Þjóðviljinn - 09.06.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.06.1978, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. júni 1978 Spurningar fólks Kjartan Valgarösson, Bragagötu 25, Rvík, spyr: Islensk atvinnustefna og íslensk alþýða FYRSTA KEFLAVÍKURGANGAN 19. JÚNI1960 Atburöur sem aldrei gleymist Kjartan Valgarösson, Braga- „Hvernig getur islensk at- götu 25, Reykjavik spyr fimm vinnustefna þjónað islenskri al- spurninga, ein hljóðar svo: þýðu?” Svör Alþýðubandalagsins Svavar Gestsson svarar ✓ Svar: Forsenda þess að hér geti þróast sjálfstætt þjóölif er að islenskri atvinnustefnu sé hrundið i framkvæmd. Islensk atvinnustefna er andsvar Al- þýðubandalagsins við hinni er- lendu stóriöjustefnu stjórnar- valda. Kjartan og aðrir þurfa að gera sér ljóst að þó að hljótt sé um erlend stóriðjuáform um þessar mundir eru margvisleg- ar áætlanir geymdar i skúffum stjórnarvalda meðal annars áætlun integral, um stórfellda aukningu á umsvifum Alusuisse hér á landi um oliuhreinsunar- stöðvar og fleira. Þess vegna er nauðsynlegt að vera vel á verði. Með islenskri atvinnustefnu hefur Alþýðubandalagið einnig sýnt fram á óþrjótandi tækifæri til hvers konar úrvinnslu úr is- lenskum auðlindum. Alþýðu- bandalagiö telur þvi að unnt sé aö tryggja lifskjör á tslandi sambærileg við það sem best gerist erlendis með þvi einu aö nýta islensk atvinnutækifæri. Þannig þjónar islensk atvinnu- stefna islenskri alþýöu. En það gerist einnig á annan hátt: Is- lensk atvinnustefna verður þvi aðeins framkvæmd af myndar- skap að það gerist undir félags- legri forystu, áætlunarstjórn, með nýrri efnahagsstefnu. Is- lensku verðbólgukapítalistarnir ráða ekki við uppbyggingu og eflingu islensks atvinnulifs, og Islendingar hafa einfaldlega ekki efni á þvi að standa undir kostnaði við gróðabrall þeirra. Þess vegna er félagslegt frum- kvæði alþýðunnar sjálfrar ein meginforsenda islenskrar at- vinnustefnu i framkvæmd. Það Svavar Gestsson: tslensk at- vinnustefna er andsvar Alþýðu- bandalagsins við hinni erlendu stóriðjustefnu stjórnvalda. er þvi ekki einasta nauðsynlegt að islensk alþýða skilji að is- lensk atvinnustefna þjónar hagsmunum hennar. Það er ekki siður mikilvægt að allir is- lenskir launamenn geri sér ijóst að þvi aðeins verður is- lensk atvinnustefna fram- kvæmd þeim i hag, að þeir sjálf- ir leggi hönd á plóginn og hafi forystu og frumkvæöi. Varðandi islenska atvinnu- stefnu visast annars til auka- blaðs Þjóðviljans sem gefið var út nýléga, og enn er unnt aö fá eintak af þvi blaði. Ferðalag í áttina þangað sóminn býr ríkir og frelsið býr Fyrsta Kef lavíkurgang- an var farin 19. júni 1960. Meðan á undirbúningi göngunnar stóð birti Þjóð- viljinn viðtöl við fólk sem ætlaði að ganga og spurði: Hversvegna gengur þú? Nú/ átján árum seinna, er enn farin Keflavíkur- ganga. Þegar þessi viðtöl eru lesin yfir á ný fer ekki hjá því,að það veki aðdáun Tryggvi Emilsson: Vegna til- gangs sins verður gangan stolt hvers manns sem tekur þátt i henni eða styður hana á annan hátt. Atburður sem aldrei gleym- ist. hve brautryðjendurnir kunnu vel að koma oröum að hugsjónum sínum. Þau orð og þær hugsjónir eru enn í fullu gildi þvi biðin hefur orðið löng. I tilefni Kef lavíkurgöngunnar á morgun birtir Þjóðviljinn hér að -Jieðan nokkrar glefsur úr þessum viðtöl- um. Bjarni frá Hofteigi: Keflavikur- gangan er ferðalag i áttina þangað sem sóminn rikir og frels- ið býr. Hún er áheit á okkur sjálf. Einar Bragi: Ég tel ungviðið sem er að alast upp eiga kröfu á stað- festingu þess, aö við metum Is- land til annars en fjár og reynum með öllum tiltækum ráðum að heimta æskunni til handa hið góða hlutskipti sem hún hefur verið látin biða eftir frá fæðingu: óflekkað land að lifa I við sæmd. Hannes Sigfússon: Skyggnir menn munu sjá rifrildin af sinnu- leysi almennings á vegarbrúnum hvarvetna þar sem fólkið hefur skipað sér i fylkingu göngunnar miklu. Kjarabarátta dag hvern Þjóðviljinn berst einn íslenskra dagblaða við hlið verkalýðshreyfing- arinnar. Þjóðviljinn mætti vera betri og stærri og útbreiddari en hann er. En því aðeins verður Þjóðviljinn betri, stærri og útbreiddari að hver stéttvís launamaður geri sér Ijóst að Þjóðvilj- inn er eina dagblaðið og þar með eina vopnið sem launamenn geta treysl gegn sameinuðum blaðakosti kaup- ránsf lokkanna. Fyrir hvert eitt eintak af Þjóðviljanum gefa kaupránsflokk- arnir út 10 eintök. Sá verkamaður sem vill treysta hag verkalýðshreyf ingarinnar og þar með eigin hag kaupir Þjóðviljann og vinnur að útbreiðslu hans. Þjóðviljinn og verkalýðshreyfingin eiga samleið. Verkalýðshreyfing sem ekki á aðgang að traustu dagblaði gæti lent undir í áróðursstríði auðstéttar- innar. Fram til sigurs i kjarabaráttunni! Fram til sigurs í stjórnmálabarátt- unni! Gerstu áskrifandl í dag! Nafn: Heimili: DJOÐMHNN SÍÐUMÚLA 6 REYKJAVÍK SÍMI 81333 Gunnlaugur Scheving: Og það mun alltaf blakta á skarinu hjá okkur, nú sem fyrr, og þó biðin kunni að verða löng, þó hún kynni aö verða þúsund og aftur þúsund sinni lengri en gangan frá Kefla- vik. Við munum engu gleyma en halda — hvernig sem allt kann að velta — fast og óbifanlega við rétt okkar og umráð yfir islandi. I dag og á morgun Sjálfboðaliðar! Við þurf um á að halda sjálfboðaliðum með bíl fyrir hádegi. Einnig sjálfboðaliðum til annarra verka. Kosningamiðstöð G-listans, Grensásvegi 16. SIMAR 8 33 68 OQ 8 32 81.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.