Þjóðviljinn - 09.06.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.06.1978, Blaðsíða 7
Föstudagur 9. júnl 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Ef viö tökum ekki þátt i Keflavikurgöngunni, getum vid sjálfum okkur um kennt, ef Alþýðubandalagið tekur þátt i ríkisstjórn án þess að gera brottför hersins að úrslitaatriði Árni Björnsson: Eruð þið hræddir drengir? begar Geir Hallgrimsson kom heim frá herforingjafundinum i Vosington og ósigur auðmanna- flokksins blasti við, þá tók æðsta valdaklika hans ákvörðun: „Varnarmálin” skyldu verða aðalbaráttuefni Alþingiskosn- inganna 25. jiíni. Þessari ákvörðun veldur fleira en eitt: 1. Af áratuga reynslu þykist ihaldið vita, að auðveldast sé að trufla fólk og trylla með sefasýkisáróðri um yfirvof- andi hættu á hernámi austan- frá. VL — undirskriftirnar 1974 styrktu enn þetta sjónar- mið. Á hinn bóginn er auð- valdinu orðið ljóst, að fólkið verður ekki lengur blekkt i kjaraskerðingarmálunum. Það skildi þau nefnilega i vor. 2. Ef sigurganga Alþýðubanda- lagsins héldi áfram i Al- þingiskosningunum, þá hræð- ist auðvaldið mjög, að sósial- istar geti gert brottför hersins að meginskilyrði fyrir stjórnarþátttöku. En ,,ef her- inn fer þá fer vort eina traust”. Það er ekki nóg með að auðugustu fjölskyldur landsins mundu missa beina og feikilega gróðaaðstöðu, ef framkvæmdir islenskra verk- taka á vegum hersins hyrfu úr sögunni. Herinn og Nató eru bakhjarl auðstéttarinnar. sem gripa mætti til i allrasið- ustu lög, ef svo vildi til, að is- lenskur verkalýður léti ein- hverntima hendur standa verulega fram úr ermum i átökum við atvinnurekendur og rikisstjórn þeirra. Og enda þótt islenskir auð- menn trúi þvi vart, að annað- eins geti gerst, afþvi þeir þykj- ast þekkja sitt heimafólk, þá treysta alþjóðlegir auðhringir ekki á langlundargeð og tómlæti mörlandans. Þeir vilja hafa herinn sem tryggingu fyrir þvi, að fjárfesting þeirra á Islandi verði ekki þjóðnýtt eða stefnt i annan voða. Og það er einmitt þetta erlenda f jármagn, sem is- lenska auðstéttin mænir mest til i vesaldómi sinum. Af þessum sökum freistar ihaldið þessað gera hermálið að bitbeini kosningabaráttunnar. 1 fyrsta lagi gerir það sér vonir um að geta með helvitis- kenningusinnireytt til sih nokk- uð af fyrra fylgi og jafnframt fælt frá Alþýðubandalaginu nokkrar sálir, sem hafa kosið það vegna kaupránsmálanna, en eru e.t.v. ráðlitlar i her- stöðvamálinu. A.m.k. gerir auðvaldið sér vonir um, að með þessu megi takast að hræða forystu Alþýðu- bandalagsins frá þvi að gefa nokkrar stórorðar yfirlýsingar um brottför hersins og Natóúr- sögn sem skilyrði fyrir stjórnar- aðild. Sumum finnst reyndar ein- mitt að Alþýðubandalagið og Þjóðviljinn hafi ennþá ekki svarað hvað þá tekið þessari áskorun auðstéttarinnar. Þetta fólk spyr hvort það kunni að eiga sér aðrar skýringar en svifaseinlæti. Vissulega þykir yfirleitt ekki heppilegt að láta andstæðinginn velja vopnin eða hasla völlinn. En brottför hersins og Natóand- staða eru þó mál sem verið hafa á stefnuskrá Alþýðubandalags- ins og fyrirrennara þess i hart- nær 30 ár,- svo að hér er ekki um neina óvænta uppákomu að ræða. 1 annan stað mætti hugsa sér (einsog Sjálfstæðisflokkurinn gerir, að forystu Alþýðubanda- lagsins sé ekki ljós afstaða sinna fjölmörgu nýju fylgis- manna til herstöðvamálsins. Naumast fer raunar milli mála að allir kjósendur Alþýðu- bandalagsins eru á móti hern- um og Nató. Spurningin er að- eins sú hvort þeir allir telja það mál númer eitt ellegar tvö eða þrjú. Einhverjir munu ugglaust lita á „umbætur í efnahagsmál- um” sem mál málanna og þá ábyrgðarleysi af Alþýðubanda- laginu að gera önnur mál að skilyrði fyrir stjórnarsamvinnu. Það ætti þó að vera komin á það næg reynsla, að sóst er eftir sósialistum i rikisstjórn á nokk- urra ára fresti til að „rétta efnahagslifið við”,eftir að hin blindu lögmál einkagróðans hafa leikið lausum hala um skeið og klúðrað öllu með taum- lausri græðgi og skammsýni. Enda kemur þá ævinlega i ljós, að til er viðunandi lausn á flestum vanda. Skútan er losuð af