Þjóðviljinn - 23.04.1978, Side 7
Sunnudagur 23. april 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Anna
Moffo til
íslands
t tilefni af tuttugu ára afmæli
Fulbright-stofnunarinnar á ís-
landi hefur Fulbright-nefndin i
samvinnu við Háskóla tslands af-
ráðið að efna til tvennra tónleika i
Ileykjavik á hausti komanda þar
sem hin heimsfræga sópransöng-
kona Anna Moffo kemur fram.
Að sögn Franks Ponzis, for-
manns Fulbright-nefndar, og
Guðlaugs Þorvaldssonar háskóla-
rekstors verða umræddir tónleik-
ar, haldnir i Háskólabiói fimmtu-
daginn 26. október kl. 20.30 og
sunnudaginn 29. október kl. 14.30.
Snemma á listamannsferli sin-
um hlaut Anna Muffo Fulbright-
styrk til söngnáms á ttaliu. ís-
lendingum er hún vel kunn fyrir
söng sinn af hljómplötum i Rikis-
útvarpinu og fyrir hlutverk sitt i
óperunni ,,La Traviata” eftir
Verdi, sem sýnd var i sjónvarpinu
ekki alls fyrir löngu. Þar söng hún
hlutverk Violettu, eitt af höfuð-
hlutverkum hinnar vinsælu
óperu.
Eftir hverju
fara bóka-
kaupendur?
Af augljósum ástæðim er lögð
mikil áhersla á að finna sem
skýrust svör við þeirri spurningu
sem hér að ofan er til greind: eftir
hverju fara bókakaupendur i vali
sinu?
Að þessu sinni skulum við
minnastá nýlegar hugmyndir um
Vestur-Þjóðverja. Þrettán prós-
ent þeirra sembækur kaupa fara
eftir umsögnum i blöðum og
ellefu prósent eftir lista yfir met-
sölubækur. Enn i dag eru það ráð
vina og kunningja sem skipta
mestu fyrir bókaval — þriðji hver
kaupandi lætur þau ráða mestu.
Hitt er svo annað mál, að 29%
landsmanna segjast alls ekki
kaupa bækur.
Og 37% þeirra sem spurðir voru
telja að kiljur séu ekki „fullgild-
ar” bækur á við þær sem inn-
bundnar eru.___________
Félagsfræðin
og hóruhúsið
í Perú
Félagsfræði er tiskugrein eins
og allir vita, en höfuðvandi henn-
ar reyndar sá, að verkefni hennar
eru gjörsamlega óþrjótandi.
Bandariskur öldungardeildar-
þingmaður William Proxmire,
sem hefur kosið sér það hlutverk,
að halda uppi skothrið á rikis-
stjórnina fyrir óskynsamlegar
fjárveitingar, taldi sig á dögunum
heldur betur hafa komist i feitt.
Hann rakst á það, að nokkrir
bandariskir félagsfræðingar
heföu fengið um 100 þúsund doll-
ara styrk til að rannsaka félags-
leg samskipti i hóruhúsi einu i
Perú.
Það var hin bandariska Geð-
heilsustofnun sem veitti styrk
þennan.
Vorsólin hefur komið upp i
eldhúsinu undanfarið, en nú er
sumarsólin farin að koma upp
frammi á gangi. Bráðum sest
hún ekki fyrr en innidstofu, og þá
verðum við að færa sjónvarpið
út i hitt hornið. Þar var Art
Blakely að tromma um sumar-
mál, og þegar sveiflan fór i gang
i blús—marsinum munaði
minnstu að ég hringdi i banka-
stjórann, sem spurði mig i
haust: Hvernig viltu útskýra
þessa sveiflu, sem þú ert alltaf
að tala um? — Ég var næstum
búinn að segja: Boy, if you
don’t know by now, don’t mix
with it — en hafðu vit á að draga
andann djúpt og spekingslega,
og fjalla i stuttu máli um hryn
og áhersiur, seinkun um
sekúndubrot — eða öfugt — og
allt byggðist þetta á leikni
manna sem kynnu fag sitt til
hlitar — gott ef ég minntist ekki
lika á hönnun laglinu. — Hafðu
hann til sex mánaða —, sagði
bankastjórinn. Hann kunni
nefnilega sitt fag ekki siður en
lánþeginn og Blakey.
