Þjóðviljinn - 21.05.1978, Side 9

Þjóðviljinn - 21.05.1978, Side 9
Sunnudagur 21. mal lt7> WÓÐVILJINN — StÐA 9 GUNNAR GUNNARSSON SKRIFAR FRÁ STOKKHÓLMI Stokkhólmi/ 11. maí 1978. Nú er gengið yfir mikið irafár i; pólitikinni hér i kóngsrikinu. Það var Þorbjörn Fálldin, forsætis- ráðherra og stórbóndi i Ramvik i Dölum, sem hleypti af af stað miklum blaðaskrifum, þegar hann sagði i viðtali um daginn, að hann væri svo svekktur yfir að hafa tapað meiðyrðamáli gegn Aftonblaðinu, að hann vildi helst segja af sér. Hvenær má búast við afsögn- inni? spurðu fréttamenn. Ég veit ekki - ég er að hugsa málið. A þjóðin bara að biða þolinmóð á meðan? Tja - það er ekki annað að gera. Hefði ekki verið viturlegra að hugsa málið fyrst og segja svo af sér - vera ekki að skýra frá per- sónulegum vandamálum fyrr en úr þeim hefði verið leyst? Kannski. En ég tel að það sé heiðarlegt af mér af skýra frá þvi, við hvern vanda ég á að glima þessa dagana. Og það er Aftonblaðsmálið sem beygir þig svona? Það, já, og sú staðreynd, að. starf mitt virðist kalla svivirðileg skrif yfir mig og fjölskyldu mina. Erlander hneykslaður Tage gamli Erlander (forsætis- ráðherra i 20 ár þar til Palme tók FSlldin, stórbóndi og ráðherra,var i klemmu milli biaðamanna og gleðikvenna. þeirra var ungæöislegur, teygöi langar lappir undir bekkinn sem ég sat á. Hinn var meira á þver- veginn, minnti svolitið á Albert Guðmundsson, sjálfstæðismann númer eitt, bara ekki alveg eins boltalegur. Alltaf er nú gaman að koma út fyrir landsteinana, sagði ,,A1- bert”, sjá ný andlit, sjá nýstár- lega hluti. Það er nú aðallega bjórinn, finnst mér, sagði sá ungi. Nei, ekki eingöngu, sagði ,,A1- bert”, það er til dæmis gaman að sitja svona i lest. Maður er ekki alltaf i lestum. Og sjáðu svo allar þessar dularfullu týpur maður. Svertingjar og allt maður. Sérðu þennan með blaðið? Sá er nú skritinn! Það er satt. Hvilik húfa sem hann er með. Heyrðu, hann horfir á okkur maður! Jú spik svid? sagði „Albert” og hló út i loftið. Ég var vitanlega grútspældur fyrir hönd húfunnar og var að hugsa um að standa á fætur, fara út á næstu stöð og bjóða góöan daginn á islensku um leið. En ég hætti við það, Ég hafði setið of Skyndikonur og pólitík við) var hneykslaður á Fá'lldin. Hann sagði að maðurinn væri greinilega veikur fyrir og aldrei skyldi ráðherra bera sinar per- sónulegu sorgir á torg. Hann lætur eins og einræðis- herra, sagði Erlander, skipar þjóðinni að hegða sér eins og hann vill, ella sé hann farinn. Or þvi svona er komið er langbest fyrir alla að hann hætti. Olof Palme tók i sama streng. Hann sagöi að framkoma Falld- ins svipti fólk trausti á embætti forsætisráðherra. FSlldin hélt á- fram að hugsa málið. Játningar pútnamömmunnar í jniðjum vangaveltum Fálldins var’hann svo truflaður af sjón- varpsmönnum. I næsta ósviínum fréttaskýringarþætti, drógu þeir fram upplýsingar um játningar hórumömmu einnar sem lögregl- an setti klærnar i fyrir tveimur árum. Þar kom fram að kerling ein, sem hafði skipulagt sima- vændi i Stokkhólmi, hafði skrifað nöfn nokkura háttsettra ráða- manna i dagbók sina innan um nöfn annarra kúnna vændishring- sins. Sjónvarpsmennirnir sögðu að meðal nafnanna i dagbókinni, væri nafn eins fyrrverandi ráð- herra og eins núverandi. Þetta hefðu rikisstjórnirnar vitað, vegna þess að dagbókin hefði komið fram i réttarhöldum yfir pútnamömmunni. Nú er rétt að taka fram, að vændi er leyfilegt I Sviþjóð, en það er bannað aö skipuleggja það, og þær skyndi- konur sem komu við þetta mál fyrir tveimur árum, voru sumar aðeins á fermingaraldri. Falldin var spurður að þvi i þinginu, hverjir væru þeir ráð- herrar sem hefðu verið bókaðir viðskiptavinir pútnamömmu. Forsætisráðherrann neitaði að tilgreina nöfn - vegna þess, sagði hann, að ég veit að allt er þetta tal lygi og slaöur, illgirni og kjaft- háttur. Það veit ég, vegna þess að nafn mitt var þarna á meðal. Samstaða pólitíkusa Varla hafði FSlldin skýrt frá þvi, að pútnamamman hefði haft hans eigið nafn á lista sinum, en Palme og fleiri lýstu þvl yfir, að Rafmagns- bíll fyrir öryrkja Þessi litli og meðfærilegi „bill” getur gert mörgum öryrkja lifið sýnu léttara og aukið sjálfstæði hans. Myndin