Þjóðviljinn - 21.05.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.05.1978, Blaðsíða 7
Sunnudagur 21. mai 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Hann fæddist með hjartað utan á sér Þessi litli drengur, Martez Hill, fæddist meö hjartaö utan á sér. Hann fæddist reyndar án bringu- beins og rifbeina, og „brjóstkass- inn” var of litiH til aö hjartaö kæmist þar fyrir. Læknar frömdu á drengnum aögerö skömmu eftir fæöingu og huldu hjarta hans skinni sem tek- iö var af siöu hans. Martez Hill var f jóra mánuöi á sjúkrahúsi en hefur nú veriö flutt- ur heim. Fá börn sem hafa fæöst meö svipaöan galla hafa lifaö lengur en fjórar vikur til þessa, en læknar halda aö Martez litli hafi góöa von um lif og þroska eft- ir skuröaögeröir til viöbótar. Líf þrífst í eitruðum • r SJO Timaritiö New Scientist skýrir frá þvi, aö undarlegt félag lifvera lifi um 2 km undir yfirboröi sjáv- ar i hlýjum og eitruöum sjó Kyrrahafsins. Llfriki þetta fannst nálægt Glapagoseyjum. Þar háttar svo til, aö heitar neiöansjávarupp- sprettur hita sjóinn upp i 17 gráö- ur, og sameinast hitinn og þrýst- ingurinn á þessu mikla dýpi um að breyta súlfötum i vatninu i eitrað brennisteinsvetni. En bakteriur lifa i þessu vatni og geta nærst á brennisteinsvetni þessu. Þær veröa svo næsti liður i fæöukeöju sem i eru ormar, skel- fiskur, krabbadýr og fiskar. Einkennilegasta tegundin er svonefndur túbuormur, sem er allt að þvi 46 sm á lengd. Þetta eru einhverjir stærstu ormar i sjó, þeir hafa engan munn, en geta tekið fæöu úr hinum eitraöa sjó i gegnum húöina. Lifriki þetta er talið einstakt i sinni röö — það lifir frekar á þeirri orku sem kemur úr iörum jarðar en á orku frá sólu. Nýtt tímarit Samtök um Framtiöarhyggju hafa kvatt sér hljóös og boöa út- gáfu nýs timarits, fyrsta hefti þess á aö koma út I mai. Hreyf- ingin er tengd „Progressive Utilization Theory” sem svo ncfnist og vill tengja saman ólik- ar hugmyndir um samfélagsum- bætur og þroska einstaklings. Vilja samtökin hafa samband viö kunnáttumenn á ýmsum sviöum, skipuleggja hópa sem taki fyrir einstök vandamál, „vekja fólk til umhugsunar og athafna um mál sem varöa almannaheill” I fréttatilkynningu segir og: Akveöin hefur veriö útgáfa veg- legs timarits sem bera mun nafn- ið Vitund og veruleiki og mun taka til meðferöar mismunandi málaflokka sem varöa mannlegt samfélag. Fyrsta tölublaö af þremur, sem gefin veröa út á þessu ári, fjallar um Mannlegt þjóöfélag og félagsleg samskipti. Blaðið er gefiö út i samvinnu viö þjóömálahreyfingu íslands og veröur prentaö hjá Offsettækni h.f. I tveimur litum á vandaðan pappir. Þaö veröur 56 bls. að stærö og gefiö út i 3000 eintökum. I i Áriö 1951 voru miklir iþrótta- menn á Islandi. Snemma sum- ars sigruöum við á einum og sama deginum Norömenn og. Dani i frjálsum iþróttum, og burstuöum Svia i fótbolta-lands- leik. A Evrópumeistaramótinu varð örn Clausen annar i tug- þraut, og i júli-lok var sigurveg- aranum Ignache Heinrich boðiö til einvigis á Melavellinum. A siöari degi keppninnar mánu- daginn 30. júli átti dagskrá Út- varpsins aö ljúka kl. 22.30, en i þann mund er þulur var aö leggja Þjóösönginn á grammó- fóninn kom hraöboði dagskrár- stjórnar og tilkynnti aö útvarpi yrði haldið áfram, þar til