Þjóðviljinn - 23.04.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.04.1978, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudag'ur 23. april 1978 SVAVA JAKOBSDÓTTIR: Launafólk ræður hvort léttir til Það er komið sumar. Sá siður að fagna gróanda og hækkandi sól er ævagamall og engin tilviljun að i þessu norðlæga landi skuli sumarkomu minnst með hátið- legum hætti. Sumarmál gefa fyr- irheit um betri afkomu og björg i bú-, von um bjartari framtið og blæs okkur i brjóst þeirri trú að þaö hafi þrátt fyrir allt verið þess virði að þreyja veturinn og byggja þetta land. Það er hátiðis- dagur barnanna; þau ganga i skrúðgöngu sparibúin og veifa fánum. Þá stundina eru þau áhyggjulaus og glöð og skeyta litt um þótt Læðist kannski að ein- hverjum fullorðnum raunsæjar hugsanir um að sumarið verði ef til vill votviðrasamt og kalt, afli kunni að bregöast og hey hrekj- ast. Viö getum átt von á öllu. Við ráöum ekki við veöur og náttúru- öfl. Og svo er kosningar eftir tvo mánuði. Æ, þetta er allt sama tóbakið. Regn eða snjór, hverju skiptir það? Hvort tveggja er það úrkoma. Náttúruöil og stjórnmál Ekkert kemur fulltrúum rikj- andistétta i þjóðfélaginu betur en sem flestir hugsi einmitt eitthvað á þessa leiö — að það sé sama hver stjórni landinu, hinir (þ.e.a.s. sósialistar) séu ekkert betri, verri ef nokkuð er, best að halda i rikjandi ástand. Með þess- um áróðri fæst þvi framgengt að fólk fyllist vanmætti og doða gagnvart stjórnmálum. Þau lúta sömu lögmálum og náttúruöflin, viö þessu er ekkert að gera og maður verði bara að þreyja og vonast eftir betri tið — i hæsta lagi gáir maður til veðurs, athug- ar svipinn á frambjóðendum og metur hvernig þeir koma út i sjónvarpi. Ekki sækja þessar hugsanir á mig nú vegna þess að ég telji að lognmolla einkenni þjóðíélagið um þessar mundir! Þessi siðasti vetur þessa kjörtimabils hefur einmitt einkennst af miklum umræðum um stjórnmálaflokka og frambjóöendur. Prófkjörin hafa orðið mörgum ágæt dægra- stytting, en reynslan sannar að prófkjörin ejns og þau hafa verið lögðupp, ýta fyrst og fremst und- ir vangaveltur og dóma um ein- staklinga. Málefni eru litið sem ekki rædd, hvaö þá stefnumið hlutaðeigandi flokka. Eiginleg stjórnmálaumræða lendir utan- garðs. Þá heyja samtök verkafólks og alls launafólks harðvituga baráttu til þessað fá aftur i gildi gerða samninga og hrinda ólög- um rikisstjórnarinnar. Þeim aö- gerðum sem verkalýðsfélög og BSRB neyddust til að gripa til, hafa málgögn rikisstjórnarinnar auðvitað svarað svo sem venja er til á þeim bæ. Verkafólk og allt launafólk hefur verið svivirt i orði sem á borði. Það hefur verið borið hinum herfilegustu sökum og nefnt lögbrjótar, óþjóðholl öfl, jafnvel landráðafólk. Jafnvel aöalframbjóðandi Alþýðuflokks- ins i Reykjavik vildi ekki láta bendla sig við slika lögbrjóta og stærði sig af þvi að hundsa verk- fallið 1. og 2. mars. Og þegar Verkamannasambandið bauð upp á viðræöur við Vinnuveitenda- sambandið i þvi skyni að bæta kjör hinna lægst launuðu, þá fólst i svarinu alger neitun á þeirri sjálfsögðu kröfu. Hverjir eigast við? Það er ekki nokkur vaf i á þvi að rikisstjórnin erað gera sér vonir um, að hún geti hagað áróðri sin- um fram að kosningum á þann veg að fólkhaldi að hér eigist þeir einir við, atvinnurekendur og verkafólk og að hinn ábyrgðar- lausi verkalýður sé aö sigla þjóð- arskútunni i strand meö óhófleg- um kröfum um meira kaup. Rikisstjórninni er lifsnauðsyn að draga athygli frá henni sjálfri og hennar eigin gerðum. Það kemur sér illa fyrir rikisstjórnina ef fólk almennt fer að brjóta það til mergjar hvers vegna rfkisstjórn- in, rikisstjórn atvinnurekenda og fjármagns, getur lögverndað sið- leysi sitt og ribbaldahátt, en verkafólk ogiaunafólk neyðist að gripa til varnaraðgerða sem það kysiauðvitaðhelstaðkomast hjá. Það er auðvitað hagur rikis- stjórnarinnar að gæða verðbólg- una svipuðum eiginleikum og náttúruhamfarir likt og væri hún flóðbylgja sem ætti upptök sin einhvers staðar úti i fjarlægum hafsjó og gera svo úr verkafólki varnargarö til verndar „þjóð- inni”. Sú „þjóð” sem á þennan hátt á að vernda eru atvinnurek- endur, fjármagnseigendur og braskarar. Og allt kapp lagt á að þeir sem fyrir árásinni verða, séu hinir seku og upphafsmenn ófrið- arins. Ef við vilj«m Sú skylda hvilir