Þjóðviljinn - 21.05.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.05.1978, Blaðsíða 5
Sunnudagur 21. mal 1S78 WÓÐVILJINN — StÐA 5 Adda Bára Sigfúsdóttir, borgarfulltrúi: Hvert ber ad stefna í atvinnu- málum Revkvíkinga Fyrir síðustu borgar- stjórnar kosningar voru starfsmenn borgarinnar önnum kafnir við að teikna fallegt kort fyrir borgar- stjórann til að nota í kosningabaráttunni. Þau voru mest i grænum lit, enda átti að halda græna byltingu. En það sáust líka blá strik og þau táknuðu stíga með allskonar nöfn- um. Það voru göngustígar, hjólreiðastigar og reiðstíg- Tvær slæmar staðreyndir komu strax i ljós. Hlutur borgarinnar i undirstöðugreinum atvinnulifsins fer rýrnandi og tekjur Reykvik- inga eru minni en tekjur fólks i nágrannabyggðunum. Að þessu upplýstu tóku embættismennirnir að gera sér og öðrum grein fyrir þvi hver væri meginvandinn i at- vinnulifi borgarinnar Og þeir settu nokkúr atriði niður á blað. Fyrst settu þeir þessi orð á blað- ið: „Kynslóðaskipti eiga mikinn þátt i hægari vexti, stöðnun, eða hnignun gróinna fyrirtækja i ' ' i ar og um sum strikin var sagt að þau þýddu stíga sem sérstaklega væru ætl- aðir til útivistar og hress- ingar. En allt er þetta liðin saga og fyrir þessar kosningar vildi borgar- stjórinn fjalla um alvöru- mál, og þvi sátu embættis- menn i fyrrasumar og tóku saman skýrslu um at- vinnulifið i borginni. borginni. bau eru flest i einkaeign og sú skoðun er rikjandi, að eignarinnar verði ekki notið nema i starfi við hana. Eigendur og erfingjar þykja þvi oft standa i vegi fyrir ráðningu hæfra starfs- manna og viðhald fasteigna situr fyrir áhættusömum rekstri og nauðsynlegri endurnýjun búnað- ar.” (bls. 9.) Siðan spurðu þeir menn sem taldir voru sérstaklega kunnugir i sjávarútvegi og iðnaði og fengu Tveir andófsmenn dæmdir í Sovét 19/5 — Tveir georgiskir félagar Helsinki-hópsins voru dæmdir til nauðungarvinnu og útlegðar til afskekktra svæða aðeins sólar- hring eftir að stofnandi hópsins, JúriOrlof,hlautsamskonardóm i Moskvu. Georgiumennirnir tveir, rithöfúndurað nafni Sviad Gam- sakhúrdia og Merab Kostava, tónlistarfræðingur, hlutu þó væg- ari dóma en Orlof, eða þriggja ára nauðungarvinnu og tveggja ára útlegðardóm. Réttarhöldin yfir þeim fóru fram i Tíflis, höfuðborg Georgiu. beir voru eins og Orlof ákærðir fyrir æsing- ar og áróður gegn rikinu. Gamsakhúrdia er sonur eins vinsælusta rithöfundar Georgiu og hefur látiðtilsin taka i þjóðernis- baráttu landa sinna. Nýlega kom til mikilla mótmælaaðgerða 1 Tiflis vegna þess, aö i uppkasti að nýrri stjórnarskrá fyrir sovétlýð- veldi þetta vantaði tryggingu fyr- ir þvi að georgiska héldi áfram stöðu sinni sem opinbert mál. Mótmælaaðgerðir þessar munu hafa orðið til þess að þegar endanlega var gengið frá stjórnarskránni, hélt georgiskan þar að fullu stöðu sinni sem opin- bert tungumál. Hið sama varð of- an á i hinum Kákasus-lýðveldun- um tveimur, Armeniu og Aser- bædsjan. Við mótmælaaðgerðirnar i Tiflis var sagt að ungt mótmæla- fólk hefði krafist þess að Gamsakhúrdia yrði látinn laus. staðfest að, „Fjárfesting i hús- eignum situr tiðum fyrir eðlileg- um