strandstað, atvinnutæki keypt, uppbygging hefst hvar- vetna, landhelgi er stækkuð, at- vinnuleysi hverfur og landflótti hættir. Þetta er gerlegt bæði vegna þess að sósialistar skilja vandamál auðvaldskerfisins betur en kapitalistarnir sjálfir og i öðru lagi hafa þeir samtök launafólks að miklu leyti á sinu bandi. Vegna þessa gagnkvæma trausts er unnt að framkvæma hluti, sem launafólk mundi ekki trúa auðvaldsflokkunum fyrir. En siðan er sósialistum ævin- lega sparkað úr rikisstjórn. Með einhverjum hætti er þeim gert ókleift að starfa þar lengur en 2-3 ár, eða þar til þeir eru búnir að framkvæma sinar faglegu lagfæringar og gróðabrallar- arnir geta aftur byrjað að leika sér. Hið eina umtalsverða, sem Alþýðubandalagið gæti afrekað i efnahagsmálum með stjórnar- þátttöku nú, væri frestun á inn- rás erlends auðmagns i tengsl- um við stóriðjuframkvæmdir. En það yrði þó aldrei annað en frestun, nema gjörbylting yrði á stjórnmálalifi i landinu. Brott- för hersins er einmitt bæði tákn og forsenda þvilikrar breyting- ar. Þáfyrstværiunnt að fara að takast á um innanlandsmál af einhverju viti. Og þá fyrst gætu Alþýðubandalagið og verka- iýðshreyfingin farið að hafa varanleg áhrif á stjórn landsins. Það er ofurskiljanlegt, að for- ystu Alþýðubandalagsins sé ekki vel ljóst, hversu skeleggir kjósendur þess eru i herstöðva- málinu. Herstöðvaandstæðing- ar verða þvi að sýna og sanna, að þeir séu margir og baráttu- glaðir og muni ekkert hik eða tvistig þola i þessu máli. Það er i augnablikinu með áhrifamest- um hætti unnt að gera með þvi að taka þátt i Keflavikurgöng- unni á morgun. Með þvi sýnum við ekki að- eins VL-ingum og valtinkollum styrk okkar, heldur gerum við lika eina þingflokki herstöðva- andstæðinga ljóst, að okkar at- kvæði eru mörg og mikilvæg ekki siður en annarra og að hon- um er skylt að halda fast á her- stöðvamálinu bæöi fram að kosningum og eftir þær. Ef við hinsvegar sýnum þetta ekki, þá getum við sjálfum okkur um kennt, ef Alþýðubandalagið „svikur” í herstöðvamálinu. Það er ekki eftir neinu að biða. Skráið ykkur strax i göng- una. Það má gera fram til kl. 10 i kvöld i slma 29845, 29863, og 29896. Komið ella til móts viö gönguna hvar sem erog hvenær sem er. Tónlist á Listahátíð: Fegurd og snilli Það var ósjaldan, eða öllu held- ur alloft, sem um mann fór gæsa- húð af hrifningu, á þriðjudags- kvöldið, er hinn ótrúlegi snilling- ur, selióleikarinn Rostróprovitsj, söng á hljóðfæri sitt af svo mikilli fegurð og sniili að það var alveg ótrúlegt. Jarðsamband hans við tónlist- ina, áheyrendur, og allar aðstæð- ur var svo mikið, að greinilegt var að hann var sifellt að yfir- vega, skilja og uppgötva. Svo maður noti orð Thors V. úr ljóði hans: „Sellóið er vaxið saman við manninn maðurinn eitt með hljóðfæri sinu”. Hann virtist allt geta og mega, og i fæstu geiga. Hann var eitthvað svo mannleg- ur, að það var einsog það skipti ekki máli hvort einhver nóta missti marks eða ekki, markmið- ið var að „mússisera”. Ólýsanleg fjölhæfni i tjáningu einkenndi þennan mann, þvi ekki skorti skap, er stundum var engu likara en höfuðið ætlaði að springa af skapbrestum, sökum innlifunar- hæfni. Svo maður ekki gleymi hinu rólega og þægilega ljúflyndi sem setti mann alveg i annan heim. Honum brást „sko” alls ekki bogalistin. Tónleikarnir byrjuðu á forleik eftir Glinka, að óperunni Rúslan og Ludmila. Sú ópera fjallar um fornt rússneskt ævintýri sem Púskin hefur fært i bundiö mál. Þetta litla fallega ævintýri segir af undurfagurri furstadóttur, (Lúdmilju) sem er numin á brott með göldrum, siðan leggja fjórir kappar land undir fót til að frelsa hina fögru yngismey, og verður Rúslan fursti hinn hlutskarpi. Ekki var laust við að mannifynd- ist djarflega hleypt á vaðið hvað ,,tempo”/hraðasnerti, en það er alltaf virðingarvert þegar menn reyna að gera það sem þá langar að gera, og það tókst. Það var bara skolli gaman! Þeir tveir konsertar sem Rostróprovitsj spilaði með sin- fóniunni eru samdir á sitthvorri öldinni, þ.e. konsert J. Haydns á þeirri 18du, en Dvoraks á þeirri 19du. 1 Haydnmátti