Þjóðviljinn - 21.05.1978, Page 16

Þjóðviljinn - 21.05.1978, Page 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. mal 1978 Umsjjón: Kristín ólafsdóttir Aagot V. óskarsdóttir Jóhanna V. Þórhallsdóttir 1 on iauj ja WW? mí Bftlahljómsveitin Bláklukkur. Þaö er orkukreppa, skiluröu. Foss m/steinsteypuband am slg miöjan. LÍK sýnir ósj álf- ráða fjörkippi 1 Kaupmannahöfn I byrjun nóvember- mánaðar 1977 hóf hóp- ur ungra íslendinga í Kaupmannahöf n undirbúning árlegrar 1. desemberbaráttugleði/ sem halda skyldi 2. desember að þessu sinni. Ofarlega í huga fólks voru hrakfarir íslendinga í virkjana- málum, — virtist hverjum degi Ijósara að fjármál íslensku þjóðarinnar voru á heljarþröm og því fátt annað til ráða en að halda uppboð. „Land til sölu", var fyrsti titill dagskrárinnar sem breyttist þó smámsam- an er Iíða tók á fyrri meðgöngutíma/ ' enda ómögulegt að seljá land sem löngu er selt. Eftir þrotlausar æfingar, sem stóöu yfirleitt frá lokum venju- leg vinnudags fram á svörtustu nótt rann 2. desember upp. Flytjendur gengu inni sal og hófu raust sina. Varla höföu orð skáldmagar þjóöarinnar, „Höfum vér gengið til góðs”, verið hrópuð fram i sal, fyrr en öll ljós slokknuðu. Rafmagnið var farið. Eftir þvi sem leið á leit að hinu týnda rafmagni, minnkuðu likur á menningar- hlið baráttugleðinnar, þar sem jarðvegurinn varð siblautari. Þannig fór um þá sjóferð. Afram skalhaldið Hópurinn vildi þó ekki beygja sig fyrir óbliðum rafmagns- guðum og ákváðu að halda æfingum áfram að loknu jóla- leyfi og búa til kabarett úr leif- unum. í janúar var hópnum skipt i tvær einingar, þ.e. LIK (Leikfélag tslendinga i Kaupmannahöfn) og bitla- hljómsveitina Bláklukkur. Hvor eining um sig hóf hreinsun á efni þvi sem til var fyrir, auk þess sem nýtt efni var samið i hóp- vinnu (spuna o.fl.). Textar voru skornir mikiö niður en lögð áhersla á likamlega tjáningu. Margt skemmtilegt varð til út. úr samvinnu þeirra óliku ein- staklinga sem þarna voru sam- an komnir. Hóparnir saman- stóðu af margvislegu fólki, leik- urum og námsmönnum auk fjölda islendinga sem flúið hafa eymd, volæði og andleysi islensks þjóðlifs. Fólk, sem aldrei hafði dreymt um að gera slika hluti heima fyrir, ekki ein- göngu vegna fyrrnefnds and- leysis heldur og vegna aðstöðu- LIK Arni Pétur Guðjónsson Erla Sigurðardóttir Helgi Asmundsson Lisa Pálsdóttir Rós Ingadóttir Rúnar Ryk Guðbrandsson Bláklukkur Benóný Ægisson Björgúlfur Egilsson Ólafur Sigurðsson Sigrún Einarsdóttir Sigurður Einarsson Stefán Ásgrimsson Margrét Arnadóttir, leikstjóri Þorþjörn Erlingsson, ljósamaður Helgi B. Sigurðsson, skuggamyndamaður Hildur Karen Jónsdóttir, dyravörður Kristján Þór Sigurðsson, aðstoðarmaður leysis þess sem háir svo mörgu á hinni annars fallegu eyju. Ekki var þó laust við ljón á veg- inum, — hin fjárhagslegu voru þó að nokkru leyti fjarlægð með styrkjum sem námsmanna- félag og íslendingafélag veittu. Auk þess tók starfið mikinn tima, sem bitnaði oft á námi og vinnu viðkomandi fólks. En hugur og áhugi fólks var mikill, svo ekkert varð af fósturláti. Barniö fæddist Barnið fæddist 1. april og var gefið nafnið „Ósjálfráðir fjörkippir”. Ef kyngreina á afkvæmið, liggur næst að kalla það kabarett, þar sem um er að ræða smekklega blöndun af tónlist, leik, dansi og skugga- myndum, þar sem hin mismun- andi form eru samin með hlið- sjón af hvoru öðru. Eftir gömul islensk lög spiluð á klarinett og fiðlu, hittast Auðvaldur, Fullvaldur og Hervaldur i cocktail-partýi. Nývöknuð fjall- konan er teymd i sýnisferð um frónið, þar sem henni mætir foss með steinsteypuband um sig miðjan (Það er orkukreppa, skilurðu?), en fólk sér hún hvergi. Fólk? Hvaða máli skipt- ir fólk? Það er að vinna. Dauðadrukkinn flytur stjórn- málamaður ræðu um hinar gifurlegu framfarir sem orðið hafa á tslandi, á ekki lengri tima en frá lokum Skaftárelda, þá er gamlar konur borðuðu skósóla. Fiðlusnillingur, Hrimkaldi Hergeirsson heim- Auðvaldur, Hervaldur og Fullvaldur hittast i kokkteilpartli: Við erum frjálsasta þjóð alheims, sé miðað Nýjustu tölur frá hagstofunni sýna... við fólksfjölda.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.