Þjóðviljinn - 18.05.1978, Síða 13
Fimmtudagur 18. mai 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 „
liðnir eru frá endalokum siðari
heimsstyrjaldar. NU þekkist það
ekki lengur á Islandi, að menn
samþykki á mannfundum að
svipta stjórnmálalega andstæð-
inga sina kjörgengi og kosninga-
rétti, þó þeir verði fyrir áfalli
sjúkdóms og þurfi að leita félags-
legrar aðstoðar. Þetta þekktist
fram á fjórða tug þessarar aldar
og var beitt. En það skal viður-
kennt, að þá var lika andstaða
komin gegn þessu innan allra
islenskra stjórnmálaflokka, sem
leiddi til afnáms þessa með lög-
um. Miðað við það félagslega
ástand sem rikti á Islandi fyrir
svo sem fjörutiu og sjö árum þá
getur islenskt þjóðfélag i' dag
sjálfsagt kallast velferðarþjóðfé-
lag.
En ef við berum hinsvegar
saman þróun lifskjara verkalýðs
á íslandi við þróun lifskjara
verkalýðs i nálægum löndum sem
okkur eru skyldust að uppruna og
menningu ogmiðum við Hmabilið
frá striðslokum, þá læðist sá
grunur að manni, aö islensk
verkalýðsstétt séekki ennþá orð-
inn fullgildur þegn i hinu islenska
„velferðarþjóðfélagi”, og á ég þá
að sjálfsögðu fyrst og fremst við
launakj ör og atvinnuöryggi.
Þetta kemur hvað skýrast i ljós
þegar umsamin laun hinna lægst
launuðu i okkar „velferðarþjóð-
félagi” eru skert með lögum frá
Alþingi, af mönnum sem viður-
kenna að ekki sé hægt að lifa af
þeim launum sem verið er að
skerða. Þetta er siðlaust athæfi
og engum alþingismanni samboð-
ið sem telur sig eiga þangað
erindi til setu. En þetta er ófagurt
vitni þess hvernig jafnvel ágætir
menn sem einstaklingar eru
gjörsamlega blindir fyrir þvi, að
láta misvitra flokksforingja leiða
sig til að samþykkja lagaákvæði,
sem skerða heiður þeirra sjálfra
sem alþingismanna.
Að skerða laun hinna lægst
launuðu i islensku „velferðar-
þjóðfélagi” með lagasetningu,
það hefur sett blett á heiður
Alþingis sem nauðsyn ber til að
fjarlægður verði svo fljótt sem
kostur er. Slikt slys má aldrei aft-
ur henda Alþingi, sem er okkar
elsta þjóðarstofnun. Að skerða
laun hinna lægst launuðu, sem
óumdeilanlegt er að ekki geta lif-
að af átta stunda vinnudegi, það
er rökleysa sem aldrei getur leyst
neinn þjóðfélagslegan vanda, en
hinsvegar aukið hann, eins og
þeir menn áttu að vita sem að
samþykktinni stóðu.
í upphafi skal endinn
skoða.
Þaðer i eðli hverrar lifveru að
berjast fyrir lifi sinu svo lengi
sem kostur er. Slik lagasetning
Alþingis sem að framan greinir,
hún hlaut þvi óhjákvæmilega að
kalla á anctevar þeirra sem á var
ráðist, en höföu engu að miðla. Og
andsvarið er komið: Útflutnings-
bann á allar vörur frá flestum út-;
flutningshöfnum landsins, þar til
atvinnurekendur hafa bætt fyrir
afglöp Alþingis með nýjum kaup-
samningum, sem bæta hinum
lægst launuðu kjaraskerðinguna.
