Þjóðviljinn - 03.06.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.06.1978, Blaðsíða 5
Laugardagur 3. júnl 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA5 Nordplan 50 manns í Gestirnir dvelja hér í mánadartíma og ferdast um landið Dagana 4. júni til 1. júli mun Nordplan verja mánaðartima á islandi til könnunar á ýmsum málum. Er slik vettvangskönnun fastur liður i framhaldsmenntun fóiks, sem starfar aö skipulags- málum á Norðurlöndum. Til- gangurinn er að mennta fólk til rannsóknarstarfa og hafa á hendi rannsóknir á skipulagsmálum. Standa Norðurlöndin að þessari stofnun. Þessi framhaldsmenntun stendur i ár og eru þátttakendur 50 talsins hverju sinni. Þunga- miðja námsins er þrjú mánaðar- námskeið. Eru tvö þeirra i Stokk- hólmi, en hið þriðja, vettvangs- timinn, stendur annarsstaðar á Norðurlöndum og að þessu sinni á íslandi. Vettvangstimann skiptast nem- endur i 7 „gengi”. Hvert fyrir sig kannar sérstakt viðfangsefni varðandi islenskt þjóðfélag. Hópurinn i heild miðar könnun siha að þessu sinni við tengsl lifs- skilyrða og skipulags. Hin sérstöku viðfangsefni gengjanna eru þessi: — Gerð þjóðfélagsins i helstu dráttum og gangur mála á íslandi. — Utanaðkomandi aðstæður eða staðbundnar, sem ráða þróun byggðarlaga' af ýmsu tagi. — Samvinnufélög á Islandi. — Kjör ungmenna og tækifæri i einstökum byggðarlögum. — Félagatengsl i byggðar- lögum á Islandi. — Breytingar á nýtingu náttúruauðlinda. — Lifshættir og gildismat I byggðarlögum á Islandi. Ekki er hugmyndin með starfi - Nordplans á Islandi að koma með sérstakar tillögur um aðgerðir til lausnar á vandamálum einstakra staða varðandi skipulag eða áætl- anir. Hugsanlegt er hinsvegar að þessi gestakoma gæti leitt til þess að vandamálin yrðu rædd á annan hátt en verið hefur. Það er Björn S. Stefánsson.sem milligöngu hefur um þetta mál en hann gegnir þetta kennslumisseri starfi prófessors við Nordplan. Islensku nemendurnir i hópnum eru: Geirharður Þor- steinsson, arkitekt, Gunnar Haraldsson, hagfræðingur hjá Framkvæmdastofnun, Snorri Tómasson, viðskiptafræðingur, Helgi Bjarnason Selfossi, fram- kvæmdastjóri Sambands sunn- lenskra sveitarfélaga, Ingi- mundur Magnússon, fyrrum framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og Stefán Thors, arkitekt hjá Skipu- lagsstjóra rikisins. Eins og fyrr segir hefst vett- vangskönnunin i Reykjavik sunnudaginn 4. júni, og þar verður staðið við til 8. júni. A mánudaginn mun borgarhag- fræðingur flytja erindi um borgarmál, skipulagsstjóri um skipulagsmál og Bjarni Einarsson hjá Framkvæmda- stofnun ræðir um landshluta- áætlanir. Á þriðjudaginn talar Jón Sigurðsson hagrannsóknarstjóri og kynnt verður saga Reykjavikur eins og hún birtist i byggingum i borginni. Frá gæsluvellinum við Iðufell. Ljósm. Leifur. Athugasemd viö leikvallarfrétt 1 tilefni af frétt um „moldar- hól” og „grjótgarð” á leiksvæði við Iðufell, 27. mai sl.fvil ég hvetja fréttamann Þjóðviljans (cös), i samræmi við góðan á- setning hans, til að sýna nokkur dæmium gæsluvelli, sem eru með þvi sniði, sem gæsluvöllurinn við Iðufell hefði átt að vera. Einkum væri forvitnilegt að sjá dæmi um velli þar sem tekist hefur verið á við flatneskjuna, sem