Þjóðviljinn - 12.05.1978, Page 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. mal 1978.
DIOBVIUINN
Málgagn sósialisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Berg-
mann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Ein-
ar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaði: Arni Bergmann.
Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiösla auglýs-
ingar: Siðumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf.
Að „styrkja”
fyrirtœkin
Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið meirihluta sínum í
Reykjavík um margra áratuga skeið. I síðustu kosning-
um 1974 hefði stærsti andstöðuf lokkur Sjálfstæðisf lokks-
ins í borgarstjórn jpurft að bæta við sig 80-90% atkvæða
til þess að fella meirihlutann f rá völdum. Þá hlaut Sjálf-
stæðisflokkurinn 9 menn kjörna í borgarstjórn Reykja-
víkur þar sem sitja alls 15 menn.
Ástæðurnar til þess að Sjálfstæðisf lokkurinn hlaut svo
mikið fylgi 1974 eru margar. í fyrsta lagi þær að hann
lagði áherslu á það í kosningabaráttunni þá að kjósendur
ættu sérstaklega að refsa vinstristjórnarflokkunum. í
öðru lagi lagði Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á að tekist
væri á um herstöðvamálið, allir herstöðvasinnar yrðu að
sameinast um Sjálfstæðisflokkinn því honum væri ein-
um treystandi til þess að gæta hagsmuna hernámssinna.
Þessi áróður hafði nærri þurrkað einn minnihlutaf lokk-
anna, hernámsf lokk, út úr borgarstjórn Reykjavíkur. En
í þriðja lagi vann Sjálfstæðisflokkurinn kosningasigur
sinn 1974 vegna þess að hann hafði þá sem jafnan fyrr
og enn í dag mjög sterka áróðursaðstöðu. Þessa áróðurs-
aðstöðu, margfaldan blaðakost á við andstæðingana,
hefur Sjálfstæðisflokkurinn notað til þess að telja
almenningi trú um að flokkurinn væri félagshyggju-
flokkur í raun, en ekki flokkur einkagróðans og einka-
atvinnurekenda. Forystumenn Sjálfstæðisf lokksins
breiddu grænan hjúp yfir raunverulegt pólitískt eðli sitt
og hrópuðu bylting, bylting. Og sjá: Galdrabragðið
heppnaðist og skilaði Sjáífstæðisflokknum þúsundum
atkvæða umfram það sem hann hefur áður fengið.
( kosningabaráttunni í ár hefur komið fram að
forystumenn Sjálfstæðisflokksins sýnast öruggir um
meirihluta sinn. Þeir telja nú ekki þörf á því að breiða
yfir spillingarbúk sinn blæju hinnar grænu byltingar,
þeir eru ekkert feimnir við að koma til dyranna eins og
þeir eru klæddir. Reyndar er með orðskrúði og blekking-
arvaðli reyntað fela tilganginn, en uppkemst um strák-
inn Tuma við vandlegan yfirlestur þeirra texta sem
borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins láta frá sér fara.
Hreinskilnastur í þessum efnum er borgarstjórinn í
Reykjavík, Birgir ísleifur Gunnarsson. Hann segir i
grein sem birtist í AAorgunblaðinu um síðustu helgi að
atvinnumálin séu meginviðfangsef nið um þessar mund-
ir, en Reykjavík hefur sem kunnugt er dregist aftur úr
atvinnuþróun undanfarinna ára. Birgir (sleifur segir
enn fremur að stefna Sjálfstæðisf lokksins sé meðal ann-
ars fólgin ? því ,,að styrkja" einkaframtakið. Þessi
hreinskilnislega játning borgarstjórans í Reykjavik sýn-
ir stef nu Sjálfstæðisf lokksins í höf uðstað landsins sem í
leifturljósi. Tilgangur flokksins er sá að hygla einka-
gróðanum, tryggja fyrirtækjunum ,,aðstöðu" við vægu
verði, auka þannig gróða þeirra og ef la f lokkssjóð Sjálf-
stæðisflokksins. Ármannsfellsdæmið er ákaflega glögg
heimild um þetta: Sjálfstæðisf lokkurinn byggði sér hús
og leitað var til fyrirtækja um gjafir til hússins.