Hér hefur verið stofnað til óvit-
urlegra athafna af meirihluta
þeirra mannasemá Alþingi sitja,
þviþeir áttuaðveraþaðupplýstir
i þjóðfélagsmálum, að þeir vissu
að kjaraskerðing hinna lægstlaun
uðu gat undir engum kringum-
stæðum verið þoluð af verkalýðs-
samtökunum. Andsvar gegn
kjaraskerðingu var óhjákvæmi-
legt. En hvað segja atvinnurek-
endur i landinu um það rikisvald
sem stofnar til slikra vandræða i
islenskum atvinnurekstri sem nú
blasa við? Ætla þeir að taka mál-
ið i eigin hendur og semja sig út
úr vandanum sem misvitrir
stjórnmálaforingjar hafa sett þá
i? En það hlýtur að vera leið
skynseminnar i málinu, að það
verði gert.
Fólkið i útflutningsframleiðsl-
unni og aðrir slikir láglaunahópai;
þeir þola enga kjaraskerðingu,
laun þeirra eru svo lág fyrir. Það
beinlinis skaðar útflutningsfram-
leiðsluna f járhagslega þegar laun
þessa fólks eru skert, þvi með
óánægðu starfsfólki verður ekki
æskilegum árangri náð i fram-
leiðslu. Vanti peninga, þá verður
aðtaka þá þar sem þeir eru til og
ekki veldur þjóðhagslegum skaða
þó þeir séu teknir. Allt annað er
óráð.
Svanhildur óladóttir, Steinþóra Einarsdóttir og Pétur Gunnarsson.
Bókasafn Vöku
á Siglufíröi
Gjöf frá Gunnari heitnum Jóhanns -
syni og Steinþóru Einarsdóttur
phyTÍS snyrtivörurnar
verða _ sifellt vinsælli.
phyrís er húðsnyrting
og hörundsfegrun • með hjálp
blóma og jurtaseyða
phyrris f yrir viðkvæma húð
phyrris fyrir a||ar
• húðgerðir
Fæst í helstu snyrtivöruversl- unum og apótekum.
Hinn 1. mai sl. var félagsheim-
ili verkalýðsfélagsins Vöku á
Siglufirði formlega tekið i notkun,
og við það tækifæri var bókasafn
félagsins opnað, en það er gjöf frá
þeim hjónum Gunnari heitnum
Jóhannssyni alþm., sem lengi
var einn þekktasti forustumaður
verkamannafélagsins Þróttar á
Siglufirði, og konu hans, Stein-
þóru Einarsdóttur. 1 safninu eru
um 2000 bindi, auk ýmissa skjala
og gagna, sem snerta sögu verka-
iýðssam takanna.
Heiðursgestir Vöku við þetta
tækifæri voru frú Steinþóra, Pét-
ur sonur þeirra Gunnars og kona
hans, Svanhildur Öladóttir.
Kolbeinn Friðbjarnarson, for-
maður Vöku flutti aðalræðuna við
þetta tækifæri og þakkaði hina
veglegu gjöf, en ennig töluðu
Stefán Jónsson alþm., sem var
gestur Vöku og Eggert
Theodórsson. Gerðu þeir einkum
að umtalsefni líf og starf þeirra
Steinþóru og Gunnars á Siglu-
firði.
I lok samkvæmis þessa, sem
fjöldi bæjarbúa sótti til að heiðra
gestina og þiggja góðar veitingar,
hélt frú Steinþóra skörulegt á-
varp, sem hinn besti rómur var
gerður að. Hún er nú 87 ára að
Gestur 1 bókasafninu.
aldri, en er ern og hress svo
undrumsætir, þrátt fyrir þennan
háa aldur.
Vinnustödvun hjáFordog Saab-Scania:
Mesta verkfall
Brasilíu í áratug
16/5 — 9000 verkamenn við bif-
reiðaverksmiðjur auðhringanna
Ford og Saab-Scania skammt frá
Sao Paulo i Brasiliu eru i verkfalli
og krefjast 15—20% launahækk-
unar. Er þetta mesta verkfallið
þar i landi i tiu ár, enda bannar
einræðisstjórn hershöfðingjanna
þar verkföll og má aðeins gera
þau með leyfi verkamálaráðu-
neytisins, sem að sjálfsögðu er
ekki auðfengið.