oft hefur rikt á leikvöllumj eða dæmi um að efniviður náttúr- unnar, gras og grjót, eru gerð að „leiktækjum”, eða sýnt dæmi um aö gerð hafi verið tilraun til að breyta girðingu úr tilbreytingar- lausri takmörkun á útsýni i hluta af umhverfinu, eða það mætti jafnvel sýna dæmi um að mishæð á velli væri notuð til að lyfta sjón- deildarhring barnanna upp fyrir girðingu stund og stund. Ég fer ekki fram á að dæmin séu fullkomin, ef t.d. flisar eru i girðingu, þá veit ég að það má laga, eða ef hóll er of hár eða brattur, þá má laga það. Ég fer einungis framá að sjá dæmi um að reynt hafi verið að breyta lág- kúru I hvetjandi umhverfi! Geirharður J. Þorsteinsson, arkitekt. Svar viö athugasemd. Ég veit aðeins hvernig gæslu- völlurinn við Iðufell er, en ekki hvernig hann hefði átt að vera. Þess vegna get ég ekki „sýnt dæmi um gæsluvelli með þvi sniði, sem gæsluvöllurinn við Iðu- fell hefði átt að vera”. Á hinn bóginn tel ég það vissu- lega góðra gjalda vert, þegar reynt er að gera leiksvæði barna fjölbreytt og nýstárlegt, þvi allt of lengi hefur hin dauða hönd van- ans ráðið rikjum i skipulagi leik- valla. En ekki fer á milli mála, að þrátt fyrir góðan ásetning hafa orðið mistök i skipulagi, eða út- færslu þess, á gæsluvellinum við Iðufell. Þau mistök ber að viður- kenna og bæta úr svo fljótt sem auðið er. vettvangskönnun Björn S. Stefánsson A miðvikudaginn flytja full- trúar frá stjórnmálaflokkunum erindi um þjóðmál á Islandi. Siðar um daginn sitja þátttak- endur boð forseta Islands. dr. Kristjárns Eldjárns, að Bessa- stöðum og þar mun hann flytja erindi um þjóðina I landinu á fyrri tið. A fimmtudag ræða svo fiski- málastjóri og maður frá Hafrann- sóknastofnuninni um fiskveiðar, fiskistofna og nýtingu þeirra. Þar með lýkur hinni sameiginlegu dagskrá i Reykjavik. Á föstudag verður farið til Hveragerðis og Selfoss. I Hvera- gerði verður rætt um ylrækt i' smærri og stærri stfl. A' Selfossi mun Hjalti Gestsson, ráðunautur ræða um Selfoss sem miðstöö 31/5 — Þingi sambands rithöf- unda I Austur-Þýskalandi lauk I dag i Austur-Berlin með þvi að sambandið hét Sósialiska eining- arflokknum, valdaflokki lands- ins, stuðningi og hollustu. Tals- vert var fylgst með þingi þessu, vegna þess að margir þekktir austur-þýskir rithöfundar tóku svari skáldsins og söngvarans Wolfs Biermann, þegar hann var gerður útlægur til Vesturlanda. Einn þeirra, sem mótmæltu að- félags-og þjónustustarfsemi fyrir Arnessýslu. Kynnt verður starf- semi Kaupfélags Arnesinga Mjólkurbús Flóamanna og Sláturfélags Suðurlands og Helgi Bjarnason ræðir um atvir.numál þorpanna i nánd við Selfoss. Nú skilja leiðir. Sumir verða eftir á Selfossi, aðrir halda niðui i Litlu-Sandvik, þar sem Páll Lýðsson mun kynna málefni sveitahreppanna á Suðurlandi og enn aðrir fara austur i Skóga- skóla þar sem rædd verða mál- efni Austur-Eyjafjallahrepps einkum er varðar búskap of skólamál. Þá verður og farið i heimsóknir á sveitabýli. Þeir sem eftir urðu á Selfossi, fart undir kvöldið upp i Gnúpverja- hrepp. A laugardaginn verður viðdvöl i þorpunum Hellu, Hvolsvelli og Vik og þeir, sem voru á Selfossi og i Gnúpverjahreppi fara að Búrfellsvirkjun. Siðan er komið