Þjóðviljinn - 03.06.1978, Page 16

Þjóðviljinn - 03.06.1978, Page 16
Samtök herstöðvaandstæðinga efna til Kef lavík- urgöngu laugardaginn 10. júní n.k. Gengið verður frá Aðalhliði Kef lavíkurf lugvallar og að Lækjar- torgi, með viðkomu í Kúagerði, Straumi, Hafn- arfirði og Kópavogi. Á þessum stöðum verða haldnir stuttir fundir með fjölbreyttu efni. 0 Þeir sem ætla að taka þátt í göngunni, eru beðnir að skrá sig í síma 83368, 29845, 29863, 29790 eða 29896, en í þessum símum eru einnig veittar upplýsingar um gönguna. £ Æskilegt er að sem flestir taki þátt í undir- búningi göngunnar og eru menn þvi hvattir til aðgerast sjálfboðaliðar og hafa samband við skrifstofuna strax, eða hringja i áðurnefnd simanúmer. $ Skrifstofa samtaka herstöðvaandstæðinga, Tryggvagötu 10, er opin f rá 10 til 21 alla virka daga. Vopnahlé í Herstöðvaandstæðingar, takið virkan þátt í baráttunni. Með þátttöku fjöldans er sigurinn vís. ísland úr Nato — Herinn burt Grjótaþorpi KEFLAVIKURGANGA 10. jjúnl Cthlutunarnefndin frá hægri: ólafur B. Thors, Thor Vilhjálmsson og Kndtur Hallsson. Þeir sem laun hlutu: Niels Hafstein, Bragi Asgeirsson, Manuela Wiesier, Þórhur Hall, Kristján Davlösson og Pétur Gunnarsson. A mvndina vantar óiaf Lárusson. (ljósm. —eik—) 7 hljóta nú starfslaun Starfslaun listamanna fyrir ár- iö 1978 hafa nú veriö veitt eftir- töldum mönnum: Kristjáni Daviössyni, myndlistarmanni til 12 mánaöa, Braga Asgeirssyni, myndlistarmanni til 9 mánaöa, my ndlistarmönnunum Nielsi Hafstein Steinþórssyni, Ólafi Lárussyni og Þóröi Hall, tónlist- armanninum Manuelu Wiesler Ilermóösdóttur og rithöfundinum Pétri Gunnarssyni, ölium til 3ja mánaöa. Úthlutunarnefnd skipuöu Ólaf- ur B. Thors, Thor Vilhjálmsson og Knútur Hallsson, en hann var formaður nefndarinnar. Sagði Knútur er starfslaunin voru veitt, aö upphæðin sem ætluð er til starfslauna listarnanna á fjárlög- um væri ófullnægjandi, en hún er nú 6,5miljónir. Alls sóttu 54 lista- menn um starfslaun að þessu sinni, en launin eru miðuð viö byrjunarlaun menntaskólakenn- ara. Sagöi Knútur ennfremur að koma þyrfti á fót starfslaunasjóð- um við hinar ýmsu listgreinar. Itrekaöi Thor Vilhjálmsson þetta sjónarmiö, enda væri hér um laun en ekki styrki að ræða. Sagði hann úthlutunarnefndina vera sammála um að hækka þyrfti verulega fjárveitingu til starfs- launa listamanna, en reglur um starfslaunin voru settar árið 1969 og hefur verið veitt fé á fjárlögum árlega siðan til þeirra. þs Bæjarstjórnin á ísafírdi: Likur á nýjum mein- hluta Eftir þaö afhroð sem Sjálf- stæöisflokkurinn galt I bæjar- stjórnarkosningunum á sunnudag tel ég fráleitt aö þeir veröi áfram i meirihlutasamstarfi hér, sagöi Aage Steinsson bæjarfulltrúi á isafirði I samtali viö Þjóöviljann i gær. Mér þykir llklegt að vinstri flokkarnir myndi meirihluta að þessu sinni. 