Þjóðviljinn - 18.05.1978, Side 7
Fimmtudagur 18. maí 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
JFasteignabraskararnir sem ráða bæjarstjórn Hafnar-
jfjarðar hyggjast láta rifa öll gömlu húsin í miðbæ
Hafnarfjarðar og byggja peningahallir i staðinn.
Finnur Torfi Stefánsson er haldinn sömu sýkinni
Hallgrimur
Hroðmarsson
„V erkamenn hafa varla
smekk fyrir fögrum listum
Finnur Torfi Stefánsson
(frambióöandi Albvöuflokksins
I Noröurlandskjördæmi vestra,
sonur fyrrverandi bæjarstjóra
Alþýöuflokksins i Hafnarfiröi)
skrifar grein í Visi 2. mai sl.
Hafnfiröingar, sem þekkja til
ættar þessa pilts, hljóta að lesa
pistlana hans með nokkurri for-
vitni. En örugglega hugsuöu
margir furöu lostnir, eftir lestur
þessarar greinar: „Ætlar bulliö
i þessari ætt virkilega að versna
meö hverri nýrri kynslóð”?
Fyrst stiklar hann á stóru um
heístu breytingar sem oröiö
hafa á undanförnum árum, en
siöan er meginhluti greinar-
innar skitkast til Alþýðubanda-
lagsins. Skitkastiö kemur
engum á óvart. Þaö höfum viö
fengiö frá flestum Alþýöu-
flokksmönnum, siöan kosninga-
skjálftinn fór aö hrista heilabú
þeirra. Þeir hugsa um þaö eitt
þessa dagana aö sýna forkólfum
ihaldsins aö þeir séu góöu börn-
in.
Dæmi af ,,handahófi”
Það sem helst vekur furöu
manns viö lestur greinarinnar
er röksemdafærslan sem notuö
er tilaðsýna fram á aö Alþýöu-
bandalaginu stjórni mennta-
menn sem séu algjörlega slitnir
úr tengslum viö verkafóik. I
greininni segir Finnur Torfi:
„Arekstrar hinnar borgaralegu
ihaldsstefnu Alþýðubanda-
lagsins viö hagsmunamál vinn-
andi fólks i landinu hafa sett æ
ríkari mörk á starfsemi flokks-
ins undanfarin ár. Taka má
nýleg dæmi af handa hófi.
Islenskir verkalýössinnar hafa
löngum barist fyrir útrýmingu
heilsuspillandi húsnæöis. Þá
baráttu hafa þeir upp á
siökastiö háö viö Alþýöubanda-
lagiö, sem vill varöveita öll
gömul hús”. A öörum stað segir
hann: „Grundvallarstefna
Alþýöubandalagsins lýtur að
endurlifgun gamalla þjóö-
félagshátta frá þeim tima sem
menn stunduöu fagrar listir,
nutu nátúrufeguröar og bjuggu i
útflúruðum húsum. Hún er i
senn rómantisk og ihaldssöm.
Það er augljóst að sú stefna
tekur miö af menntaöri yfir-
stétt, en ekki verkalýönum.
Islenskur verkamaöur sem
stritar fyrir lifsviöurværi sinu
80stundir viku hverja, i kæfandi
daun fiskimjölsverksmiöju eöa
ærandi hávaöa frystihúss hefur
ekki tima til aö njóta náttúru-
fegurðar og varla smekk fyrir
fögrum listum?
Fallegu járnvörðu
timburhúsin heilsu-
spillandi?
Hvar hefur þessi piltur alist
upp? Hefur hann aldrei gengiö
um götur Hafnarfjaröar? Hefur
hann ekki séö hvernig margir
Hafnfiröingar hafa dyttað aö
gömlu bárujárnsklæddu
timburhúsundum sinum? Þaö
skyldu þó aldrei vera þessi fal-
lega máluöu hús sem verkalýðs-
stéttin hefur verið aö reyna aö
útrýma á undanförnum árum i
blóra viö Alþýöubandalagiö?
Þessi piltur hefur ekki alist
upp á islensku alþýðuheimili,
það eitt er vist. Hann þekkir
ekki lifsviöhorfin þar og hann
þekkir ekki smekk þessa fólks.
Lætur vinnuþjökuð
alþýðan traðka á sér?
Það er rétt hjá Finni Torfa aö
fólk sem vinnur 80 stundir á
viku hefur ekki mikinn tíma af-
lögu til annarra hluta. En þaö
skulu allir Alþýöuflokksmenn
vita, aö Islensk alþýöa hefur
ekki enn gefiö upp á bátinn aö fá
viöurkennda i reynd 40 stunda
vinnuviku.
