Þjóðviljinn - 21.05.1978, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 21.05.1978, Qupperneq 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJÍNN Sunnudagur 21. mal 1978 Hvers vegna varð ísrael til? Israelsriki er aö halda upp á þritugsafmæli sitt. Það væri synd að segja, aö það riki nyti vinsælda, allra sist meðal þeirra sem telja sig vinstrisinn- aða. Tvennt er það sem einkum sker úr um afstöðu þeirra til Gyðingarikisins: Israel hefur gert meirihluta Palestinuaraba að flóttafólki eða annars flokks borgurum i eigin landi. Og Isra- el nýtur stuðnings Bandarikj- anna, ekki sist hernaðarlegs (að visu er engu likara en næsta striö þar eystra verði háð af herjum sem allir hafa banda- risk vopn). Af þessum sökum er tsrael fordæmt sem riki nýrrar nýlendustefnu, kynþáttakúgun- ar, sem handbendi bandariskr- ar heimsvaldastefnu. En I fordæmingarhrinunum gleymist mönnum ákaflega margt úr nýlegri sögu þver- stæöna, vitahringja og glataöra tækifæra sem saga Palestinu og ísraels er. Síonisminn og heimsveldin Þverstæður: Sionismi er ekki afsprengi heimsvaldastefnu, Sionismi er sú kenning sem seg- ir, að Gyðingar skuli koma sér upp þjóðriki. Helstu rökin eru þau, að fjandskapur við Gyð- inga og ofsóknir á hendur þeim gerðu tilveru þeirra alla ó- trygga, þeir yrðu að eiga heimaland eins og aörir. Gyð- ingadráp nasista uröu hin dap- urlega staðfesting á þvi, að Sionistar hefðu mikið til síns máls — en lengst af var það að- eins minnihluti Gyöinga sem trúði á málstað þeirra. Meiri- hluti Gyðinga treysti á mannúð, menntun, framfarir og verk- lýðshreyfingu i þeim löndum þar sem þeir bjuggu. Það traust varð þeim litil vörn, eins og ég kem siðar að. Þverstæður: Breska heims- veldið daðraði við sionismann og studdi hann um tima. En vann siöar gegn honum eftir mætti, vegna þess að sambúðih við Araba var heimsveldinu verðmætari. Bandarikin styðja sionismann vegna þess að bandariskir Gyöingar ráða miklu um stjórnmál lands sins — en hinn bandariski stuðningur er heimsveldis- hagsmunum óhagstæður. Stalin studdi sionismann með þvi að viðurkenna ísraels- riki manna fyrstur. Reyndar hefðu hinar illa búnu sveitir Gyðinga að öllum likindum tap- að fyrir hverjum fimm Araba- rikja, sem á það réðust um leið og það var stofnað, ef að Sovét- menn hefðu ekki leyft Israelum að verða sér út um vopn i Tékkóslóvakiu. (Það er svo enn ein þverstæðan að um sama leyti lokar Stalin fyrir alla menningarstarfsemi á tungu Austurevrópugyðinga, jiddisku, i Sovétrikjunum og þar með eins og staðfestir röksemdir sionista um að Guöingar geti hvergi lif- að i friöi meö sinar hefðir ann- arsstaðar en i ísrael). og fengju Gyðingar skika sem var um 2000 fermilur. Sionistar voru ekki ánægðir, en þeir höfðu samþykkt tillöguna fyrir sitt leyti. Arabar höfnuðu þessari tillögu gjörsamlega, en helstur talsmaður þeirra var þá múft- inn af Jerúsalem, erindreki Hitlers. Árið 1948 hafði Gyðingum i Palestinu fjölgað verulega meö þvi að allmörgum eftirlifendum morða Hitlers hafði verið smyglað inn i landið þvert ofan i bann Breta. Palestinunefnd Sameinuðu þjóöanna lagði þá til að landinu yrði skipt. Palestinu- rikið átti að vera 14 þús. ferkm., en Gyðingarikið 16 þús. ferkm, en i reynd fékk það minna af góðu landi en Arabarikið, þvi mikill hluti tsraels var eyöi- mörkin Negev. Þetta féllust si- onistar á, og gátu reyndar ekki annað. Hefðu þessi tvö riki orðið til, hefðu þau blátt áfram neyðst til aö hafa nána samvinnu. lsra- elsriki hefði aldrei getað orðiö verulegt herveldi, þvi aö landa- mæri þess voru óverjandi, sam- kvæmt skiptingunni. Bæði Was- hington og Moskva skrifuðu upp á þessa skiptingu. En Arabarik- in sögðu þvert nei. Þau réðust inn I landið um leið og tsraels- riki var stofnaö og ætluðu að ryðja Gyðingum i sjóinn I bók- staflegum skilningi. Arabar töpuðu þessu striði og tsrael stækkaði upp i 20 þúsund fer- kilómetra. Jórdanir innlimuðu vesturbakkann — og Palestinu- rikið er ekki til enn