Þjóðviljinn - 21.05.1978, Page 2

Þjóðviljinn - 21.05.1978, Page 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. mai 1978 erlendar bækur The God in the Mountain. A Novel. Colin Thubron. Heine- mann 1977. Colin Thubron er afkomandi John Drydens, hann hefur ferðast vitt um Asiu og Norður-Afriku og um austurlönd nær, en um þau svæði hefur hann ritað nokkrar bækur. Þetta er fyrsta skáldsaga hans. Sögusviðið er Grikkland og at- burðarásin byggist á erlendri fjárfestingu i námurekstri. Fjall- ið ris upp af ströndunum við austanvert Miðjarðarhaf.Þettaer heilagt fjall i augum þeirra sem búa við rætur þess, þvi þar er staðsett skrin heilags manns. Bandariskur auðhringur ásælist fjallið vegna koparsins, sem þar er. .Fiskimenn búa i þorpinu við ströndina og sonur eins þeirra sem hafði farið út i heim fyrir ' löngu, snýr nú heim sem starfs- maður hringsins. Hann er höfuð- persóna sögunnar. Fyrst i stað • starfar hann að framkvæmdum . bringsins en siðar snýr hann við blaðinu og sér fram á hættuna. , Fólkið á ströndinni skiptist i tvo hópa, með framförum og auð- •téknum gróða, og þeir sem vilja halda i þjóömenningu og hefð- ;.bundið samfélagsform. Aðkomu- .mennirnir, sem standa fyrir 'framkvæmdum eru ekki allir jafn hárðir i afstööu sinni, þeim og 'öðrum persónum bókarinnar er -lýst af nærfærni, ástarsaga aðal- þersónunnar fléttast inn i söguna ..óg persónulegar ástæður fyrir af- .stöðunni til framkvæmdanna eru Taktar. Þorpsbúarnir vita fljót- : téga að þegar koparinn er búinn, ' 'fég-gst náman niður og hvað þá? . Sv'arið er, gróðinn verður notaður .fjj þess að koma upp nýjum at- •.yinnugreinum Margir þykjast ■.;yftaaðsliktsvarséfalskt,ef ekki híein lygi. Deilurnar harðna og i bókarlok er uppgjörið að hefjast, '•■lokabarátta þeirra sem vilja loka riámunni og i þeim átökum ferst ■ aöalpersónan, sem er að reyna að :köma á friði. Höfundinum er • eihkar lagið að skilja kvenfólk og : \þvj-verða kvenpersónur sogunnar ';.mfnhisstæðar. ífhe Spanish Civil War. H.ugh Thomas. Third edition 'revised and enlarged. Penguin Böeks in association with Haniish Hamilton 1977. y Rit Hugh Thomas kom fyrst út .1961 og hefur komið út nokkrum 'sinnum i endurprentun og endur- útgáfu. Þetta er meöal fyllstu rita uhr spænsku borgarastyrjöldina og talið meðal þeirra áreiðanleg- ústu. Höfundur skrifar formála áð endurútgáfunni og ber þar saman timana þegar hann var að setja saman þetta rit sitt i fyrstu og þegar hann skrifar þennan for- mála 1976. Um og upp úr 1960 virtist sem efnahagsleg framþró- un yrði framtiðarlausn á vanda- 'málum mannkynsins, kalda striðinu var að linna og menn litu vonbjörtum augum til framtiðar- innar. Þegar hann skrifar for- •málann 1976 er myndin önnur, þá tehir hann fjarri þvi fráleitt að borgarastyrjaldir af svipaðri gerð og sú spænska, geti ekki brotist út i ýmsum löndum og að ógnarástand öryggisleysis og myrkraverka sé ekki á næsta íeiti. Baráttan um auðlíndir jarðar hefur sjaldan verið jafn grimm og nú og fjötrar þeirra afla, sem um þær keppa hafa áld- rei verið jafn þétt riðnir og nú, um þau riki og þjóðir sem þau hafa náð ta'ngarhaldi á. Þetta er mikiö •rit i þessari útgáfu rúmar 1100 blaðsiður. Höfundurinn er af- .kastamikill höfundur og hefur m.