Þjóðviljinn - 12.05.1978, Page 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. mal 1978.
íslandsmótið í knattspyrnu 2. deild:
Umsjón: Stefán Kristjánsson
Tvö glæsimörk og KR vann
Reykjavíkurmeistararnir byrjuðu með sigri gegn Fylki
Reykjavikurmeistararnir úr KR
byrjuðu keppnina i 2. deild vel i
gærkvöldi. Þeirléku þá gegn hinu
unga liði Fylki úr Arbænum og
lauk leiknum með sigri KR 2:0.
Staðan í leikhléi var 0:0. Leik-
urinn var lélegur og oft á tiðum
var ekki leikin knattspyrna
heldur aðeins sparkað út i loftið.
Það er kannski ekki nema von
að leikmenn liðanna hafi ekki get-
að sýnt sinar bestu hliðar þvi
veðrið var ekki upp á það besta.
Skitakuldi var og hávaðarok og
setti rokið greinileg mörk á leik-
inn þrátt fyrir að þvi hefði ekki
tekist að skora mark.
KR-ingar voru óheppnir að ná
ekki forustu strax i fyrri hálfleik
þvi að þá var Sverrir Herberts-
son að komast i gott færi i vitateig
Fylkis er einn varnarmanna
þeirra hindraði hann ólöglega og
vitaspyrna var dæmd. Spyrnuna
tók Ottó Guðmundsson og lenti
skot hans i stöng.
Eins og áður sagði lauk fyrri
hálfleik án þess að mark væri
skorað.
Siðari hálfleikur var mun betur
leikinn þó að ekki sé hægt að tala
um góða knattspyrnu. En þó
sáust oft mjög góðir kaflar og
voru þeir i flestum tilfellum eign
KR-inga.
Það fór lika svo að siðari hálf-
leikur var ekki orðinn nema 10
minútna gamall þegar fyrsta
mark leiksins kom.
'Stefán Sigurðsson gaf þá góðan
bolta fyrir mark Fylkis og þar
var Sverrir Herbertsson á réttum
stað og honum tókst að skjóta
viðstöðulaust i markið. Glæsilegt
mark og staðan 1:0.
Eftir markið hresstust
KR-ingar nokkuð en ekkert bólaði
á leikmönnum Fylkis. Og i' lokin
Norðanmenn harðlr í hom að taka
Skólameistaramót Blak-
sambands islands lauk um
siðustu helgi með mikilli
úrslitakeppni í nýja I-
þróttahúsinu að Laugum/
S-Þingeyjarsýslu.
Til úrslita i framhaldsskóla-
keppninni léku lið Menntaskólans
á Akureyri, sigurvegarar siðasta
árs og lið Iþróttakennaraskólans.
Var leikur þessara liða æsispenn-
andi og er þá vægt til orða tekið.
Iþróttakennaraskólinn vann
fyrstu hrinuna 15:8 en i annarri
hrinu náðu menntskælingar á
Akureyri að jafna metin 15:12.
Siðasta hrinan var þvi látin skera
úr umsigurvegara. Varhún jöfn
lengst framan af en undir lokin
sigu Norðanmenn fram úr og
sigruðu með 15 skellum gegn 12.
Vörðu þeir þvi titil sinn frá fyrra
ári. 3. sætið hrepptu mennta-
skólanemar i Hamrahlíð.
t keppni kvenpeningsins varð
keppnin ekki siður hörð og spenn-
andi. Til úrslita léku stúlkur úr
Menntaskólanum á Akureyri og
lið Gagnfræðaskóla Húsavikur.
Sigruðu Akureyrarstúlkurnar
með 15:11 og 17:15. Má af þessum
úrslitum marka að blak sé i mikF
um uppgangi fyrir norðan. t 3.
sæti komu stúlkur úr Mennta-
skóla Kópavogs.
