Þjóðviljinn - 21.05.1978, Síða 3
Sunnudagur 21. mal 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Ný stjarna í heimi myndasögunnar:
ALVEG
í RUSLI
fer sigurför um Evrópu
Það voru Bandaríkja-
menn sem gerðu mynda-
sögurnar, „kómiksin"/ að
stórveldi, og enn í dag er
meirihluti þeirra mynda-
sagna sem blöð birta frá
þeim ættaður. En á síðari
árum er sem frumkvæðið í
myndasögugerð hafi í
vaxandi mæli færst til
Claire Bretécher; vinstrisinnuA
og skopast aö hugsunarhætti
vinstrisinna.
Evrópu — um leið og þetta
form er í vaxandi mæli
notað til annars en að lýsa
fljúgandi ofurmennum eða
þá til að þynna enn meira
en orðið er út þann heim
sem Walt Disney var höf-
undur að.
Allir kannast við þá miklu
sigurför sem Astrikur og
Steinrikur hinir frönsku hafa far-
iðum tugi þjóðlanda á undanförn-
um árum. Og nú er upp risinn enn
einn höfundur franskur, sem ger-
ir sig liklegan til að leggja undir
sig heiminn.
Hér er átt við Claire Bretécher,
en hún hefur um fjögurra ára
skeið haldið úti ágætu háði um
fólk sem hún kallar „Les
Frustrés” i hinu vinstrisinnaða
vikublaði Le Nouvel Observateur.
Við höfum reyndar birt einu sinni
eða tvisvar sýnishorn af þessum
syrpum og kallað þá flokkinn
„Alveg i fusli”.
Nema hvað syrpa þessi hefur
notið svo mikils álits, að til eru
þeir sem kalla Claire Bretécher
„besta félagsfræðing
Frakklands”.
Hvaða sykur
étur vinstrisinni?
Fólkið sem hún dregur upp er
svosem ekkert afbragð að fegurð
og glæsileik. Hárstrýið stendur út
iloftið, það þrammarum á kloss-
um og dregur peysugarma yfir
höfuð, andlitin minna á hinn
grimma leik sem Picasso stund-
aöi um skeið að útliti mannfólks-
ins.
Þetta fólk veltir fram og aftur
fyrir sér þvi sem er efst á baugi
hverju sinni — og þá einkum
meðal vinstrisinnaðra mennta-
manna. Það er masað um „hið
gyðing-kristna samhengi i hlut-
unum”, um „félags- og menn-
ingarlegan uppruna” og um
„karlrembuharðstjórnarógn-
ina”. Kannski boðar einhver
fagnaðarerindi á borð við þetta
hér: „Vinstrisinni étur aðeins
náttúruhreinan, brúnan sykur”. t
nýlegri sériu ræðast tvær
nýfrjálsar konur við, og sú sem er
enn frjálsari en hin sannar það
fyrir henni, að sú kona sem ekki
vill kvenmann með sér i bólið sé
kynþáttahatari! t syrpu, sem tek-
ið er dæmi af hér á siðunni, sitja
þrjú framsækin og ræða um
óhjákvæmilegt endurmat allra
verðmæta og um að henda göml-
um formum fyrir róða — en þau
vilja ekki verða af „töfrandi jóla-
næturmessu” hjá „gamla sæta
prestinum”.
Þekkir vel
sitt heimafólk
Ég lýsi þvi sem ég þekki, segir
Claire Bretécher. Ég er sjálf
vinstrisinni og þekki varla annað
en vinstrisinna. Og vissulega er
það myndaflokki hennar styrkur,
að hún þekkir sitt heimafólk
prýðilega vel og hittir þvi ágæt-
lega vel i mark þegar hún er að
skopast að hugsunarhætti þess —
og sjálfrar sin ef til vill i leiðinni.
Ritstjóri Le Nouvel Observateur
segirum listamanninn: „Fórnar-
lömb hennar tilbiðja hana blátt
áfram”.