á. se'tt saman bók um Kúbu og tvær skáldsögur. Magnús Torfi Ólafsson á heiðurinn af bezta nýyröi sem ég hef lengi heyrt, hann kallar eftirlætisiöju Vilmundar „ofsóknarblaðamennsku” að þvi er segir i „Timanum” 17. maí. En þó aö Vilmundur sé löngu hættur að greina skóginn og tæpast trén heldur er enn viða þörf rannsóknar. Sá marg- frægi tollheimtumaður Kristján Pétursson skrifar grein i „Dag- blaðið” 12/5 undir fyrirsönginni „Vissar tegundir f jársvikamála látnar afskiptalausar”. Honum þykir furðu seint ganga rannsókn á meintu fjármála- misferli Guðbjarts Pálssonar, enda hafi verið látiö lita svo út að hann væri eini aðilinn I mál- inu grunaður um saknæmt at- hæfi. „Sannleikurinn er sá, að Guöbjartur gegndi ákveðnum hlutverkum i umfangsmiklum viðskiptum við ýmsa einkaaðila og opinberar stofnanir, sem báru fulla samábyrgð með hon- um á hinum meintu fjármála- misferlum” (leiðinleg fleirtala það). Enn segir Kristján að Guðbjartur hafi gefið út ávisan- ir að upphæð sem reiknuð til núgildandi verðlags geri á ann- an miljarð. t yfirlýsingu banka- „Fjórdálk með framkvæmdum” stjórnar Samvinnubankans hafi einn umfangsmesti og athyglis- verðasti reikningur Guðbjarts við bankann ekki verið birtur. Þetta kallar Kristján yfirhylm- ingu.Þótt Kristjánsegi það ekki berum orðum þykir honum bersýnilega hart undir að búa að bófahasar Hauks Guömunds- sonar verði Guðbjartsmálinu öl eilifrar svæfingar. — Sem ekki þarf nú endilega að verða. Er ekki Jörgensensmálið sögu- fræga og forsögulega að komast á þetta alræmda „lokastig”? Birgir borgarstjóri hefur áhyggjur þungar i „Morgun- blaðinu” 7. mai enda alvöru- maður. Hann segir sem svo: „í hinum nýja meirihluta sem Alþýðubandalag, Framsókn og Alþýðuflokkur keppa að, þar ætlar Alþýðubandla,gið sér alla forystu. Þeir eru nú stærsti minnihlutaflokkurinn, og allt bendir til, að svo verði áfram. Kommúnistar munu þvi ætla sér næsta borgarstjóra i Reykjavik, og þeir ætla sér að koma á sósialisma i sem flest- um grein-um, þar sem borgar- stjórn getur haft áhrif. Margt bendir til að þeim myndi takast það. Frekja þeirra ogofstæki er slikt, að ekkerter liklegra, en að hinir prúðu en ráðvilltu full- trúar Framsóknarflokks og Alþýðuflokks létu undan til að halda friðinn og til að láta fólk halda a.m.k. fyrst i stað, að þessir þrir flokkar gætu I raun unnið saman”. Hræddur er ég um að Birgir fegri, ef svo mætti segja, byltingarstarfshæfni okkar bolsanna og að „frekjan og ofetækið” megi ekki minna vera. Eitthvað kemur mér lika lýsingin á framsóknarfulltrúun- um spánskt fyrir sjónir. Ráð- villtir kannski, en eru þeir svona umtalsvert prúðir? Kannski eftir aö Alfreö hætti. Slysadeild Borgarspítalans 1 nvtt hÚSTlflRði á hpesu QPi nýtt húsnæði á þessu ári Skólahúsnæði i Reykjávík: 1958 milljónum kr. varið til bygginga 1974 -1977 75 íbúðir fyrir aldraða í notkun í næstu viku 94 íbúðir til viðbótar i haust og um áramót Gerviefni sett á brautir nýja vallarins í Laugardal ísumar Aðstöðu fyrir „trimmara” komið upp á æfingaveUi Bandalag kvenna í Reykjavík Kirkj umálaráðherra skipi Borgarstjórinn aö starfi Það er von að borgarstjórnar- ihaldið sé uggandi um sinn hag, það veit sem er að ekki fær þaö endalaust þá skiptingu á at- kvæðum andstæðinganna sem því kemur best. Dagskipun Stalins á „Morgunblaðinu” þessadagana virðist hljóða upp á „Fjórdálk með framkvæmd- um”. Þeir voru fjórir á fimm dögum fyrir nokkru, ég læt þær úrklippur fylgja. Þá erlika öllu tjaldað til hjá borgaryfirvöld- um. Stórvirkar vinnuvélar velta út úr hverjum skúr, og i hverfinu þar sem ég bý birtist allt i einu áður ósén og meö öllu óþekkt maskína sem tinir rusl af götunum, svo sem til aö sýna það, að gatnamálastjóri sé eng- inn núllius heldur forstands- og dugnaðarmaður,sem kunni skil á allri