Þjóðviljinn - 09.06.1978, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 09.06.1978, Blaðsíða 11
Föstudagur 9. júni 1978 WÓÐVILJINN — SIÐA n Pierre Robert 1978 Hin árlega Pierre Roberts golf- keppni fer fram á Nesvellinum á Seltjarnarnesi dagana 15.-18. júni. Leikið verður i 8 flokkum og raðað verður i þá flokka á sama hátt og gert veröur i tslandsmót- inu i sumar, eða samkvæmt aldurstakmarki i unglingaflokk- ana og forgjafartakmarki i flokka fullorðinna. Pierre Roberts golfkeppnin hefur undanfarin ár verið fjöl- mennasta golfkeppnin hérlendis ef tslandsmótið er undanskiliö og er full ástæöa til að ætla að svo verði einnig nú. 011 verðlaun i þessa keppni eru gefin af Pierre Roberts snyrtivöruumboðinu á tslandi, Islensk-Ameriska verslunarfélaginu. Keppnin hefst fimmtudaginn 15. júni kl. 16 með keppni i yngstu flokkunum tveimur. Drengja- flokki fyrir pilta 15 ára og yngri miðað við keppnisdag og pilta 16- 21 árs miðað við keppnisdag. Þó mega þeir piltar sem hafa forgjöf 6 eða lægra keppa i meistara- flokki,en aðeins má keppa i einum flokki á þessu móti. A föstudaginn hefst keppnin einnig kl. 16, og þá verður leikið i kvennaflokkunum tveimur og i 3. flokki karla þar sem þeir keppa sem hafa forgjöf 20-24. A laugardag leika þeir sem eru i 1. og 2. flokki karla. Þeir sem leika i 2. flokki hafa forgjöf 13-19 og þeir sem keppa i 1. flokki hafa forgjöf 7-12. Keppni þeirra bestu — meistaraflokksmannanna — hefst siðan fyrir hádegi á sunnudag, enda leika meistaraflokks- mennirnir 36 holur þann dag. Eins og fyrr sagði er búist við mjög mikilli þátttöku, og reiknað er með öllum bestu kylfingum landsins til keppninnar þar sem keppnin gefurstig til landsliðsins. Ollum er heimilt aö koma og fylgjast meö keppninni án þess að greiða aðgangseyri, en þó er fólki sérstaklega bent á aö koma á sunnudeginum þegar meistara- flokksmennirnir reyna með sér og berjast um sigurinn og lands- liðsstigin. Skráning í keppnina er þegar hafin hjá öllum stærstu golf- klúbbunum, en einnig má skrá sig hjá GN i sima 17930. Argentina'78 Punktar •••••• Um fátt er nú meira talaö en hamfarirSkota á HM i Argentinu. Þeir hafa brugöist sinum mönn- um algjörlega og sú spurning vaknar hver taki ábyrgð á þessu öllu. ,,Ég tek á mig alla ábyrgö gagnvart óförum minna manna” sagði Ally MacLeod fram- kvæmdastjóri skoska liðsins i gærkvöldi. ,,Ég veit að ég er und- ir pressu. Það eru allir fram- kvæmdastjórar hér”, sagði hann. ,,Og auðvitaö eru þeir undir meiri pressu ef lið þeirra leika illa. Þá eru þeir óhamingjusamir. Annars held ég að enginn leik- manna skoska liðsins hafi áöur leikið jafn illa og hér i Argentinu. ...traninn Andriaik Eskandrian hefur verið settur i leikbann. Hann hefur verið bókaður tvisvar og fer þvi i eins leiks bann og má ekki leika siðasta leik trans i keppninni gegn Perú. .... ttalia, Argentina og Austur- riki eru einu löndin sem ekki hafa tapaö leik á HM i Argentinu. 