Mönnum erenn I fersku minni
þegar verkalýösfélögin skelltu á
yfirvinnubanni, og fólk fór að
taka til í göröunum sinum og
haföi tima til aö lita i kringum
sig.
Þaö má vel vera aö reglu-
strikuóðir glerhallapostular
haldi aö þeir geti sæ'tt lagi núna
og komið i veg fyrir aö viö
getum búiö okkur hlýtt og
manneskjulegt umhverfi. En
þessir menn munu sjá aö Islensk
alþýöa er ekki svo vinnuþjökuð
aö hún haldi ekki vöku sinni
fyrir umhverfinu. Þaö er grát-
broslegt til þess aö hugsa að
Finnur Torfi virðist vera
haldinn sömu niöurrifssýkinni
og fasteignabraskararnir, sem
ráöa bæjarstjórn Hafnarfjarð-
ar. Komið hefur fram aö þeir
ætlaaö láta rifa öll gömlu húsin
I miöbæ Hafnarfjaröar og
byggja peningahallir í staðinn.
Ég held aö viö Hafnfiröingar
megum prisa okkur sæla fyrir
aö hugur þessa piltungs stóo til
hærri metoröa heldur en aö
komast inn i bæjarstjórn
Hafnarfjaröar. Þaö er vart á þá
samkomu bætandi af niðurrifs-
mönnum.
i
Frá Amnesty International:
Hroðalegar
í Uruguay
fangapyntingar
Fyrrihluta ársins 1976 efndi
Amnesty International til viö-
tækrar herferðar til aö vekja
athygli á og mótmæla pyntingum
og meiri háttar brotum á mann-
réttindum i Uruguay. Stærsti
þáttur þessarar herferöar var
söfnun undirskrifta undir áskorun
til stjórnar Uruguay um aö láta
fara fram óháöa rannsókn á þvi
ofbeldi, sem fjöldi manna haföi
veriö beittur. Um var aö ræða
m.a. fjöldahandtökur ándóms og
laga, óhugnanlegar pyntingar,
dauöa manna i gæsluvarðhaldi
hjá her landsins og lögreglu og
ennfremur höföu menn horfið
sporlaust. Tæplega tvö þúsund
islendingar undirrituöu áskorun-
ina.
Þjóöþing Uruguay haföi verið
leyst upp árið 1973 og siöan hafa
landsmenn búiö viö hreina ógnar-
stjórn hersins. Allir stjórnmála-
flokkar voru bannaöir, nema
kristilegir demókratar, og eru
menn dæmdir i 2—8 ára fangelsi
fyrir það eitt aö hafa verið félag-
Eisenstein-,
kynning MIR
Fyrir-
lestur
Simjon Freilich prófessor,
fulltrúi Sambands sovéskra
kvikmyndagerðarmanna,
sem til íslands kemur i boöi
MIRi tilefni Eisenstein-kynn-
ingar félagsins, flytur fyrir-
lestur um sovéska kvik-
myndagerð i MlR-salnum,
Laugavegi 178, I kvöld
fimmtudaginn 18. mai kl.
20.30. öllum er heimill
aðgangur meöan húsrúm
leyfir.
ar i þeim. A sama tima voru öll
verkalýðsfélög bönnuö og for-
ystumenn þeirra ofsóttir, fang-
elsaöir án dóms og laga og pynt-
aðir. Fleiri andófsmenn gegn
stjórn Uruguay haf sætt pynt-
ingum og er ýmiss konar aöferö-
um beitt. Þannig eru menn settir
klofvega á egghvassar stengur,
sem ruggaö er, látnir standa
kyrrir timum saman matar- og
vatnslausir meö poka yfir höfð-
inu, brenndir með vindlingum,
gefinn rafstraumur og þá sér-
staklega i tilfinninganæma
likamshluta, nær drekkt i saur-
blönduðu vatni,kæföir i plastpok-
um, látnir liöa hungur og þorsta,
meinaö um svefn, gefin deyfi- og
ofskynjunarlyf og beittir ýmsum
sálrænum pyntingum.
Þegar þessi herferö hófst var
A.I. kunnugt um 24 menn, sem
pyntaðir höföu veriö til dauöa, og
var gefinn út sérstakur bæk-
lingur örlög þeirra.
Nú eru liðin tvö ár frá þvi aö
efnt var til þessarar herferöar.