nútimatækni. Kjósið maskinuna og mig! „Gunnar Dal minnir mig all- mikið á Asmund frá Skúf- stöðum” sagði Steinn Steinarr forðum daga og kvaö það mega undarlegt heita. Eitthvaö svip- uð hugrenningatengsl eru það að ég skuli alltaf tengja þá sam- an i huga mér Hilmar Jónsson úr Keflavik og Hannes Gissur- arson úr Reykjavik. Kannski eru þetta óljósar endurminn- ingar um „þjáningabræöralag- ið” gamla sem var nokkurs konar undanfari „hringekju ástarinnar I Morgunblaðshöll- inni”.Báðir eiga þeir til að bera brennandi ástriöu á menn- ingunni, sem er I voða rétt eins og fyrri daginn sem sést á þvi, að kommúnistar „planleggja” nú byltingu í menntamálum hérlendis eins og Hilmar orðar það svo islenskulega i „Dagblaðinu’ þann 5. þ.m. Niðurrifsöflin hafa náð umtals- verðum árangri að . sögn Hilmars: „í norrænudeild Háskólans er að finna harð- skeyttasta liö niöurrifsafla á Islandi á sviöi bókmennta og menningarmála. Þetta lið endurnýjar sig og kýs sig sjálft. Þetta lið ákveöur að mestu gerö kennslubóka og framtiðarstefnu skóla að þvi er varöar bókmenntir og listir”. Og afleiöingin lætur ekki á sér standa: „Raunar er Dagur Sigurðarson nú þegar oröinn þekktari en Davið Stefánsson i menntaskólum landsins”. Það er ekki á þetta mennta- kerfi okkar logið. Og ekki nóg með það að strigakjaftur bókmenntanna þoki daíakofa- skáldinu um set i vitund ungmennanna: Þau biða mörg hver „sálartjón i langskóla- námi” aðsögn Guðrúnar Gisla- dóttur, sem skrifar i geðrænan öryggisventil smáborgaranna, „Velvakanda”, þann 7. mai. Nemendur falla nefnilega ekki bara i upphafi háskólanáms heldur „þótt komið sé um og yfirmitt námstimabilið”. Hvað má þá til hjálpar verða að nemendur beri ekki andleg örkuml vegna þessað hafa fallið á prófi? Það er eftir þessu að dæma bersýnilega ekki nóg aö islenska rikið gefi hverju barnii stúdentshúfu i tannfé, eins og nú virðist stefnan. Það dugir ekkert minna en háskólapróf i ofanálag. Tvær smáfréttir að siðustu. 1 „Timanum” 13/5 segir frá ályktun Bandalags kvenna I Reykjavik, sem heimtar „sjúkrahúsprest” og spitala- kapellur i tugatali af kirkju- málaráðherra, vel vitandi það að sjúklingar eru meyrir og móttækilegri en ella fyrir stofu- gang guðspjallasnakka. Blesá- aðar bandalagskonur, látið þið sjúklinga og sjúkrahús i friði. Og ef fræðsluyfirvöld fara aö þeim tilmælum ykkar að „hlutast til um aö koma á föst- um kirkjuheimsóknum fyrir alla bekki grunnskólans a.m.k. einusinni á ári” þá eru skólarn- ir farnir að stunda trúboð, ekki trúfræðslu. Hvers konar félags- skapur er þetta Bandalag kvenna i Reykjavik annars, og voru þessar ályktanir samþykktar mótatkvæðalaust? „Ahorfendurskemmtu sér vel en leikritið vart til sæmdar” er fyrirsögni „Timanum” 12/5 um leikrit Þjóðleikhússins „A sama tima að ári”. Það er fréttaritari blaðsins i Stykkishólmi sem þetta ritar. Déskoti eru þeír orðnir móralskir f Hólminum, eða getur annað búið að baki fréttinni en siðferðileg vandlæt- ing? Og þá skýtur stöku upp i hugann að vanda, íslendingar geta sem kunnugt er sannað allt með visu. Þaö vár fyrir mörgum herrans árum að ella velmetin ihaldskerling i . Réykjavik var i næsta sæti fýrir neðan Magnús Jónsson dósent á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins. Þá var þetta kveðið: thaldið er eins i mörgu, ekki er að spyrja um móralinn. Nú setja þeir gömlu Sigurbjörgu saklausa undir dósentinn. Hvar er annars Eiin Pálmadóttir á listanum I ár? J.Th.H. VIKAN SEM VAR \.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.