Þjóðviljinn - 21.05.1978, Side 23

Þjóðviljinn - 21.05.1978, Side 23
Sunnudagur 21. mai 1978 ÞJOÐVILJINN — StÐA 23 KONGURINN Einu sinni var kóngur, sem var voða ríkur. Allt fólkið var fátækt. Kóng- urinn átti hænsni, en han- inn hélt alltaf söngskóla á morgnana, svo kóngurinn gat ekki sofið út. Hann seldi hænsnin fyrir kálfa, en kálfarnir héldu bara dansskóla. Þeir hoppuðu í stíunni. Enn gat kóngur- inn ekki sof ið út á morgn- ana. Þá lét kóngurinn slátra kálfunum. Einn dag fékk kóngur- inn voða vont kvef. Þá kom álfur. Hann var með jurt. Hann sagðt kóngin- um að þefa af jurtinni. Þá sofnaði kóngur. Hann svaf í tvo daga, en dó svo. Fékk þá fátæka fólkið peningana. Helga María Jóhannesdóttir, 9 ára, Krákuvör, Flatey. Mir*' Ljóð um kind Kindin mín, kindin mín komdu hingað til mín. Ég skal gef a þér hey og vera góð við þig. Hanna Júlía Hafsteinsdóttir, 8 ára, Flatey Tveir krakkar sendu svör — Þau fá bæði bók frá Kompunni Strákur í Kópavogi og stelpa í Ameríku réðu myndagátuna. Hann heit- ir Ari Konráðsson, 9 ára, Kastalagerði 5, en hún heitir Sigrún Jónbjarnar- dóttir. Hér er bréfið frá henni: Kæra Kompa! Ég sendi þér svarið við myndagetrauninni sem kom í Þjóðviljanum 16. apríl. Svarið er: Hr. bak- ari Grímur Arason Húsavik. Ég er 9 ára og heiti Sigrún. Ég á lítinn bróður. Hann er tveggja ára og heitir Páll. Við erum í Mississippi í Bandaríkjunum í borg sem heitir Hattiesburg. Pabbi minn er í skóla hér. Ég er líka í skóla hér. Það er skemmtilegt í skólan- um. Kennarinn minn heitir Mrs. Bennett. Það er skemmtilegt hér. Þetta er annað árið mitt hérna. Það er komið sumar hér. Það er oftast 30 stiga hiti og stundum ennþá heit- ara, 40 stiga hiti. Ég vona að þetta bréf komi ekki of seint. BLESS Sigrún Jónbjarnardóttir Southern Station Box 1835 Hattiesburg Mississippi 39401 U.S.A. mmn Ó, litli f uglinn minn, þú flýgur lágt en þú flýgur fínt i hringi kringum mig, Hildigunnur Jóhannesdóttir, 5 ára, Krákuvör, Flatey. Lausn myndagátu ^ 7 ' V f Einu sinni fyrir langa löngu bjuggu f átæk bóndahjón. Þau áttu einn strák sem var f imm ára. Einn dag spurði hann mömmu sína hvort hann mætti f ara út að leika sér við Snata, og mamma hans sagði: „Já, ef þú passar þig vel að detta ekki í ána." Og strákurínn fór út. En um leið og hann kom út sá hann risastóran fugl. Og strákurinn flýtti sér heim. Og þar sagðí hann alla söguna. Pabb- inn sagði að þetta hefði verið örn og flýtti sér út með byssuna og skaut örnínn. Og eftir það er engin hætta fyrjr örnum. Okkur datt í hug að senda þér sýnis- horn af því sem við höf um gert í skól- anum, ef þú vildir nota það í Kompuna þína. Skólanum er að Ijúka og vorverkin að byrja. Það ætla allir að vera dug- legir að vinna og hjálpa til í sumar. Nóg er að gera i sauðburði, grásleppu, leitum (tína æðardún), eggjatínslu og heyskap. Vonandi fáum við líka að skreppa í Hvallátur, Skáleyjar og Svefneyjar til þess að heimsækja frændfólk og vini. Með bestu kveðjum Krakkarnir í Flateyjarskóla (Yngri deild) Káöning á myndgátu eftir Bjarna Gunnarsson, 12 ára, sem birtist i siðasta blaöi er: MAÐURINN ER SKALD 1RÉYKJAVÍK. (Höfundurinn gleymdi að skrifa nafnið sitt. bað væri gaman að fá frá honum annað bréf með nafninu undir) komp&m Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir í FLATEY ER NÓG AÐ GERA

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.