tug- þrautargarparnir heföu lokiö keppni úti á Velli. Þá voru miklir iþróttamenn i dagskrár- stjórn. Þulur hugsaöi sér gott til glóö- arinnar og opnaöi jazz-plötu- skáp sinn upp á gátt, þvi aö nú voru tæp þrjú ár siðan jazzþátt- ur var á dagskrá. Siöan dansaöi hann eftir uppáhaldsópusum sinum og las tugþrautarfréttir jafnóöum og þær bárust. Klukk- an var að ganga 12 þegar bariö var að dyrum þulastofu, og þar var kominn Kjartan Runólfsson trompetleikari, sem haföi oröið Óskar Pétursson. Hann spilaöi eins og Djöfullinn sjálfur. Þar a« auki var hann almáttugur. ÍÞRÓTTAMENN og ÚTVARPSMENN leiöur á aö blása á Borginni og farið i siglingar. Hann sagöi: Viö vorum aö koma frá Ameriku og ég heyrði að þú varst meö jazzþátt, — ég keypti plötu meö nýjum pianista I túrn- um — hann heitir Óskar Péturs- son og er alveg svakalegur. — Svo rétti hann mér Tenderly, og Oscar Peterson heyröist i fyrsta sinn I Útvarpinu. Þulur- inn gapti og hætti aö dansa, og mátti vart mæla þegar síminn hringdi. Þaö voru úrslitin i tug- þrautinni: Heinrich sigraði. Og þó. Mörgum þótti kappinn ekki bafa sýnt hinn rétta iþrótta- anda,— hann haföi neitað að keppa samkvæmt nýju stiga- töflunni, og þvi tekist að merja nauman sigur á Erni. Ef farið hefði verið að lögum Alþjóða Frjálsiþróttasambandsins hefði örn Clausen sigrað meö 104 stigum. En það var viöar en á Melavelli að góðum mönnum þótti nokkuö skorta á hinn sanna iþrótta-anda. Meira að segja i salarkynnum Útvarpsins. 1 nýbyrjaðri Vetrardagskrá, 2. nóvember 1948, var haldinn 984. fundur útvarpsráðs. I íundargeröarbók heitir þriöji liður: Jón Múli og djassþáttur. Þar segir svo: Þaö kom fram i sambandi viö umræður um Ein- ar Magnússonx, aö Jón Múli Arnason heföi allmjög, en með mjúkum og haglegum orðum áfrýjað til hlustenda sinna ákvörðun útvarpsráðs um að leggja niöur djassþáttinn, um leiö og hann kvaddi hlustendur. En hann mæltist til þess af skrifstofunni að mega hafa einn þátt umfram þaö sem ætlaö var, og þótti sjálfsagt aö veita þaö. En brýnt var fyrir JMA að hnýta þar engum áróðri viö. Helga Hjörvar þótti hann ekki hafa haldiö þetta aö fullu. Sama hefur Siguröur Bjarnason látiö I ljós. — xEinar Magnússon haföi mánudaginn 25. október gerst sekur um dagskrárglæp i þætti sinum um Daginn og veginn, — haföi lesið upphátt ávarp Adams Rutherfords Ipýramidaspámanns til íslensku þjóðarinnar, — " Útvarpsráö haföi áður bann- 1 sungið ávarpið, endaþótt spá- ■» maðurinn heföi flutt það úr | predikunarstól i Dómkirkj- ■ unni að viöstöddum Biskupi | Islands og ráðherrum, Há- skólaprófessorum og Jónasi IGuðmundssyni • (-pýramida) og fleiri andans mönnum. Upphaf þessara andlegu hræringa og vandlætingar i Útvarpsráði er aö finna I fund- argerð þess 19. október 1948— þaö var 982. fundur ráösins og til umræöu eitt mál: Vetrardag- skrá. Þar segir i j-lið: Þessir þættir falli niöur — smásaga vik unnar, ljóöaþáttur, lög og létt hjal og djassþáttur. 1 b-lið sömu fundargerðar er getiö nýja þátt- arins sem samþykkt var að hafa i Vetrardagskrá,— hann heitir Unga fólkið og framtiöin ( eöa önnur fyrirsögn ) erindi, samtöl eða annaö með þátttöku ungra manna. Vilhjálmur Þ. Gislason beðinn aö taka þáttinn aö sér. Punktur.