Ármannsfell gaf eina miljón í Sjálfstæðishúsið í Bolholti,
en fékk í staðinn eina eftirsóttustu lóð borgarinnar á ein-
um þeirra staða sem merktir voru grænir á kosninga-
kortum borgarstjórnarihaldsins 1974. Þannig fóru sam-
an hagsmunir — einkafyrirtækisins og flokkshagsmunir
Sjálfstæðisflokksins. Almenningur í Reykjavík borgar
brúsann, það er hann sem „styrkir" fyrirtækin í borg-
inni. Yfirlýsing borgarstjórans um „styrki" handa fyr-
irtækjunum jafngildir því yfirlýsingu um skattlagningu
á borgarbúana almennt.
Það er þakkarvert að borgarstjórinn skuli hafa haft
einurð til að lýsa því yfir að hann ætlaði að „styrkja"
fyrirtækin í borginni. Yfirlýsingin gæti haft þau áhrif að
borgarstjórnaríhaldið tapaði níunda borgarfulltrúan-
um i kosningunum í vor. Það er nefnilega hætt við því að
ekki séu allir Reykvíkingar þeirrar skoðunar að fjár-
muni þeirra eigi að nota til þess að „styrkja" fyrirtækin
fremur en að bæta hag fólksins. Atvinnustarfsemina
þarf að efla, en það verður að gera á félagslegum
forsendum. —s.
VANTAR ÞIG VINNU
VANTAR ÞIG FÓLK u0
i>( I « Al.l.t
Í.ANli pr.GAR I'i M (,
LVm I MORlU NBI.AOfM
Á myndinnf eru:
Birgír ísl. Gunnarsson. Ólafur B. Thors, Albert Guðmundsson. Davíö Otídsson, Magnús L.
Sveínsson, Páll Gíalason. Markús örn Antonsson, Elín Pálmadóttir, Sigurjón Á. Fíeidsted.
Ragnar Júltusson, Hílmar Goölaugsson, Bessí Jóhannsdóttir. (vantar á myndina). Margrét
S. Efnarsdóttlr, Svelnn Björnsson, Hulda Valtýsdóttlr, Stgríður Ásgeirsdóttír, (vantar á
myndina), Sveinn Björnsson, Valgard Briem.
Við erum reiðubúin
Víö erum (rambjóöendur SjálfstæÖistlokksins í borgarstjórnarkosningunum
28. ma( n.k. og skipum 18 fyrstu sætin á framboöslístanum.
/
Vtö höfum flest átt sæti í borgarstjórnarffokkj Sjálfstæöismanna.
Sameiginlegt áhugamál okkar er aó vinna málefnum Reykvíkinga
þaó gagn, sem við megum.
Við tefjum opiö stjórnmáfastarf. sem byggist á sterkum tengslum
kjósenda og kjörínna fuiltrúa þeirra mjög mlkilvægt.
Þvf erum viö reiöubúín Ul viðræöna um málefni Revkiavtkur.
Þau eru
reiðubúin
Eins og kunnugt er stendur nií
yfir deila um þaö hvort Sjálf-
stæðisflokkurinn geti tapaö
borgarstjórnarkosningunum i
Reykjavik eöa ekki. Sjálfstæðis-
menn með Birgi tsleif i broddi
fylkingar grátbæna kjósendur
um að trúa þvi að meirihluti
þeirrasé I hættu. Eins og góðum
áróðursmönnum sæmir hætta
þeir ekki fyrr en þeir eru teknir
að trúa eigin áróðursbrögðum.
Dæmi um þaö er þessi hagan-
lega samsetning á auglýsingum
i Morgunblaðinu i gær. Engu
likara er en að blaðið sé að aug-
lýsa það að eftir borgarstjórn-
arkosningarnar vanti borgar-
fulltrúa Sjálfstæðisflokksins at-
vinnu og að þeir verði á lausu
fyrir atvinnurekendur sem
vantar fólk. Og að sjálfsögðu
eru þau reiðubúin öíl með tölu.
A tvinnurekendur
hundsa Geir
A engan hátt tekur Vinnuveit-
endasamband Islands I ályktun-
um aðalfundar sins undir þá á-
bendingu Geirs Hallgrimsson-
ar, forsætisráðherra, að rikis-
stjórnin sé reiðubúin til þess að
breyta bráðabirgðalögunum um
helmingun verðlagsbóta á laun
ef aðilar vinnumarkaðarins geti
komið sér saman um hvernig
eigi að hækka lágu launin án
þess að það leiði til almennra
launahækkana í landinu. Enda
varla svaravert miðað við fyrri
afstöðu atvinnurekenda. Þeir
hafa nefnilega klifað á þvi að
þeir vilji ekkert gera fyrr en
rikisstjórnin hafi mótað tillögur
um hvernighækka skuli lægstu
launin. Þeirra kenning er sú að
þeir þoli engar launahækkanir
yfir höfuð, en gefr rikisstjórnin
grænt ljós á þær verði hún lika
að bæta atvinnurekendum skell-
inn meðdúsum.