á öllum verka- lýðssinnum að nota hvert tæki- færi sem gefst til að minna á, hver ber abyrgðina á verðbólgu- vextinum og þeim ófriði sem rikir á vinnumarkaðnum. Hvers vegna er verkafólk og launafólk yfirleitt neytt út i strið til þess að halda umsömdum launakjörum á tim- um góðæris til lands og sjávar og þegar afurðir okkar seljast á betra verði en oftast endranær? Það er vegna pólitiskrar ákvörðunar þeirrar rikisstjórnar sem nú situr. Rikisstjórnin og stuðningsmenn hennar eru engir veðurguðir sem hinn almenni launamaður verður að beygja sig fyrir nauðugur viljugur. Launa- fólk getur hnekkt veldi þessara flokkaog aukið sin eigin pólitisku völd ef það kærir sig um .Það ger- ist með þvi einu að efla Alþýðu- bandalagið og veita þvi brautar- gengi i næstu kosningum — eina flokknum sem er málsvari launa- fólks áhinum pólitiska vettvangi. Valdboð Sú deila sem verkalýðshreyf- ingin heyr nú, er ekki venjuleg deila við atvinnurekendur um hækkað kaup! Hún stendur um grundvallarréttindi verkalýðs- hreyfingarinnar sem slikrar, sjálfan tilverurétt samtakanna og það frelsi sem henni er sam- kvæmt lögum tryggt. Núverandi rikisstjórn hefur hvað eftir annað skertþetta frelsi, ekki aðeins með kaupránsl ögunum . Hún hefur með valdboði seilst i fjármuni verkalýðshreyfingaririnar. Þegar gerðar voru ráðstafanir vegna lánsfjáráætlunar 1978 fyrir siöustu jól var sú skyldukvöð sett á lifeyrissjóði að verja 40% af ráðstöfunarfé sinu til skulda- bréfakaupa með fullri verðtrygg- ingu þeirra bréfa. Þetta var gert án þess að álits eða umsagnar þeirra sem eiga sjóðina væri leit- að og knúið i gegn af meirihluta Alþingis þrátt fyrir harða and- stöðu utan þings og innan. Agreiningur stóð ekki um það hvort nauðsynlegt væri að lif- eyrissjóðirnir ávöxtuðu fé sitt á sem allra besta hátt. Mótmælin beindust fyrst og fremst gegn þeirri ákvörðun rikisstjórnarinn- ar að beita lifeyrissjóðina lög- þvingun og ætla með einhliða lagasetningu að ráðskast með fjármuni þeirra. Það sem áður hafði tiðkast með frjálsu sam- komulagi rikisvalds og lifeyris- sjóða var nú tekið með lagaboði. Þetta með öðru sýnir litilsvirð- ingu þessarar rikisstjórnar á verkalýðshreyfingunni og mark- vissa viðleitni til að brjóta á bak aftur þjóðfélagslegt vald hennar. Rikisstjórnin skirrðist ekki við að taka fjármagn lifeyrissjóðanna meðeinhliða lagasetningu og ein- hliða ákvörðun um ráðstöfun þess fjár. Þetta fjármagn og þessir sjóðir eru að nokkru leyti bein eign verkalýðshreyfingarinnar og aðnokkruleytióbein eign. Verka- lýðshreyfingin fékk þvi fram- gengt að þessir sjóðir tóku til starfa og hafa verið byggðir upp og hún varð á sinum tima að kosta þvi til að slá nokkuð af launakröfum sinum til þess að þetta spor yrði stigið. Þrátl fyrir það þótti þessari rikisstjórn sjálf- sagt að taka þetta fé og ráðstafa án nokkurs samráðs við eigendur þess. Glöggt kvað þeir vilja Kaupránslögin eru einn liður- inn i viðleitni rikisstjórnarinnar að brjóta á bak aftur frjálsa verkalýðshreyfingu. Og þeir flokkar sem nú mynda rikisstjórn hafa gefið sin kosningaloforð: m.a. á að taka óbeina skatta út úr visitölu og þá er hægt að hækka skatta að vild án þess að launa- fólk fái það bætt. Samtimis leggur rikisstjórnin nú fram nýtt frum- varp til skattalaga þar sem gert er ráð fyrir að eigendur hluta- bréfa fái hálfa miljóná ári skatt- frjálsa af arði hlutabréfa. Og ein- mitt þessa dagana berst rikis- stjórnin fyrir þvi að fá samþykkt frumvarpsem gefi frjálsa álagn- ingu á m.a. matvæli. Það þarf þvi enginn launamaður að fara i grafgötur með afstöðu þessara stjórnarflokka til launafólks. Þessi rikisstjórn gætir hags- muna f jármagnseigenda og vegna hagsmuna þeirra svifst hún þess ekki að traðka á grund- vallarmannréttindum alþýðu þessa lands. Launafólk i landinu ræður þvi með atkvæði sinu i næstu kosn- ingum hvort léttir til. — Gleðilegt sumar. Franska bókasafnið (Laufásvegi 12) Þriðjudaginn 25. april kl. 20.30 verður sýnd franska kvikmyndin með enskum texta: ,,La vache et le prisonnier (Kýrin og fanginn) Myndin er frá árinu 1959 og gerð af H. Verneuil, en með aðalhlutverk fer Fern- andel. Myndin fjallar á gamansaman hátt um flótta fanga nokkurs af frönsku þjóð- erni i Þýskalandi á striðsárunum 1940- 1944.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.