Þjóðviljinn - 23.04.1978, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. april 1978
Spurt á
Auto ,78
Anna Friðriks-
dóttir nemi
„Mér finnst þessi sýning
bara alveg ágæt. Ég vildi
helst af öllu eiga Alfa Romeo
bflinn frá Jöfri h/f i Kópa-
bogi.
Ræsir með fyrstu
bflasýninguna hérlendis
„Mér list mjög vel á þessa
sýnlngu og tel hana virkilega
gott framtak til bílamála.
Minn eftirlætisbfll hér er GMC
sendiferbabill me6 sætum.
Hann er , stórglæsilegur og
ákaflega girnilegur.”
Haukur Þorgrims-
son nemi
„Ég er nú að byrja að líta á
þetta en það sem ég hef nú
þegar séö list mér mjög vel á.
Volvo vörubillinn freistar min
gifurlega. Hann er feikna lag-
legur.
Rúnar Sverrisson
nemi
„Mér list mjög vel á þessa
sýningu og tel hana virkilega
gott framtak. Minn drauma-
bill hér er BMW 728 þessi nýi
frá Kristni Guðnasyni. Hann
er frábær og hann vildi ég
helst af öllu eiga.”
Þór Ostensen
bilstjóri
,,l>aö var Ræsir sem hélt fyrstu
bilasýninguna sem hér var haldin
og það var árið 1954” sagði Odd-
geir Bárðason sölustjóri hjá Ræsi
h.f. sem kunnugt er hefur um-
boðhér á landi fyrir Ben/. bifreið-
ar.
Oddgeirhefur unnið hjá Ræsi i
36ár oghefur selt margar bifreið-
arnar fyrir Ræsi. Það lá þvi bein-
ast við að spyrja hann um söluna.
„Það gefur auga leið að salan
hjá okkur er tregari en hjá þeim
umboðum, sem hafa á boðstólum
bila, sem kosta frá tveimur
milljónum króna. Það er engin
„massa” sala hjá okkur. Við er-
um meðfrekar dýrar tegundir en
gæðin eru margsönnuð. Ódýrasti
fóiksbillinn kostar til leigu-
bifreiðastjóra 4,4 miljónir en sa
dýrasti eða eins og páfinn ekur
á, kostar i kringum 60 miljónir.
Fyrsti Benz billinn var seiaur
hér árið 1953 og voru það Strætis-
vagnar Reykjavikur sem keyptu
hann.
Keypti SVR grindina einungis
en byggt var yfir bilinn hér á
landi eða öllu heldur sett á hann
gömul yfirbygging, sem eitthvað
var orðin úr sér gengin og var
billinn nefndur „hristingurinn”
vegna þesshve yfirbyggingin var
léleg. En þetta er liðin tið.
Þið hafið verðlaunað þá bíl-
— segir Oddgeir
Báröarson
sölustjóri hjá
Ræsi hf.
stjóra, sem mikið hafa verslað
hjá ykkur ekki satt?
,,Jú það er rétt. Við sendum ár-
ið 1966 42 bilstjóra til Þýskalands
til að kynna sér verksmiðjurnar
þar.
1972 sendum við 62 bilstjóra og
nú á miðvikudaginn fóru 40 leigu-
bifreiðastjórar út og vonum við
að þeim liki ferðin vel.”
Þið eruð með eitthvað nýtt hér?
„Já við erum með hér til sýnis
9. eintakið sem smiðað er i heim-
inum af Merzedes Benz 300 stati-
on.
Hann hefur vitanlega aldrei
sést hér áður og hefur vakið
feikna athygli á þessari sýningu.
Hann kom fyrst fram á Frankfurt
bilasýningunni, sem haldin var
fyrir stuttu. Þá má geta þess að
hann er að mestu handsmiðaður
og kostar 8,9 miljónir. Hann er
fimm strokka og eigum við
örugglega eftir að selja hann vel
hér.
Þá er einnig væntanlegur á
markaðinn jeppi frá Benz. Þeir
hafa mikla reynslu og góða af
framhjóladrifsbilum frá þvi að
þeir framleiddu Unimog jeppann
hér um árið og jeppinn sem nú
innan skamms kemur á markað-
inn á áreiðanlega eftir að ná
langt”.
Ert þú ekki ánægður með
sýninguna?
Jú alveg feikilega. Það hefur
veriðalveg sérstakt að vinna með
þeim mönnum sem veg hafa
haft og vanda af þessari sýningu.
Þar hafa ekki orðið neinir
áre kstrar.
Þá er égeinnig mjög ánægður
með aðsóknina. Hún hefur þegar
slegið öll met og það er ekki hægt
annað en að vera ánægður með
það.”
Að lokum spurðum við Oddgeir
hvaða bill það væri, sem heillaði
hann mest á sýningunni.
Það fer ekki á milli mála að það
gerir Benz billinn 300. Á honum
vildi ég aka heim til min á eftir ef
ég gæti.
En á bil eins og þessum Lincoln
Continental gæti ég ekki látið sjá
mig nema að vera i það minnsta
með myndarlegt skegg” sagði
Oddgeir Bárðason sölustjóri hjá
Ræsi h.f. að lokim.
SK
Guðbrandur
Skúlason nemi
„Ég er nú reft að byrja aö
skoða þessi ósköp en það sem
ég hef séö hér i húsi tvö llst
mér mjög vel á. Það er greini-
legt á öllu að þetta er frábær
sýning. Af þeim bllum sem ég
hef séö vildi ég helst af öllu
eiga Voivo vörubflinn. Hann er
laglegur að öllu leyti.”
Þorvaldur Sævar
Skúlason nemi
„Mér finnst þessi sýning alveg
bokkaleg. Hún er o'sköp álika
þvi sem ég bjóst viö. Helst af
öllum bílum vildi ég eiga hinn
margumtalaða Lincoln Conti-
ental bilinn ( hans Kjartans
Sveinssonar tæknifræðings),
sem mér finnst mjög glæsileg-
ur. En ef ég veldi mér bll ein-
ungis með tilliti til verðs þá
myndi ég velja rútuna frá
Benz. Þaö er gott að selja
hana aftur.
Það eru ekki aðeins fólksbilar sem Benz framleiðir. Þýsku verksmiðjurnar státa einnig af glæsilegum
sendiferðabilum og einnig af fallegum vörubflum.
b
Nýjasta afkvæmi þeirra hjá Benz. Þetta er 9. eintakið sem smíöað er I heiminum svo aö segja má að
sé nýr af nálinni.