Þjóðviljinn - 23.04.1978, Blaðsíða 22
22 SIÐA — ÞJÓÐVlLJINN Sunnudagur 23. april 1978
Þorkell hf.
Hafnarfirði
auglýsir
Þar sem ég er að hefja framleiðslu á
öryggisneti fyrir vinnupalla og vegna
hinna tiðu slysa á þeim, þætti mér vænt
um ef verktakar er við slikar fram-
kvæmdir fást hefðu samband við mig sem
fyrst i sima 51465 og ræddu við mig um til-
högun slikra neta. Efnið er fyrirliggjandi
frá Marco, sem er með landsþekkta gæða-
vöru. Ég bið einnig verkamannafélagið
Dagsbrún að hafa samband við mig vegna
þessa.
Markús B. Þorgeirsson
skipstjóri
Frá Mýrarhúsaskóla
Innritun nýrra nemenda fer fram dagana
24. til 26. april kl. 9-12. Þeir sem flytja úr
skólahverfinu á komandi sumri eru
vinsamlega beðnir að tilkynna það á sama
tima.
Skólastjóri
LYFIATÆKNA-
SKÓLI ÍSLANDS
auglýsir inntöku nema til þriggja ára
náms við skólann.
Lágmarksinntökuskilyrði eru gagnfræða-
próf eða hliðstæð próf.
Umsóknir um skólavist skal senda skóla-
stjóra Lyfjatæknaskóla Islands,
Suðurlandsbraut 6, 105 Reykjavik, fyrir
27. júni, 1978.
Umsókninni skal fylgja:
1. Staðfest afrit af prófskirteini.
2. Almennt læknisvottorð.
3. Vottorð samkv. 37. grein lyfsölulaga
(berklaskoðun).
4. Sakavottorð.
5. Meðmæli (vinnuveitenda og/eða skóla-
stjóra).
21. april, 1978,
Skólastjóri.
BRÚÐULEIKHÚS
(Marionetten)
ALBRECHT ROSER sýnir
„GÚSTAF OG FÉLAGA HANS”
SUNNUDAGINN 23.4.’78 kl. 20.00
i samkomusal Hagaskólans við Hagatorg.
Miðasala hefst kl. 18.00. >
Miðar á kr. 1200 við innganginn.
Aldurstakmark 15 ár.
Sýningin er ekki háð neinni tungumála-
kunnáttu.
Á vegum
Goethe-stofnunarinnar
Þýska bókasafnsins og
Unima á íslandi
Mávahlið 23, R.
Nemenda-
leikhúsið
sýnir i Lindarbæ, leikritið
SLÚÐRIÐ
eftir Flosa Ólafsson.
I kvöld kl. 20:30
Mánudag kl. 20.30
Miðasala i Lindarbæ kl. 17-
20:30
sýningardagana og 17-19 aðra
daga, Simi: 2 19 71
ENDURSKINS-
MERKI ERU
NAUÐSYNLEG
FYRIR ALLA
UMFERÐARRÁÐ
i.KiKFRiAcaa as
ítKYKIAVlKUR
REFIRNIU
i kvöld kl. 20.30
fimmtudag kl. 20.30
SKAI.D-RÓSA
Þriðjudag kl. 20.30
Föstudag kl. 20.30
SAUMASTOFAN
Miðvikudag kl. 20.30
Fjórar sýningar eftir.
SKJALDHAMRAR
Laugardag kl. 20.30
Þrjár sýningar eftir
Miðasala i Iðnó kl. 14-20.-30
Simi 16620
ÞJÓDLEIKHÚSID
LAUGARDAGUR, SUNNU-
DAGUR/ MANUDAGUR
2. sýning i kvöld kl. 20
Rauð aðgangskort gilda
3. sýning fimmtudag kl. 20
KATA EKKJAN
þriðjudag kl. 20
STALIN ER EKKI HÉR
miðvikudag kl. 20
Fáar sýningar eftir
Litla sviðið:
FÖKEN MARGRÉT
þriðjudag kl. 20.30
Fáar sýningar eftir.