1 gær var fyrsti bæj- arstjórnarfundurinn og þá var frestað kjöri i allar nefndir og ég geri ráð fyrir þvi að J-listinn og A- listinn séu nú að ræða sin á milli. Þeir hafa gefið i skyn, að síðan muni þeir leita til Alþyðubanda- lagsins og Framsóknarflokksins, sagði Aage. Undanfarin 4 ár hafa myndað meirihluta á Isafirði 4 fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og 3 fulltrúar af sameiginlegum lista Alþýðuflokks og SFV sem boðinn var fram 1974. —GFr. Vopnahlé rikir nú i Grjótaþorpi, en eins og kunnugt er stöðvuðu íbúar þar framkvæmdir Þorkels Valdimarssonar á lóð hans bak við Fjalaköttinn við Bröttugötu. Gert var samkomulag milli íbúanna og Þorkels, um að Þorkell legði stétt meðfram Fjalakettinum baka til, en afgangur lóð- arinnar yrði fenginn íbú- um þorpsins til ráðstöfun- ar. Þorkell mun leggja til allt efni túnþökur og ann- að, en ibúarnir sjá um vinnuna alla. Þetta samkomulag er þó háð samþykki borgarráðs um aö borgin greiði fasteignaskatta af þeirrispildu sem ibúasamtökin fá til ráðstöfunar, en sú upphæð mun vera nærri 150 þúsund krónum. Jón G. Tómasson, sem nú gegnir embætti borgarstjóra lýsti þvi yfir viö deiluaðila, að hann myndi leggja til aö borgarráð samþykkti þetta, og verður málið væntan- lega tekið fyrir á borgarráðsfundi næsta þriðjudag. Einn ibúa Grjótaþorpsins Friða Haraldsdóttir, sagöi i samtali við Þjóöviljann i gær, að menn væru að vonum ánægðir með þessi úr- slit mála, en meðan beðið er eftir samþykki borgarráðs verður ekkert gert á lóðinni. Við höfum hins vegar fullan hug á þvi að drifa i framkvæmdum strax og borgarráð hefur lagt blessun sina á samkomulagiö, sagði Friða. —AI '.rwiwj. ’ * Sp > v. U * ,' ^ • ' vt - Gamla Sjálfstæöishúsiö viö Austurvöll var reist áriö 1874 og þar var fyrsti húsmæðraskólinn á landinu. Nú hefur þaö veriö múrhúöaö, svipt skrautiog augnstungiöeins ogsésthér. (Ljósm.: Leifur) A horni Túngötu og Garöastrætis er gamall skrúögaröur aö veröa aö engu og hugmyndir eru nú uppi um aö gera hann aö bdastæði. Þar stóö áöur fallegt timburhús sem eigandinn lét rffa niöur aö ástæöulausu. A myndinni á spjaldi ibúasamtaka Vesturbæjar er fjölskylda Þóröar Thoroddsens læknis úti i garöi fyrir framan hiö fagra hús sitt fyrr á öldinni. Þarft framtak íbúasamtök Vesturbæjar setja upp spjöld vid gömul hús og garða ibúasamtök Vesturbæjar hafa sett upp spjöld á nokkrum stöö- um til aö minna Reykvikinga á umhvcrfisverðmæti I gamla bænum undir einkunnaroröun- um Aö fortiö skal hyggja er framtiö skal byggja. Spjöld þau sem komin eru upp eru á þremur stöðum i bænum og 70x80 sm aö stærð. Eitt þeirra er viö gamla Sjálfstæðis- húsið við Austurvöll meö mynd af húsinu eins og þaö var fyrir aldamót til aö sýna fram á hvernig það hefur veriö eyði- lagt. Annað er við Túngötu 5 sem sýnir gamla mynd af garð- inum sem nú hefur verið gerður að bilastæði og húsiö þar sem það er upp á sitt besta en nú hefur það verið „augnstungið” og eýðilagt á annan hátt. Þriðja spjaldið er i garðinum á horni Túngötu og Garðastrætis sem nú er i mikilli niðurniðslu og ætlunin tír að leggja undir bila- . stæði. Fallegt hús sem þar stóö er nú rifiö. —GFr. Garöur Magnúsar Einarssonar dýralæknis stóö lengi meö miklum bióma. Nú er þar bilastæöi og veriö aö ganga aö þeim trjám sem eftir eru dauöum. Húsiö er lika skemmt. DWÐVIIJINN Laugardagur 3. júni 1978 Aöalsfmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt aö ná I blaðamenn og aðra starfs- menn blaösins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans I sima- skrá.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.