í Gunnarsholt þar sem Stefán Sigfússon sér um kynningu á skipulagi landgræðslu, land- verndar og graskögglafram- leiðslu. Siðan verður haldið að Kirkju- bæjarklaustri og Höfn i Horna- firði. Þar fer fram á vegum Hafnarhrepps kynning á kauptúninu. Samskonar kynning fer fram á Djúpavogi. Þar verður eitt ,,gengið”eftirum sinn, annað dvelur i Breiðdal og þriðji hópurinn verður á Stöðvarfirði. Þá veröur komið við á Búðareyri, Eskifirði og Mjóafirði. A þessum slóðum verður dvaliö fram á föstudag. 17. júni verður svo farið til Norðurlands. Mánudaginn 19. júni verður kynning á Akureyrarbæ og full- trúar frá atvinnurekendum og förum stjórnarvalda við Bier- mann, var Stephen Hermlin, þekktur rithöfundur og kommún- isti um langt skeið. Hann sat þingið, en sumir aðrir, sem tekið höfðu svari Biermanns, voru fjar- staddir, að likindum i mótmæla- skyni. Hermlin hélt á þinginu á- fram gagnrýni sinni vegna út- legðar Biermanns og sakaði i gær ónefndan embættismann um lýð- skrum og lágkúru i árásum á Frh. á 14 síðu verkalýðsfélögunum ræða kjara- mál. Komið verður m.a. á Dalvik og Ólafsfjörð. A föstudagskvöld verður haldið i Húnaver og rætt um Blöndu- virkjun. Þar mætir maður frá Orkustofnun, Helgi Hallgrimsson náttúrufræðingur og alþingis- mennirnir Páll Pétursson og Pálmi Jónsson. Þá verður komið á Blönduós og Skagaströnd og loks endað i Reykjavik. —mhg Sjómanna- dagurínná Akranesi Hátiðahöld Sjómanna- dagsins á Akranesi hefjast laugardaginn 3. júni kl. 13, meðsundmóti i Bjarnarlaug. Kl. 19.30 hef jast svo hátiða- höld við höfnina með björg- unaræfingu Björgunar- sveitar Slysavarnafélagsins. Kl. 20:30 fer fram kappróður. Þar keppa skipshafnir, fyrir- tæki og kvennasveitir. Klukkan átta á sjómanna- sunnudaginn: Fánar dregnir að hún. Kl. 10.00, Sjómannamessa i Akraneskirkju. Sr. Björn Jónsson messar og heiðrar 3 aldraða sjómenn. Gengið verður úr kirkju að minnis- merki drukknaðra sjómanna á Akratorgi og lagður á það blómsveigur. Kl. 14.00 hefst skemmtun i iþróttahúsinu. Þar fer fram knattspyrnukappleikur, reiptog og fleira verður til skemmtunar. Kvennadeild Slysavarna- félagsins verður með kaffi- sölu i Slysavarnahúsinu við Sunnubraut á sunnudag frá kl. 15.00. Hlaðborð. Agóðinn rennur til dvalarheimilisins Höfða. Haldnir verða tveir dans- leikir. Verður annar að Hótel Akranesi og hefst með borð- haldi kl. 20.00. Avarp: Fulltrúi útgerðarmanna, afhending aflaverðlauna Sjómannadagsins, ýmis skemmtiatriði. Hljómsveit Kalla Bjarna leikur fyrir dansi. Unglingadansleikur verður i Rein. Tibrá leikur fyrir dansi til kl. 2.00. —mhg Austurþýskir rithöfundar; Herinlin ódeigur gagnvart yfírvöldum ÁSKORUN! Kommúnistaflokkur íslands, m-1, skorar á Alþýðubandalagið og Fylkinguna í kappræður um málefni kosninganna Ef Alþýðubandalagið og Fylkingin taka áskoruninni; verður af fundí og óskast þá svar fyrir 10. júní. Fundurinn fari fram i einhverju stóru samkomuhúsi i Reykjavík 10.- 20. júni. Efstu menn á hverjum lista taki þátt i kappræðunum. Allir aðiiar kappkosti hver i sinu málgagni að auglýsa fundinn á áber- andi hátt. Kommúnistaflokkur íslands, marxistar-leninistar —eös

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.