Til hvers eru þessar
sjoppur?
Kunningi minn — óvitlaus
maður — hafði hugboð um
leikni mina i æðri fjármálúm.
Hann settist hjá mér i kaffinu og
sagði: Mig langar svo til að
eignast bil fyrir vorið. — Þá er
að kaupa hann, sagði ég. — Ég á
ekki eyri, — sagði hann, — ég er
opinber starfsmaður. — Þá er
að slá peninga, sagði ég. —
Hvernig? — Fara i bankann
maður, sagði ég, — til hvers
heldurðu að þessar sjoppur séu?
Það sagði Einar Benediktsson
skáld þegar dóttur hans langaði
i pianó. —■ Jæja, sagði skáldið
þetta, — sagði kunningi minn og
brá fyrir votum gljáa i öðru
auganu, þvi að hann er ljóð-
elskur maður. Svo birti yfir
honum og hann sagði: Kenndu
mér að taka vixil. — Komdu i
morguntónleikana þegar
sinfóniurnar og madrigalarnir
byrja klukkan ellefu — mér
gefst klassisk músik best i high
finance.Og hafðu með þér
blað og blýant og þrjá fjóra
vixla:
Sérfræðiaðstoð
Joachim von Quantz- fór i
gang klukkan 11.oo og siðan
hófst kennslan. — Best er að
byrja. á þvi að fá sér fallegan
frakka og gráan hatt og ekki
sakar að láta hanska fylgja
með, — mega gjarnan vera
gulir skinnglófar. Svo ferðu eld-
snemma i fyrramálið og lætur
einkaritara bankastjórans skrá
þig á biðstofunni. Þegar röðin
kemur að þér tekurðu hattinn og
hanskana i vinstri hönd og
gengur útskeifur — ekki inn-
skeifur — á eftir einkaritar-
anum inn i helgidóminn. Banka-
stjórinn heilsar þér með handa-
bandi og býður þér sæti, og
um leið og þú þakkar leggurðu
hattinn á vinstra horn
mahoniskrifborðsins, á kollinn,
og leggur siðan hanskana ofan i
silkifóðrið og lætur að minnsta
kosti annan sveigjast yfir hatt-
barðið — ekki þó fingurna,
heldur úlnliðs-hneppsluna, —
það er mjög áriðandi. Siðan
sestu brosandi, og þú mátt alls
ekki taka upp vixilin fyrr en
bankastjórinn spyr: Eruð þér
með blaðið? Nemandinri skrif-
aði allt vandlega i minnisbók
sina, og siðan ræddum við auka-
atriði, framlengingar, afborg-
anir og vexti meðan Madrigala-
kórinn i Collegium Musicum
lýraði af nokkrum ka'ntötum
eftir Erich Kunztl von Hupfel-
back. Svo hófst hádegisútvarp
með klukkuslætti og allur friður
úti.
Reglurnar brotnar
Það var liðið á næsta dag
þegar tilvonandi fjármálaséni
og bileigandi birtist á ný, — og
heldur framlágur. — Hvernig
gekk? — Hann stundi og
þurrkaði svitadropana af efri
vör: Ég þurfti að biða svo lengi
og það var svo margt fólk sem
ég þekkti ekki og þungt loft á
biðstofunni að ég var alveg
kominn i kerfi þegar röðin kom
að mér. — Og hvað svo ? — Ég
gleymdi hattinum og hönsk-
unum i gluggakistunni. — Og
hvað svo ? — Ég var búinn að
taka upp vixilinn og var með
hann i höndunum þegar ég
skakklappaðist inn til banka-
stjórans. — Og hvað svo? —
Hann leit iIHlega á mig og
spurði hvað ég vildi. — Og hvað
svo? — Mér brá svo að ég
prumpaði. — Inni hjá banka-
stjóranum? — Já — Hvað sagði
hann? — Hér er enga peninga að
fá, verið þér sælir.