—Það voru að minnsta kosti skemmtilegir iþróttamenn i Útvarpsráöi á veturnóttum fyrir 30 árum. Dómur i áfrýjunarmáli jazz- þáttarans til hlustenda sinna var ótviræður. Daginn eftir hið mjúka og haglega oröaða ávarp beiö hann á vinnustaö eftir bréfaflóöinu frá jazzgeggjurum og mótmælum hlustenda, — og beið og beiö. Þaö var ekki fyrr en á Þorláksmessu aö bréf kom áritað: Jón Múli Arnason, c/o Jazzþáftur — Rikisútvarpi við Austurvöll. 1 þvi stóö: Hvenær ætlarðu að borga mér flöskuna? Gestur.— Svo liðu þrjú ár, og allan tim- ann var veriö aö berjast fyrir endurheimt Djassþáttarins. Ungir Iþróttamenn, hljóöfæra- leikarar og boxarar stofnuðu Jazzklúbb Reykjavikur og sam- þykktu lög hans eftir forskrift Knattspyrnufélagsins Vals, djammsessjónir voru haldnar i Breiðfiröingabúö á hverjum laugardegi, Svavar Gests gaf út Jazzblaðið, og i Útvarpinu var JMA vælandi á göngum og bak við hurðir og reyndi aö lauma jazzmúsik inn i dagskrána viö öll möguleg og ómöguleg tæki- færi. Það var ekki fyrr en haust- ið 1951 aö fullur sigur vannst, og siðan hefur jazzþáttur verið á dagskrá Útvarpsins, þrátt fyrir eitt og eitt neyðaróp úr rööum æðstu unnenda tónlistar. Undir- ritaður er oft aö imynda sér — og þykist geta sannaö — aö I þessari þróun hafi veriö þungur á metunum jazzþátturinn frá- bæri tugþrautarkvöldið mikla, þegar Oscar Peterson lauk dag- .skránni á Tenderly og sveiflaði manni uþp úr skónum. Oscar Peterson er mikill i- þróttamaður, -hann er gjarnan i hljómleikaferðum á megin- landi Evrópu þegar skiðafæri er best i ölpunum, og má þá tiöum sjá hann á fleygiferð á zwei brettl’n a gefúriger schnee i bröttustu brekkunum. Skiöa- göngu æfir hann á sléttunum heima hjá sér i Kanada og sveiflar stöfunum ótt og titt. Oscar Emmanuel Peterson er fæddur 15. ágúst 1925 i Montreal og var farinn aö blása á trompet i barnæsku, en veiktist af lungnaberklum og varö að hætta. Móðir hans var góður pianóleikari og gáfuð kona, hún setti piltinn við hljóöfæriö sitt, gaf honum upsalýsi og bannaöi honum að fara út i snjókast meö hinum krökkunum. Oscar segir einhverstaðar, aö oft hafi veriö næsta dauf vistin viö gluggann að horfa hóstandi á heilsu- hrausta kunningja og vini meö óp og ærsl i sköflum og skauta- svellum. Þá var eina afþreying- in aö æfa sig á pianó. Honum batnaði berklaveikin og 11 ára gamall var hann tekinn i tónlist- arskólann i borginni að loknu inngönguprófi með láöi. Sá var nú ekki lengi aö slá þar öllum við og talinn efnilegasti tónlist- armaður skólans á lokaprófi. En þá var hann búinn aö eignast Art Tatum-plöturnar og örlög hans þar með ráðin. Ekki leiö á löngu, að jazzleik- arar i Bandarikjum fóru aö sækjast eftir návist Petersons, en hann hélt áfram aö spila heima hjá sér, á jazzbúlum, djammsessjónum og i útvarp á laugardagskvöldum allt fram til 1949. Þá hélt hann i fyrsta sinn tónleika I Carnegie Hall i New York, og töldu þá margir koll- egar hans að nú væri rétt aö • fara heim og leggja sig, þeir segja enn i dag: that was a hot night for many a pianist. Svo spilaði hann i Útvarpiö hér eins og fyrr er sagt. 1 júni 1962 bauð John F. Kennedy forseti til fyrstu Jazz- hátiðar Bandarikjastjórnar i Washington, Eisenhower var aðstoðar-forseti hátiöarinnar, en Duke Ellington tónlistar- gestgjafi. Margir fleiri frægir menn voru