Still Claire Bretécher er
auðþekktur mjög. Hún sækist
Félagsstarf eldri borgara
i Reykjavík
Yfirlíts- og sölusýning
Eins og undanfarin ár, verður efnt til yfir-
lits- og sölusýningar á þeim fjölbreyttu
munum, sem unnir hafa verið i félags-
starfi eldri borgara á s.l. starfsvetri að
Norðurbrún 1 og Hallveigarstöðum.
Sýningin verður haldin að Norðurbrún 1,
dagana 27. og 28. mai og er opin frá klukk-
an 13:00 — 18:00 báða dagana.
Enginn aðgangseyrir.
Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar
Auglýsingasíminn er
81333
ova*rusC i+e.réu4~ /eJZf
ftnvvtK s«ý*
of iOsLOt' rvljlf
iM/tTA k eJfsiys.
Ti'ÚArbró<j%m ,
mii mTiíirT'
Mei a minrst UM-
hua%fe.riZ fózuwt
Á jé-CutyUwtJ vii faretdfA
“ /H iana 4,
//U£u*v
þar er iJafrayuL/.
weÍM.r/nW** £ st6rk*si-
/jtQT' QAnuClLtc /cavKjl/C
fgfc' y^iSSCC
Sýnishorn úr „Alveg I rusli” — venjuiega eru 12-
syrpu, en stundum semur Claire iengri sögur.
-16 myndir I hverri
ekki eftir miklum margbreytileik
i teikningu, og hún notar alla
jafna mikinn texta eins og gert
hefur annar háðfugl, bandariskur
— Jules Feiffer.
Hægrisinnaðir stórborgarar
gáfu Glaire Bretécher ekki neinn
gaum lengi vel — en þegar
Giscard d’Estaing foresti bauð
henni til snæðings með sér i fy rra,
þá ákvað þetta fólk náðarsamleg-
ast, að það tæki þvi að veita henni
athygli. Stundum eru hægri blöð
að reyna að notfæra sér þann
brodd sem hægur vandi er að
finna i skopi hennar um vinstri-
mennsku allskonarog þá ekki sist
um jafnréttishreyfinguna, um
rauðsokka, Claire Bretécher læt-
ur sér það i léttu rúmi liggja.
Auðvitað er ég rauðsokka, segir
hún, en þegar jafnréttisbaráttan
verður að kreddu þá get ég ekki á
mér setið.
Sem fyrr segir er farið að þýða
syrpur Claire Bretécher — t.d. á
spænsku og þýsku. Það er hægara
sagt en gert, þvi að mikið af list
hennar felst einmitt i útsmoginni
meðferð á talsmáta parisar-
menntamanna, sem erfitt getur
orðið að finna hliðstæður við.
Kaþólsk
bók
um
gott
fordœmi
Kaþólska kirkjan á lsiandi hef-
ur gefið út bækling eftir Florence
Wedge sem heitir Fordæmi þitt.
Torfi Ólafsson islenskaði.
Bók þessi fjallar um mikilvægi
hins. góða fordæmis, eða eins og
einusinni var sagt: ,,Sýn mér trú
þina af verkunum”. Höfundur
leggur mikla áherslu á það,
að eftir þann tima sem margir
kenna við Jóhannes páfa 23ja hafi
kirkjan breytt um áherslur i
boðskap sinum. „Okkur er nú
bent á hversu völt sú kenning sé,
að við berum fyrst og fremst
ábyrgð á sjálfum okkur, hvilik
mistök það séu að einbeita okkur
að sjálfshelgun og einkaframför-
um og láta eins og ekkert annað
skipti máli. Nú er þess krafist af
okkur, að við sigrumst á tregð-
unni, og sýnum i verkinu að við
höfum áhuga á þörfum og
áhyggjuefnum meðbræðra okk-
ar”.
Bókin er 64 bls.
Vor í Reykjavík
Við bjóðum landsmenn velkomna til Reykjavíkur. Vekjum athygli á
þeim sérstöku vorkjörum, sem við bjóðum nú á gistingu.
Leitið upplýsinga, - hafið samband við okkur, eða umboðsskrifstofur
Flugleiða um land allt.
Suöurlandsbraut 2. Sími 82200
HOTEL
LOFTLEÍÐIR
Reykjavikurflugvelli. Sími 22322