Þjóðviljinn - 21.05.1978, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 21.05.1978, Qupperneq 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. mai 1978 í næsta herbergi við undirritaðan situr stöku sinn- um ungur, grannvaxinn maður og lemur ritvél af einbeitni. Sömu ákefð og staðfestu má lesa úr svip hans við handritið eins og lýsir úr andliti hans við skákborðið. Blaðamaðurinn er nefnilega mun þekktari i hugum íslendinga sem einn efnilegasti skákmaður þjóðarinnar en iþróttafréttaritari og skákdálkahöfundur Þjóðviljans. Maðurinn er Helgi ólafsson. Myndir og texti: Ingólfur Margeirsson Þjóöviljinn getur gumaó af þvi að þetta er I annað sinn sem starfsmaður Þjóðviljans verður tslandsmeistari I skák. Sá fyrri var reyndar og er nafni Helga, og þessutan Ólafsson. Alnafninn varð Islandsmeistari árið 1964 að þvi er blaðamann minnir og var þá starfsmaður i Prentsmiöju Þjóðviljans á Skólavörðustig 19. Þetta er skemmtileg tilviljun en önnur saga eins og þar stendur. Nú er það blaðamaðurinn og ís- landsmeistarinn Helgi ólafsson sem ræða á við. Þó að Helgi sé hógvær og litil- látur maður, getur hann ekki neitað starfsbróður sinum um harðsoðið viðtal i tilefni af nýunn- um tslandsmeistaratitli f skák. Helgi vill sem minnst um þennan nýja titil tala. — Ég hefði reyndar átt að vera íslandsmeistari fyrir löngu. Ég klúðraði þessu 1976, en þá var ég búinn að vera efstur allt mótið og tapaði svo lokaskákinni fyrir næstneðsta manni. — Hvað gerðist? „ÉG LÍT Á — Hvað ber framtiðin i skauti? — Égveitekki, það kemur allt i ljós, kemur allt i ljós. Ég hef lggt skólann á hilluna fyrir mörgum árum. Nú er rlkið byrjað að hafa skákmenn á launum. Bæði Frið- rik og Guðmundur eru launaðir. Kannski leynist eitthvað þar. Sliku starfi fylgja þó ekki neinar kvaðir aðráði.Þeir tefla aðallega fjöltefli. — Hefur þú teflt fjöitefli? — Já, blessaður vertu, oft. Ég held ég eigi íslandsmet i að tefla blindfjöltefli. Ég tefldi við lp i einu. Það var á Eiðaskóla á Aust- urlandi. — Hvernig fóru leikar? — Ég vann 9 en tapaði einni. — Finnst þér skák geta íslehd- inga skiptast eftir byggðalögum? — Já, já. Það er geysile^ur munur. Menn eru langsterkastir I Reykjavlk. Astæður eru ýmsar: aðstaðan er best hér, áhuginn mestur, oghér eru mestu pening- arnir. — Peningar skipta miklumáli? — Þeir skipta máli. Viö höfum átt mjög duglega forystumenn, sem hafa verið iðnir við að afla peninga. Bæði gegnum auglýs- ingar í blöðum, og svo að fá inn bein framlög, sem eru reyndar skattfr jáls. — Þú hefur teflt viða um heim. Finnst þér betra aö tefla á einúm stað en öðrum? — Þó ég hafi ekki mikið álit á þjóðfélagskerfi Bandarikjanna, þá næ ég alltaf bestum árangri þar. Mér hlýtur að liða svo vel þar á einhvern hátt. Eins og t.d. i Long Pine-mótinu, þegar ég hreppti titilinn alþjóðlegur meist- ari, og var á fremsta hlunn kom- inn að verða stórmeistari. SKÁK SEM ÍÞRÓTT” — Ja, ég veit það eiginlega ekki. Hann tefldi reyndar þessa skák óvenjuvel.eneitthvaðfór úr lagi hjá mér. — Komstu síðar i tæri við ts- iands m eista rat itilinn ? — Já, það var i fyrra. Þá var búið að tefla 3 umferðir og ég bú- inn að vinna allar minar skákir. Svo álpaðist ég í fjallgöngu og varð fyrir þvi að fótbrotna. Ég hélt þó áfram mótinu, en var á lyfjum vegna brotsins, og þetta hafði mjög neikvæð áhrif á frek- ari árangur minn. Það fór svo að lokum að Jón L. Arnason vann mótið. — Þú ert úr Vestmannaeyjum? — Nei, eiginlega ekki. Ég er fæddur Reykvikingur og fluttist ekki til Eyja fyrr en 1968. — Vaknaði skákáhuginn þar? — Já, ég byrjaði að tefla I Eyj- um. kringum 1970. Þegar gosið hófst fluttust foreldrar minir til Reykjavikur aftur, og þá tók ég að tefla af kappi. Ég haföi ekkert lesið um skák að ráði, nema þaö, sem birtist i blöðum öðru hverju. Rætt viö Helga Ólafsson nýbakaöan Islands- meistara í skák Þegar til höfuðborgarinnar kom, fór ég hins vegar að stúdera bæk- ur og gekk f Taflfélag Reykjavik- ur. — Veitti Taflfélagiö þér styrk og stuðning? — Þetta voru og eru mjög þægilegir og góðir félagar, sem veittu manni mikinn stuðning, og styrktu ekki sist þá, sem búnir voru að ná einhverjum árangri. — Varst þú einn