Þjóðviljinn - 09.06.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.06.1978, Blaðsíða 3
Föstudagur 9. jiíni 1978 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 3 Þing Sambands íslenskra barnakennara: Skorar á kennara að sinna ekki æfíngakennslu fyrr en kennaraprófin verdi metin jafngild til launa. Nafninu breytt í Samband grunnskólakennara máli, hafi það ekki verið til lykta leitt fyrir þann tima. Þingið skorar á félaga SÍB að ráða sig ekki sem æfingakennara i grunnskólum landsins né taka kennaranema til æfingakennslu fyrr en ákveðum þeim sem vitn- að er til hefur verið fullnægt.” A blaðamannafundi sem stjórn SÍB hélt i tilefni þingsins, kom fram að kennaraskortur var meiri i vetur en veturinn 1976-77. Fjórðungur grunnskólakennara hefur ekki kennaramenntun og árleg kennaraskipti skapa mikil vændræði viða i dreifbýlinu. Höf- uðorsakir kennaraskortsins og 25. þing Sambands islenskra barnakennara var haldið á Hótei Loftieiðum 1.-3. júni sl. Þingiö sátu 75 fulitrúar frá 10 kennara- félögum sambandsins. Menntamálaráðherra, formað- ur BSRB og fulltrúar annarra kennarasamtaka ávörpuðu þing- ið, auk framkvæmdastjóra Norrænu kennarasamtakanna, er sat þingið i boði stjórnar SÍB. Dr. Wolfgang Edelstein og Sigurjón Björnsson prófessor fluttu erindi sem þeir nefndu: „Nokkrar nið- urstöður rannsókna á börnum i Reykjavik og hugsanleg þýðing þeirra fyrir skólann.” Erindið vakti mikla athygli þingfulltrúa. Veigamesta breytingin sem gerð var á lögum sambandsins var nafnbreyting. Heitir sam- bandið nú: Samband grunnskóla- kennara, skammstafað S.G.K. Stöðugt er unnið að sameiningu kennarasamtakanna þriggja i ein heildarsamtök og rikir vilji fyrir þvi að sú sameining megi takast sem fyrst. Þingið lagði áherslu á að kennarasamtökin yrðu virkari i stefnumótun skólamála i landinu. Það undirstrikaði þörfina á stór- auknu fjármagni til ýmissa þjónustustofnana skólanna, svo sem fræðsluskrifstofa, skóla- rannsóknadeildar, Rikisútgáfu námsbóka o.f.l. en fjárskortur stendur i vegi fyrir að þessar stofnanir þjóni þvi hlutverki sem grunnskólalögin ætla þeim. Þingið fagnaði framkomnu frumvarpi um Kennaraháskóla Stjórn og varastjórn Sambands grunnskólakennara. Islands og þeirri meginstefnu sem þar er mörkuð, þ.e. að Kenn- araháskólinn skuli annast upp- eldis- og kennslufræðilega mennt- un allra kennara á grunnskóla- og framhaldsskólastigi. 1 kjaramálum kennarastéttar- innar ber hæst launajöfnun kennaraprófanna gömlu og nýju, og var eftirfarandi samþykkt: „25. fulltrúaþing SIB krefst þess að ákvæði aðalkjarasamn- ings um að kennarapróf verði metin jafngild til launa án tillits til þess á hvaða tima þau eru tek- in, komi til framkvæmda nú þeg- ar. Þingið beinir þvi til stjórnar SIB að hún beiti sér fyrir sam- ræmdum aðgerðum allra félaga SIB i upphafi næsta skólaárs, i samræmi við stjórnir svæðasam- bandanna, fyrir þessu réttinda- tiðra kennaraskipta töldu stjórn- armenn sambandsins vera léleg laun, húsnæðisvandræði og ófull- nægjandi búnað skóla og að- stöðu kennara. Þingið lagði áherslu á að kennarasamtökin þurfi að vinna að því