Miðasaia 13.15 — 20.
Simi 1-1200.
Munid
alþjóðlegt
hjálparstarf
Rauða
krossins
RAUÐI KROSS ÍSLANDS
Til
hvers
hlæjum
við?
Fátt gera menn oftar en hlæja. En
ástæöurnar fyrir því að við hlæjum
eru ekki allar góðkynjaðar. Enda
muna allir fyrirbæri eins og hæðnis-
hlátur, fyrirlitningarhlátur og hroll-
vekjandi hlátur.
Vitanlega hlæjum við að þar til ætluðum sög-
um. Einhverskonar ósamræmi er algengt
hryggjarstykki i gamanmálum. Eitthvað sem
ekki passar saman. Bandariskt kirkjublaö
birtir stóra fyrirsögn rétt fyrir jól: „Drengur
fæddur i Betlehem. Við óskum guði til ham-
ingju. Við óskum Mariu til hamingju. Við ósk-
um Jósef til hamingju”. Mönnum finnst þetta
kyndug þula, einhverjum stekkur bros. En
þegar blaðið New Yorker birtir þessa úrklippu
i „rósagarði” sinum og bætir við: „Eiginlega
höfðum við vonast eftir stelpu”, þá fyrst getur
æsingur færst i leikinn.
Það er mjög i sama dúr að við hlæjum yfir
þvi, að atburðir taka allt aðra rás en við bú-
umst við. Dæmi — gömul saga frá dögum Lúð-
viks 14. Frakkakonungs:
Greifi einn kemur inn i dyngju konu sinnar
og finnur hana i örmum erkibiskupsins. Hann
gengur sallarólegur út að glugga og tekur að
blessa mannfjöldann á götunni fyrir utan.
— Hvað ertu eiginlega að gera? segir kona
hans flemtri slegin.
— Herra biskupinn er að gegna minum
skyldum, svarar greifinn, það er þá ekki nema
rétt að ég gegni hans i staðinn.
Þetta er allt gott og blessað. En þvi miður
hafa margir vitrir menn orðið til þess að benda
á þá staðreynd, að hlátur okkar stafar einatt af
þvi, að við finnum ekki til samúðar.
Við hlæjum að þeim sem stigur á bananahýði
og rennur á rassinn. Við hlæjum að glópsku og
mistökum, með það bak við eyrað að við séum
greindari eða úrræðabetri en þeir sem við sjá-
um lenda i vandræðum ýmislegum eöa heyr-
um sagt frá. Hlátur er og einatt bundinn árás-
arhneigð og valdderringi einhverskonar —
samanber iskalda hlátra,hæðni og fyrirlitning-
ar, sem við rekumst á i ýmsu samhengi.
En hlátur getur einnig sýnt skapstyrk: hann
er tæki til að berjast við eigin ótta og annarra.
Maðurinn sem fer til læknis á mánudegi, heyr-
ir að hann sé haldinn hættulegu krabbameini
og segir aðeins: „Er það nú byrjun á viku!” —
hann gerir meira en að frysta samúð læknis,
hann er að berjast við þá angist sem steðjar aft
honum sjálfum. Og sannast sagna er þaö ótrú-
legt hve iðnir menn hafa verift aft brynja sig
gegn ótíftindum meö gamni — og er þaft gam-
an stundum næsta grátt. 1 frægri bók sinni um
gyðingasögur minnir Salcia Lanzman á það„
að ekki einu sinni fjöldamorö nasista gátui
komið i veg fyrir að Gyðingar gerðu um sig
nýjar sögur. Ein hin skuggalegasta er sögð I
fangabúftum og er svona:
— Hittumst siðar f búöarglugga, vinur. Þú
sem grænsápa, en ég sem ilmsápa.....