Þjóðviljinn - 18.05.1978, Side 2

Þjóðviljinn - 18.05.1978, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN f'immtudagur 18. mal 1978 Sigurjón Pétursson, borgaijulltrúi Sigurjón Pétursson Allir þekkja slagorð ungra íhaldsmenna „Báknið burt", enda hefur það verið á síðum bæði Morgunblaðsins og beggja síðdegisblaðanna með einum eða öðrum hætti flesta daga i u.þ.b. tvö ár. Margir af þeim stjórnmála- mönnum Sjálfstæðisflokksins, sem glima við að afla sér vin- sælda m.a. með þvi að ástunda jámennsku við ýmis konar sér- trúarhópa, hafa japlaö á þessu slagorði án hugsunar eða skiln- ings að þvi er virðist. Þetta umtalaða bákn er að meginstofni til sú samfélags- neysla, sem þjóðfélag okkar býður þegnum sinum uppá og er rikur þáttur i jöfnun lifskjara. Hluti af þessu umtalaða bákni, og hann ekki litill, er almanna- tryggingakerfið og sjúkra- Þótt 67,3% af tekjum Reykjavikurborgar fari Irekstur á þessu ári, neitar meirihluti borgarstjórnar aft láta gera úttekt á stærstu fyrirtækjum og stofnunum borgarinnar til þess aft koma megi vift aukinni hag- ræðingu I rekstri þeirra. BÁKNIÐ stofnanir, sem enginn sæmilega skynsamur maður vill leggja niður og enginn sæmilega menntuð þjóð vill vera án. Aðrir þættir báknsins nefnast skólastofnanir, löggæsla, dóms- kerfi, svo nokkur dæmi séu tekin. Mest verður þó slagorðið hjá- róma, þegar tal berst að bákni Reykjavikurborgar, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur haft meirihluta í svo lengi sem elstu menn muna. Þá verða menn vandræðalegir og telja að þar sé ekki svo slæmt bákn, ekki i Reykjavik. Og þeim vill fatast flugið, þegar kemur að þvi að fara að hrófla við „bákni” Reykjavikurborgar. Ekki skal ég gerast talsmaður þess að skólar eða slökkvistöö verði lagt niður. Né heldur mun ég standa að þvi að skerða heil- brigðisþjónustu, félagsmála- aðstoð eða æskulýðs- og iþrótta- aðstöðu. Eigi að siður þarf að gefa bákni Reykjavfkurborgar gaum. í rekstrarkostnaði borg- arinnar leynast margar glufur sem leka fjármagni. I mörg undanfarandi ár hafa borgar- fulltrúar Alþýðubandalagsins ásamt öðrum minnihluta- fulltrúum flutt tillögur um að hlutlausri hagræðingastofnun verði falið að gera úttekt á rekstri borgarinnar með þaö fyrir augum að auka hag- kvæmni og sparnað. Allar tillogur I þessa átt hafa undantekningalaust verið felldar. Allt skal halda áfram i sama gamla farinu,og á-meðan ekkert er gert, þenst báknið út. Tekjum borgarinnar er i grófum dráttum varið til tvenns: framkvæmda og rekstrar. Arið 1973 fóru 52,1% af heildartekjum borgarsjóös i rekstur. I ár er áætlað aö 67,3% af heildartekjum borgarsjóös fari i rekstur. Þannig er fjármálastjórn ihaldsins i raun. Sigurjón Pétursson Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssambands íslensks iðnverkafólks Sinnuleysi meirihluta værukærs A þessari mynd má sjá nýtt dæml um fyrirtækjaflóttann frá Reykja- vlk til Kópavogs. Skeifan,húsgagna- og gólfteppaverslun sem verift hefur um árabil I Reykjavik,er flutt til Kópavogs eins og fleiri versV unar- og framleiftslufyrirtæki. Borgarstjórinn i Reykjavík hefur margoft itrekaft að hann hafi ekki mikiar áhyggjur, þótt atvinnufyrirtæki flýi höfuðborg- ina og komi sér fyrir i öðrum byggðarlögum. Ekki þarf að efa aö rétt er eftir borgarstjóra haft; slikt og þviumlikt raskar ekki svefnró hans eða meirihluta þeim, sem á bak við hann stendur. Ráðamenn Reykjavikur hafa jafnvel talift þetta æskilega þróun; nágrannabæirnir verði þá ekki bara svefnbæir og auk þess létti þetta á umferðinni. Og þvi skyidi sá værukæri meirihluti, sem stjórnar Reykjavikurborg, vera að hafa áhyggjur af þvi að gamalgróin fyrirtæki, sem starfað hafa i Reykjavik i áratugi, eins og Sápugeröin Frigg, Dósagerðin, Trésmiðjan Viðir, Burstageröin, Vélsmiöjan Normi o.fl. o.fl. fari með starfsemi sina burt úr borginni? Það losar þá húsnæði undir skrifstofur. Nú er það eðlilegur og sjálf- sagöur hlutur, að sveitarstjórn- ir i nágrenni Reykjavikur vilji auka og treysta atvinnulifið i sinum bæjarfélögum og fagni þvi hverju nýju fyrirtæki sem þangað flytur. Það, að ekkert skuli gert til að sporna