011 önnur lönd hafa tapað i það minnsta einu stigi. .... Vestur-Þjóðverjar eru sú þjóö sem flest mörk hefur skorað. Liöið skoraöi sex mörk gegn Mexikó. .... t 1. riðli hafa verið skoruð flest mörk eða 13 talsins. t riölin- um eru Ungverjaland, Frakk- land, Argentina og ttalia. SK. ■ j Fischer teflir á ný! * Mikiö hefur hvarf Bobby IFischers af sjónarsviðinu verið grátið. Næstum sex ár eru liðin frá þvi að hann tefldi síðast hér i 1 Reykjavik i einviginu fræga við Boris Spasski. Fyrst eftir ein- I vigið var hann fullur kapps, I vildi tefla jafnvel einu sinni á | ári um titilinn og þar fram eftir I götum. En siðan fór hann æ I meir að draga sig i hlé, en menn I biðu þolinmóðir; hann hlyti aö I' tefla fyrr eða siðar, a.m.k. cinvigið um heimsmeistaratitil- inn sem fram átti að fara 1974. a En á miðju ári 1974 kom sprengjan mikla. Fischer sendi fulltrúum á þingi FIDE sem haldið var i Frakklandi það ár, skeyti með hvorki meira né minna en 900 kröfum varöandi cinvigið um titilinn. Ef þessar kröfur yrðu ekki samþykktar svipti hann sig sjálfkrafa titlin- um. Árið 1975 þegar sýnt var að áskorandi hans yröi Sovét- maöurinn Anatoly Karpov, voru , kröfur hans teknar fyrir. IAllar voru samþykktar nema ein, sem varðaði fjölda skáka I einviginu. Þráttfyrir það að ■ Filippseyjar höfðu boðið 5 Imiljónir bandarikjadala i verð- launafé gaf Fischer sig hvergi. Hann sendi þinginu skeyti þar i sem einfaldlega stóð: „Þar sem IFIDE hefur tekið ákvarðanir gegn vilja minum svipti ég mig , titlinum Heimsmeistari i skák.” IOg þar við sat. Siðan hefur liðið allnokkur timi og menn orðið úrkula vonar um að kappinn • myndi láta sjá sig viö skákborö- Iið. Þar til fyrir stuttu, að grein birtist I bandaríska timaritinu „Computer Chess Newsletter”, i þess efnis að Fischer hefði teflt 13 skákir við bandarisku tölvuna „Machine” sem prógrömmuð hefur verið af sérfræðingum við • MIT-háskólann i Boston. Þessar Iskákir eru allar birtar, en aðrar upplýsingar er ekki að fá um skákirnar, timamörk eru ó- » þekkt o.s.frv. Til staðfestingar Iað hér sé ekki um fölsun að ræða er svo undirskrift Fischers. „Skáktölvan” hefur tekið gifur- I* legum framförum á undanförn- um árum.enda hefur verið lagt i allar rannsóknir, mötun o.þ.h., miklir peningar. Bestu tölvur * hafa hvað eftir annaö unnið I þekktasta tölvusérfræðinginn, I Skotann David Levy, sem e.t.v. ■ er ekki mikið afrek. Það segir J þó sina sögu að stórmeistarar á I borð við Englendinginn Stean og I v-þýska stórmeistarann Híibn- * er hafa orðið að láta I minni I' pokann fyrir bestu tölvu heims, bandarisku tölvunni „Kaos”. En nóg um það, hvort sem En nú er andstæöingurinn tölva 25. Db7-h4 29. Kel-Haf8 26. Kf3-hxg3+ 3». Kd2-Rc4 + 27. hxg3-f5 31. Kc2-Dg6 28. exf5-Hxf5+ 32. De4-Rd6 skákirnar i áðurnefndu timariti eru falsaðar eða ekkúþá birtast þær héi; og satt að segja hvarfl- ar það t.d. ekki aö mér að hér sé um fölsun að ræöa. Svo greini- legt er handbragð Fischers: 1. skák Hvftt: „Machine” Svart: Bobby Fischer 1. e4-c5 4. Rxd4-Rf6 2. Rf3-d6 5. Rc3-a6 3. d4-cxd4 (Najdorf— afbrigði i Sikileyjar- vörn. Aðalvopn Fischers gegn- um árin.)_ 6. Be2 (Uppáhaldsleikur Karpovs!) 6. ...