Þjóðviljinn - 18.05.1978, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 18.05.1978, Qupperneq 3
Fimmtudagur 18. mat 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA a." Jón Sigurbjönrsson og Hjalti Rögnvaldsson t hlutverkum slnum I hinu nýja leikriti Jónasar Arnasonar. JNý kosningaþjónusta útyarpsins Útvarpað á stuttbylgju Ætti að geta heyrst víða í Vestur-Evrópu ef skilyrði eru góð Viö bæjar- og sveitarstjórnar- kosningarnar 28. maí og Alþingis- kosningar 25. júni, verður kosningaútvarp á stuttbylgju. <Jt- varpað verður á 12175 khz eða 24,6 metrum. Sendingar þessar eru ætlaðar sjómönnum á kaupskipum og fiskiskipumT á fjarlægum miðum og Islendingum erlendis. Við hag- stæð skilyröi ætti að verða hægt að ná þessum sendingum á góð tæki meö loftneti á Norðurlöndum og annarstaöar i Vestur-Evrópu. Kosningaútvarp hefst um klukkan 22:00 báða kosningadag- ana og stendur fram eftir nóttu. Hádegisfrettir Útvarpsins eru alltaf sendar út á stuttbylgju á sömu bylgjulengd. Kosið á Reykjalundi í dag 1 dag milli kl. 15 og 17 verður utankjörstaðarkosning á Reykja- lundi fyrir vistmenn þar. Þetta mun vera i annað skiptið sem vistmönnum er gert mögu- legt að kjósa á Reykjalundi, og sagði Karl Magnússon, starfs- maður og vistmaður á Reykja- lundi i samtali við Þjóðviljann i gær aö þetta væri mikil framför. A Reykjalundi eru nú tæplega 150 vistmenn, flestallir yfir 20 ára aldri, og eru margir þeirra alls ekki feröafærir á kjörstað. Atvinnumiðlun LÍM hafin 15 til 20% nema vantar sumarvinnu Landssamband islenskra bandsins er aö koma fram sem menntaskóianema starfrækir nú heildarhagmunasamtök fram- sem undanfarin sumur atvinnu- haldsskólanema gagnvart hinu miðlun fyrir nemendur fram- opinbera og ýmsum félagasam- haidsskóla. Miðlunin tók til starfa tökum. Þannig er LtM t.d. aöili að i gær _ miðvikudag 17. maí — Æskulýðssambandi Islands. Simi hennar er 1 60 11 og er hún Alls eru i aðildarfélögum LIM opin virka daga kl. 09—18. um 4500 félagar og skv. lau^legri Þótt LÍM sé skrifað fyrir miöl- athugun I Menntaskólanum við uninni er hún einnig opin nem- Harmahlið og Menntaskólanum i endum framhaldsskóla sem ekki Kópavogi eiga um 15—20% þeirra eiga aðild aö LÍM enda er vinnu- eftir aö finna sér sumarvinnu. miðlunin að mestu rekin á kostn- Siðastliðið vor og sumarfengu 120 aö skattborgaranna. LIM er sam- nemar vinnu gegnum miölunina. band nemendafélaga allra Ahersla skal lögö á það að um- islensku menntaskólanna og fjöl- sóknir bæði nemenda og atvinnu- brautaskólanna i Breiðholti og rekenda veröa afgreiddar i sömu Flensborg. Meginhlutverk sam- röö og þær berast miðluninni. „Valmúinn springur út á nóttunni” í kvöld kl. 20.30 er frumsýning i Iðnó á nýju leikriti Jónasar Árna- sonar eins og áður hefur verið sagt frá. Nefnist það Valmúinn springur út á nóttunni og gerist það á af- skekktum stað sem gæti verið norður á Ströndum. Leikstjóri er Þorsteinn Gunnarsson en leik- mynd eftir Steinþór Sigurðsson. 1 leikritinu eru 11 hlutverk og leika þau 7 leikarar. Þeir eru Jón Sigurbjörnsson, Harald G. Haraldsson, Siguröur Karlsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Lilja Guörún Þorvaldsdóttir og Hjalti Rögnvaldsson. —GFR Stjóra Rithöfunda- ráds skipuð Stjórn Rithöfundasambands tslands og Rithöfundaráð hafa nú haldið fyrstu fundi sina eftir nýaf- staðnar kosningar og skipt með sér verkum. Stjórn Rithöfundasambandsins er þannig skipuð: Njörður P. Njarövik formaður (serkosinn á aðalfundi) Vilborg Dagbjartsdóttir varafor- maður Kristinn Reyr gjaldkeri Pétur Gunnarsson ritari og Þorvarður Helgason meðstjórn- andi. Varamenn: Asa Sólveig og Bald- ur Ragnarsson. Stjórn Rithöfundaráðs skipa: Stefán Júliusson formaöur Ölafur Haukur Simonarson gjald- keri og Asi i Bæ ritari. _ Alls sitja 12 menn i ráðinu. Hin- ir 9 eru: Arni Larsson, Geir Kristjánsson, Guömundur Steins- son, Guðrún Helgadóttir, Jóhann Hjálmarsson, Liney Jóhannes- dóttir, Sigurður Pálsson, Svava Jakobsdóttir og örnólfur Arna- son. 450 ungmenni blása í Görðum Fyiir nokkrum árum gekkst Mýrarhúsaskóiinn á Scltjarnar- ncsi fyrir þeirri skemmtilegu ný- breytni að bjóöa til hátiðar að ioknu vel unnu vetrarstarfi. Komu þa saman lúörasveitir barna frá höfuðborgarsvæðinu og léku, fyrst einar sér og siöan allar i sameiningu f Iþróttahúsi Sel- tirninga. Nú hefur Tónlistarskól- inn i Görðum ákveðið að taka upp þráðinn að nýju og bjóða til sllks fagnaðar laugardaginn 20. mai kl. 15.15. Hafa fjölmargar lúðra- sveitir barna og unglinga þekkst boðið og munu að öllum Hkindum aldrei fyrr svo margar sveitir verið saman komnar á einum staö. Standa vonir til aö áheyr- endum gefist kostur á aö hlýða á stærstu lúðrasveit, sem nokkru sinni hefur ieikiö á Islandi, þegar um 450 ungmenni þeyta lúðra sina I kröftugum samhljóm I iþróttahúsinu i Göröum næstkom- andi laugardag. Ertu ekki búinn ad finna þaðennþá? oo verið slæmt að týna kvittun.. Hjá Pennanum finnur þú allt, sem þarf til að skipuleggja heimilisbók- haldið, — möppur, geymslubindi, tímaritagáma, gatara, límmiða, teygjur, bréfaklemmur, o.s.fr. Hjá Pennanum finnur þú allt, sem þú þarft til að finna þína eigin pappíra á augabragði. Komdu og finndu okkur í Hallarmúla! T CSE HALLARMÚL A 2

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.