enn heyra óm og seiðing af stilbrögðum barrokksins, en Dvoraks konsert- inn er skrifaður á þeirri 19du, og þvi miklu rómantiskari, enda með fullskipaða hljómsveit að baki sér. Eru þeir þvi i eðli sinu og gerð sinni að nokkru líkir. Það var alveg undravert hvað Rostroprovitsj tókst að ieika sér með laglinurnar, þrátt fyrir ekki of gott undirspil hljómsveitarinn- ar, en það virtist ekkert trufla meistarann, hann var alltaf með. Ashkenazy er hinn sæmilegasti hljómsveitarstjóri, og var ekki annað að sjá en þeir skemmtu sér hið konunglegasta saman, sendu hvor öðrum griðarstór bros af ný- afstöðnum tjáningarhrinum hvors annars. Þetta var einn skemmtilegasti konsert sem ég hef farið á um dagana, og er þá mikið sagt. Hákon Leifsson. með hljóðfæri sinu Shaba- innrásin kemur niöur á Sambíu IReuter-fréttfrá Paris segir að koparframleiðsla i Zaire hafi nær þvi stöðvast vegna innrásar upp- reisnarmanna i Shaba. Innrásin virðist einnig ætla að koma niður á Sambiu, þvi að vaxandi fjöldi hvitra tæknimanna, sem vinna við koparnámurnar þar, hafa sagt upp störfum sinum, trúlega vegna þess að þeir óttast um öryggi sitt. Er talið að þetta geti orðið til þessað koparframleiðsla Sambiu dragist talsvert saman i árj-miðaðvið það sem var i fyrra. Lyginni líkast Þaðerekkiá hverjum degisem þvilikar hetjur djassins sem ösk- ar Peterson og NHö Pedersen hittast miðja vegu Atlantshafsins og vekja jafnmikia hrifningu og þeir félagar gerðu á fyrsta degi listahátíðar. Óskar byrjaði tónleikana með einleik og var heldur enn ekki sprækur, sleiktihann hljómborðið með svo miklum hraða og leikni, að ég tali nú ekki um mýkt og feg- urð, að heyra mátti andköf manna á meðal er Óskar spilaði upp og niðuf tónskalana, ekki með öllu ólikt og rússibani. Það rikti mikið fjör og Skari var hinn hressasti kom viða við og virtist ráða yfir ótrúlegum stiltilbrigð- um, mátti kenna ivitnanir i alls- konar tónlist, svo sem klassiska, expressjóniska, rokk, dægurlög uppúr striði, ekki hvað sist rag- time sem virtist vera spillemanni mjög svo hugstætt, og þá náttúru- lega djassinn einsog hann leggur sig, frammað um það bil ’60. Tón- listin hjá Óskari var vellauðug af allskonar hlutum og formum, iðu- lega margir hlutir að ske i einu, og var i rauninni að mörgu leyti sinfónisk. Snillingurinn setti lagaval mjög skemmtilega upp, og virtist alveg geta spilað á hug og hjörtu fólksins, og þá er minnst varði skaust hann úr einum stiln- um i annan en endaði alltaf með mjög greinilegum tilkynningum um að nú væri lagið búið, ekki ólikt og Beethoven, og sló jafnan og barði dýpstu nóturnar með miklum látum sem kom út einsog tengiliður við klapp og hrifningu áheyrenda. Ég man varla til þess að mér hefði leiðst á tónleikunum það væri þá helst i hléinu, og þó, þá voru allir svo kátir og glaðir og hver i kapp við annan að lýsa undrun sinni á uppátækjum og töktum snillingsins. Eftir hlé tók við annar og ekki siður skemmtilegur kapituli. Var þá Niels Henning kominn með bassann, og var einsog kumpán- arnir spiluðu fólkið aftur inn i sal- inn, og loks voru allir komnir inn. önnur eiris meðhöndlun á hljóð- færinu kontrabassa, hefði ég tæplega haldið að væri möguleg, var engu likara en Niels Henning væri bara hreinlega inni i hljóðfærinu, og að þetta væri bara tómt plat allt saman, lýginni likast. Greinilegt var að þeir félagarnir höfðu sést áður, og komið sér saman um út- gangsþemu allt frá flóknum hröð- um og skrautlegum þemum, að litlum einföldum og mjög falleg- um skandinaviskum þjóðlögum, ég heyrði ekki betur. Þeir skipt- ust yfirleitt á um að vera i for- grunni, og virtist ekki vera nein barátta um sviðsljósið, hvor um sig var lyftistöng fyrir hinn með óskar Peterson : iðuiega margir hlutir að gerast i einu snyrtilegum og fáguðum undir- leik, og gaf Niels Henning óskari ekkert eftir hvað snerti hraða og fimleika, en þetta hefur þótt eitt stærsta og þunglamalegasta hljóðfærið i sögunni. Spunnu þeir vinirnir fremur nákvæmlega i kringum útgangsþemun og var Framhald á bls, 14

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.