þann dag i dag. Þverstæður: Réttur Pale- stinuaraba i tsrael er um margt skertur. En I Israelsku borginni Nazaret er borgarstjórinn ara- Þannig hefði Palestina skipst 1948. israel hefði aldrei orðið herveldi ef Arabar hefðu sam- þykkt áætlun Sameinuðu þjóð- anna. Og riki Paiestinuaraba hefði orðið miklu stærra en það sem nú er um talaö. Glötuð tækifæri Vítahringur: Gyðingar þurftu á landi aö halda, en það var set- ið arabískri þjóð. Ein höfuösynd feðra sionismans var sú, að þeir hugsuðu sem aðrir Evrópumenn 19. aldar, og skildu ekki Araba, hagsmuni þeirra og þjóðernis- hyggju. Glötuö tækifæri: Frelsis- hreyfing Palestinuaraba, PLO, er nýlega farin að tala um stofn- un sérstaks rikis á vesturbakka Jórdanar og á Gazasvæðinu. Palestinumenn heföu tvisvar áður getaö fengiö sitt eigiö riki, og það hefði orðið miklu stærra. Arið 1936 gerði bresk nefnd, kennd við Peel, tillögu um að Palestinu, sem þá var undir breskri umboösstjórn, yrði skipt biskur kommúnisti, meira að segja hallur undir Moskvu. Enginn kommúnisti fer með hliðstæð mannaforráð i Araba- heiminum, nema ef vera kynni i Suður-Jemen. Flóttamannavand- inn er tvöfaldur Vitahringur: I striðinu 1948 munu 600 þúsund Arabar hafa sunnudagspistill Flóttafóik fró Evrópu kemur til fyrirheitna landsins 1948. Pflagrimar f Jerúsalem: Hvaðan koma hinar s ffelldu krttfur um öryggi? flúið heimkynni sin. Þetta sama striö gerir flestum þeim Gyð- ingum sem búsettir höföu veriö öldum saman i Arabalöndum ekki vært þar lengur. Um 600 þúsund Gyðingar fluttust til israel frá Arabalöndum. Flótta- mannavandamálið er i reynd tvöfalt. Stundum eru Arabaleið- togar (nú siðast Gaddafi hinn li- býski) að segjæaö ekki eigi aðr- ir Gyðingar rétt til að búa i Pal- estinu en þeir sem eru fæddir þar. Það er ekki gott að vita hvað hann á við: eiga börnin að vera eftir, en foreldrarnir að fara til Marokkóeöa Jemeneða Póllands? Hvort sem væri: Það er augljóst, að hvorki sefardim (Gyðingur úr Arabalöndum) né askenazim (Gyðingar úr Aust- ur-Evrópu) eiga afturkvæmt til ættlanda sinna. Flæmum þá í sjóinn Vitahringur: Það er auðvelt að fallast á að Palestinumenn eigi rétt til að snúa heim. En það verður ekki gert með þvi, að efna til enn eins blóðbaðs, og snúa enn einu sinni flótta- mannavandamálinu viö og gera það enn hrikalegra en nú er, með þvi að flæma sem flesta Gyðinga á brott. Þvi menn skulu athuga, að það er nýverið, að talsmenn Palestinuaraba tala um, aö stofna skuli sérstakt Palestinuriki, eða gera Palest- inuriki að riki jafnréttis og bræðralags fyrir alla. 1 meira en tvo áratugi heyrðu ísraelar eiginlega aldrei annað frá leið- togum Arabarikja eða tals- mönnum Palestinumanna en að ísrael ætti engan tilverurétt, það ætti aö eyðileggja og hrekja Gyðinga i sjóinn. Við þessar aðstæður áttu þeir Israelar harla erfitt uppdráttar sem vildu sættir og málamiðlun. Við þessar aðstæður hljóta þeir foringjar Gyðinga styrk og fylgi, sem treysta á vopn og eru reiðubúnir að semja við hvaða djöful sem er til aö ná i þau, treysta á vopn og eru tilbúnir I stórhættuleg og siðlaus hernað- arævintýri (t.d árásin á Egypta 1956, og innrásin I Libanon nú i vor). Hinn herskái núverandi forsætisráðherra, Begin, hann sækir röksemdir sinar I menn eins og fyrrnefndan Gaddafi. En Gaddafi sagði i nýlegu viðtali viö Spiegel: Auðvitað fallast ísraelar ekki á sérstakt Palest- inuriki. Það væri upphafið að endalokum þeirra. Og Begin getur sagt viö sina landa: Þarna sjáið þið — svona tala Arabar þegar þeir eru hreinskilnir. Kaupum meiri vopn! Vitahringur: Til eru meðal Araba og Gyðinga hópar sem segja: Ef við gætum komið á sósialisma á þessu svæði, þá gætum við leyst málin i bróð- erni. Auðvitað viljum viö sýna slikum viðhorfum fulla samúð. Sósialismi, áhrif sósialiskra hreyfinga, geta opnað nýja möguleika til lausnar. En það er vart að treysta á kraftaverk i landi, þar sem svo mikið blóð hefur runnið og svo mikiö hatur hlaðist upp. Eða telja ekki Sovétrikir. og