Þjóðviljinn - 23.04.1978, Side 23

Þjóðviljinn - 23.04.1978, Side 23
Sunnudagur 23. april 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23 / kompan Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir Hafsteinn Freyr Sverrisson, 9 ára, flytur Brynhildi Hall kvæfti á tiunda afmælisdegi hennar. Afmælisljóö Brynhildur Hall átti af- mæli 12. apríl/ þá var hún tíu ára. Brynhildur er í þriðja bekk í Austurbæj- arskóla. Kennarinn henn- ar heitir Nína Magnús- dóttir. Það er alltaf gert dá- litið stáss með þann sem á afmæli. Kennarinn ósk- ar afmælisbarninu til hamingju með handa- bandi og bekkjarsystkin- in syngja: ,,Hann eða hún á afmæli i dag!" Allt eftir því hvort á við. En hún Brynhildur fékk fallegri afmælisóskir en gengur og gerist. Bekkjarbróðir hennar Hafsteinn Freyr Sverrisson, sem ennþá er ekki orðinn tíu ára, fiutti henni Ijóð sem hann hafði ort í tilefni dagsins. Ljóð- ið hafði hann skrifað snoturlega á blað sem hengt var upp á korktöfl- una í stof unni. Þau leyfðu Kompunni að birta Ijóðið. Það er með eiginhandar- skrift Hafsteins Freys. Nýlega heimsótti Pétur Gunnarsson Austur- bæjarskóla og las úr verkum sínum fyrir 6., 7., 8., og 9. bekki. Fyrst las hann nokkur Ijóð, þá valda kafla úr Punktur punktur komma strik og loks úr handriti. Það var upphafskafli nýrrar skáldsögu sem er væntanleg í haust og er beint framhald af Punktur punktur komma strik. Krakkarnir fögnuðu Pétri innilega og það ríkti mikil kátína undir lestr- inum, því brandararnir hittu í mark, samt fylgdi alvara gamninu og auð- sjáanlega rataði Pétur rétta leið inn að hjarta* unglinganna. Unnur Brown lærði Fétri vönd af rauöum rósum frá 6. bekkingum Ej yrkja víl nú lítii Ijói umtíu ára íljóá I )ennan heim þaá horió var einn bjartan apríldaj þá sólin skein og fug lar sungu vorsinsgleáibra^. Og mærin óx og óafnaii Uns tiún hjá Ninu hafnaái. far miklum fródJeik safnaái oc) dvaldi i góáum fagnaái. Brynkildur heitir hiS nnæta sprund er flutt hef ég Ijóá' miít léttyr í lund. Megi framt/áin fiér kiamingju faera mín kaera. Nina MagnúsdóUir kennari. Börnin sitt hvoru megin viö hana eru Einar Páll Tómasson og Ingibjörg Lilia Halldórsdóttir Krakkar úr 6. og 7. bekkjum Austurbæjarskóla hlusta á Pétur Gunnarsson lesa úr verkum sinum SKÁLD í HEIMSÓKN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.