Þjóðviljinn - 18.05.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.05.1978, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 18. mai 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Sýning íNorræna húsinu: í minningu Jóns Engilberts j kvöld, fimmtudaginn 18jnaí, verður opnuð í Nor- ræna húsinu sýning á lit- krítarmyndum og teikn- ingum ýmiskonar ef tir Jón Engilberts. Þetta er minn- ingarsýning, en Jón hefði orðið sjötugur 23. maí. Sýningin er opin til mánaða - móta. A henni eru um 120 verk. Jón Reykdal hefur annast val myndanna ásamt með Þóði Hall og Ólafi Kvaran. Við höfum, sagði Jón Reykdal, tekið saman myndir allt frá þvi um 1925, frá námsárunum i Höfn og Osló, og fylgt Jóni Engilberts svo eftir allar götur siðan. Lit- Frá uppsetningu sýningarinnar. kritarmyndir ganga eins og rauður þráður gegnum sýning- una, en Jón lét eftir sig mikinn fjölda af þeim og hafa fæstar ver- ið sýndar. Þær eru frá 1937 þær elstu og þær yngstu frá 1968. Þessar myndir eru i flokkum margar; hér höfum við flokk eró- tiskra mynda, þar sem skækjur af ýmsum tegundum eru dregnar fram, þarna er svo flokkur mynda um trúarlegt.efnij þriðja stað höfum við seriu um Þor- geirsbola, yngstu myndirnar eru svo ljóðrænar afstraktfantasiur. Sýningunni högum við þannig, að við brjótum upp litkritar- myndirnar með stærri myndum af ýmsum tegundum. Á einum vegg höfum við með tilurðar-sögu myndskreytinga við þjóöhátiðar- útgáfu á verkum Jónasar Hall- grimssonar — fyrst pensilteikn- ingu, þá útfærslu i kol og siðan endanlega útfærslu sem prentað var eftir. Aðrar stærri myndir eru módelteikningar Jóns .frá náms- árunum hans, drög að málverk- um (t.d. málverkinu Vorgleði sem er i Búnaðarbankanum). Hér er og stór kröfugöngumynd frá kreppuárunum, en Jón gerði þá þó nokkuð af pólitiskum myndum sem m.a. voru notaðar á bæk- linga og timarit hinna róttækustu. Dagbækur og rissbækur höfum við i borðum. Við köllum þetta samt ekki yfirlitssýningu; þetta eru brot af þvi helsta sem eftir Jón liggur og ekki er grafik eða málverk. Fé - lagið íslensk grafik kemur við sögu þessarar sýningar og að- stoðar við að koma henni upp. Það var Jón Engilberts sem stofnaði félagiðlslenska grafik á sinum tima, og þegar það var endurreist 1969 var hann gerður að heiðursfélaga þess. áb Kosningaskrifstofa í Vesturbænum Þór Vigfússon sést hér leiðbeina unglingum við útburð á aukablaði Þjóðviljans um efnahags- og at- vinnumál. Myndin er tekin á kosningaskrifstofu Vesturbæjar- deildar Alþýðubandalagsins i Reykjavik, en hún var opnuð að Brekkustig 1 iaugardaginn fyrir hvitasunnu. Ljm. Leifur Formaður Vesturbæjardeildar, Baldur Geirsson, gefur Þór Vig- fússyni góð ráð á kosningaskrif- stofu hverfisins. Ljm. Leifur Tvær myndanna á sýningunni. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Hver hefur stefnan verid? Hvert ber að stefna? Verkalýðs- og atvinnumál í Hafnarfirði Fundur verður niðri í Gúttó í kvöld, fimmtudaginn Stuttar framsögur flytja: Albert Kristjánsson verkamaður: Barátta verkalýðshreyfingarinnar frá stríðslokum Guðfinna Halldóra Friðriksdóttir verkamaður: Tengsl forystu verkalýðshreyfingar og félags- manna. Guðmundur Bjarnleifsson járnsmiður: Fram- leiðslusamvinnufélög. Þorbjörg Samúelsdóttir verkakona: Fiskiðnaður í Hafnarf irði. Strax að loknum framsöguræðum verður skipt í starfshópa. Umræðust jórar verða: Björn Guðmundsson trésmiður, Bragi V. Björnsson skip- stjóri, Harpa Bragadóttir húsmóðir og Kristín Guðmundsdóttir starfsmaður FSV. Fundarstjóri verður Gunnlauqur R. Jónsson. Harpa Kristin Takid þátt í ad móta stefnuna Albert Guðfinna Guðmundur Þorbjörg Björn Bragi TILKYNNING tU fbúa Breiðholti Stofnsett hefur verið heilsugæslustöð i Breiðholti. Þjónustusvæði stöðvarinnar (heilsugæslusvæði) nær til Fella- og Hólahverfa, þ.e. Breiðholts III. Heilsugæslustöðin er til húsa að Asparfelli 12,2. hæð. Fyrst um sinn verður aðeins unnt að veita hluta af ibúum hverfisins al- menna læknisþjónustu og heilsuvernd á vegum stöðvarinnar, en þar munu i byrjun starfa tveir læknar. Þeir ibúar i Breiðholti III, sem óska að sækja læknisþjónustu til stöðvarinnar, þurfa að koma þangað til skráningar og hafa meðferðis persónuskilriki. Fyrstu þrjá dagana verða eingöngu skráðir þeir ibúar hverfisins sem ekki hafa heimilislækni, og njóta þeir þvi forgangs. Skráning hefst mánudaginn 22. mai og verður opið kl. 10—12 og 13.30— 15 til 31. mai. Læknar stöðvarinnar hefja störf 1. júni. Tekið verður á móti timapöntunum i sima 75100. Reykjavik, 17. mai 1978. Heilbriðismálaráð Reykjavíkurborgar Borgarlæknirinn i Reykjavik Sjúkrasamlag Reykjavikur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.