Þjóðviljinn - 03.06.1978, Page 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. júni 1978
t dag, Iaugardag, veröur
Listahátið sett aö Kjarvalsstöö-
um hl. 14.00. Lúörahljömsveit
Keykjavikur leikur undir stjórn
Brian Charlie, og síöan veröur
Listahátiöin formlega sett. Siö-
an mun Jóhann G. Jóhannsson
leika Ragtime á pianó, og þá
mun yfirlitssýning á verkum
Errós opnuö.
Sföar um daginn veröur ýmis-
legtá dagskránni. FlM-salurinn
mun opna sýningu á málverkum
Kristjáns Daviðssonar kl. 16.00
að Laugarnesvegi 112. Klukku-
tima siðar, eða kl. 17.00 verður
opnuð sýning á vatnslitamynd-
um eftir Vigdisi Kristjánsdóttur
i bókasafni Norræna hússins.
Myndirnar eru af islenskum
jurtum og blómum. Á sama
tima verður opnuð önnur sýning
i kjallara hússins og er það sýn-
ing á málverkum og grafik-
myndum eftir hjónin Seppo
•Mattinen og Helle-Vibeke
Erichsen.
Þá verður opnuð sýning i
Bogasal Þjóðminjasafnsins á
frönskum myndvefnaði og lista-
verkum, sem tengd eru mynd-
vefnaöi. Um kvöldið kl. 21.00
verða svo jasstónleikar Oscar
Peterson trio eða réttara sagt
duo, þvi Joe Pass gitarleikari
forfallast vegna veikinda. Niels
Henning örsted Petersen leikur
á bassa og munu hann og Oscar
leika á viö þrjá að sögn pianist-
ans.
—IM
Vigdls Kristjánsdóttir opnar
sýningu i dag i Norræna húsinu.
Sýnir hún vatnsiitamyndir af is-
lenskum jurtum og blómum.
Strokkvartett Kaup-
mannahafnar heldur
tónleika annað kvöld
Haldnir veröa tónleikar
Stokkvartetts Kaup-
mannahafnar i Norræna
húsinu á sunnudagskvöld
kl. 20.30. A efnisskránni
verður eftirfarandi: Strok-
kvartett nr. 19 í C-dúr eftir
W.A. Mozart/ Kaupmanna-
hafnarkvartett (1977-78)
eftir Þorkel Sigurbjörns-
son verður frumfluttur og
þá strokkvartett nr. 13 i a-
moll eftir Franz Schubert.
Það var árið 1957 að fjórir
hljóðfæraleikarar úr ,,Kgl. Kap-
elle”, Hljómsveit Konunglega
leikhússins i Kaupmannahöfn,
tóku sig saman og stofnuðu Strok-
kvartett Kaupmannahafnar.
Þessir hljóðfæraleikarar voru
fiðluleikararnir Tutter Givskov
og Mogens Lylolph, Mogens
Bruun vióluleikari og Asger Lund
Christiansen sellóleikari. Fyrstu
tónleikarnir voru haldnir i Kaup-
mannahöfn sama ár, og var þeim
ákaflega vel tekið. Kvartettinn
hélt siðan tónleika um alla Dan-
mörku og voru undirtektir hvar-
vetna mjög góðar.
Arið 1959 fór kvartettinn i
fyrstu tónleikaferðina út fyrir
landsteinana, og lék i Hamborg
og Berlin við mikinn orðstir.
Siðan hefur kvartettinn árlega
fari i tónleikaferðir um Þýska-
land. Auk þess hefur kvartettinn
leikið i Noregi og Sviþjóð, Hol-
landi, Belgíu, Sviss, Bretlandi og
Israel. 1964 fór hann i fyrstu
tónleikaferðina til Ameriku,
ferðaðist um þver og endilöng
Bandarikin og Kanada i ellefu
vikur, og lauk ferðinni með
tónleikum i Carnegie Hall. Árið
1966 fór kvartettinn aftur til
Bandarikjanna i sjö vikna tón-
leikaferð, og að henni lokinni léku
listamennirnir inn á niu hljóm-
plötur fyrir VOX-fyrirtækið i New
York verk eftir Sibelius, Grieg,
Carl Nielsen, Holmboe, Berwald,
Gade og fíeiri tónskáld frá
Noröurlöndum.
Strokkvartett Kaupmanna-
hafnar hefurleikið á margri lista-
hátiöinni i Evrópu, meðal annars
á Berliner Festtage 1967, Beet-
hoven-hátiðinni i Bonn 1967 og
1974, og á Luzern Festspiele ’69.
Strokkvartettinn hefur yfir 125
tónverk á verkefnaskránni. Þar á
meðal eru verk sigildra tón-
skálda, Haydns og Beethovens, —
og kvartettinn kýs sér oft verk
eftir landa sina: Gade, Hart-
mann, Nielsen og siðast en ekki
sist Vagn Holmboe, en lista-
mennirnir telja hann i hópi
fremstu tónskálda vorra tima.
Vagn Holmboe hefur tileinkað
Strokkvartett Kaupmannahafnar
fjóra kvartetta og hefur Strok-
kvartettinn lokið við að leika tólf
kvartetta hans inn á hljomplötur.
