Þjóðviljinn - 21.05.1978, Page 15
Sunnudagur 21. mai 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar um kvikmyndir
Eisenstein kynntur
Nú um helgina verður
opnuð í Mír-salnum að
Laugavegi 178 sýning á
teikningum Sergei Eisen-
steins og ýmsu upplýsinga-
efni um ævi hans og störf.
Sýninau þessa átti upphaf-
lega að halda í janúar s.l. í
tilefni af þvi að þá voru
liðin 80 ár frá fæðingu
meistarans. Af því gat þó
ekki orðið, en nú er sýning-
in semsagt komintil lands-
ins.
Henni fylgdi sovéski kvik-
myndafræðingurinn Semjon
Israilevitsj Freilikh, sem hélt fyr-
irlestur um sovéska kvikmynda-
gerð i Mir-salnum á fimmtudag-
inn var. Dr. Freilikh hefur skrifað
ógrynni bóka um kvikmyndir og
stundað kennslustörf i faginu ár-
um saman, auk þess sem hann
hefur skrifað nokkur kvikmynda-
handrit og hafa tvö þeirra verið
kvikmynduð, „Sólin skin fyrir
alla” (1959) og „Fuglar yfir borg-
inni” (1974). A blaðamannafundi
sem haldinn var nú i vikunni til aft
kynna dr. Freilikh og sýninguna,
fengu blaðamenn að sjá nokkrar
teikningar eftir Eisenstein, sem
Freilikh hafði með sér i farangri
sinum. Hér er um frummyndir aft
ræða, sem ekki hafa verið sýndar
áður utan Eisenstein-safnsins i
Moskvu. Þær eru til sýnis i Mlr-
salnum nú um helgina, en á
þriðjudaginn fer dr. Freilikh meft
þær aftur til Moskvu.
I tengslum við sýninguna verfta
einnig sýndar allar þær kvik-
myndir sem Eisenstein auðnaðist
að ljúka viö, og þar af eru tvær
sem ekki er vitað til að hafi verift
sýndar áður hér á landi: Verkfall
(1925) og Gamalt og nýtt (1929).
Ahugamönnum um kvikmyndir
er hérmeð bent á að missa ekki af
þessu einstaka tækifæri til að sjá
allar myndir Eisensteins á stutt-
um tima.
Hver var Eisenstein?
Sergei Mikhailovitsj Eisenstein
fæddist I þeirri fornfrægu og list-
rænu borg Rigu 23. janúar 1898,
sonur húsameistarans á staðnum.
1 bernsku var hann umvafinn
borgaralegri menningu af bestu
tegund og hlaut staðgóða og um-
fangsmikla menntun. Húsameist-
arinn virðist hafa verið borgari af
gamla skólanum, umhyggjusam-
ur heimilisfaðir og harftstjóri og
var sonurinn fljótt kominn i and-
stööu við hann. Þegar byltingin
braust út 1917 var Sergei stúdent
við verkfræðiháskóla, en fékkst
einnig við grafik og leikmynda-
gerð, enda hafði hann teiknað frá
blautu barnsbeini allt sem fyrir
augu hans bar og ýmislegt fleira.
1 mars 1918 gerðist hann sjálf-
boftaliði i Rauða hernum og
gegndi þar þjónustu sem tækni-
maður, auk þess sem hann fékkst
við myndlist og leiklist i áhuga-
hópum hersins. Tveimur árum
siðar ákvað hann að helga sig all-
an leikhúsinu, fór til Moskvu og
tók við stjórn fyrsta verka-
mannaleikhúss þeirrar frægu
stofnunar Proletkúlt (öreiga-
menning). Þar setti hann á svið
ásamt öðrum „Mexikanann” eft-
ir Jack London. Haustið 1921
gerðist hann nemandi sjálfs Mey-
erholds, mannsins sem haffti um-
bylt leikhúsinu og skapafti algjör-
lega nýjan stil i leiklist. Ari siöar
hættir Eisenstein námi hjá þess-
um sinum andlega lærifööur og er
þá fullskapaftur meistari sjálfur.
Kenningasmiður
Eisenstein var mikill kenninga-
Semjon Freilikh meft nokkrar af teikningum Eisensteins. (Ljósm.
Leifur).
smiftur. Skrif hans um kvikmynd-
ir eru mun umfangsmeiri en
sjálfar kvikmyndirnar sem hann
lauk viö. Hann var árum saman
kennari viö Kvikmyndaháskól-
ann i Moskvu og eru fyrirlestrar
og annaö efni tengt kennslunni
stór hluti af þvi mikla ritsafni
sem eftir hann liggur. En auk
þess liggur mikill fræöilegur und-
irbúningur aft baki allra mynda
hans. Eisenstein leit á kvik-
myndalistina sem hápunktinn i
listrænni sköpun mannsandans
frá upphafi vega. Allar leiftir lágu
til kvikmyndalistarinnar sem átti
að vera einskonar samruni allra
lista i nýja, áður óþekkta stærð.