Einnig var keppt til úrslita i
grunnskólamótinu. Var þar ekki
jafn hart barist þvi Héraðsskólinn
á Laugum skaut öllum öðrum
skólum ref fyrir rass og sigraði
með yfirburðum. Vighólaskóli frá
Kópavogi varð i 2. sæti og 3. sætið
kom i hlut Flúðaskóla frá Árnes-
sýslu.
t Stúlknaflokki sigraði Gagn-
fræðaskóli Húsavikur þriðja árið i
röð. Vighólaskóli varð annar og i
3. sæti kom Hagaskóli i Reykja-
vik.
Þvi miður hafa ekki borist
myndir af sigurvegurum keppn-
innar en þær verða birtar við
fyrsta tækifæri.
var aðeins eitt lið á vellinum.
Siðara mark KR var einnig
mjög glæsilegt. Þá gaf Vilhelm
Fredriksen vel fyrir markið og
Stefán Sigurðsson kom aðvifandi
oghamraði hann knöttinn i mark-
ið.
Glæsilegt skallamark ogstaðan
orðin 2:0 og sigurinn var KR.
SK.
Badminton:
Island og Færeyjar
leika í Þórshöfn
tslenska iandsliðið i badminton
mun um helgina leika landsleik
við Færeyinga i badminton.
Þetta er i f jórða sinn sem þessar
þjóðir leika saman en samskipti
þjóðanna hófust árið 1975. Siðan
hefur verið leikið á hverju ári.
Fyrst var leikið hér heima I
Laugardalshöllinni 1975 og sið-
an hefur verið skipt frá ári til
árs um keppnisslað. Keppt er
um farandbikar sem gefinn var
af Föroya FiskasÖlu, en um
hann er keppti fimm ár. Leiknir
verða Sleikir alls, 3 einliðaleikir
og 2 tviiiðaleikir. Þátttakendur
fyrir íslands hönd hafa verið
valdir og eru þeir eftirtaldir:
Jóhann Kjartansson, Harald-
ur Korneliusson, Steinar Peter-
sen, Sigurður Kolbeinsson og
Sigfús Æ. Arnason. Fararstjóri
er Rafn Viggósson formaður
BSl.
Leikir á Melavelli
Knaltspyrnusamband íslands
hefur i samráði við vallarstjóra
ákveðið að allir leikir Reykja-
vfkurliðanna i 2. deild i mak
mánuði fari fram á Melavellin
um. Er þetta að sjálfsögðu gert
til að hlifa Laugardalsvöllunum
tyeimur en að þessu sinni hafa
þeir ekki komið sem best undan
vetri. 1. deildariiðin munu þó
leika á Laugardalsvelli, þeim
efri og fer fyrsti leikurinn á hon-
um fram á þriðjudagskvöldið.
Þá leika nýliðar Þróttar við ts-
landsmeistara 1A.
LAUSAR STÖÐUR
Stöður tveggja skattendurskoðenda við
Skattstofu Suðurlandsumdæmis, Hellu,
eru lausar til umsóknar.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf sendist skattstjóra
Suðurlandsumdæmis fyrir 15. júni
næstkomandi.
Fjármálaráðuneytið.
LAUGARDAGUR 13. MAÍ
Neistahátíð 1
Tjamarbúð
Húsið opnað kl. 13:30. Samfelld dagskrá,
ávarp, söngur ljóð, tónlist, kvikmynda-
sýning og myndlistarsýning.
Fram koma:
Birna Þórðardóttir, Pétur Pálsson, Birgir
Svan, Vernharður Linnet, Sólveig Hauks-
dóttir, Gunnar H. Jónsson, Pétur
Hraunfjörð, Pjetur Hafstein, Tolli og
Guðbergur Bergsson.
Stutt kynning:
Samtök herstöðvaandstæðinga,
rauðsokkahreyfingin, baráttuhreyfing
gegn heimsvaldastefnu, Fylkingin.
Sigfús Daðason afhendir leirgrisinn fyrir
„besta” leirburð ársins.
Hátiðin heldur áfram um kvöldið m.a.
kynnir Einar Már punk-rokk.
