Þjóðviljinn - 21.05.1978, Síða 6

Þjóðviljinn - 21.05.1978, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. mai 1978 SVAVAR GESTSSON: 81gar)4a Pét«r«8on borgarrábs- AMi Bára Sigfásdóttir, veöur- Mr Vigfássoa, keaaari fnebingur Gaörán Heigadáttir, deildar- GuOmundur ►. Jánsson, formaö- stjári, stjáraaaiaáw i BSRB. EFTIR EINA VIKU Kosningabaráttan vegna borgarstjórnarkosning- . anna er í hámarki. Við- burðirnir gerast svo hratt að vart festir sjónu á og sennilega fer mestalit framhjá þeim sem mestu skiptir að fylgist með, kjósendunum. Þeim er vorkunn þvílík flóðgátt hef ur opnast að eðlilegustu viðbrögð hversmanns erað verja sig fyrir ágjöfunum frekar en hitt. Talaði mannamál Segja má aö kosningabaráttan i Reykjavik hafi fyrst fariö veru- iega af stað með framboðs- og umræðufundinum i sjónvarpssal á miðvikudagskvöldið. Fyrri hluti þess þáttar varð afar daufur af þeim ástæðum, að umræöufundir af þessu tagi þar sem tugir manna lesa heimastilana sina eru dæmdir til að mistakast. Þeir ná ekki til áheyrenda og ég er viss um að margur maðurinn missti af siðari hlutanum þar sem fjórir frambjóðendur ræddust við. En það var hinsvegar athyglisverður sjónvarpsþáttur. Þar áttust við efstu menn á lista Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins, 3. maður á lista Framsóknarflokks- ins — og Guðrún Helgadóttir 4. maður á lista Alþýðubandalags- ins. Þátturinn var fyrir þær sakir . athyglisverður að einn frambjóð- endanna, Guðrún Helgadóttir, talaði mannamál, hinir þessa frambjóðendamállýsku, sem enginn skilur nema frambjóöend- ur allra flokka, hinir pólitisku iönaðarmenn. Vegna þess aö Guðrún Helgadóttir talaði mannamál i þættinum varð henni ekki skotaskuld úr þvi að draga aö Alþýöubandalaginu athyglina og umræður manna á meðal I bænum daginn eftir sjónvarps- þáttinn snerust heldur ekki um annað en frammistöðu Guörúnar Helgadóttur. Eftir miðvikudagskvöldið komst semsé loksins verulegt lif i kosningabaráttuna hér i Reykja- vik og það má sjá á öllum dag- blöðunum að kosningarnar eru að nálgast óðfluga, nú er aðeins ein vika til stefnu. Alþýðubandalagið er aðalandstæðingur íhaldsins Málefnastaða kosningabarátt- unnar er ákaflega ljós: Aðaland- ■tæöingur ihaldsins i borgarmál- dæmis Alþýðubandalagið sem harðast beitti sér gegn þvi i borg- arstjórn að dreginn yrði refsifrá- dráttur af launum þeirra sem þátt tóku i verkfallinum 1. og 2. mars. Afstaða hinna minnihluta- flokkanna var loöin og óljós; af- staða Framsóknarflokksins var þó einkar athyglisverð, þvi þar bættust Sjálfstæðisflokknum 1—2 borgarfulltrúar. 1 atvinnumálum kemur þetta mjög skýrt i ljós lika Þar beitir Sjálfstæðisflokkur inn sér fyrir þvi að nota skattfé launamanna i Reykjavik til þess að greiða fyrirtækjunum einskon- ar styrki undir þvi yfirskini að nú sé verið að efla atvinnurekstur- inn. Alþýðubandalagiö vill efla atvinnulif Reykjavikur, en á fé- lagslegum forsendum, þannig að þvi aðeins láti borgin fé i atvinnu- reksturinn aö borgarbúar stýri þeim sama atvinnurekstri sjálf- Alþýðubandalagsins, mörg dæmi þess að fólk átti augljóslega rétt á tiltekinni aöstoð borgarkerfisins en fékk ekki fyrr en gengið hafði veriö i málið af itrustu hörku. A sama tima og almenningur nær ekki rétti sinum nema með kliku- skaparaðferðunum gerist það að stórfyrirtækjunum liðst að skulda i skatta hundruð miljóna króna eins og rakið var hér i blaðinu á föstudaginn. Málefnaleg staða vegna borg- armálanna er þess vegna ljós. Kosningar til borgarstjórnar eru líka kjarabarátta En borgarstjórnarkosningar snúast ekki aðeins um stjórn höf- uð8taðarins sem aveitarfélags, um er Alþýöubandalagið. Það er sama hvort um er að ræða launa- mál borgarstarfsmanna, at- vinnumál Reykjavikur eða skipu- lagsmál svo nokkuð sé nefnt — hvarvetna eru aðalandstæöurnar milli Alþýðubandalagsins og Sjálfstæðisflokksins. Það var til UTBOÐ KlsiliðjaM h.f. óskar eftir tilboðum i lagningu dæluleiðslu við verksmiðju sina i Mývatnssveit ásamt byggingu dæluhúss og fl. Útboðsgögn verða afhent á Almennu verk- fræðistofunni h.f. Fellsmúla 26, Reykjavik og á skrifstofu Kisiliðjunnar h.f. i Mý- vatnssveit, gegn 25 þús. kr. skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð föstudaginn 2. júni 1978, kl. 11 á skrifstofu vorri. Almenna