sýnir Batric-raf- magnsbilinn, sem er fram- leiddur af Batricfirmanu i bænum Holm i Vestur- Þýskalandi. Billinn hefur öfluga rafknúna vél, getur farið langar leiðir og m.a. farið upp brattar brekkur. Hann getur meira að segja brölt upp á gangstéttir. Raf- hlaðan sem knýr vélina áfram er fullhlaðin yfir nótt- ina og dugar orka hennar i 30 km. ferðalag yfir daginn. Jafnvel þótt orka bílsins sé fullnýtt á hverjum degi kostar raforkan I hann ekki nema um 100 krónur á viku. Rafmagnsbill þessi lætur mjög auðveldlega að stjórn og ekki er ástæða til að krefj- ast þess að öryrkinn taki bflpróf til að fá aönota hann. vitanlega væri allt þetta tal um tengsl stjórnmálamanna við gleðihringinn, illgirnistal og slúð- ur af versta tagi. Palme tók á honum stóra sinum og sagði að stjórnmálamenn ættu ekki að eyða tima i svona rugl, heldur reyna að stjórna landinu. Þeir voru að segja 300 manns upp i Motala i morgun, sagði hann og blöðin minnast ekki á það. Hér eru áheyrendabekkir yfirfullir og sjónvarpað allt kvöldið frá þess- um umræðum um mál sem engu skiptir. Fálldin hafði blaðamannafund: Hefurðu ákveðið hvort þú segir af þér? Nei. Ég er að hugsa málið. Fjölskylda min vill að ég haldi á- fram. Ef þú segir af þér - er það þá ekki vatn á myllu slúðurberanna . vegna þessa pútnamömmumáls? Vissulega. Reynir þetta mál mikið á þig? Það gerir það. Ég og fjölskylda min eigum i miklum vanda. Þú hefur ekki sérlega sterk bein - er það? Það má vera að ég hafi það ekki. En ég kýs að segja eins og er, segja hvernig mér liður. Ég ei ekki að apa eftir öðrum stjórn- málamönnum. Ég hef engar fyr- irmyndir. Ég tel að mér farist best, ef ég kappkosta að vera ég sjálfur. Og siðan ákvað Falldin að standa af sér skúrina og halda á- fram að vera forsætisráðherra Megum við þá búast við að þú sitjir fram að næstu kosningum? Já, ætli það ekki, sagði Fálldin, og ég vil þakka öllum sem hafa sent mér stuðningsorö, samúðar- kveðjur og blóm i þessum per- sónulegu erfiðleikum minum Sjálfstæðismaður númer eitt Þeir sátu á bekk andspænis mér I lestinni. Ég faldi mig á bak við blaö og las um FáHdin-málið og heyrði svo allt i einu að þeir voru farnir að tala islensku. Ég kemst ævinlega i vandræði þegar ég heyri það ástkæra og ylhýra i út- löndum. Mann langar til að gefa sig fram, heilsa uppá landann, en kann þó varla við að vera að flaðra upp um ókunnugt fólk. Þessir tveir . i lestinni höfðu bjórdósir með sér i poka og mér vitust þeir rjóðir i framan. Annar lengi þegjandi og hlustað á þá. En mér datt i hug að draga upp is- lenska bók og fara að lesa. Blessaður vertu ekki að angra svona fugla, sagði sá ungi, sem var ögn Borgarneslegur á van- gann eins og Halldór E., hann gæti verið hættulegur. Mér sýnist hann nú ósköp litill og mjór, sagði „Albert”, Það er sama. Hann er kannski með hnif eða eitthvað. Það er nú fullt af fólki hérna. Hann kæmist ekki upp með moð- reyk, þetta gerpi. Viltu endilega tala við hann? Nei nei. Það væri bara gaman að striða honum. Maður er nú ekki alltaf i útlöndum. Heyrðu. Hann var dularfullur þessi ræðumaður i gærkvöldi, . fannst þér það ekki? Já. Maður skildi hann bara svo illa. En þeir eru stórveldi hér i Sviþjóð, kratarnir. Heldurðu að það væri munur maður, ef við værum svona sterkir heima, ha? Það kemur, vertu viss. Vil- mundur á eftir að lyfta flokknum feikilega. Ég lét mig hverfa á bak við blaðið aftur. Vilmundur farinn aö fitna Við fórum út á Central-stöðinni, landarnir, og þeir stormuðu beint að pylsugatinu. Ég fór í róðina fyrir aftan þá. Þeir voru með harðar skjalatöskur, ráðstefnu- kratalegir, og sá þybbni var ögn valtur á fótunum. Vilmundur, hann hefur það sem fólkið vill sjá hjá stjórnmála- mónnum. Já, ég skil þig, sagöi sá langi með kinnarnar, hvað meinarðu annars? Vilmundur er það sem gildir núna, sagði sá langi, mér finnst bara verst að hann skuli vera orð- inn svona feitur. Hann er ekkert feitur, sagði sá feiti og bað afgreiðslustúlkuna i pylsusölunni um „vonn hott dogg” Ég trúði ekki á hann fyrst, sagði sá langi, en eftir aðhann fór að fitna svona, þá finnst mér hann traustlegri. Þinglegur, sagði sá sveri. Ég foröaði mér.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.