þeirra, sem blómstruðu I kjölfar skákeinvigis þeirra Fischers og Spasskýs? — Nei, ekki get ég sagt það. Ég var byrjaður að tefla löngu áður en þeir komu til landsins. Hins vegar tókskákáhugi landsmanna mikinn kipp um þær mundir og eflaust hqfur þetta haft einhver áhrif á mig. — Þú hættir i skóla og gerðist siðar iþróttablaðamaður Þjóð- viljans? — Já, skákin fór að taka hug minn allan. Ég byrjaði hjá Þjóð- viljanum sem skákdálkahöfund- ur, vegna þess að það var leitað til min um þau skrif. Ég hafði aldrei skrifað neitt áður, en fannst þetta ekkert erfitt og komst fljótt á. strik. Þetta var 1976. Ari siðar fór ég að skrifa um allar greinar iþrótta og hef verið iþróttafréttaritari þangaö til i I I i Vandað íslenskt sófasett á ótrúlega lágu verði Staðgreiðsluverð aðeins 222.300 Sendum í póstkröfu um land allt kr. Húsgagnadeild J|1 Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 desember. Þá hætti ég til að helga mig skákinni. Nú hef ég hins veg- ar byrjað aftur og verð I sumar á móti Stefáni Kristjánssyni. Að visu verður framlag hans mun meira en mitt. — Þú ert aðeins 22 ára gamall. Orðinn alþjóðlegur meistari, Is- landsmeistari og viðurkenndur skákmaður. Hvernig verður góð- ur skákmaður til? — Menn verða að stunda skák. Kannski hafa smágáfu. Þetta er mjög mismunandi hjá fólki. — Sýnir skákstill skákmanns hans innri mann? — Ég held að skákstiilinn sýni fyrst og fremst skapgerð skák- mannsins. Endurspeglar karakterinn. Rólegir menn tefla rólega. Æstir menn með ákafa. T.d. Fischer: hann teflir geysi- lega ,aggressift'.'„Killing instínct’’. (Teflir með drápshvöt). — Hvernig tefiir þú? — Frekar,,aggressift? Ég tefli hvasst, en þó með aðgát. — Attu einhvern uppáhalds- skákmann? — (Stuttur og unggæðislegur hlátur)Þaöværiþá helst égsjálf- ur. — Hefurðu dregið lærdóm af einhverjum sérstökum skák- manni? — (Nokkur umhugsun) — Nei, ég held ekki. Ekki af neinum sér- stökum. — Hvernig finnst þér hlúð aö islensku skáklifi? — Bara vel. Mun betur en t.d. annars staðar á Norðurlöndum. Það er feiknalegur almennur áhugi. Að sjálfsögðu er þetta ekki eins og viða austantjalds t.d. I So- vétrikjunum. Þar eruungir menn strax teknir og fengnir þjálfur- um, ef þeir sýna getu og eruefni- legir. Þarna eru stórir skákskól- ar, sem fá það besta út úr hæfi- leikafólki. — Nú telja austantjaldsþjóöir sig ekki eiga atvinnumenn i skák? — Nei, þetta er yfirleitt fóðraö einhvern veginn. Til dæmis eru skákmenn Ungverja, sem er mjög sterk skákþjóð, skráðir sem járnbrautastarfsmenn, og tefla þá fyrir ýmis félagssamtök járn- brautastarfsmanna. En i reynd eru bara atvinnumenn fyrir aust- an. — Segðu mér nú i trúnaði; hvernig finnst þér að vera orðinn lslandsmeistari I skák? — (Sami stutti hláturinn) Eng- in ný tílfinning. Mér er skltsama um það. Þetta hefur engin áhrif á mig. — Notarðu einhverja kerfis- bundna þjálfun? — Nei, alls ekki. Og aðferðir mlnar eru slður en svo til eflir- breytni. Þetta er mjög stór ljóður á skákmennsku minni. Stundum ætla ég að taka daginn mjög skipulega; og byrja á þvl að hlaupa nokkra kilómetra klukkan sjö um morguninn og þar fram eftir götunum. En næsta dag ligg ég i bælinu til klukkan tólf og öll skipulagninginfarin út um þúfur. Ég er illajorganiseraður“eins og Spasský mundi segja. — Hefur þetta áhrif á árangur þinn? — Ég veit það svei mér ekki. A Long Pine-mótinu vann ég t.d. 3 skákir af 91 fyrstu 6 umferðunum, og þá var ég ekkert búinn að sofa allan ti’mann. 1 sjöttu umferð náði ég jafntefli, og var þar með búinn að ná titili alþjóðlegs meistara. Nú er Helgi farinn að skjóta augngotum á blaöamanninn, og tekinn að drepa fingrum á ritvél- ina til marks um óþolinmæði. Skákfréttadálkurinn verður að vera tilbúinn I tima. Undirritaður snarar þvl siðustu spurningunni yfir borðið. — Hvaða augum litur þú skák- ina, Helgi? — Ég hef nú ekki farið út i skákina með neinu áhlaupi. Þetta hefur þróast smám saman. Ég hef aðlagast skákinni eftir þvi, sem timinn hefur liðið. En ég lít á skákina fyrst og fremst sem iþrótt. —IM Er sjonvarpió bilaó? Skjárinn Sjdnvarpsverbtói Bergsíadasírfflíi 38 simi 2-1940

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.