Kina sig bæði sósi- alisk? Eða þá Kambódia og Vietnam? Ráðstefnan í Evian Það eru 30 ár siðan Israelsriki var stofnað, en fjörutiu ár siðan afdrifarik ráðstefna var haldin i Evian i Frakklandi. Arið 1938 komu ráðherrar og stjórnar- erindrekar frá 32 löndum saman i Evian til að ræða hvað gera mætti til bjargar 570 þúsundum Gyðinga, sem þá voru enn I Þýskalandi og Austurriki, sem Hitler var nýbúinn að gleypa. Fulltrúar ráðstefnunnar fengu ýtarlegar skýrslur um hinar hatrömmu ofsóknir sem þetta fólk máttisæta. Og það skal tek- ið sterklega fram, að á þessum tima máttu Gyðingarnir flytja úr landi — að visu slyppir og snauðir, en þeir máttu fara. Vandinn var sá, að enginn eftir ÁRIMA BERGMANN vildi taka við þeim. Hver benti á annan. Bandarikin sögðu að þau myndu ekki breyta innflutn- ingskvóta sinum frá Þýska- landi, sem voru 27.000 manns á ári — og það tók einnig til þeirra sem ekki voru Gyðingar. t reynd var þessi kvóti ekki einu sinn uppfylltur, vegna þess að margir konsúlar Bandarikjanna voru hatursmenn Gyðinga og gáfu þeim ekki áritanir. Kan- adamenn sögðust aðeins taka við „vönum landbúnaðarverka- mönnum” (Gyðingar voru flest- ir borgarbúar) og Kolumbia og Uruguay tóku i sama streng. Brasilia, eitt stærsta og strjál- býlasta land heims,mætti á ráð- stefnunni, en hafði nýlega breytt innfly tjendalögum sinum á þann hátt, að nú varð skírnarvottorð að fylgja umsóknum um vegabréfs- áritun (Gyðingar eru aö sjálfsögðu ekki -skiröir). Astralia var enn strjálbýlla land, og þá var haft uppi vigorð þar i landi þess efnis, að brýn nauðsyn bæri til að fá fleira fólk inn i landið („populate or per- ish”). En fulltrúi Astraliu i Evi- an sagði, að ekki væri hægt að leyfa nema 15.000 Gyðngum að koma næstu þrjú árin. (1 reynd komu aðeins 9.000 Gyðingar til Astraliu á árunum 1933-1943). Og svo mælti hver af öörum. Þeir einu sem sýndu einhvern lit voru hinir landlitlu Hollending- ar og Danir. Gyðingarnir voru hvergi velkomnir nema meðal sioniskra landnema i Palestinu, en Bretar voru einnig búnir að loka Palestlnu að mestu og þeir komu i veg fyrir að fulltrúi Pal- estinugyðinga, Golda Meir, fengi að tala á ráðstefnunni. Grænt ljós fyrir Hitler Fulltrúar stjórnar Hitlers mættu á ráðstefnunni sem gest- ir. Þeir tóku vel eftir. Þeir kom- ust að þeirri niðurstöðu, að það væri óhætt að fara með Gyöinga eins og nasistum sýndist. Eng- inn myndi hreyfa legg né lið til að hjálpa þeim. Fjórum mánuð- um eftir ráðstefnuna I Evian varefnt til „Kristallsnætur” um allt Þýskaland samkunduhús brennd, Gyðingar drepnir og þeim misþyrmt i stórum stil, mikill fjöldi rekinn i fangabúðir. Og siðan hófst styrjöldin, Hitler hertók mestu Gyðingalönd álf- unnar (Pólland, vesturhéruö Sovétrikjanna) og þjóðarmorðið hófst fyrir alvöru. Það er hægur vandi aö benda á, að i þessari grein er litið fjall- að um ávirðingar sionismans eöa leiðtoga hans, né heldur um það hvernig núverandi stjórn tsraels virðist fyrirmunaö að meta staðreyndir. Enda er til- gangur hennar annar: Að minna á, að grófar einfaldanir eru hæpin leið til skilnings á stórum vandamálum. Og svo að minna á þau hörmuleg atvik, sem útskýra af hverju obbinn af Israelum er sannfærður um að þeir megi sem fæst eiga undir góðvild eða orðheldni annarra. Isaac Deutscher, marxisti og andstæðingur sionisma segir I „Ilugleiðingar ógyðinglegs Gyðings” á þessaleið: Framan af öldinni deildum við sósialist- ar óspart við sionista um fylgi austur-evrópskra Gyðinga. Þeir sáu enga lausn aðra en þjóörik- ið. Viö hvöttum gyöinglegt al- þýðufólk til að vinna með stétt- arbræðrum i viðkomandi lönd- um að jafnrétti og bræðralagi. Ég er enn ekki sionisti og harma það að Gyðingar eignuðust þjóð- riki á kostnað annarrar þjóðar. En þeir sem ég og skoðana- bræður minir boðuðum sósialisma yfir, þeir fórust flestir, en þeir sem hlustuðu á sionista og fóru i tæka tið — þeir fengu lifi haldið. Arni Bergmann.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.