þarna samankomn- ir, en ekki gekk undirrituöum of vel að fá uppáskrift á passann, þótt hann gæti sannaö meö opin- berum skjölum aö fyrrnefndir heiöursmenn biðu komu hans. , Það tók þrjá mánuði, Þaðvarekki fyrr en Blaöiö Okkar helgaöi hinum gíæsilega kosningafundi i Austurbæjar- biói forsiðuna, með mynd af fundarstjóranum á milli hinna Illræmdu áróðursmanna kommúnista, Stefáns ögmunds- sonar og Sverris Kristjáns- sonar, aö ég fékk visúmi sendi- ráöinu við Laufásveg. Það er vist segin saga um allan heim ab ekki likar kapitalistum eins vel við nokkrar manneskjur og kommúnista, — þótt þeir neyö- ist aö sjálfsögöu til aö stúta þeim ef auður og völd eru i hættu. Ekki þótti ástæöa til aö ætla að ég hefði hugsaö mér að kollvarpa þjóðskipulagi Banda- rikjanna i þessari ferö, — enda voru móttökur i höfuöborg þeirra eftir þvi. Mér var fenginn til leiösagnar og aöstoöar liösfor- ingi úr U.S.Army og honum stóöu allar dyr opnar hvar sem viö komum, hvort sem þaö var i stúkur á besta staö á hljómleik- um, eöa búningsherbergi stór- meistara. Að kvöldi 2. júni ’ sátum viö liðsforinginn á 12. bekk i Washington Coliseum, og Gerry Mulligan hljómsveitin spilaöi siöustu dansa fyrir hlé. Þegar við ætluöum að fara ab fá okkur kók i pásunni kom Willis Conn- over — jazzþulur og kynnir út- varpsstöðvarinnar Voice of America — og tilkynnti aö kom- inn væri óvæntur gestur, — flug- vél hans heföi lent þarna i grenndinni á leiö til Chicago, og hann ætlaöi að nota tækifæriö og spila fyrir okkur. Það var Oscar Peterson. Svo var kastljósum beint út i horn á sviðinu, og þar birtist i keilunni biksvart tröll i kjól og hvitt og glitraði á tenn- urnar út að eyrum. Hann skeið- aöi ab hljóðfærinu á miöju sviöi og tók eina hringsveiflu áður en hann settist. Þá stóðu kjóllöfin út i loftið og kom i ljós aö gallinn var fóðraður rauðu silki og log- aði á þvi meö eldglæringum. Þegar hann byrjaði á blúsinum var maöurinn á 12. bekk ekki lengur i nokkrum vafa um hver var þarna kominn, enda spilaði hann eins og Djöfullinn sjálfur. Þar að auki var hann almáttug- ur. Eftir 20 minútur hvarf hann á sama hátt, og ég argaði mig hásan og sá ekki betur en blár reykur stæði upp úr pianóinu. Kannski hefur bara súrnaö i augunum i sveiflufögnuöi. Nú ætlar Oscar Peterson að spila i Laugardalshöll 3. júni - á upphafstónleikum Listahátiöar, eins og vera ber. Orðrómur er á kreiki um að Rikisútvarpiö ætli að sjónvarpa beint frá athöfn- inni og færi vel á þvi,—ef ekki, þá er vist aö þarna veröa tón- meistarar Stofnunarinnar með græjur sinar og hljóðrita allt heila gillið, og þá komiö á spól- ur efni i aö minnsta kosti einn jazzþátt. Siðastliðin 30 ár hefur vist engum Útvarpsráðum kom- iö til hugar aö leggja niður Djassþætti, — hitt héfúr heyrst aö ráölegra þyki þar á bænum að fjölga þeim heldur, Astæðu- laust mun þó vera að vænta þeirra á hverju kvöldi i náinni framtið, þótt nú stjórni Rikisút- varpinu næstum eins góöir iþróttamenn og haustiö 1948. Hver veit nema viö eigum eftir aö taka Dani, Norftmenn og Svia aftur á einu bretti,—úr þvi mætti fara að hugleiða alþjóöatug- þrautarmót meö framlengdri dagskrá og jazzmúsik. Þaö eru vist enn miklir iþróttamenn á Islandi. JMA:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.