rekstrarmarkmiðum i smá- iðnaði.” (bls. 11). bótt ekki komi annað til en þetta mat embættismannanna á einkarekstrinum i Reykjavik má vera ljóst að i framtiðinni getum við ekki byggt afkomuöryggi borgarbúa á einkaf vrirtækjum einvörðungu. Tii þess eru þau ein- faldlega of falivölt. En einmitt það vill Sjálfstæðis- flokkurinn að gert sé. Hann notar gamla góöa slagorðið um aö framtak einstakiinganna eigi að vera grundvöllur atvinnulifsins i Reykjavik og að borgin eigi ekki að gerast þátttakandi i atvinnu- rekstri nema „slikt sé beinlinis talið bráðnauðsynlegt”. svo ég vitni þráðbeint i stefnuplaggið þeirra. bað læðist þó sýnilega að þeim einhver grunur um að grundvöllurinn þeirra sé ekki of traustur. Við sósialistar viljum hinsveg- ar leggja nýjan grunn. Og það veröur að sjálfsögðu rúm fyrir einkafyrirtæki á þeim grunni við hlið annarra fyrirtækja. Við vilj- um að hlutverk borgarstjórnar sé að hafa forystu og frumkvæði að stofnun fyrirtækja og hún á að tryggja stöðugleika þeirra. 1 þessu felst engan veginn að allur almenningur eigi að vera fram- takslaus hópur sem biður eftir að borgarstjórn komi og segi: Hér átt þú að vinna! betta átt þú að gera. Siður enn svo. bað þarf dugnað og framtak einstaklinga til þess að byggja upp atvinnulif, sem þjónar þvi markmiði að gera rétt allra manna til vinnu og sómasamlegra launa að grund- vallarstaðreynd i samféiagi okk- ar. Framtak og dugnaður þarf ekki endilega að beinast að þvi einu að búa til einkafyrirtæki til þess að græða á. Við leggjum áherslu á beina þátttöku almennings i uppbygg- ingu og stjórn fyrirtækja. bar er brautin þegar rudd með stofnun framleiðslusamvinnufélaga þar sem allir starfsmenn eru jafn- framtfélagarog eigendur og taka á beinan hátt ákvörðun um launa- greiðslur og rekstur fýrirtækis- ins. bað er eftirtektarvert að Framsóknarmenn báru fram til- lögu þar sem sérstaklega var mælt með þessu rekstrarformi, en féllust svo á breytingatillögu frá Sjálfstæðismönnum þar sem orðið framleiðslusamvinnufélag var strikað út. Framtak fólksins getur einnig fundið farveg i samstarfsnefnd- . um i fyrirtækjum og i starfs- mannaraðum sem taka þátt I stjórn stofnana. Starfsmannaráð sjúkrahúsa hafa t.d. gefist vel. Samstillum kraftana og þaö framtak sem i okkur býr til að leggja nýjan traustan grunn undir at- vinnulífið f borginni okkar. Adda Bára Sigfúsdóttir SIMCA 1100 er einn duglegasti litli fimm fólksbíllinn á landinu, sem eyðir 7,56 1. á 100 1 SIMCA 1100 kernst vegi sem vegleysur, enda framhjóladrifinn bíll, búinn öryggispönnum undir vél, gírkassa og benzíngeymi og er u.þ.b. 2 undir lægsta punkt. Þetta er bíllinn sem þú ert að leita að, ekki satt? Hafið samband við okkur strax í dag. SIMCA1100 ' ''' ' c>. Armúla 36 - 84366 Sölumenn Chrysler-sal 83330/83454, _________ Alla dagavikunnar Alla daga vikunnar kemur Flugfrakt að austan og vestan. Að morgni næsta vinnudags eru pappírarnir tilbúnir. Sem sagt: Með Flugfrakt alla daga vikunnar. frakt FLUGFÉLAG LOFTLEIDIR LSLANDS •‘-‘-ivin Sunnuda Mánudaj Þriðjuda: —ék Miðvikui Fimmtuc Föstui Laugardagur j ;j| i Wr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.