upprunalega bún- ingi (A) og erindin skýrt afmörk- uð með rokkviðlögum (B). Siðari hluta hljómleikanna fluttu þeir Þursar eitt Spilverks- lag, eitt lag eftir Megas og Egil og þrjú frumsamin lög. Þessi hluti er ekki eins eftirminnilegur og sá fyrri og var i heildina fremur lit- laus. Þó standa uppúr einstaka ágætis samspilskaflar. Hljóð- færaleikur hvers og eins fékk litið að njóta sin og verkaði flokkurinn helst til mikið sem Egill Ólafsson og undirleikarar. Textar við lög Þursanna voru heldur óburðugir. Einn saman- soðinn úr ýmsum þekktum kvæðum, þar sem Óli Skans er meðal sögupersóna, annar um Jón Sólnes. Sá þriðji er hugleiðing um nútimann: Nútiminn er trunta með tóman kindarhaus Hjartaö, það er hrimað þvi hcilinn gengur laus. En truntan hún er Trigger með taglið aftaná Mamma má ég skoða, inamma má ég sjá. Þursaflokkurinn hóf æfingar á dagskrá sinni i lok janúar og æfðu þeir i hálfan mánuð áður en þeir komu fyrst fram. Þeir hafa troöið upp i ýmsum skólum og samkom- um, svo sem fundi herstöðvar- andstæðinga 30. mars s.l. avó, kól, jvþ. ■ fcsfefes ROCKV • Eldhröð pappírsfærsla (11 lín • Eldhröð prentun • Leyfilegt er að draga pappírinn upp með hendinni • Bæði Ijósaborð og strimill (mod 2251) • Stórir og skýrir stafir • Fullkomin kommusetning GISLI I JOHNSEN Vesturgata 45 Reykjavtk sími 27477 mæli Bandarikjanna með þvi að gefa einhverjum óþekktum hnefaleikara tækifæritil aö keppa við sig um heimsmeistaratitilinn. Rocky verður fyrir valinu vegna þess að Apollo list vel á nafnið sem hann hefur tekið sér: ttalski folinn. Það hefur auglýsinga- gildi. Apollo Creed á móti ttalska folanum. Og var það ekki Itali sem fann Ameriku? — spyr hann. Tilvalið að minnast 200 ára af- mælisins með þvi að láta ttala og blökkumann slást. Rocky tekur tilboðið alvarlega og ákveður að þetta sé stóra tækifærið hans til að sýna heiminum að hann sé eitthvað annað og meira en venjulegur gaur úr fátækra- hverfi. Hann tekur til við að þjálfa sig af ofurkappi, meðal annars með þvi að lemja kjöt- skrokka sundur og saman i frysti- klefa þar sem vinur hans vinnur. Loks rennur stóra stundin upp. Hnefaleikahringurinn hefur verið skreyttur með tilliti til 200 ára af- mælisins, stjörnur og rendur út- um allt. Apollo hinn svarti ekur i salinná gervi Georgs Washington með silfurmeyjar sér til halds og trausts. Undir þessu gervi er hann i öðru: gervi Sáms frænda. Þessi auglýsingastarfsemi vekur mikinn fögnuö áhorfenda. Rocky er hinsvegar fremur litið spenn- andi, á hann er aðeins saumuð ein auglýsing, og hún er frá kjöt- kaupmanninum sem átti frysti- klefann góða. Bardaginn hefst. Apollo tekst ekki að afgreiða Rocky i þremur lotum einsog hann hafði ætlað sér, heldur þvæl- ist strákurinn fyrir honum og er uppistandandi eftir fimmtándu lotuna. Heimsmeistarinn heldur samt i titilinn. Samhliða þessu öllusaman ger- ist að sjálfsögðu önnur saga og fléttast inni eftir þörfum. Það er ástarsaga. Rocky er skotinn i sys'tur vinar sins. Hún vinnur i gæludýrabúð og er feimin. Rocky læknar hana af feimninni með einum kossi — þá er hún orðin fal- leg, gáfuð og góð, öllum að óvör- um. Hnefaleikaatriðið mikla end- ar á þvi að Rocky æpir nafn sinn- ar heittelskuðu út yfir salinn og er svo umhugað að fá hana til sin að hann heyrir ekki einusinni niður- stöður dómaranna um leikinn, sem hafði þó nær riðið honum að fullu. Og sjá, hún kemur skokk- andi til hans gegnum þvöguna og þau fallast i faðma. Endir. Þessi hlægilega vitlausi sögu- þráður er að sjálfsögðu skreyttur með ýmsu góðgæti. Myndin er mjög vel tekin og klippt, rennur áfram snurðulaust án þess að á- horfandinn þurfi nokkurntima aö leggja það á sig að hugsa um eitt eða neitt. Mörg atriðanna eru fyndin, einsog t.d. skautaferðin góða, eða þegar Rocky tekur upp dauðadrukkinn náunga sem ligg- ur úti fyrir krá, fer með hann inn á krána, hendir honum þar niður við hlið annars álika drukkins og Framhald á 22. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.