á næstu árum að bæta stór- lega kaup og kjör kennara, auk þess sem nauðsyn beri til að breyta viðhorfi almennings og ráðamanna til skólamála. Aðalstjórn sambandsins var endurkjörin. Hana skipa: Valgeir Gestsson formaður, Bjarni Ansnes, Elin ólafsdóttir, Guðjón B. Jónsson, Kristin H. Tryggva- dóttir, Páll Guðmundsson og Ragna ólafsdóttir. Sambandið hefur nýlega flutt starfsemi sina ásamt fleiri aðildarfélögum BSRB i nýtt húsnæði að Grettis- götu 89. —eös Átta ára stjórn Sjálfstæöismanna á Selfossi er lokiö: Nýr meirihluti myndaður Fyrsti fundur bæjar- stjórnar Selfoss var hald- inn s.l. miðvikudag/ að því er Sigurjón Erlingsson, bæjarf ulltrúi Alþýðu- bandalagsins, tjáði okkur í gær. — A fundi sögðu fulltrúar Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks að Framboðsfundir í Norðurlands kjördæmi vestra Framboðsfundir hafa nú verið ókveðnir i Norður- landskjördæmi vestra,og verða þeir sem hér segir: Hvammstanga mánudaginn 12. júní, kl. 20.30. Varmahlíð, þriðjudaginn 13. júní, kl. 14.00. Blönduósi, fimmtudaginn 15. júní, kl. 20.30 Skagaströnd, föstudaginn 16. júní, kl. 20.30. Siglufirði, mánudaginn 19. júní, kl. 20.30. Hofsósi, þriðjudaginn 20. júní, kl. 20.30. Sauðárkróki, fimmtudaginn 22. júní, kl. 20.30. —mhg myndaöur hefði verið meirihluti þessara þriggja flokka um kosn- ingu forseta og nefnda og sam- vinnu um málefni bæjarins þetta kjörtimabil. Meiri hlutann mynda 6fulltrúaraf9 i bæjarstjórn, af A- lista Steingrimur Ingvarsson, Af B-lista Ingvi Ebenhardsson, Haf- steinn Þorvaldsson, Gunnar Kristmundsson og Guðmundur Kr. Jónsson og af G-lista Sigurjón Erlingsson. Forseti bæjarstjórn- ar var kjörinn Ingvi Ebenhards- son og varaforsetar þeir Sigurjón Erlingsson og Steingrimur Ing- varsson. Bæjarráð skipa: Sigur- jón Erlingsson, Hafsteinn Þor- valdsson og Óli Þ. Guöbjartsson, sem er af D-lista. Meðal þeirra nefnda, sem kosn- ar voru á fundinum, var bygg- inga- og skipulagsnefnd. I henni eru tveir fulltrúar úr bæjarstjórn, samkvæmt lögum, og eru það þeir Sigur jón Erlingsson og Stein- grímur Ingvarsson. A fundinum var lögð fram, af fulltrúum meiri hlutans, tillaga að reglugerð um stjórn bæjar- mála, til fyrriumræðu. Þá var og af sömu aðilum lögö fram og samþykkt tillaga um ráðningu Erlendar Hálfdánarsonar i starf bæjarstjóra, en hann var sveitar- stjóri á Selfossi siðasta kjörtima- bil. Eins og kunnugt er voru sam- þykkt lög um kaupstaðarréttindi Selfoss skömmu fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar. se/mhg Nokkrir fulltrúar á þingi SIB Nytt f iskverð ákveðið: 13-14% hækkun Nýtt fiskverð hefur verið á- kveðið fyrir timabilið 1. júni til 30. september og er það að með- altali 13.5—14% hærra en það verð, er gilti til mailoka. Hækkun er nokkuð breytileg eftir tegundum: Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Steinbitur Hækkarum 12.7% 12.6% 26.9% 15.3% 18.6% Aðrar tegundir hækka yfir- leitt um 13—14% i verði, en verð á grálúðu hækkar þó minna. Auk þessara mismunandi verð- breytinga eftir fisktegundum voru gerðar nokkrar breytingar á innbyrðis verðhlutföllum milli stærðar- og