Þjóðviljinn - 12.05.1978, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 12.05.1978, Qupperneq 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. mal 1978. Fyrirspurn til Vilmundar Gylfasonar og annarra forystumanna Alþýöuflokksins: Ég undirritaður get ekki lengur orða bundist eftir allan þann vað- al og jakaburð af vitleysum sem þú hefur látið frá þér fara undan- farið i blöðum svo sem Dagblað- inu og viðar um hús það sem byggt var fyrir málgagn okkar vinnandi fólks, Þjóðviljann, að Siðumúla 6 hér i fæðingarborg minni Heykjavik og sem ég und- irritaður lagði til i sjálfboðavinnu mikla vinnu ásamt mörgum öðr- um úr ýmsum stéttum þjóðfé- lagsins. Hvað hefur orðið af eign- Vonarstræti 3 unum í Reykjavík? Held ég að þar sé á engan hall- að þótt ég lýsi þvi yfir hér og nú að fáir eða enginn hafi lagt þar harðar að sér i þeim efnum en Ólafur Jónsson framkvæmda- stjóri Alþýðubandalagsins. Svo frábært var hans framlag til byggingar þessa húss að með ein- dæmum má telja ásamt fjölda manna úr mörgum stéttum þjóð- félagsins sem ekki verður frekar rakið hér. Nema hvað það vakti aðdáun mina að gamall verka- maður sem bjóþarna skammt frá byggingarstað lét sig sjaldan vanta við að leggja hönd á plóg- inn. Þakka ég honum hér með hoilustu hans við málgagn hinnar vinnandi alþýðu, Þjóðviljann. Ennfremur vil ég geta gamals manns noðan af Akureyri sem lagði þarna hönd að verki. Þessi aldni verkamaður sagðist ekki geta hugsaðsérþaðað koma hér i bæinn án þess að sjá hvernig mið- aði við byggingu Þjóðviljahúss- ins. Þannig var hugur gamla mannsins þarna norðan frá Akureyri til þessa margnefnda húss okkar sem þú sér svo mikl- um ofsjónum yfir og reynir að ófrægja á alla iund s jálfum þér og flokksnefnu þeirri sem þú tilheyr- ir svona að nafninu til og ennþá kennir sig við alþýðuna til ævar- andi skammar. Ef þetta er nú orðið að aðalkosningamáli Alþýðuflokksins i hönd farandi kosningum þá segi ég nú bara eins og gamall bóndi sem ég var hjá á sinni tið þegar ég var ungl- ingur i sveit á sumrin, I Bjargar- koti i Fljótshlið: ,,Ja, soddan þvi- likt og annað eins”. Ég sem þessar linur rita var al- inn upp eða tekin i fóstur sem kallað er hjá foreldrum móður Eftir Árna Jóhannsson verkamann minnar, Sigfúsi Jónssyni frá Vatnsnesi við Keflavik og konu hans Sigriði Jónsdóttur frá Skeljabrekku i Borgarfirði. Ólst ég þar upp i sárri fátækt og miklu atvinnuleysi kreppuár- anna fyrir siðustu heimsstyrj- öld. Þessi nú látnu heiðurs- hjón máttu ekki vamm sitt vita i neinu, en aldrei voru þau svo fátæk man ég, eftir að ég komst til vits og ára að þau létu það ekki eftir sér að kaupa blaðiðsem þúviltnúólmurleggja niður og fótum troða fyrir fullt og allt, enda voru þau bæði fýlgjend- ur jafnaðarstefnunnar eins og hún var boðuð i þá tið af ritstjóra blaðsins á þeim kreppu- og atvinnuleysistimum hinum eld- heita baráttumanni á sinni tið Ólafi Friðrikssyni. Nú er öldin önnur, nú er þetta blað ekki lengur gefið ú t af fátæku og allslausu verkafólki kreppuár- anna. Sei sei nei, nú eru það bila- braskarar og allskonar Dropadót annað. Þar hæfir skel kjafti eins og sagt er stundum Vilmundur Gylfason. Eins og ég hef nefnt hér að framan ólst ég upp hjá móðurafa minum Sigfúsi Jónssyni frá Vatnsnesi við Keflavik. Hannvar orðinn gamail maður þegar hér er komið sögu sem hér skal greint frá. Hann fórdageftirdag til þess að vinna i s jálfboðavinnu i grunni þeim sem nú hefur risið húsið er nefnt hefur verið i höfuðið á alþýðunni, Alþýðuhúsið h/f Hverfisgötu 8-10 Reykjavfk. Ég man það enn þann dag i dag hvað fósturafi minn var oftþreyttur að afloknu dagsverki i þessum grunni sem ekkert var annað en grjóthörð klöpp eins og margir eldri Reykvikingar muna vel sem Laugavegur 61 og 63 Vitastigur 8. Hverfisgata 8-10 komnir eru yfir miðjan aldur og eldri. Og nú vil ég leggja fyrir þig eina samviskuspurningu svona i lokin, Vilmundur Gylfason rann- sóknarblaðamaður með meiru: HVAR ER ÞETTA FRAMLAG FOSTURAFA MINS SIGFOSAR JÓNSSONAR NIÐUR KOMIÐ í DAG? Hefur þvi kannski verið stolið eða einhver frelsisins-, jafnréttis- ins- eða bræðralagsmaðurinn i flokknum sem ennþá kennir sig við alþýðu þessa lands tekið það sér til handargagns, svo sem hús- eignir þær sem verkalýðshreyf- ingin átö einnig á sinni tið, Iðnó við Tjörnina, Alþýðubrauðgerð- arhúsið Laugavegi 61-63 og Vita- stig 8? • Vænti ég þess að lokum að þú svarir þessu skýrt og skilmerki- lega og án allra undanbragða herra rannsóknarblaðamaður. NB. Vilmundur Gylfason. Gjörasvo vel að upplýsa undirrit- aðan um hvaða menn eða félög eiga eftirtaldar eignir i dag: No. 1: Alþýðuhúsið Hverfisgötu 8-10. No . 2: Alþýðuhúsið Iðnó við Vonarstræti 3. No. 3: Alþýðubrauðgerðarhús- ið Laugavegi 61. No. 4: Hornhúsið á Vitastig og Laugavegi 63. No. 5: Húsið sem Alþýðuprent- smiðjan er til húsa i, að Vitastig 8. yötugjörasvo vel að nefna mér fjölda hluthafa i þessum eignum. Einnig fasteignamat þessara eigna eins og það er i dag. Með stéttarkveðju. Arni Jón Jóhannsson verkamaðuri Dagsbrún.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.