Þá hefur Strokkvartett
Kaupmannahafnar einnig lagt
mikia rækt við danska tónlist frá
árunum 1800-1880, sem oftast er
kölluð Gullöldin. Þannig hafa
listamennirnir dregið fram i
dagsljósið frábæra kvartetta eftir
Niels W. Gade, Hartmann,
Horneman, Kuhlau og fleiri en
mörg þessara verka voru aðeins
til i handriti. Kvartettinn hefur
leikiö þessi verk inn á hljóm-
plötur, og eru þau oft á verk-
efnaskrá hans, bæöi i Danmörku
og erlendis.
Fjársöfnun
Sjúklingará Bæklunardeild 12-2
Landspitalanum eru nú aö fara
f stað með f jársöfnun til kaupa á
tsjónvarpstæki fyrir deildina.
lún hefur hingað til haft afnot af
vart-hvitusjónvarpstæki en vist-
lenn á deildinni hafa nú hug á aö
kipta „yfir » lit”, og eru bjart-
sýnir á góðar undirtektir við
þessa hugmynd utan sjúkrahúss-
ins sem innan.
Framlögum má skila til Jó-
hannesar Björgvinssonar vist-
manns á Bæklunardeildinni og
hjúkrunarfólks þar.
—mgh
Listahátið í
Norræna húsinu
Laugardagur
Sunnudagur
3. júni kl. 17:00 Opnun listsýninga.
4. júní kl. 20:30 STROKKVARTETT
KAUPMANNAHAFNAR leikur
verk eftir Mozart, Þorkel Sigur-
björnsson og Schubert
Mánudagur 5. júni kl. 20:30
í sýningarsölum i kjallara:
GRIEG-DUÓIÐ leikur verk eftir
Jón Nordal, Grieg og Beethoven.
SEPPO MATTINEN og HELLE-
VIBEKE ERICHSEN, málverk
og grafikmyndir,opið 14-19
í bókasafni:
VIGDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR
„íslenskar jurtir og blóm”,
vatnslitamyndir, opið kl. 14-19
Verið velkomin
Tónskóli Sigursveins:
Fjölbreytt starf
Fjórtánda starfsár Tónskólans
hófst med setningu i Lindarbæ
9. september 1977
Fjórtánda starfsúr Tónskólans
hófst meö setningu f Lindarbæ 9.
september 1977.
Við skólann störfuöu 25 kennar-
ar auk skólastjóra.
Nemendur voru 477 og skiptust
þannig á námsgreinar:
Einsöngur 23, pianó 138,
harmonium 17, fiöla 31, Cello 8,
gitar 59, þverflauta 25, aítflauta 9,
klarinett 10, trompet 5, horn 1
nemandi. 1 forskóla, fyrsta og
öðrum áfanga, 120, undirbúnings-
deildum 32.
1 aðalnámsgreinum voru þreytt
145svigpróf, semskiptustþannig á
námsstig: I. stig 61, II. stig 43, III.
stig 18, IV. stig 16, V. stig 5 nem-
endur. Tveir nemendur þreyttu
fullnaðarpróf, Jón Aðalsteinn
Þorgeirsson I klarinettuleik og
Astmar Einar ólafsson i pianó-
leik.
Tvær nemendahljómsveitir
voru starfræktar i skólanum,
önnur fyrir yngri nemendur, hin
fyrir þá, sem lengra eru komnir.
A sama hátt var æfður skólakór.
Kórinn og hljómsveitin héldu
tónleika i kirkju Óháða safnaðar-
ins 12. april. Þar var m.a. flutt
verk eftir John A. Speight:
„Little Music” fyrir klarinettu og
hljómsveit. Einleikari á klarin-
ettu var Jón Aðalsteinn, sem nú
lýkur fullnaðarprófi. Auk þess
voru haldnir nemendatónleikar
um jól og páska i Menntaskól-
anum við Hamrahlið og i Nor-
ræna húsinu 30. april. Þann 7. mai
voru fullnaðarprófstónleikar Ast-
mars Einars Ólafssonar i Nor-
ræna húsinu.
Þann 14. april fór Hljómsveit
Tónskólans til Egilsstaða og
aðstoðaöi Tónkórinn á Fljótsdals-
héraði við flutning páskaóratóriu
eftir Brunckhorst. Tónkórinn
kom síðan til Reykjavikur og hélt
tónleika I kirkju Óháða safnaðar-
ins, þar sem þessir aðilar fluttu
óratóriuna öðru sinni.
Skólaslit fóru fram i Hagaskóla
miðvikudaginn 10. mai. Þar voru
skirteini afhent.
> Tónleikar Öldutúnskórsirts
; Kór öldutúnsskóla efnir til tónieika I Hafnarfjaröarkirkju á morgun
1 (sunnudaginn 4. júnl) kl. 5 s.d. A efnisskránni eru bæöi innlend og
erlend lög, þar á meðal nýtt kórverk eftir Jón Nordal tónskáld. Stjórn-
andi kórsins er Egill Friðleifsson.