gæðaflokka, einkum að þvi er varðar verð á þorski og ýsu. Þannig hækkar verð á þorski og ýsu i fyrsta gæðafl. meira en verð á sömu tegundum i öðrum og þriðja gæðaflokki. Verð á stórum þorski (70 cm og yfir) hækkár aftur á móti nokkru minna en á miðlungi stórum og smáum þorski. Þess- ar breytingar á verðhlutföllum taka mið af markaðsverði af- urða erlendis og framleiðslu- kostnaði þeirra hérlendis, aö teknu tilliti til hins nýja viðmiö- unarverðs, sem stjórn Verðjöfn- unarsjóðs fiskiðnaðarins hefur ákveðið fyrir freðfiskafurðir á verðtímabilinu, sem hófst 1. júnl s.l. Verðið var ákveðið með at- kvæðum seljenda og odda- manns, gegn atkvæðum kaup- enda. I yfirnefndinni áttu sæti Jón Sigurðsson, sem var oddamaður nefndarinnar, af hálfu seljenda Ágúst Einarsson og Óskar Vig- fússon, af hálfu kaupenda Arni Benediktsson og Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson. Þá hefur Verðlagsráö sjávar- útvegsins ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á hörpudiski frá 1. júni til 30. september 1978: Hörpudiskur i vinnsluhæfu á- standi: a) 7 cm á hæð og yfir, hvert kg. kr. 46.00 b) 6 cm að 7 cm á hæð, hvert kg kr. 36.00. Verðið er miðað við, að selj- endur skili hörpudiski á flutn- ingstæki viö hlið veiðiskips og skal hörpudiskurinn veginn á bilvog af löggiltum vigtarmanni á vinnslustað og þess gætt, að sjór fylgi ekki með. Verðið miðast við gæða- og stærðarmat framleiðslueftirlits sjávarafurða og fari gæöa- og stærðarflokkun fram á vinnslu- stað. Kjósið strax Eitt atkvædi getur ráöiö úrslitum Félagsmenn í Alþýðu- bandalaginu í Reykjavik og stuðningsmenn G-list- ans sem ekki verða heima á kjördag eru eindregið hvattir til að kjósa strax. Upplýsingar um utankjör- f undarkosningu eru veittar á Grettisgötu 3, síma 17500. Kosið er í Miðbæjarskóla frá klukkan 10-12 árdegis, frá klukkan 2-6 miðdegis og frá klukkan 8-10 á kvöldin. Félagar 1 Alþýðubandalaginu sem vita af stuðningsmönnum flokksins sem staddir eru úti á landi eru eindregiö hvattir til að hafa samband við þá og hvetja þá til að kjósa hjá næsta bæjarfógeta sýslumanni eða hreppsstjóra sem fyrst og koma atkvæðinu suður til yfirkjörstjórnar eða til skrifstofu flokksins á Grettisgötu 3 sem allra fyrst. Minnug þess að eitt einasta at- kvæði getur ráðið úrslitum i kosningunum og um framhaldið eftir þær, skulum við brýna það fyrir öllum okkar stuðnings- mönnum sem eru á faraldsfæti að kjósa strax og skrifa skýrt og greinilega stórt G á kjörseðilinn. Fjölskyldufélag Landhelgisgæslu Gefur í orlofsheimilasjóð Stjórn Ýs, fjölskyldufélags Landhelgisgæslumanna, afhenti á dögunum Sta rfsm annaf élagi gæslunnar eina miljón króna að gjöf I orlofsheimilasjóð. Gisli ólafsson tók við fénu úr hendi Elinar Skeggjadóttur for- manns Ýs og flutti félögum Ýs þakkir. Fénu hefur verið safn- ao m.a. með sölu Landhelgis- plattans fyrir siðustu jól og með blóma- og kökusölu. Framkvæmdir eru hafnar við orlofsheimili gæslunnar 1 Gufu- dalssveit i Baröastrandarsýslu. Keypt hafa verið sumarhús og er nú unnið við að koma þieim upp.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.