Merkja má ýmis jákvæö áhrif
hennar. Hún tókst vel aö þvi leyti,
aö vakin var athygli á þeim
alvarlegu brotum, sem framin
eru gegn mannréttindum i Uru-
guay, og lögbundin eru i stjórnar-
skrá landsinsog þeim alþjóölegu
mannréttindasáttmálum, sem
Uruguay er aöili aö. Þess hefur
orðið vart, aö .rikisstjórnir og
ýmiss konar samtök hafa beitt á-
hrifum sinum i þvi skyni aö fá
stjórnvöld landsins til aö aflétta
ógnaröldinni og gera mönnum
lifiö bærilegra. Þá má nefna, aö i
byrjun þessa árs hafnaði OAS —
Samband amerikurikja — boði
stjórnarinnar i Uruguay um aö
halda aöalfund sinn i höfuöborg
landsins Montevideo, vegna hins
bágborna ástands i mann-
réttindamálum þar i landi. Enn-
fremur má nefna, að mörg
alþjóðasambönd verkalýösfélaga
hafa hvaö eftir annaö mótmælt
afnámi vinnuréttinda og brotum
á mannréttindum i Uruguay.
Ahrifin innan Uruguay voru
einkum þau, aö ýmsir hópar og
einstaklingar, sem starfaö höfðu
með stjórnvöldum geröu sér
grein fyrir þvi i hvert óefni var
komið og hættu samstarfinu. Má
sem dæmi nefna að Rodriguez
Lareta, sem var i mannréttinda-
nefnd rlkisráðsins, sem skipaö er
óbreyttum borgurum, sagöi af sér
á þeim forsendum, að ókleift væri
fyrir nefndina aö gera neitt raun-
hæft gegn brotum hersins á al-
mennum mannréttindum.
Þá haföi herferöin ennfremur
þau áhrif, aö óánægju meö her-
stjórnina tók aö gæta meöal ráöa-
manna i hernum og rúmlega 30
þeirra kröföust þess skriflega aö
komiö yröi á lýöræöi i landinu.
Sú rannsókn, sem skoraö var á
stjórnvöld Uruguay að láta fara
fram, hefur ekki verið fram-
kvæmd og litlar vonir standa til
aö svo veröi i bráö. Þess má þó
geta að i mars s.l. tilkynntu
stjórnvöld i Uruguay, aö þau ætl-
uðu að koma á fót skrifstofu til aö
svara fyrirspurnum erlendis frá
um þá, sem stjórnvöld telja aö
hafi á einn eöa annan hátt ógnað
öryggi rikisins. Siöan þessi
skrifstofa var opnuö hefur reynst
auöveldara að fá svör viö þeim
fyrirspurnum, sem stjórninni
hafa verið sendar um hugsjóna-
fanga, sem Al.hefur barist fyr-ir
að fá leysta úr haldi.
Þótt benda megi á nokkurn já-.
kvæöan árangur herferöarinnar
1976 eins og drepiö er á hér aö
framan, er þó ekki hægt aö segja,
aö hún hafi orðið til þess að
ástandið i mannréttindamálum i
Uruguay hafi batnaö svo nokkru
nemi, þegar til skamms tima er
litiö. En stjórnvöld vita, aö reynt
er að fylgjast sem best meö þvi
sem i þessum málum gerist og
gripið er til þeirra ráöstafana,
sem tiltækar eru.
NU hefur Amnesty Internation-
al enn fengiö vitneskju um 12
manns, sem látist hafa af pynt-
ingum og 5 manns, sem horfib
hafa sporlaust. Um er aö ræða
verkamenn, kennara, banka-
starfsmenn, verkalýðsleiötoga,
stúdenta, ljósmyndara, leigubil-
stjóra o.fl. Hefur veriö gefinn út
bæklingur meö upplýsingum um
þetta fólk og örlög þess, og liggur
hann frammi i skrifstofu Islands-
deildar A.I. i Hafnarstræti 15.
Aframhaldandi og aukin,nar
baráttu er þörf. tslandsdeildin
hvetur alla, sem ljá vilja liö sitt
I baráttunni gegn pyntingum óg
ómannúðlegrimeðferöá föngum i
Uruguay, t.d. meö fjárframlög-
um bréfaskriftum o.fl., til þess aö
hafasambandviöstjórnarmenn i
Islandseildinni, Margréti s. 43135,
Inga Karl s. 28582, Gerði s. 15903,
Jónu Lisu s. 27916, Friögeir s.
16481.
Stjórnarmennirnir munu veita
allar tiltækar upplýsingar og aö-
stoöa þá sem kynnu aö vilja
skrifa bréf til stjórnvalda i Uru-
guay t.d. vegna stéttarbræöra
sina, eða til aö mótmæla mann-
réttindabrotunum á annan hátt.
Midstöd
kosninga-
happdrættis
Alþýðubanda*
lagsins er að
Grettisgötu 3