-e5 7. Rb3-Be7 (Svona til gamans má geta þess að á slnum tima mælti Fischer með leiknum 7. -Be6. Hann á þó ekki uppá pallborðið núna vegna framhaldsins: 8. f4 Dc7 9. g4f) 8. Be3-0-0 9- Dd3? (Þeim sem prógrammeraði þessa tölvu hefur greinilega láðst aö kenna henni nútima teóriu. Aö sjálfsögðu er best að leika 9. a4 ásamt f2-f4 við tæki- færi.) 9. ...-Be6 10. 0-0-Rbd7 11. Rd5-Hc8 12. Rxe7 + -Dxe7 13 f3-d5 (Svartur hefur nú greinilega mjög öflugt frumkvæði.) 14. Rd2-Db4! 15. Rb3-dxe4 (Hvita staðan hrynur nú eins og spilaborg.) 16. Ddl-Rd5! 17. Ba7-b6 (Biskupinn á greinilega ekki að fara langt.) 18. C3-De7 20. Dd3-Rxfl 19. fxe4-Re3 (Að sjálfsögðu er hvita staðan gjörtöpuð, framhaldið hefur þvi ekki mikið gildi.) 21. Dxa6-Re3 23. g3-Ha8 22. Bxb6-Dg5 24. Ba7-h5 33. Dc6-Hf2+ 34. Kdl-Bg4 35. Bxf2-Db3+ 36. Kcl-Bxe2 37. Rd2-Hxf2 38. Dxd7-Hfl + 39. Rxfl-Ddl mát — Tölvur láta alltaf máta sig! 2. skák: Hvitt: Bobby Fischer Svart: „Machine” Kóngsbragð 1. e4-e5 2. f4 (Kóngsbragöið á alltaf sina stuðningsmenn (sbr. Jón L. Árnason), Fischer teflir þaö þó ekki alveg eins og tiðkast.) 2. ,..-exf4 3. Bc4! (Mér finnst þessi leikur öðrum fremur renna stoðum undir þann grun minn aö hér sé alveg örugglega um Fischer aö ræða. Hann hafði alltaf þennan hátt- inn á i kóngsbragðinu, en lék ekki 3. Rf3 eins og yfirleitt er leikið.) 3. ...-d5 7. 0-0-Rxd5 4. Bxd5-Rf6 8. Rxd5-Bd6 5. Rc3-Bb4 9. d4-g5 6. RÍ3-0-0 10. Rxg5! (Leikandi létt mannsfórn, enda vart hægt að segja að tölvan veiti mikla mótspyrnu, fremur en andstæðingar Fischers með holdi og blóði!) 10. ...-Dxg5 15. Rf6+-Kh8 11. e5-Bh3 16. Dh5-Hd8 12. Hf2-Bxe5 17. Dxh3-Ra6 13. dxe5-c6 18. Hf3 14. Bxf4-Dg7 (Svarta staðan er gjörtöpuð,en eins og áður var minnst á gefast tölvur ekki upp fyrr en kóngur- inn er mát.) 18. ...-Dg6 19. Hcl! (Nákvæmnin situr i fyrirrúmi hjá Fischer. Þessi leikur kemur i veg fyrir að drottningin fái aö ilendast á skálinunni bl-h7.) 19. ...-Kg7 21. Dh6mát. 20. Hg3-Hh8 3. skák: Hvitt: „Machine” Svart: Bobby Fischer Sikileyjarvörn 1. e4-c5 2. Rf3-g6 (Najdorf-afbrigði er lagt til hliðar, enda ástæða til að spara vopnin ef til einvigis við Karpov kæmi! Dreka-afbrigðinu sem hér er teflt beitti Fischer aldrei á skákferli sinum, sem vonandi er þó ekki á enda.) 3. d4-Bg7 9. f4-f6 4. Rc3-cxd4 10. exf6-Rxf6 5. Rxd4-Rc6 6. Be3-Rf6 7. Rxc6-bxc6 8. e5-Rg8 11. Bc4-d5 12. Be2-Hb8 13. b3-Rg4! (Mjög skarplega leikiö. Svartur hrifsar nú til sin frumkvæðið á mjög sannfærandi hátt.) 14. Bd4 (Auðvitað ekki 14. Bxg4-Bxc3- o.s.frv.) 14. ...-e5 15. fxe5-0-0! (Einfalt,ekki satt!) 16. Bxg4 Fischer tók keppni sina við tölvuna mjög alvarlega og sall- aði hana niður á sinn venjulega hátt. (Leiöir til yfirburðaendatafls fyrir svartan.) 16. ...-Dh4+ 19. Hfl-Hxfl + 17. g3-Dxg4 20. Kxf l-c5! 18. Dxg4-Bxg4 21. Bf2 (En ekki 21. Bxc5Bxe5og hvitur taparliði.) 21. ...-Bxe5 22. Bel-Hf8+ 23. Kg2-Hf3 24. h3-Hxc3! 25. Bxc3-Bxc3 26. Hfl-Bf5 27. Hf2-h5 28. He2-Kf7 29. He3-Bd4 30. Hf3-Ke6 31. c3-Be5 32. He3-d4 33. cxd4-cxd4 34. Hel-d3 35. h4-d2 36. Hdl-Bc3 37. Kf2-Bg4 38. Hhl (Eins og fyrri daginn teflir tölv- an til máts.) 38. ...-Bd4+ 43. Kg2-Bh3 + 39. Kg2-Kd5 44. Kxh3-Kxfl 40. a3-Ke4 41. Hfl-Kd3 42. Kh2-Ke2 45. b4-dl (D) 46. Kh2-De2 + 47. Kh3-Dg2 mát.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.