Ford er bandariskur eins og al-
þjóð veit og Saab-Scania eitt af
mestu stórfyrirtækjum Sviþjóð-
ar. Lengi hefur verið mikið um
það að auðhringar þróaðra kapi-
taliskra landa f járfesti i hálfþró-
uðum rikjum þriðja heimsins,
vegna þess að laun eru þar lág og
verkföll bönnuð. Verksmiðjur
þær tvær sem hér um ræðir, eru i
útborg um 20 kilómetra frá Sao
Paulo, og eru i þeirri útborg flest
ar mestu bilaverksmiðjur Brasil-
iu, þar á meðal útibú frá vestur-
þýsku fyrirtækjunum Volkswag-
en og Mercedes-Benz. Verkfall-
ið hófst á föstudaginn og i verk
smiðju Saab-Scania.
Ferdamálaráö íslands
Opin feröamálaráðstefna
Ferðamálaráð islands hefur á-
kveðið að boða til Ferðamálaráð-
stefnu, sem hefst á Hótel Esjr
föstudaginn 26. mai, kl. 9.00 f.h.,
en verður slitið kl. 17.00 laugar-
daginn 27. mai.
— Dagskrá ráðstefnunnar er
ekki endanlega ákveðin, en fyrir-
komulag verður með svipuðum
hætti og á fyrri ráðstefnum,
þannig að fyrri fundardaginn
verða flutt erindi, siðan skipa
menn sér i starfsnefndir, sem
skila áliti og tillögum til umræðna
og ályktana á ráðstefnunni.
— Það er von Ferðamálaráðs
Islands að Ferðamálaráðstefnan
1978 verði vel sótt og marki spor i
framtiðarskipan ferðamanna-
þjónustunnar i landinu fyrir is-
lenska og erlenda ferðamenn.
Ráðstefnan er opin öllum sem á-
huga hafa á ferðamálum.
Það eru vinsamleg tilmæli að
þátttaka i ráðstefnunni verði til
kynnt sem fyrst til skrifstofu
Ferðamálaráðs Islands, Lauga-
vegi 3, simi 27488.
Sovésk kvikmyndagerð
Dr. Simjon l. Freilikh prófessor, fulltrúi
Sambands sovéskra kvikmyndagerðarmanna,
f lytur fyrirlestur um sovéska kvikmyndagerð
í AAíR-salnum, Laugavegi 178 í kvöld,
fimmtudaginn 18. maí kl. 20.30. Aðgangur
öllum heimill. stjórn AAÍR
LAUSSTAÐA
Laus er til umsóknar staða læknis við
heilsugæslustöð á Blönduósi. Staðan veit-
ist frá 1. október 1978 til jafnlegndar næsta
ár.
Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 10.
júni 1978 ásamt upplýsingum um fyrri
störf.
Heilbrigðis- og trýggingamálaráðuneytið
11. mai 1978
Auglýsmg
Framboðslistum til alþingiskosninga i
Reykjaneskjördæmi, ber að skila til for-
manns, yfirkjörstjórnar Guðjóns Stein-
grimssonar, hæstaréttarlögmanns, öldu-
slóð 44, Hafnarfirði, eigi siðar en miðviku-
daginn 24. þ.m. kl. 24.
Yfirkjörstjórn, kemur saman i réttarsal
bæjarfógetaembættisins, Strandgötu 31,
Hafnarfirði, fimmtudaginn 25. þ.m. kl. 17,
ásamt umboðsmönnum framboðslista.
Hafnarfirði, 12. mai 1978.
Yfirkjörstjórn Reykjaneskjördæmis
Guðjón Steingrimsson,
Björn Ingvarsson,
Tómas Tómasson,
Þormóður Pálsson,
Jón Grétar Sigurðsson
Blikkiðjan
Ásgarði 7, Garöabæ
önnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmiöi.
Gerum föst verðtilboö
SÍMI53468
LAUSSTAÐA
Embætti skattstjórans i Reykjavik, er
laust til umsóknar. Umsóknir sendist fjár-
málaráðuneytinu fyrir 7. júni næstkom-
andi.
Fjármálaráðuneytið,
10. mai 1978.