Kunningi minn settist við
skrifborðið mitt og seig fram á
jazzþáttinn með andlitið i
greipum sér. — Jæjakallinn, —
þú hefur sem sagt brotið allar
höfuðreglur bankaviðskipta. —
Já,sagði hann og stundi ofan i
trommusett Arts Blakeys á Jazz
Messengers albúminu. Svo herti
hann upp hugann, rétti úr sér og
sagði: En mér er það svo sem
andskotans eitt, — ég held bara
áfram að fara i strætó, og svo
fer ég i rútunni norður i júni og
verð heima hjá mömmu i
sumarfriinu, — ég er hvort sem
er ekkert sérstaklega skotinn i
stúlkunni.
Ég kveikti mér i einum
londondokks og virti fyrir mér
þennan billausa elskhuga sem
búinn var að glata ástinni. Svo
varð löng og itarleg þögn. Það
kann að verða einhver bið á þvi
að þú eignist innistæðu i Finans-
banken, sagði ég að lokum, — að
maður tali nú ekki um banka-
reikning i Sviss. — Ég á 42oo
krónur á bók i Alþýðu-
bankanum, sagði hann. — Taktu
þær út strax, þetta passar fyrir
einni flösku af svartadauða. —
Það er búið að loka, sagði hann.
— O— ætli þeir reyni ekki að
opna enn einu sinni i fyrra-
málið, — vertu við dyrnar og
þaðan er stutt i Lindargöturikið
og hallar undan fæti. — Já,
sagði fyrrverandi nemandi
minn i hagfræði og starði
brostnum augum á Esjuna, —
það er sennilega skynsamlegast
úr þvi sem komið er, — kannski
tek ég strætó á Hverfisgötunni
og fer i skemmtiferð inn i
Laugarásriki. — Domine
defende nos contra hos motores
bos, hugsaði ég, en sagði ekki
neitt.
Meinleg örlög — og þó.
Svona geta örlög manna orðið
meinleg i viðskiftaheiminum i
vetrarskammdeginu, og hafa
þónokkrir farið næstum eins
illa út úr þvi og kunningi minn,
— eins og segir tiðum frá i blöð-
um og Útvarpi. En nú er
sumarsólin farin að verma
röndótta tjaldskýlið á svölunum
minum, og þar ætla ég að hugsa
málið næstu daga. Gott er þá að
hafa The Clipper, flauelshúfuna
bláu á kollinum. Og þegar
óleysanleg vandamál steðja að
tek ég ofan og les skrautletrið á
silkifóðrinu : Domine dirige nos
— Dunn o. Co. — Great Britain.
Dunn-bræður urðu ódauðlegir i
Islandssögunni á árunum fyrir
strið, þegar upplýst var
áiAlþingi að þeir hefðu aðalat-
vinnu af hattagerð fyrir Thors-
arana, — enda hafa hinir siðar-
nefndu ævinlega kunnað sig i
bönkum, ekki siður en Dunn-
bræðurhjá Drottni. Sumir segja
að hattur Júels J. Júels hafi
verið af þessari gerö, og má lesa
um leikni hans i fjármálum á
frægum bókum, — hafa fáir
verið sleipari. Og um daginn sá
ég alveg Ijómandi fallega ljós-
gula glófa i herraverslun niðri i
Aðalstræti. Mér skilst að ungur
glæsilegur bankastjóri verði i
afleysingum á vissum stað i
borginni næstu vikur. — svo er
Jazzvakning búin að bjóða mér
á Niels Henning örsted Peder-
sen konsertinn i Háskólabió
annað kvöld og upp á þetta allt
óska ég lesendum Blaðsins Okk-
ar Gleðilegs Sumars.
JMA