gegn þessum fyrirtækjaflótta, er vottur um það sinnuleysi sem rikt hefur i atvinnumálum i borginni. En engum er alls varnað og ekki heldur borgarstjórnar- meirihluta ihaldsins, þótt hann komist næst þvi. Og þegar leift að kosningum fór þessi sami meirihluti að hafa áhyggjur, Guftmundur Þ. Jónsson. ekki svo mjög af atvinnumál- um, heldur fyrst og fremst af kosningaúrslitum 28. mai. Var þá gripið til þess ráðs, aö berja saman tillögur i atvinnu- málum. Ekki eru þær mikið annað en markiaust kosninga- plagg, en þó bera þær vott um eitthvert lifsmark þótt doöinn sé mikill. En allt þetta brambolt, skýrslugerðir, til- löguflutningur, blaðamanna- fundir, viðtöl og ræðuflutningur, sem þessu er samfara, hefur þó vakið litinn áhuga borgarbúa, enda er áróðursblærinn á öllu saman augljós. Og ólikt hafa þessar tillögur vakið minni athygli en auglýs- ingin um grænu byltinguna forðum, þvi menn lögðú þó við hlustir, þegar ihaldið fór að boða byltingu. En allt þetta umstang hefði ihaldiðgetaðsparaðsér.ef það hefði borið gæfu til aö samþykkja tillögur Alþýðu- bandalagsins i atvinnumálum á hverjum tima. Þá hefði ekki veriðeins dökkt framundan i at- vinnumálum og raun ber vitni og ihaldið hefur sjálft viðurkennt. Þá hefði ihaldið ekki þurft að opinbera jafn aug- ljóslega sinnuieysi sitt I þessum efnum; það hefur samt af nógu að taka. Og ef atvinnuástandiö hefði verið betra i Reykjavik, hefði rikisstjórnin ekki átt jafn gott með að hóta atvinnuleysi ef verkafólk fengi umsamin laun. Guðm. Þ. Jónsson. Emil Gilels leikur með Sinfóní- unni Tónleikar Sinfóniuhljómsveitar tslands verða i Háskólabiói I kvöld, fimmtudag kl. 20.30. Þetta eru siðustu áskriftartónleikar hljómsveitarinnar á þessu starfs- ári. Efnisskráin verður sem hér segir: —■ Sinfónia nr. 12 eftir Sjostakovitsj og pianókonsert eft- ir Grieg. Stjornandi á þessum tónleikum er Karsten Andersen, sem starf- aði hér i mörg ár sem aðalhljóm- sveitarstjóri Sinfóniuhljómsveit- ar íslands. Einleikari er rússneski pianó- snillingurinn Emil Gilels, og er það I annað sinn sem hann kemur fram með S.í. Það er mikill feng- ur að fá mann eins og Gilels hing- aö til íslands, enda er hann af mörgum talinn fremstur allra pianóleikara sem nú eru uppi. Innan fárra daga munu þeir Gilels og Andersen leika þennan sama konsert á opnunartónleik- um tónlistarhátlðarinnar i Bergen. Mikið annriki hefur verið hjá Sinfóniuhljómsveit íslands á þessu starfsári, en tónleikar hljómsveitarinnar eru þegar orðnir 52 að meðtöldum tónleika- ferðum út á land og til Færeyja. Framundan eru svo þrennir tónleikar á Listahátiö. Hefur hljómsveitin aldrei flutt jafn- marga tónleika á einu starfsári og þessu. Matur og hreinlæti Hjá Kvenfélagasa mbandi tslands er nýkominn út bækling- urinn Matur og hreinlæti. Statens Husholdningsrád i Danmörku lét gera bæklinginn, en Anna Gisla- dóttir húsmæðrakennari þýddi hann og staðfærði. 1 bæklingnum er einkum rætt um hvernig koma megi i veg fyrir að matur spillist af hættulegum örverum. Flestir hafa einhvern tima orðið veikir vegna þess að þeir borðuðu mat sem mengast hafði af örverum og þvi valdið eitrun eða sýkingu. Hinum ýmsu örverutegundum er lýst og þeim sjúkdómum sem þær valda, við hvaöa llfsskilyröi þær þróast best og hvernig þær dreifast. En við bestu lifsskilyrði getur einn gerill orðið að þúsund miljónum gerla á 10 klukkustundum. Gerð er ýtarlega grein fyrir hvernig fara eigi meö hinar ýmsu tegundir matvæla og hvernig eigi að geyma þau. A þvi efni ritsins jafnt erindi til þeirra, sem vinna i matvælaiðnaöi og viö sölu og dreifingu matvæla.og þeirra, sem annast matreiðslu á heimilum. Framleiðsluráð landbúnaðar- ins veitti styrk til útgáfunnar. Bæklinginn prýða margar teikn- ingar, en teikningar og uppsetn- ingu á frummálinu geröi Zebart I Danmörku. Bjarni Jónsson teiknari sá um að hagræða islensku útgáfunni til samræmis við frumútgáfuna. Prentsmiöjan Leiftur annaðist prentun Bæklingurinn er 24 blaðsiður og er verð hans 300 kr. Hann fæst á skrifstofu Kvenfélagasambands Islands að Hallveigarstöðum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.