verkfræðistofan h.f. ir. t skipulagsmálum eru and- stæðurnar af sama toga spunnar, annars vegar eru félagsleg sjón- armið Alþýðubandalagsins, hins vegar eru gróðasjónarmið Sjálf- stæðisflokksins. Embættismemi borgarínnar i vlnnu fyrir FLOKKINN Þegar kemur að ágreiningnum um stjórnkerfi borgarinnar verð- ur hið sama uppi á teningnum. Alþýðubandal. vill treysta lýð- ræðislega stjórnun borgarinnar, Sjálfstæðisflokkurinn leggur á- herslu á það i verki að flétta sam- an flokkshagsmuni sina og borg- arkerfið. Þannig hafa embættis- menn borgarinnar veriö notaðir eins og hverjir aðrir kosninga- starfsmenn Sjálfstæöisflokksins undanfarna daga. Forystuhjörð borgarstofnana er einskonar' úti- bú Sjálfstæöisflokksins og em- bættismenn borgarinnar lita flestir á sig sem sérstaka póli- tiska trúnaðarmenn ihaldsins. Enginn nær rétti sinum eftir venjulegum leiðum i borgarkerf- inu, klikuskapurinn er allsráð- andi. Ég þekki af eigin raun, frá þeim árum þegar ég starfaði litil- lega aö borgarmálum á vegum þær snúast einnig um Reykjavik sem höfuðstað landsins, sem hluta af heild og þá um leið hvernig landinu sjálfu er stjórn- að. A þessi stjónarmið lagði Sjálf- stæöisflokkurinn mjög þunga á- herslu i kosningunum 1974 og það með réttu. Þess vegna eru átökin vegna borgarstjórnar Reykjavik- ur nú hluti landsmálabaráttunnar og hluti verkalýðsbaráttunnar. Þeir sem styðja stjórnarflokkana i borgarstjórnarkosningunum þeir eru að þakka þeim fyrir kaupránið sem framkvæmt var frá 1. mars. Framsóknarflokkur- inn er mjög hræddur við þetta. Leiðari Timans á föstudaginn fjallaði um þaö að alls ekki mætti kjósa um kjaramálin i kosningun- um á sunnudaginn kemur; það yröi tekist á um þau mánuði siðar i alþingiskosningunum. Þarna ná leiðarahöfundur Timans og borg- arstjórinn I Reykjavik saman sem vonlegt er. Otti þeirra er skiljanlegur, óttinn viö þaö aö fólkið taki afstöðu með tilliti til framkomu rikisstjórnarinnar við verkalýðshreyfinguna. En ótti þeirra dugir ekki til þess aö bægja þeim hugsunum frá að milli borg- arstjórnarkosninganna i Reykja- vik og verkalýðsbaráttunnar eru órjúfanlegir þræðir. Af þeim á- stæðum hefur Alþýöubandalagið i Reykjavik lagt áherslu á að stilla upp á framboðslistann til borgarstjórnar forystumönnum úr verkalýðshreyfingunni. Þann- ig eru i fjórða og fimmta sæti G- listans þau Guðrún Helgadóttir, stjórnarmaður i Bandalagi starfsmanna rikis og bæja og Guömundur Þ. Jónsson, formað- ur Landssambands iðnverka- fólks. Þeir launamenn sem hafa veitt störfum þeirra Guðrúnar og Guðmundar athygli I baráttu samtaka launafólks vita að þau eru trausts verö og þeir vita að þau tóku i samtökum sinum ein- arða afstöðu gegn kaupránslög- unum. Hvert atkvæði sem Al- þýðubandalagið fær er þvl stuðn- lngur viö stefnu verkalýðshreyf- ingarinnar og málstað. Kosning- ar til borgarstjórnaV eru lika kjarabarátta. Vika til stefnu Nú er lokaspretturinn hafinn; ein vika til stefnu. Flokksmenn Alþýðubandalagsins i Reykjavik og stuðningsmenn hafa lagt á sig ' geysilega sjálfboöavinnu siðustu dagana. Þeir hafa undirbúið kjör- daginn og aðgerðir kosninga- baráttunnar af samviskusemi og dugnaði. í dag fylkir G-listinn i Reykjavik til sóknar með fyrsta kosningafundi vorsins sem hald- inn verður i Háskólabiói. Þaö er fyrsti fundurinn af mörgum kosn- ingafundum sem haldnir verða uns kosningavorið 1978 er allt. Al- þýðubandalagsmenn vita að þvi aðeins næst géð útkoma i alþing- iskosningunum að borgarstjórn- arkosningarnar gefi góða við- spyrnu. Þess vegna verður unnið, unnið og aftur unnið þessa sólar- hringa sem eftir eru þar til kjör- stöðum verður lokað á sunnudag- inn kemur. Starfið mun ráða úr- slitum um það hvað kemur upp úr kjörkössunum; málefnaleg staða okkar er sterk, frambjóðendur okkar eru traustir talsmenn okk- ar hreyfingar og samtaka launa- fóiks. Nú er þ*ð starf okkar allra sem allt veltur á. Sigur Alþýöu- bandalagsins á sunnudaginn kemur væri sigur verkalýðs- hrcyfingar og vísir á enn stærri pólitiska sigra eftir rúman mánuð I alþingiskosningunum 25. júni. FOSTRA Fóstra óskast til starfa á dagheimilinu á Akranesi. Upplýsingar gefur forstöðukona i sima 93-1898 kl. 13—17 virka daga. Akranesi 16. maí 1978. Bæjarritari

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.