Nú segir Geir Hallgrimsson
hinsvegar að ef atvinnurekend-
ur og launafólk geti komið sér
saman um leið til þess að hækka
lægstu launin standi ekki á rik-
isstjórninni að tryggja slika
kjarabót.
Atvinnurekendur og samtök
launafólks komu sér saman um
kjarasamninga og vinnufrið
fyrir tæpu ári. Rikisstjórnin
rauf það samkomulag með
lagaboði. Með þvi rauf hún
vinnufriðinn og storkaði verka-
lýðshreyfingunni.
Og nú eiga atvinnurekendur
og verkalýðshreyfingin að leysa
vandann fyrir rfkisstjórnina.
Geir Hallgrimsson nánast grát-
biður um að hann verði veiddur
upp úr eigin feni eins og flugan
úr súpunni. Atvinnurekendur
neita hinsvegar blákalt að koma
með nokkrar tillögur til þess að
draga Geir i land og heimta að
rikisstjórnin leysi hnútinn svo
þeir eigi hönk upp i bakið á
henni.
Aðalgeir
stöðvaði
viðtalið
I maraþonútvarpsviðtali i_
kvöldfréttum útvarps i fyrra.
kvöld lagði forsætisráðherrann
út textann. Af hálfu fréttastofu
útvarps var ætlunin að ræða við
ráðherrann strax að lokinni
ræðu hans hjá Vinnuveiténd-
asambandinu sl. miðvikudag.
Björn Bjarnason, skrifstofu-
stjóri forsætisráðuneytisins,
stundum nefndur Aðal-Geir,
stöðvaði það viðtal, og krafðist
þess að það yrði tekið daginn
eftir þegar ráðherrann væri bú-
inn að undirbúa sig.
Fréttamaður útvarps gerði
margitrekaðar tilraunir til þess
aðfá spurningum sinum svarað,
en ráðherrann las i 15 minútur
upp skrifaðan texta, i rauninni
heila ræðu.
Ágætt dæmi úr ræðunni er
þetta:
Fréttamaður: En sé nú hægt
að bæta nú á einhvern hátt kjör
þeirra sem lægst hafa launin ef
atvinnurekendur og verkalýðs-
samtök koma sér saman.
Hversvegna var það þá ekki
hægt fyrr, hafa forsendur eitt-
hvaðbreyst frá þvi sem var fyrr
i vetur?
Forsætisráðherra: Hér er
auðvitað um það að ræða að
hinir lægstlaunuðu séu það fáir
og vegi i heild það létt i útgjöld-
um i atvinnurekstri, eins og til
dæmis i frystihúsarekstri að
hvort tveggja sé hægt að gera i
senn að tryggja hinum lægst
launuðu frekari verðbætur cn
núgildandi lög gera en ofþyngi
þó ekki frystihúsarekstri eða
öðrum slikum atvinnurekstri i
auknum rekstrarútgjöldum.
Geir
Loddaraleikur
Annað dæmi um það hve for-
sætisráðherrann er vel heima i
fræðunum er sú skoðun hans, að
miða eigi breytingar á kaupi og
kjörum launafólks i landinu við
þjóðhagsvisitölu. Hann vill
kasta núverandi visitölukerfi
fyrir róða og taka upp visitölu
hagvaxtaraukningar. Greini-
lega hefur ráðherrann gleymt
að ráðfæra sig við helsta bar-
áttumann Sjálfstæðismanna i
verkalýðshreyfingunni Björn
Þórhallsson, form. Landssam-
bands verslunarmanna. Hann
upplýsti það í sjónvarpinu á
dögunum að hefðu verðbætur á
laun verið greiddar i samræmi
við þjóðhagsvisitölu á siðustu
mánuðum hefðu þær orðið hærri
en ef sólstöðusamningarnir
væru I fullu gildi.
Björn
Sé þetta rétt er Geir Hall-
grimsson með annarri hendinni
að skerða verðlagsbætur sól-
stöðusamninganna um leið og
hann vill rétta launafólki með
hinni hendinni meiri verðlags-
bætur en þeir samningar fela i
sér. Og hve.r á svo að trúa slik-
um loddaraleik? Ráðamenn
þjóðannnar hafa bjargfasta trú
á þvi að landinn sé ekki skyni
gæddur nema i meðallagi.
—EKH