Þess ber að geta að Eisenstein
var alls ekki einn á báti i kenn-
ingasmiðum sinum. Jafnvel áður
en hann byrjar að fást við kvik-
myndir kemur Ljef Kulesjof fram
með sinar kenningar sem snúast i
stuttu máli um það sem kallað
hefur verift „montage” og var á
þessum árum þungamiftjan I öll-
um skrifum um kvikmyndir.
Montage er franskt orð og þýöir i
rauninni uppsetning efta sam-
setning en er notaö um klippingu
kvikmynda og fékk alveg sér-
staka merkingu hjá þessum
sovésku uppfinningamönnum.
Það sem þeir voru aö uppgötva
var i rauninni sjálft eftli kvik-
myndarinnar, þeir eiginleikar
sem hún á ein og ekki fyrirfinnast
i öðrum listgreinum.
Verkfall
Fyrsta kvikmynd Eisensteins
hét Verkfall (Statska) og var
frumsýnd i febrúar 1925. 1 henni
eru þegar fyrir hendi ýmis ein-
kenni sem við þekkjum úr seinni
verkum hans, sérstaklega Beiti-
skipinu Potemkin. Aðalpersónan i
Verkfalli er ekki einstaklingur,
heldur fjöldinn, alþýðan, sem ris
upp. Myndin ber þess greinileg
merki að kvikmyndastjórinn er i
ákafri leit að nýju formi, enda
hafði hann sagt aft formið væri
túlkun á hugmyndafræöi og hlut-
verk þess væri aft afhjúpa rök
innihaldsins, til þess aft sigrast á
hugmyndafræftilegri mótstöðu á-
horfandans með þessi rök að
vopni. Hann taldi það hlutverk
sitt aö sýna fram á eftli og lögmál
stéttabaráttunnar, og til þess
þurfti hann algjörlega nýtt form.
Seinna átti Eisenstein eftir aft
þróa þessar hugmyndir sínar og
gekk þá svo langt aft um skeift
hugleiddi hann i fullri alvöru aft
kvikmynda Das Kapitaleftir Karl
Marx.
Stærsta afrekið
Meft Verkfalli vann Eisenstein
sér þegar i stað svo mikinn orfts.
tir, aft fjórum mánuftum eftir
frumsýningu hennar var honum
falið að stjórna kvikmynd til
minningar um 20 ára afmæli
fyrstu rússnesku byltingarinnar,
1905. 1 fyrstu átti þetta að vera
gifurlega yfirgripsmikil mynd,
þar sem sagt yrði frá byltingunni
allri, en sökum timaskorts var
hætt vift það og ákveftift aft tak-
marka efnið við uppreisn háset-
anna á beitiskipinu Potemkin i
Odessuhöfn. Þetta reyndist vera
afar farsæl ákvörðun, þvi að fyrir
bragðið fékkst aukin dýpt i mynd-
ina og útkoman varð sigilt lista-
verk sem enn er talið til 10 bestu
kvikmynda allra tima og allra
landa. Eisenstein tókst það sem
hann hafði ætlað sér: að sýna
fram á eðli og lögmál stéttabar-
áttunnar. Og hann hafði einnig
fundið það nýja form sem hann
leitaði að. Beitiskipið Potemkin
er tvimælalaust mesta afrek Eis-
ensteins og hápunkturinn á ferli
hans. Þótt hann ætti eftir að gera
nokkrar afbragðskvikmyndir sift-
ar jafnaftist engin þeirra á vift
Potemkin. Sú sem næst henni
kemst er liklega seinni hlutinn af
Ivani grimma, siðasta kvikmynd
meistarans.
Á eftir Beitiskipinu kom Októ-
ber, gerð 1927. Sú mynd vakti
miklar og heitar deilur og enn i
dag eru menn ekki sammála um
gildi hennar. Sem framhald á
fræftilegum kenningum Eisen-
steins er hún vissulega ómiss-
andi, og með réttu stórt skref
frammávift, en sem kvikmynd er
hún að sumu leyti ofhlaðin kenn-
ingum og táknum. Efni hennar er
þróun byltingarinnar i Rússlandi
á timabilinu febrúar-október á
þvi herrans ári 1917.
Áform og veruleiki
Áður en Eisenstein tók til vift
aft kvikmynda Októberhaffti hann
byrjaö undirbúning aö kvikmynd
um vandamál landbúnaftarins.
Hann lagfti hana á hilluna meftan
Október var i sköpun, en sneri sér
aftur aö henni árift 1928. A þessum
tima urðu miklar breytingar i
rússneskum sveitum einsog menn
munaj þetta voru þeir timar þeg-
ar tekin var sú örlagarika á-
kvörðun að koma á samyrkjubú-
skap allsstaðar og hvaö sem það
kostaði. Hér verður sú saga ekki
rakin nánar, en þessar sögulegu
aðstæður gerðu Eisenstein tals-
Framhald á 22. siöu.
Meftai teikninga á sýningunni hjá MIR er þessi syrpa sem er byggft á bibllusögunni um Glatafta soninn, sem Eisenstein fer einkar frjálslega meft.