Islandsmeistaratitillinn í skák:
Einvigi Helga og
Hauks hefst á morgun
Einvigi þeirra Hauks
Angantýssonar og Helga ólafs-
sonar uni íslandsmeistaratitilinn
i skák hefst laugardaginn 13. mai
n.k. kl. 14:0«, og fer það fram að
Að forða
þingheimi frá
stórslysi
Athugasemd
Lesendur Þjóðviljans eru
málvöndunarmenn og er það vel.
Fátt er blaðamönnum nauðsyn-
legra en skammir þegar þeir
beita islensku máli á jafn rangan
hátt og undirrituð gerði i fyrir-
sögn á forsiðu I gær:
,,Stórslysi forðað”.
Frá hverju var slysinu forðað?
spurðu þeir sem i mig hringdu
vegna þessa, og er það eðlilegt.
Rétt er að sjálfsögðu að and-
staða Vilborgar Harðardóttur og
þingmanna Alþýðubandalagsins
forðaði þingheimi frá því
stórslysi að afnema vinnuslysa-
tryggingar landsmanna og
afhenda þær einkaaðilum þ.e.
tryggingafélögunum.
Þessi saga sýnir okkur að unnt
er að forðast slys með nógu
öflugri samstöðu þingmanna og
verkalýðshreyfingarinnar gegn
þessari rikisstjórn.
—AI.
Laugavegi 71 i höfuðstöðvum
Skáksambandsins.
Svo sem kunnugt er urðu þeir
Haukur og Helgi efstir og jafnir i
landsliðsflokki á skákþingi
tslands sem fram fór um pásk-
ana, hlutu báðir 8 vinninga af 11
mögulegum. Munu þeir þvi heyja
sin á milli 4 skáka einvlgi um
sæmdarheitið Skákmeistari
tslands 1978 og réttinn til að taka
þátt i svæðamóti heimsmeistara-
keppninnar i haust.
Verði þeir jafnir, munu þeir
tefla 2 skákir til viðbótar, verði
enn jafnt mun hlutkesti látið
ráða.
Haukur Angantýsson, varð
Islandsmeistari 1976, en Helgi
Ólafsson hefur ekki áður hreppt
þennan eftirsótta titil, þó oft hafi
legið nærri.
misfarist
Upplýsingar sem hafa fengist
úr tveimur leiðöngrum haf-
r a n n s ó k n a r s k i p s i n s Ar n a
Friðrikssonar benda til að loðnu-
klak hafi misfarist að verulegu
leyti að þessu sinni, sagði Hjálm-
ar Vilhjálmsson fiskifræðingur i
samtali við Þjóðviljann I gær.
I ágúst I sumar verða tekin
fjöldasýnishorná útbreiðslu seiða
eins og gert hefur verið undanfar-
in 8 ár og þá koma endanlegar
niðurstöður fram. Uppistaðan I
loðnuaflanum hverju sinni er
Fyrstaskákin verðurtefld, eins
og áður segir, laugardaginn 13.
maf kl. 14:00, önnur skákin,
mánudaginn (2 I hvitasunnu) á
sama tima. Þriðja skákin, þriðju-
daginn 16. mai kl. 19.00 og fjórða
fimmtudaginn 18. mai kl. 19.00.
•
Samtimis munu þeir Ágúst
Karlsson (14 ára) og Þröstur
Þórsson (12 ára) þreyta einvigi
um íslandsmeistaratitilinn i
drengjaflokki, en þeir urðu efstir
og jafnir af 52 keppendum i sinum
flokki um páskana, með 8 vinn-
inga af 9.
•
Aðstaða er á mótsstað fyrir um
100 áhorfendur og er aðgöngu-
miðaverði i hóf stillt.
venjulega 2 árgangar og er loðnu-
klakið hefur mistekist að þessu
sinni getur það sagt til sin i
veiðinni eftir 3—4 ár og ef til vill
verður þá að gripa til einhverra
takmarkana.
Loðnan verður kynþroska 3—4
ára, hrygnir og deyr slðan. Þess
vegna er tilgangslaust að geyma
eitthvað af veiðinni tii næstu ára.
Siðan Islendingar hófu loðnuveið-
ar af krafti hefur loðnuklak alltaf
tekist með ágætum.
Loðnuklak virðist hafa
—GFr.